Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 32

Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 32
32 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Sverrir Sv. Sigurðarson skrifar um Vatnajökuls- þjóðgarð Það er kunnara en frá þurfi að segja að Íslendingar eiga það til að standa í deilum um marg- víslegustu málefni. Það verður nánast að teljast merkilegt ef mjög stórt mál er tekið til framkvæmdar án þess að teljandi ágreiningur verði um. Hér er átt við Vatnajökulsþjóðgarð sem á dögunum var stofnaður eftir nokkurra ára undirbúningstíma. Garðurinn verður nálega 15.000 ferkílómetrar að stærð og mun kosta rúman milljarð að byggja upp samkvæmt áætlunum, og má telja athyglisvert hve mikil sátt hefur ríkt um þjóðgarðinn. Álita- mál vegna þjóðlendna eru á lands- vísu og eru ekki sprottin upp af þjóðgarðinum sem slíkum. Hvað veldur þessum friði? Allar nýj- ungar fara gegnum fjögur stig. Hugmynd af þessu tagi verður að koma einhvers staðar frá, og á fyrsta stigi er grunn tillaga að lausn mótuð og röksemdir settar fram út frá gögnum sem safnað hefur verið. Svo er pólitískt mat og samþykkt, þar á eftir undir- búningur og gangsetning, og loks daglegur rekstur. Í tilviki Vatnajökulsþjóðgarðs tók fyrsta stigið 4-6 ár, annað stig 1,5 ár, þriðja stigið 7,5 ár, en átti að taka mun skemmri tíma samkvæmt vilja stjórnmálamanna, og nú er fjórða stigið tekið við og er að sjálfsögðu ótímabundið. Á fyrsta stiginu kann að vera að finna ástæðu þess að lítið hefur farið fyrir nei- kvæðri gagnrýni. Grunn- tillögur að friðun Vatna- jökuls og nágrennis í eitt stórt svæði eða þjóðgarð voru víð- tækar og ítarlega rökstuddar, og þær voru ekki aðeins náttúru- verndarhugmyndir heldur kom tvennt til sem var nýstárlegt. Þær voru einnig ítarlega rökstudd efnahagsleg strategía til að styrkja ímynd landsins og atvinnu- líf, og tilraun til að setja fram til- lögur sem gætu orðið grunnur að millivegi og sátt milli aðila sem sumir höfðu deilt hatrammlega lengi. Þar af leiðir að tillögurnar gátu ekki uppfyllt fullkomlega drauma eins aðila, t.d. náttúru- verndarsinna, enda aðilarnir afar ólíkir. Á þessu árabili sem fyrstu frumtillögur voru mótaðar og settar fram var fjallað skipulega um flesta þá aðila sem beint eða óbeint gætu haft eitthvað af slíku fyrirbæri að segja, og reynt að sýna fram á að aðstæður viðkom- andi yrðu ögn betri, en ekki verri, ef slíku friðlýstu svæði væri komið á. Þessir hópar voru ferða- þjónustan, bændur, landbúnaður, sveitarfélög, almannavarnir, björgunarsveitir, jeppamenn, matvælaiðnaður, fata- og listiðn- aður, og auðvitað virkjana- og stóriðjugeirinn. Ef tillaga af þessu tagi hefði komið fram undir merkjum tiltekins stjórnmála- flokks eða hagsmunahóps er eins víst að „andstæðingur“ viðkom- andi hefði séð meiri tormerki á málinu. Sá aðili sem vann í þessu var hins vegar algerlega hlutlaus. Er þetta ástæða þess að hinn risa- stóri þjóðgarður hefur farið gegn- um stig tvö og þrjú án þess að deilur hafi risið? Í þessari frum- vinnu má segja að deilurnar hafi verið hannaðar út úr hugmynd- inni fyrirfram, og því minni líkur á að menn færu að agnúast út í þennan valkost. Þetta tryggir ekki að allir hafi verið sáttir við slíkar tillögur og að það hafi verið hættulaust að setja slíkar fram, en þessi nánast algeri skortur á