Fréttablaðið - 05.06.2008, Side 42

Fréttablaðið - 05.06.2008, Side 42
[ ]Fæturnir okkar eru viðkvæmir fyrir sveppasýkingum. Í sumar þegar við erum meira berfætt og förum oftar í sund en ella þarf að fylgjast vel með iljunum og tánum okkar og grípa strax inn í ef sýking gerir vart við sig. Salt í grautinn MARGIR ERU AFAR SÓLGNIR Í SALT EN OF MIKIL SALTNEYSLA GETUR VERIÐ VARASÖM. Ekki aðeins þeir sem þjást af of háum blóðþrýst- ingi þurfa að huga að salt- neyslu. Of mikið salt getur nefni- lega verið slæmt fyrir alla. Það veld- ur vökvasöfnun í líkamanum sem getur komið fram í svima, appels- ínuhúð og bjúg. Salt getur einnig hindrað nýtingu ýmissa næringar- efna í fæðunni. Ekki er mælt með því að borða meira en 5 grömm af salti á dag og vilji maður minnka neysluna er ekki nóg að hætta að salta matinn. Saltið leynist nefni- lega víða, til dæmis í unnum mat- vælum, smurostum, morgunkorni og tilbúnum réttum. Svimi getur stafað af miklu salti. NORDIC PHOTOS/GETTY Kvennahlaup Sjóvá verður haldið í nítjánda sinn næst- komandi laugardag. Sigríður Sigurjónsdóttir ætlar ekki að láta sig vanta. Slagorð Kvennahlaups Sjóvár í ár er heilbrigt hugarfar, hraustar konur og liturinn fjólublár, en nýr litur er valinn á boli hlaupsins árlega. Fjölmennustu hlaupin eru í Garðabæ og Mosfellsbæ, en hlaup- ið er um allt land sem gerir þenn- an íþróttaviðburð áberandi. Í fyrra tóku um fimmtán þúsund konur þátt í hlaupinu. Sigríður Sigurjónsdóttir, nemi og starfsmaður í ráðstefnumót- tökunni á Grand Hótel, ætlar að hlaupa í Kvennahlaupinu á laugar- daginn og er það í þriðja sinn sem hún tekur þátt. Hún ætlar að hlaupa ásamt nokkrum bekkjar- systrum sínum úr MPM, meistara- námi í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. „Við unnum verkefni í vetur sem tengist Kvennahlaupinu. Við gerðum verk- og markaðsáætlun fyrir hlaupið og reyndum að koma með nýjar hugmyndir sem gætu nýst í markaðsetningu hlaupsins á komandi árum,“ útskýrir Sigríð- ur. Sigríður hefur ekki æft sérstak- lega fyrir hlaupið en hún gengur með saumaklúbbnum sínum að meðaltali einu sinni í viku. Yngri systir Sigríðar dró hana upphaflega með sér í Kvenna- hlaupið og Sigríður sér ekki eftir því. „Það er þessi samstaða kvenna sem maður upplifir í Kvenna- hlaupinu sem er svo ánægjuleg. Andrúmsloftið í hlaupinu er alveg sértakt,“ segir Sigríður. Sú nýjung varð á í fyrra að konur gátu sent inn myndskeið sem tengdist hlaupinu. Mikið var sent inn af skemmtilegu efni. Dregið er úr þeim nöfnum sem send eru inn og vinningurinn er dekur fyrir átta manns. Í hlaupinu í ár verður tekin í notkun ný teg- und hlaupabola úr þægilegu efni. Til að skrá sig í hlaupið þarf ein- ungis að kaupa sér bol og borga skráningargjald sem er þúsund krónur. Bolirnir eru seldir á lík- amsræktarstöðvum og í helstu íþróttavöruverslunum. Í boði er að hlaupa 2,5 eða 10 kílómetra. Nánari upplýsingar um hlaupastaði og skráningu má finna á www.sjova.is. klara@frettabladid.is Samstaðan ánægjulegust Sigríður Sigurjónsdóttir tekur nú þátt í hlaupinu í þriðja sinn. Mikil stemning hefur verið í Kvennahlaupinu síðustu ár. Heilsustofnun Náttúrulækn- inga félags Íslands í Hveragerði býður upp á rólegt sumarfrí. Náttúrulækningafélag Íslands, sem rekur Heilsustofnunina í Hveragerði, var stofnað árið árið 1939. Jónas Kristjánsson læknir var í forsvari fyrir þetta frumkvöðla- starf og var stofnun heilsuhælis frá upphafi aðaláhugamál náttúru- lækningamanna. Heilsuhælissjóð- ur var stofnaður árið 1944 en varð að veruleika rúmum tíu árum síðar og hóf starfsemi 24. júlí árið 1955. Boðið er upp á tvo valkosti við dvöl á Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags Íslands, HNLFÍ. Annars vegar læknisfræðilega endurhæfingu og hins vegar hvíld- ar- og hressingardvöl. Til að kom- ast í læknisfræðilega endurhæf- ingu, sem er að stórum hluta niðurgreidd af ríkinu, þarf tilvís- un frá lækni. Innifalið er öll með- ferð, gisting og fullt fæði ásamt allri annarri þjónustu. Dvalargest- ir hafa frían aðgang að sundlaug og æfingasal á auglýstum tímum auk almennrar dagskrár. Hins vegar er boðið upp á heilsueflingu fyrir þá sem vilja koma til hvíldar, hressingar og til að efla heilsuna vegna forvarna eða til að temja sér nýjan lífsstíl. Gesturinn ber allan kostnað sjálfur við slíka dvöl og þá er ekki þörf á tilvísun frá lækni. Sérstök áhersla er lögð á heilnæmt mataræði við stofnun- ina, auk þess sem aðgangur er að lækni, sjúkraþjálfun, snyrtistofu og hárgreiðslustofu. Einnig eru í boði stakar meðferðir eins og nála- stungur, heilsubað, sjúkranudd og leirbað. Sjá allar frekar upplýs- ingar á www.hnlfi.is. - rh Hvíld og ró í sumar Sundlaugin er opin fyrir alla gesti við Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags Íslands í Hveragerði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Taktu hjólið með - settu það á toppinn. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is THULE ProRide 591 Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar. Auðveldar í notkun. THULE OutRide 561 Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.