Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 05.06.2008, Qupperneq 64
40 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is MARK WAHLBERG LEIKARI ER 38 ÁRA. „Margir hæfileikaríkir leik- arar verða líka, þrátt fyrir allt, að borga reikninga.“ Mark Wahlberg hóf feril sinn í hljómsveitinni New Kids on the Block. Í seinni tíð hefur hann haslað sér völl sem kvik- myndaleikari. MERKISATBURÐIR 1915 Danska stjórnarskráin veitir konum kosninga- rétt. 1920 Brjóstsykursgerðin Nói hefur starfsemi sína. 1956 Elvis Presley birtist í sjón- varpinu og hneykslar áhorfendur með mjaðm- adansi sínum. 1967 Sex daga stríðið hefst fyrir botni Miðjarðarhafs. 1968 Forsetaframbjóðand- inn Robert F. Kennedy er skotinn. 1974 Ólafur V Noregskonungur heimsækir Ísland. 1975 Súesskurðurinn opnað- ur í fyrsta sinn eftir að sex daga stríðinu lauk. 1981 Fyrsta tilfelli alnæmis finnst í Los Angeles. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hin mikla kvenréttindakona skrifaði grein í Fjallkonuna um menntun og rétt- indi kvenna sem birtist þennan dag árið 1885. Greinin var stórt skref í baráttu fyrir bættum rétt- indum kvenna í landinu, og sú fyrsta sem birtist eftir konu í opin- beru blaði á Íslandi. Bríet tók hún burtfararpróf við skólann við Kvennaskólann á Laugarlandi í Eyjafirði og var hæst á því prófi. Ekki var meira um skólamenntun fyrir Bríeti né aðrar stúlkur, enda höfðu þær ekki að- gang að Latínuskólanum í Reykja- vík, prestaskólanum, læknaskól- anum né gagnfræðskólanum á Möðruvöllum. Sökum þessa snéri Bríet sér að barna,- og unglingakennslu í Þingeyjarsýslu. Þegar hún síðar fluttist suður á mölina hóf hún að kenna börnum í heimahúsum. Bríet varð einnig fyrsta konan sem hélt fyrirlestur hérlendis og var það árið 1887, umfjöllunar- efnið var henni hugleikið sem fyrr; „Hagur og réttindi kvenna“. Bríet hafði um langa ævi forustu í baráttu kvenna til náms, kosn- ingaréttar og kjörgengis og op- inberra starfa. Hún var fyrsti for- maður Kvenréttindafélags Íslands frá árinu 1907 til 1928. Bríet lést í Reykjavík 1940. ÞETTA GERÐIST: 5. JÚNÍ 1885 Grein Bríetar birtist í Fjallkonunni „Ég hef verið innanbúðar þessi þrjá- tíu ár sem ég hef rekið fyrirtækið. Þetta er ekki stórt fyrirtæki þannig að ég kem að öllu mögulegu sem tengist rekstrinum. Í dag er þetta svokallað fjölskyldufyrirtæki því sonur minn er hérna og sér um allan innflutning og einnig maðurinn minn. Ég rak versl- unina ein fyrstu fimmtán árin,“ segir Guðfinna Hjálmarsdóttir eigandi Lita og föndurs sem fagnar nú þrjátíu ára rekstrarafmæli. Í fyrstu voru margir hissa á því að kona væri að fara út í fyrirtækjarekst- ur. Oft var Guðfinna spurð hvort hún nyti trausts í bankanum en hún svarar því að hún hafi fengið alla þá þjónustu sem hún hafi beðið um. „Ég keypti fyrirtækið þegar ég var þrítug og eigum við verslunin stóraf- mæli á sama árinu, ég er sextug og verslunin þrítug sem er mjög ánægju- legt. August Hakanson átti verslunina áður en hann seldi mér hana. Í dag eru þetta Litir og föndur og heildverslun sem við fjölskyldan eigum sem renna saman í eitt. Aðeins hafa verið tveir eigendur að búðinni í öll þessi ár,“ segir Guðfinna. Það sem stendur upp úr er hvað verslunin hefur stækkað hægt og ró- lega og umsvifin aukist. „Það er búið að vera mjög ánægjulegt að reka þessa verslun. Ekki er enn kominn sá dagur að mér leiðist að fara í vinnuna heldur frekar að mér leiðist að fara úr vinn- unni,“ útskýrir Guðfinna. Verslunin er orðin stór þáttur í lífi Guðfinnu og hún hefur þurft að vera vakandi fyrir öllu sem tengist búðinni. Guðfinna flytur inn allar vörur sem eru í búðinni sjálf. Markmiðið verslunarinnar er að bjóða upp á mikið úrval og hagstætt verð á vörunum. Myndlistarmenn hafa verið tryggustu viðskiptavinirnir ásamt skólum í landinu enda myndmennt