Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 80

Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 80
56 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Siggi Sigurjóns, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason ætla að endurvekja einka- spæjarana Harrý og Heimi. Leiksýning verður sett upp í haust og spil gefið út um þá félaga. Auk þess verða gamlar upptökur gefnar út á geisladiski. „Við tókum upp mikið af efni með þeim fyrir Bylgjuna á sínum tíma og ákveðið hefur verið að gefa þetta efni út á næstu vikum. Magnað efni sem hefur staðist tímans tönn þó ég segi sjálfur,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Ákveðið hefur verið að gefa út disk með útvarpsefni sem hann ásamt Karli Ágústi Úlfs- syni og Erni Árnasyni vann fyrir Bylgjuna á sínum tíma sem fjallar um einkaspæjarana Harrý og Heimi. Í haust ætla þeir félagar svo ásamt Erni Árnasyni, sem verður sögumaður, að setja upp leiksýningu sem snýst um þá Harrý og Heimi. Hún mun heita Án landamæra. Blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af Sigga Sigurjóns á golfvellinum í góðu skapi. Hann benti vinsamlegast á að nú skipti máli að þessi frétt yrði skrifuð af tilhlýðilegri virðingu því hann sé nýkrýndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. „Já, ég er stoltur Hafnfirðingur,“ segir Siggi. Útvarpsleikritið um Harrý og Heimi naut mikilla vinsælda en það hóf göngu sína fyrir 20 árum. Og þeir hafa svo skotið upp kollinum hér og þar til dæmis í Spaugstofunni. „Við höfum verið að hlusta á þetta efni og verið að skemmta okkur eins og vitleysingar yfir þessu,“ segir Siggi. Hann telur diskinn úrvals ferðafélaga í bílnum fyrir alla fjölskylduna í sumar. Sena kemur að útgáf- unni og mun aðstoða við dreifingu disksins. Og svo í haust fer upp leiksýning sem snýst um þá leynilögreglumenn. „Það verður leikhús þar sem allt er leyfilegt. Það sem hefur verið óleyfilegt fram til þessa verður leyfilegt þar. Við Karl og Örn verðum allt í öllu, leikum og gerum það sem að sýningunni snýr. Við lofum flugeldasýningu. Þetta er gælu- verkefni sem hefur verið lengi í deiglunni. Hefur haldið okkur gangandi. Nú verður flórinn mokað- ur. Þetta er eitthvað sem verður að klára,“ segir Siggi. Og það stefnir í að Harrý og Heimir verði áberandi á árinu. Því samhliða sýningunni stendur til að gefa út sérstakt spil um þá félaga. Sigurður Sigurjónsson segir það rétt, það sé í pípunum en veit ekki meira um það verkefni en að þar sé mikið lagt undir: „Þetta verður spennu- spil og í fyrsta skipti sem slíkt verður gefið út á Norðurlöndum.“ jakob@frettabladid.is Harry og Heimir snúa aftur STOLTUR BÆJARLISTAMAÐUR Siggi er nú ásamt Karli og Erni í óðaönn við að undirbúa sýningu um þá Harrý og Heimi sem fer upp í haust. > MYNDI ALA UPP BÖRN Í EVRÓPU Lindsay Lohan segist myndu flytja til Evrópu ef hún eignað- ist börn. Leikkonan segist vera hrifin af mismunandi menning- arheimum og finnst flest Evr- ópulöndin vera kjörinn stað- ur til að stofna fjölskyldu. Einn- ig er hún sannfærð um að hún myndi tala þrjú tungumál ef hún byggi í heimsálfunni en ekki í Bandaríkjunum. Í dag er heimsumhverfisdagur- inn og Paul McCartney lætur ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir betri heimi. Gestir á heimasíðu hans – paulmccartn- ey.com – geta skráð sig í sérstakt „sýndarboð“ þar sem bassaleikarinn er í hlutverki gestgjafa. Jamie Oliver sér um veitingar (uppskriftir) og þeir sem leggja 25 dali eða meira að mörkum til samtakanna Adopt- a-Minefield, sem vinna að hreinsun á jarðsprengjumeng- uðu landi, fá að hlaða niður glænýju lagi með Paul. Netboð McCartneys „Við hjóluðum fyrst í þetta síðasta sumar. Leigðum okkur bústað og tókum upp fullt af lögum,“ segir tónlistarmað- urinn Sigurjón Brink en hann ásamt Gunnari Ólasyni úr Skítamóral vinnur nú hörðum höndum að gerð „partí- disks“. „Upphafið að þessu er Hverfis- barsgiggið okkar,“ segir Sigurjón, eða Sjonni eins og hann er kallaður. Þeir félagar spila á Hverfisbarnum hvert fimmtudagskvöld og hafa gert í nokkur ár. Sjonni hefur gert það enn lengur en hann byrjaði að spila þar ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, Idolkynni og bankamanni með meiru. Þeir Sjonni og Gunni spila víðar en á Hverfisbarn- um, meðal annars fyrir fyrirtæki og ferðamenn. „Við höfum oft verið spurðir af útlendingum sem eru að bóka okkur hvort þeir geti fengið að heyra eitthvað með okkur. Þetta er ekki síst hugsað til þess,“ segir Sjonni og kemur með góða samlíkingu. „Ef maður væri að bóka trúbador í Litháen sem á að kunna á gítar, þá segir það voða lítið. Betra ef hann hefði tekið eitthvað upp,“ segir hann. Sjonni segir óráðið hversu stór í sniðum útgáfan verður. „Við ætlum bara að byrja á því að setja lögin inn á myspace-síðuna okkar og leyfa fólki svolítið að velja,“ segir Sjonni „Við byrjum bara á að prenta diskana sjálfir og svo sjáum við til hvort þetta verði alvöru útgáfa.“ Á dögunum tóku þeir svo upp tvö kvöld á Hverfisbarnum með mynd- bandsupptökuvélum og fyrsta flokks hljóði og útilokar Sjonni ekki að DVD diskur með þeim upptökum muni verða í boði þegar fram líða stundir. Lög Sjonna og Gunna má finna á myspace. com/sjonnigunni - shs Taka upp partíplötu SJONNI OG GUNNI Hverfisbarsgiggin skila sér á disk. TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.