Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 44

Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 44
2 ● tíska&lífsstíll Sharon Stone hefur verið tekin úr auglýsinga-herferð Christian Dior í Kína vegna orða sem hún lét falla um kínversk stjórnvöld. Í viðtali sem tekið var við hana í síðustu viku sagði hún að jarðskjálftarnir í Kína hefðu kannski verið slæmt karma vegna meðferðar kínverskra stjórnvalda á Tíbet- búum. Fjölmiðlar í Kína eru leikkonunni mjög reiðir fyrir orðin og hefur tísku- hús Dior í Kína tilkynnt að Stone muni ekki verða áfram í auglýsingum þar í landi. Þeir sendu út afsökunarbeiðni frá leikkonunni þar sem hún sagð- ist vera mjög leið yfir því að hafa or- sakað angist og reiði meðal Kínverja með ummælum sínum. Jafnframt kvaðst hún vera boðin og búin að hjálpa bágstöddum fórnarlömbum skjálftans. Hið umdeilda viðtal átti sér stað á rauða teppinu á nýyfirstaðinni Cannes-hátíð. Orðrétt sagði Sharon: „Ég er ekki ánægð með það hvernig Kín- verjar hafa komið fram við Tíbetbúa því mér finnst að enginn eigi að vera vond- ur við neinn. Síðan komu jarðskjálftarnir og allt það og þá hugsaði ég, er þetta karma? Gerast slæmir hlutir ef maður er ekki almennilegur við aðra?“ Reyndu að ná góðum nætursvefni nóttina fyrir flug. Drekktu vel af vatni. Vökvatap skilar sér í þurri húð og hári þegar úr háloftunum er komið. Vatnsskortur veldur einnig bjúgsöfnun því líkaminn fer í varnarham þegar vökvi verður af skornum skammti og geymir sér birgðir vatns í maga, kringum augu, úlnliði og ökkla. Besta ráðið gegn bjúgsöfnun er aukin vatnsdrykkja og því skaltu byrja að drekka vel nokkrum dögum fyrir flug. Forðastu kaffi, alkóhól og kóladrykki um borð, því slík drykkjarföng ná vatni úr líkama þínum og trufla svefnmunstur þitt. Notaðu rakagefandi úða á húð- ina. Það frískar upp á útlit og nærir hörundið. Notaðu svefngrímu til að ná fegrunarblundi. Hún kemur að góðum notum ef þú situr við hliðina á farþega sem lætur nóttina líða við les- ljósin kveikt. Ef hár þitt er þurrt skaltu úða það með hár- næringu áður en farið er í flug. Notaðu sjampó með þurrkandi eiginleikum ef hár þitt á til að fitna. Mundu eftir spegli og hreinsi- púða ef sækir á þig svefn í flugvél- inni og augnmálning klessist. Dekraðu við hendurnar með kókossmjöri og bómullarhönskum. Hendurnar verða silkimjúkar og sléttar eftir flugið. Vertu í flatbotna, þægilegum skóm og geymdu háu hælana þar til úr skýjunum kemur. Notaðu snyrtivörur sem smita ekki og endast vel. Hófleg förðun er heilladrýgst og skynsamlegt að nota augnskugga í stað augnblý- ants til að forðast þvottabjarnar- útlit þegar farið er frá borði. Hafðu með þér tannkrem til að fríska munn og fallegt bros á nýjum stað. Sharon Stone á Cannes-hátíðinni þar sem hún ýjaði að því að jarð- skjálftarnir í Kína hefðu tengst illsku kínverskra stjórnvalda gagnvart Tíbetbúum. NORDICPHOTOS/AFP Stone móðgar Kínverja Vatnsdrykkja kemur meðal annars í veg fyrir bjúgsofnunog þurra húð og hár. Gott er að skella sér í flatbotna skó og geyma háu hælana þar til úr skýjunum kemur. Fegurð úr skýjunum ● Hvort sem leiðin liggur á mikilvægan fund eða rómantískt stefnumót eftir flugferð í há- loftunum er alltaf skemmtilegra að líta vel út þegar farið er frá borði. Hér eru ráð sem fríska upp á útlit og auka fegurð þegar komið er niður úr skýjunum. Gott er að hafa með sér tannkrem til að fríska munninn. Betra er að nota augn- skugga í stað augn- blýants. L íkami og sál eru samtengd. Saman takast þau á við verkefni lífsins og vinna saman að slökun og hvíld. Ef við vanrækjum hvíldina verðum við pirruð, vansæl, stressuð og viðkvæmari fyrir hvers kyns veikindum. Flest finn- um við slökun með því að fara út að ganga, dansa, stunda íþróttir eða leiki, prjóna, lesa, hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp, hlæja, vera með vinum, elskast eða hreinlega gera ekki neitt. Árangursríkast þykir að slaka samtímis á líkama og sál. Líkamsrækt virkar vel til slíks; bægir frá áhyggjum, veldur þægilegri þreytu og sendir vellíðunar- straum um kroppinn um leið og okkur finnst við hafa áorkað einhverju. Nudd er önnur frábær leið til slökunar á líkama og sál, og veldur mælan- legum breytingum í líkama mannsins. Súrefnisinntaka minnkar, hjartsláttur og öndun róast, blóðþrýstingur lækkar, vöðvaspenna minnkar sem og hýdró- kortisón í blóði. Á sama tíma eykur nudd framleiðslu serótóníns í heila og veldur kyrrð, ró og almennri vellíðan. Merkjanleg breyting sést einnig á mynstri heilabylgna í djúpri slökun þegar alfa- og þetabylgjur sameinast, en það ástand gefur til kynna fullkominn samhljóm. - þlg Fullkominn samhljómur líkama og sálar Gott nudd endurnærir líkama og sál. ● NÁTTÚRUFEGURÐ Í ELDHÚSINU Móðir náttúra er líka móðir bestu fegrunarheilræða heims. Í gnægtarbúri sínu geymir hún leyndarmál sem gera fólk fegurra. Ef hörund þitt er þurrt og vannært er hér uppskrift sem virkar: Hitaðu hálfan bolla af niðursoðinni, ósætri kókosmjólk í örbylgjuofni í 30 sekúndur. Hrærðu tveimur matskeiðum af hunangi saman við. Nuddaðu blöndunni á allan líkamann og skolaðu að smástund liðinni með volgu steypibaði. Mjólkursýra í kókosmjólkinni losar burt dauðar húðfrumur, hunangið græðir og gefur raka, og hitinn hjálpar blöndunni að smjúga betur inn í húðina. 5. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.