kennd á öllum skólastigum. Hjá fyrirtækinu starfa sjö manns og inn á milli þegar mikið er að gera þá er bætt við starfsfólki. Guðfinna er menntaður myndlistarmaður og hefur verið að bjóða upp á myndlistarnám- skeið. „Ég hef verið að bjóða upp á lit- og formfræði, akríl og olíumálun. Mjög vel hefur verið tekið þessum nám- skeiðum mínum. Þetta eru einnar kvölda námskeið og hentar því mörg- um að koma svona eftir hentugleika. Það er viss kjarni sem sækir nám- skeiðin en alltaf sjást ný andlit og mikil aukning á ungu fólki sem er skemmtilegt. Svo fljótlega ætlum við að opna sýningu á verkum nem- enda sem sótt hafa námskeið hjá mér. Það er skemmtileg nýjung hjá mér og verður ánægjulegt að sjá hvernig það kemur til með að líta út,“ lýsir Guð- finna. Framundan á þessu afmælisári að í haust verður ýmislegt að gerast hjá okkur og margt sem mun gleðja við- skiptavinina sem leggja leið sína í búðina. „Við erum að skipuleggja allt þessa dagana og má því segja að við ætlum að halda þessu leyndu þar til nær dregur. Þessvegna segi ég bara: Þetta kemur í ljós síðar hvernig þetta verður nákvæmlega,“ segir Guðfinna glöð í bragði. mikael@frettabladid.is VERSLUNIN LITIR OG FÖNDUR: FAGNAR 30 ÁRA STARFSAFMÆLI Heimur listamannsins BRAUTRYÐJANDI Guðfinna Hjálmarsdóttir hefur rekið verslunina Liti og föndur í hartnær þrjátíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Runólfur Dagbjartsson (Dúddi múr) múrarameistari, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, andaðist 19. maí síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Langholtskirkju í Reykjavík föstudaginn 6. júní kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélagið Líkn Vestm. Ómar Runólfsson Auður Eiríksdóttir Margrét Runólfsdóttir Sigurður Rafn Jóhannsson Dagmar Svala Runólfsdóttir Guðjón Sigurbergsson Kristín Helga Runólfsdóttir Ari Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn P. Michelsen Skólabraut, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudag- inn 6. júní kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonssamtökin á Íslandi. Margrét Þorgeirsdóttir Karl G. Kristinsson Jóhanna Sigurjónsdóttir Kristín B.K. Michelsen Magnús Sigurðsson Sólveig H. Kristinsdóttir Björn St. Bergmann Anna Karen Kristinsdóttir Gestur Helgason afa og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, Baldur Sigurðsson Baldurshaga, lést á heimili sínu þann 30. maí. Útför fer fram laugardaginn 7. júní kl. 13 frá Hólmavíkurkirkju. Jarðsett verður í Kaldrananeskirkjugarði. Erna Arngrímsdóttir Þórdís Loftsdóttir Árni Þór Violetta Hafdís Steinar Þór Sölvi Þór barnabörn og systkini hins látna. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Emma Magnúsdóttir Hvanneyrarbraut 69, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar mánudaginn 2. júní. Útför hennar fer fram í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 7. júní kl. 11.00. Hrólfdís Hrólfsdóttir Baldur Þór Bóasson Jón Hrólfur Baldursson Ólöf Kristín Daníelsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Pétur Kristinn Elisson sem lést þriðjudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 7. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Ela Krystyna Elisson Adriana K. Pétursdóttir Einar J. Ingason Gabríel A. Pétursson Daníel K. Pétursson Piotr D. Bialobrzeski Adam S. Ástþórsson Erika Nótt Einarsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, Brynhildur Jensdóttir Lilla Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum Landakoti fimmtudaginn 29. maí. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 5. júní kl. 13.00. Anna Gísladóttir Eiríkur Þór Einarsson Jens Gíslason Hafdís Jónsdóttir Brynhildur Jóna Gísladóttir Guðjón Arngrímsson barnabörn og barnabarnabörn Jensína Jensdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.