Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 34

Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 34
34 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR                    ! "# $   #  % #& '() * #   +  ,    - "! . /      & ,%*  $  "#   0     12  34  5 5 , "#   6 # . "#    7  *  5   !! "# $% %  & '   #  # '  () *%     6  1 89 : 6 # ,      044  "5*5 , "#  6 #  6 0     12  5    7  *  5 + $    ;  6 6   "#  % ,     #  $  # ".  <    , #   = 6  # % #  . 6    *    < *& 6  .  # * :4 # . > $ 6 6   5 6 7  *  5    -. /0101    -. /0101     -. /0101   7 .    5 ?# 1   ,    # $   2  5 7  *   5 2!! 3 4 # 5  )     $  1   . @    6  *6 66   . A6 ( )  04   #  , 3BC 6  !66 -BDB)E 1B&B1 C 7  *  !66!! 7! 3 ) 4 ) 22   .     $ 5 :.6    6   % #      4@ * :*6 * -BDB)E  B&B1 C 7  *  &66!!     -. /0101 85() 0  ,*6       8 B ,#  %     7  * 5 5     ! 09:;<<=1 "#$ " "% & ' &     -. /0101  () *+,- .   -. /0101 04 6 *  #6  % #     , #     5  ,  *,*65 7  * 5 15+ ? ,! 6  ,   2 ,  # % 5 7  * 5 5   /  09:;<<=1     -. /0101    -. /0101  %    > -, ', ,,  "5*55  B % *6,   !  #6 A4 *  #6 *    @ 6, F G6   %#6 -BDB)E  B&B C 7  *  66!!?2 6!!  /  !  09:;<<=1    /  09:;<<=1      2!! 3 4 # 5  ) @ 9 4 "6 ,#  66  .  6  1    . @ +   6  :.6    6   6.   A#   4 6 # ,%  *#A # H.  !66 * :*6 * -BDB)E 1B&B1 C 7  *  B66!!     -. /0101        !""#$%& ' (""#$%! '   )   *#     09:;<<=1 +" ,   -  "' $"& &"$0     09:;<<=1 -      .  09:;<<=1 . ,$ $# UMRÆÐAN Björgvin Guðmunds- son skrifar um verð- bólgu Verðbólgan er nú orðin 11,8%. Það er óhuggu- legt. Gengislækkun krón- unnar veldur hér mestu en ljóst er, að sumir kaup- menn og verslunareig- endur hafa farið óvarlega í verð- hækkunum. Ég fór út í verslun og keypti steiktan kjúkling. Hann hafði hækkað um 30%! Það er of mikil hækkun enda þótt fram- leiðslukostnaður hafi hækkað m.a. vegna hækkunar á fóðri. Menn verða að fara varlega í hækkanir. Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu stýrivexti í 15,5%. Þeir voru þá hækkaðir um 1/2 pró- sentustig og var þetta 21. stýri- vaxtahækkun Seðlabankans. Frá því að þessi síðasta vaxtahækk- un Seðlabankans tók gildi hélt gengi krónunnar í fyrstu áfram að lækka en hefur síðan styrkst nokkuð. En það var einn helsti tilgangur vaxtahækkunarinnar að styrkja krónuna og lækka verðlag á þann hátt. Seðlabank- inn hefur sl. 7 ár stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna. En verð- bólgan hefur á þessu tímabili aukist en ekki minnkað. Aðgerð- ir Seðlabankans hafa algerlega mistekist. Þorvaldur Gylfason prófessor telur að Seðlabankinn hafi brugðist við alltof seint. Hann hafi byrjað of seint að hækka stýrivexti og í of litlum skrefum til að byrja með. Í dag er alveg ljóst að vaxtahækkun Seðlabankans hefur engin áhrif. Verðbólgan heldur áfram að auk- ast þrátt fyrir aðgerðir Seðla- bankans. Peningamála- stefna Seðlabankans hefur brugðist. Tveir kennarar við háskólann telja að skipta verði um áhöfn í Seðlabankanum. Það eru þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent sem setja þessa skoðun fram og undir hana tekur Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi ráð- herra. Miklar umræður eiga sér nú stað um efnahagsmálin á Íslandi. Verðbólgan æðir áfram og er nú komin í tveggja stafa tölu. Því er jafnvel spáð að hún gæti farið í 15%. Viðskiptahallinn er mjög mikill og bankarnir eiga í erfið- leikum með að útvega sér lánsfé erlendis vegna hás skuldatrygg- ingarálags. Allir íslensku við- skiptabankarnir hafa skuldsett sig óeðlilega mikið. Þeir hafa farið óvarlega í lántökum erlend- is og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun. Ef þeir geta ekki endurfjármagnað sig á þokkalegum kjörum eru þeir í vondum málum. Ríkisstjórnin hefur sagt að hún standi við bakið á bönkunum á sama hátt og ríkisstjórnir erlend- is geri gagnvart sínum bönkum. Ég tel ekki koma til greina að ríkissjóður eða Seðlabanki leggi framlög (styrki) til bankanna. Þeir hafa grætt mikið undanfar- in ár og hafa hirt gróðann sjálfir. Þeir verða sjálfir að koma sér út úr þeim vandræðum,sem þeir hafa komið sér í. Ef undirstöður bankanna fara að bila kæmi til greina að þjóðnýta bankana, eins og Þorvaldur Gylfason hefur lagt til, og að selja þá síðan á ný til aðila sem kunna að reka banka. Höfundur er viðskiptafræðingur. Metverðbólga í 18 ár BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN Teitur Atlason skrifar um íslenskt samfélag Þegar Samfylkingin sveik á dögunum loforð um að ekki yrðu fleiri virkjanir byggðar á kjörtímabilinu gafst ég upp einhvernveg- inn. Ég hef fylgst náið með stjórnmálum frá því ég var u.