Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 39

Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 39
FIMMTUDAGUR 5. júní 2008 3 Le petit prince de la haute couture* „Yves Saint Laurent horfði ekki, heldur sá konuna, listina, heiminn.“ Þessi orð voru notuð um meistarann sem nú er allur. Snillingur hönnunar sem bylti tískunni, hafði varanleg áhrif á samtíð sína og sá fyrir þjóðfélagsbreytingar. Saint Laurent byrjaði sem barn að hanna. Hann var aðeins átján ára árið 1955 þegar hann byrjaði hjá Dior og tók svo við hönnuninni þar árið 1957 við skyndilegt fráfall Diors. Í fyrstu tískulínunni 1958 lagði hann til hliðar hið reyrða „New look“ Diors og kynnti „Trapèze- kjólinn“. Hann hitti Pierre Bergé sem varð lífsförunautur hans og viðskiptafélagi og saman opnuðu þeir tískuhús YSL 1961. Fyrsta ilmvatnið „Y“ kom á markað 1964 og mörg áttu eftir að fylgja eins og „Opium“ 1977 sem enn í dag er eitt af fimm mest seldu ilmvötnum í heiminum. Yves Saint Laurent varð fyrstur til að opna búðir með fjöldafram- leiddum lúxustískufatnaði (prêt-à-porter) 1966 á þeim tíma þegar aðeins þekktust hátískuhús og heimasaumur. Seinna framleiddi hann tískulínu sem gaf flestum konum, allt frá riturum til kennara, mögu- leika á að eiga dragt frá tískuhúsinu. Sama ár sýndi hann fyrstu buxnadragtina, sem var tekin úr klæðaskáp karla, smóking fyrir konur varð til og er enn í dag í fullu gildi. Seinna fylgir Saharienne-jakkinn, líkur klæðnaði nýlenduherra, blússan gegnsæja og kvöldkjóll sem sýnir efst í rasskinnarnar með blúndum. Í frægri mynd Luis Bunuel „Belle de jour“ gerir Saint Laurent leikkonuna Catherine Deneuve ódauðlega í hönnun sinni. Upp frá því var hún einn af hans nánustu vinum. Saint Laurent var með þeim fyrstu til að nota svartar fyrirsætur í hátískunni og notaði innblástur bæði frá Afríku og Kína langt á undan Gaultier og Galliano. Hann var alla tíð hlédrægur og sjúklega hræddur og því sótti hann í róandi lyf og eiturlyf sem hann hætti þó um síðir að nota. Árið 2002 sýndi hann í síðasta sinn og lokaði hátískuhúsinu en nokkru fyrr var fjöldaframleiðslan seld til Gucci-groupe þar sem Tom Ford tók við hönnuninni en Yves Saint Laurent var ekki hrifinn af Ford. Hins vegar var hann hæstánægður með Stefano Pilatti sem tók við af Ford. Eftir að hann dró sig í hlé var eins og slökkt væri á meistaranum, hann hitti fáa og lokaði sig af, fór aðeins með bílstjóra sínum í stofnun Pierre Bergé-Yves Saint Laurent sem hefur hið fræga heimilisfang 5 Avenue Marceau þar sem hátískan var til húsa frá 1977. Mikill snillingur er genginn. Það er einmitt honum að þakka og kannski nokkrum fleirum að í Frakklandi og víðar er tískan álitin listgrein. Pierre Bergé segir Coco Chanel hafa frelsað konur en Yves Saint Laurent hafi gefið þeim vald. Tveir áhrifamestu hönnuðir 20. aldarinnar. *LITLI PRINS HÁTÍSKUNNAR bergb75@free.fr Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Hennes og Mauritz lofar endur- vinnanlegum og lífrænum efn- um í fatnað sinn næsta vetur. H&M tekur siðferðislegar skyld- ur sínar alvarlega og hefur nú til- kynnt „stórt ævintýri“ lífrænnar bómullar næsta vetur. Einnig ætlar fyrirtækið að fara yfir í önnur sjálfbær efni svo sem líf- ræna og endurvinnanlega ull og pólýester. „Við notum núna lífræna bóm- ull í öllum deildum okkar,“ segir Ann-Sofie Johansson, yfirhönn- uður H&M. „Við erum stolt af því að geta mætt auknum áhuga kúnna okkar og um leið stuðlað að aukinni eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri bómull.“ Aðdáendur H&M geta því beðið spenntir eftir kimono-jökkum, stuttermabolum, túlípanapilsum, víðum buxum og anorökkum gerðum úr endurnýtanlegum efnum. - mþþ Lífræn föt í H&M Lífræn bómull verður undirstaðan í mörgum flíkum frá H&M. Bergstaðastræti 13 • Sími 5516500 www.elina.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.