deilum um þjóð- garðinn bendir til að sæmilega hafi til tekist að setja fram tillögu sem gæti sameinað þjóðina frem- ur en sundrað henni. Þjóðgarður- inn mun leysa úr læðingi sköpun- arkraft fólksins og ómögulegt að segja hvaða áhugaverðu hug- myndir eiga eftir að koma fram um hvernig megi nýta hann fyrir ferðaþjónustu og hugsanlega fyrir aðra geira atvinnulífs. Frek- ari upplýsingar má finna á vefn- um www.sverrir.info. Höfundur er viðskiptafræðingur. Hvers vegna ríkir friður um Vatnajökulsþjóðgarð? SVERRIR SV. SIGURÐARSON UMRÆÐAN Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar um sambands- þing SUF Næstu helgi heldur Sam-band ungra framsókn- armanna sambandsþing og verður þetta einnig 70 ára afmælisþing SUF þar sem kosin verður ný forusta. Ég býð mig fram sem formann SUF. Ástæðan fyrir því er sú að ég trúi á gildi Framsóknarflokksins. Ég veit að í Framsókn er gott fólk sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu til að byggja upp Framsókn- arflokkinn. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað á jákvæðum nótum þar sem samvinna, góður félags- skapur, traust og metnaður ríkir. Við eigum að hafa grundvallar- stefnuskrá Framsóknarflokksins í huga um að setja manninn og vel- ferð hans í öndvegi. Verði ég kosin formaður SUF þá mun mitt fyrsta verk vera að efla starf FUF-félaganna. Heimsækja öll FUF-félög sem eru starfandi og hvetja þau áfram í starfi sínu ásamt því að hitta alla formenn framsóknarfélaga og minna þá á að flokkurinn þarf stöðugt á ungu og nýju fólki að halda. FUF-félög- in þurfa að vinna meira saman, hittast oftar og styðja hvert annað í starfi sínu. Saman erum við mun sterkari en hvert og eitt. Sem hluti af samstarfsvettvangi SUF og félaga ungra framsóknarmanna þá vil ég að öll félög ungra fram- sóknarmanna eignist sína síðu innan SUF- heimasíðunnar svo til verð ein góð heimasíða þar sem hægt er að nálgast greinargóðar upplýsingar um störf ungra framsóknar- manna úti um allt land. Formaður SUF gegn- ir því starfi í tvö ár. Verði ég formaður SUF þá mun ég leggja allan minn kraft og tíma í að byggja upp sterkari ungliðahreyfingu innan Framsóknar. Að tveimur árum liðnum vil ég sjá sterk félög ungra framsóknarmanna um land allt, sterka unga einstaklinga í baráttu- sætum í bæjarstjórnarkosningum og ungt fólk tilbúið til að taka bar- áttusæti í alþingiskosningum. Ég vil sjá vel mótaða baráttustefnu ungs fólks innan Framsóknar sem mynduð hefur verið á málefnaleg- an hátt með ungu fólki alls staðar af landinu. Nú er tími fyrir unga fólkið til að láta í sér heyra innan Framsóknar. Ég hef sett upp tveggja ára aðgerðaráætlun sem felur í sér uppbyggingu, nýliðun og endurnýjun innan Framsóknar. Áætlun sem felur í sér sterkari Framsókn að tveimur árum liðn- um. Saman getum við leitt Fram- sókn inn í nýja tíma. Saman getum við náð árangri. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi til formanns Sambands ungra framsóknar- manna. Sterkari Framsókn með ungt fólk í forystu BRYNDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR Kaupum leiguíbúðir UMRÆÐAN Lúðvík Gizurarson skrifar um fasteigna- markaðinn Núna er fasteigna-sala frosin og stopp, þar sem bank- arnir geta ekki lánað meira til íbúðakaupa. Fá ekki lán erlendis nema með okurkjörum. Ekki hefur bólað á lausn frá stjórn- völdum nema sú tillaga að rétt sé að fjölga leiguíbúðum. Undir þá tillögu er tekið hér. Ef einhver trúir því að verð- bólga minnki með því að stoppa kaup og sölu íbúða þá veður sá hinn sami í mikilli villu. Lána- stopp bankanna mun aðeins leiða hreina fjárhagslaga skelf- ingu og kreppu yfir þjóðfélagið og gera bæði einstaklinga og byggingarfélög gjaldþrota í stórum stíl. Vilja menn það. Bankarnir munu skjálfa. Greinarhöfundur hefur ára- tuga reynslu af vinnu við fast- eignasölu sem lögmaður og fasteignasali. Hann man vel þegar bankarnir hættu í bili að lána til fasteignakaupa út af deilu um orsakir verðbólgu við ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen. Þetta var um haust og ástandið varð verra og verra til jóla. Fólk var alveg að tapa sér meira og meira. Það skal tekið fram að verðbólgan lækkaði ekkert og íbúðir ekki heldur. Svona rugl að spá lækkun íbúðaverðs fram í tímann eins og Seðlabanki og Glitnir gera í dag datt engum heilvita manni þá í hug. Svo létu bankarnir undan enda fólk að tapa sér á biðstofum þeirra. Fólki var sagt að fasteignalán kæmu eftir áramót eða fyrstu daga í janúar á næsta ári. Þá kom slíkt flóð af nýjum lánum og skulda- bréfum frá bönkunum til fóg- eta að bunki bréfa til þinglýs- ingar var daglega 10 cm þykkur. Svo lagaðist þetta fljótt. Um leið og lánsfé bankanna kom inn á fasteignamarkaðinn aftur fór hann að virka með eðlilegum hætti og óseldar íbúðir runnu út. Peningarnir frá bönk- unum fóru úr einni íbúð í þá næstu. Einn selur íbúð og kaupir aðra með sömu seðlum og þannig geta stundum 3- 5 íbúðir selst í keðju án nýrra peninga. Selja þarf þá fyrstu o.s.frv. Allt gekk upp og skap- aði enga verðbólgu. Að kenna verði íbúða um verðbólguna er vitleysa. Málið er miklu marg- þættara og flóknara. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Virða ber það. Nú er ástandið þanig að bankarnir geta líklega ekki leyst vandamál fasteignasöl- unnar, þótt þeir vildu. Þeir hafa ekki laust fjármagn og lokað hefur verið á þá erlendis með því að heimta af þeim upp í 3-4 falda vexti ef erlend lán eiga að fást. Það eru lokaðar dyr. Við fáum ekki meiri peninga. Erum heldur hafnir að borga upp fyrri eldri skuldir erlend- is. Bankarnir eru í lána- klemmu. Tillögur greinarhöfundar eru m.a. þær, að lífeyrissjóður- inn komi inn á fasteignamark- aðinn og kaupi íbúðir sem selj- ast ekki í dag og standa jafnvel tómar og auðar. Leigi þær svo út. Ef þetta yrði gert myndu lífeyrissjóðirnir væntanlega stofna hlutafélag „Leiguíbúðir lífeyrissjóðanna ehf.“ svo dæmi sé tekið. Með lífeyrissjóðina á bak við sig þarf svona leiguíbúðafélag miklu minna reiðufé en marg- ur heldur. Kunnáttu þarf. Vænt- anlega hefðu meðlimir lífeyris- sjóðanna forleigurétt að þessum íbúðum. Það væri mörgum kjarabót, þar sem líf- eyrir fer mikið í skatta og er oft naumur. Bara byrja. Kaupa svona 100 lausar íbúðir strax. Leigja þær út. Sjá hvernig gengur með þær og framhaldið. Þetta er hluti af lausn á stórum vanda. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. LÚÐVÍK GIZURARSON % Til 10. júní MIKI Ð ÚR VAL A F NÝJU M VÖ RUM . FRÁB ÆR V ERÐ I I . ALPARNIR Íslensku Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is Jakkar frá kr. 9.995 20 - 25% % TILBOÐSDAGAR afsláttur af öndunarfatnaði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.