þ.b. 15 ára og hef eins og allur almenningur horft upp á óteljandi viðsnúninga stjórnmálamanna í þennan tíma. Á sama tíma og umhverfisráðherra sagði pass við frekari virkjunaráformum, þvert á gefin loforð, var borgarstjórinn í Reykjavík að svíkja loforð um að ekki skyldi selja Fríkirkjuveg 11. Maður sem þó hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir málefnin umfram allt annað. Þegar kosningasvik opinberast fer af stað sérkennilegt leikrit. Almenningur reiðist, blaðamenn komast í stuð. Letrið stækkar í dagblöðunum og almenn gremja fangar samfélagið. Stjórnmála- menn þekkja vel þetta leikrit enda eru þeir í aðalhlutverki og hafa margir hverjir verið í rullunni heilu og hálfu mannsaldrana. Þeir bíða bara. Bíða eftir að Lindsay Lohan detti í það eða næsta tapleik hjá landsliðinu. Svona mallar þetta uns komið er að kosningum og lof- orðalistinn er settur fram til þess að svíkja. Svo heldur leikritið áfram Á Íslandi hefur alltaf verið gjá á milli almennings og fulltrúa þessa sama almennings. Þessi gjá hefur breikkað með hverju árinu sem líður og nú er svo komið að mér sýnist algert rof hafi orðið milli almennings og stjórnvalda sem þó hafa það hlutverk að þjóna þess- um sama almenningi. Stjórnvöld líta á sig sem útvalda elítu sem þiggur ofurlaun og þurfa ekki að standa reikn- ingsskil orða sinna og almenningur lítur á sig sem stétt máttlausra og raddlausra plebea sem engu geta breytt. Þetta ástand er með sönnu ömurlegt og er skrípa- mynd af raunverulegu lýðræði. Prýðilegt dæmi um þetta rof milli almennings og efstu laga hins opinbera kerfis eru nýleg kaup Seðlabankans á jeppa- bifreið af dýrustu gerð. Aðspurð- ur sagði fulltrúi Seðlabankans eitthvað á þá leið að þessi kaup hafi verið nauðsynleg því að það snjóaði svo mikið í vetur. Enginn fjölmiðill fjallaði um þetta fárán- lega svar. Almenningur fattaði ekki hversu absúrd það er að seðlabankastjórar með margar miljónir í mánaðarlaun fái skaff- aðan bíl frá ríkinu. Tvenns konar misskilningur var þarna að verka saman. Í fyrsta lagi upplifa banka- stjórar það sem sjálfsagðan hlut að almenningur borgi fyrir þá jeppa af dýrustu gerð og í öðru lagi upplifir almenningur það sem sjálfsagðan hlut að keyptur sé jeppi fyrir bankastjóra. Hvort tveggja er dæmi um þetta rof. Bankastjórar þurfa ekki jeppa frá almenningi. Þeir búa að mér skilst flestir í Kópavogi ellegar í Skerja- firði og fara aldrei út fyrir bæjar- mörkin í embættiserindum. Rökin um hinn snjóþunga vetur sem afsökun fyrir þessum kaupum eru hvort í senn ósvífin og ruddaleg. Það þarf engan jeppa til að komast úr Skerjafirði niður í Kolaport þegar snjóar. Viðsnúningur Þórunnar Svein- bjarnardóttur í stóriðjumálum er sárari en tárum taki og mun ekki bara skemma fyrir Samfylking- unni heldur íslenskum stjórn- málum almennt um ókomna tíð eða þar til almennilegt fólk tekur við. - Ef það þá gerist nokkurn tímann. Það er nefnilega til lögmál í íslenskum stjórnmálum og það er svona: Um leið og stjórnmála- menn komast í áhrifastöður þá miðast allur tími þeirra við að halda sér í viðkomandi stöðu hvað sem það kostar. Allur fagurgalinn og loforðaflaumurinn, baráttu- blikið í augnaráðinu, hnefinn á loft með sannfæringu þess rétt- láta, allt þetta hverfur í skuggann af milljónatékkanum sem kemur mánaðarlega inn um lúguna. Hverfur inn í vélarhljóðið á emb- ættisdrossíunni, kafnar í hvinin- um í einkaþotunni, heyrist ekki fyrir skvaldrinu í kokkteilboðun- um. Undan tekning frá þessu lög- máli hefur enn sem komið er ekki komið fram. Afhverju er þetta svona? Hvers- vegna er þetta lögmál í gildi? Ég held að svarið sé ekki að finna í persónum stjórnmálamannanna heldur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Við Íslendingar lítum nefnilega á okkur sem þegna frekar en borg- ara. – Það er stór munur á þessu tvennu. Þegninn lítur svo á að opinberir starfsmenn séu drottn- arar ellegar ósnertanlegir stjórn- endur. Borgarinn lítur á opinbera starfsmenn sem þjóna. Um leið og við förum að líta á okkur sem borgara, hættum við að kvarta og förum að krefjast. Valdahlutföllin umturnast. Við ættum að fara að líta á konuna sem afgreiðir í tollin- um sem þjón, ekki yfirvald. Við ættum að fara að líta á að LandCruiserinn í Seðlabankanum sé bíll í eigu Íslendinga allra, og við ættum síðast en ekki síst að líta á alþingismenn og ráðherra sem þjóna, ekki sem stjórnendur. Höfundur er guðfræðingur. Sjálfsmynd Íslendinga TEITUR ATLASON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.