Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 05.06.2008, Qupperneq 86
62 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FH-ingar komust á topp Landsbankadeildar karla með öruggum 0-3 sigri gegn Grindavík á Grindavíkurvelli. Hafnarfjarðarliðið hefur verið að spila skemmtilegan bolta í sumar og er nú eina taplausa liðið í deildinni og hefur ennfremur skorað flest mörk, eða fimmtán. Keflvík fylgir FH fast á eftir í öðru sætinu en Keflvíkingar töpuðu sínum fyrstu stigum í deild- inni í 3-2 tapleik gegn Þrótti á Valbjarnar- velli. Þróttarar unnu aftur á móti þar með sinn fyrsta leik í sumar og er nú allt annar bragur á leik liðsins frá því sem var í fyrstu umferð. HK vann einnig sinn fyrsta leik í sumar með því að skella Íslandsmeisturum Vals 4-2 á Kópavogsvelli þar sem danski framherjinn Iddi Alkhag fór mikinn og skoraði þrennu á rúmlega tíu mínútna kafla í leikslok. KR-ingar sigruðu Reykjavíkurslaginn gegn Fram. Breiðablik og Fylkir unnu góða útisigra gegn Fjölni og ÍA sem voru bæði að tapa sínum öðrum leik í röð. 5. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: FYRSTU SIGRAR HK OG ÞRÓTTAR FH eina taplausa liðið í deildinni TÖLURNAR TALA Flest skot: 17, Valur Flest skot á mark: 9, Valur Fæst skot: 7, Fjölnir Hæsta meðaleink.: 7,0 FH Lægsta meðaleink.: 4,25, Grindav. Grófasta liðið: 19 brot, Breiðabl. Prúðasta liðið: 10 brot, Keflavík Flestir áhorf.: KR-Fram, 2.278 Fæstir áhorf.: Þrótt.-Keflav., 845 Áhorfendur alls: 7.528 > Besti dómarinn: Kristinn Jak- obsson dæmdi leik ÍA og Fylkis á Akranesi og stóð sig með mikilli prýði og fékk fyrir vikið 8 í einkunn hjá Fréttablaðinu. Hann tekur sér nú frí frá Landsbankadeildinni til að sinna skyldum sínum sem fjórði dómari á EM í Austurríki og Sviss. Gunnleifur Gunnleifsson Valur Fannar Gíslason Grétar Sigurðarson Árni Kr. Gunnarsson Arnar Grétarsson (2) Aaron Palomares Atli Viðar Björnsson Dennis Siim Óskar Örn Hauksson Hjörtur Hjartarson Iddi Alkhag 3-4-3 FÓTBOLTI Hinn danski Dennis Siim er 32 ára gamall og leikur nú sitt fjórða tímabil með FH eftir kom- una í Hafnafjörðinn frá danska liðinu SönderjyskE. Markið sem Dennis skoraði gegn Grindavík var aðeins hans annað mark til þessa en hann hefur einkum getið sér gott orð sem vinnusamur varn- armiðjumaður hér á landi en var að eigin sögn sókndjarfari í heima- landinu. „Ég er náttúrlega fyrst og fremst ánægður með frammistöðu alls FH-liðsins í leiknum gegn Grindavík og mjög jákvætt að leikurinn vannst á eins þægileg- an máta og raun bar vitni. En auðvitað neita ég því ekki að það er alltaf gaman að skora mörk og ég hef nú ekki verið mjög iðinn við það hér á Íslandi til þessa. Ég hef ef til vill haft öðrum og varnarsinnaðri skyldum að gegna í FH- liðinu en þegar ég lék í Danmörku, því þá var ég gjarnan framar á vellinum eða á öðrum hvor- um kantinum og var því talsvert mark- sæknari. Með aldrinum færist maður aftar og aftar á völlinn og það er ekkert nema eðlilegt og ég er alveg sáttur við þá þróun,“ sagði Denn- is í léttum dúr. Dennis telur að FH-liðið sé til alls líklegt í Landsbankadeildinni í sumar og kvaðst eðlilega sáttur með spilamennsku liðsins . „Við höfum spilað mjög góðan fótbolta í sumar og fyrir utan 4-4 jafnteflisleikinn gegn Þrótti þá hefur vörnin verið að leika mjög vel. Ég tel reyndar að það sé mjög jákvætt að vörnin okkar smelli saman eins og hún er búin að vera að gera í ljósi þess hve sóknarleik- ur okkar er öflugur. Á meðan vörn- in helst þétt þá held ég að við verð- um í góðum málum þar sem ég er ekki að sjá að við eigum eftir að spila marga leiki í sumar án þess að skora,“ sagði Dennis sem hefur hrifist af þeirri vinnu sem þjálfar- inn Heimir Guðjónsson og aðstoð- arþjálfarinn Jörundur Áki Sveins- son eru að skila hjá FH. „Ég lék með Heimi á mínu fyrsta tímabili hjá FH og veit hvernig fótbolta hann vill spila og ég tel að FH-liðið spili betri bolta undir stjórn hans og Jörundar Áka sam- anborið við tímabilið í fyrra til að mynda. Við erum skipulagðari og höldum boltanum betur innan liðs- ins,“ sagði Dennis sem telur Landsbankadeildina sterka nú sem aldrei fyrr. Landsbankadeildin aldrei sterkari „Í fyrra stóð baráttan um Íslands- meistaratitilinn á milli okkar og Valsmanna en núna lítur út fyrir að fleiri lið hafi burði til þess að blanda sér í toppbaráttuna og í augnablikinu lítur út fyrir að allir geti unnið alla. Ég held líka að fjölgun liða í Landsbankadeild eigi eftir að hafa sín áhrif og reyna virkilega á styrkleika leikmanna- hópa liðanna, sér í lagi þegar líða tekur á sumarið. Engin lið eru svo heppin að sleppa algjörlega við meiðsli og þegar leikir í bikar- keppnum og Evrópukeppnum bæt- ast við leikina í Landsbankadeild- inni, sem hafa aldrei verið fleiri en í sumar, þá fer fyrst að reyna á menn,“ sagði Dennis að lokum. omar@frettabladid.is FH-liðið leikur betur en í fyrra Dennis Siim, varnarmiðjumaður FH, átti stórleik og skoraði eitt mark í 0-3 sigri FH gegn Grindavík og er fyrir vikið besti leikmaður 5. umferðar Landsbankadeildar karla hjá Fréttablaðinu. Dennis er eðlilega sátt- ur við gengi toppliðs FH í sumar, í deildarkeppni sem að hans mati er alltaf að verða sterkari og sterkari. ÖFLUGUR Dennis Siim hefur getið sér orð fyrir mikla baráttugleði og vinnusemi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÖGNUÐUR Dennis Siim fagnar hér með FH-liðinu en Daninn telur Hafnarfjarðarliðið vera að leika betur í sumar en í fyrra og sé að halda boltanum betur innan liðsins. FRÉTTABLADID/DANÍEL FÓTBOLTI Aaron Palomares, 18 ára HK-ingur, lagði upp þrennu á aðeins tíu mínútum fyrir danska framherjann Idda Alkhag í lokal- eik fimmtu umferðar Lands- bankadeildar karla á mánudags- kvöldið. Þetta var ellefti leikur Aarons í Landsbankadeildinni og fyrstu stoðsendingar hans í deildinni en hann átti þátt í undirbúningi í einu marki HK-liðsins í fyrra. Aðeins einn leikmaður hefur náð að leggja upp þrjú mörk fyrir einn mann í sama leiknum síðan farið var að taka saman stoðsend- ingar sumarið 1992 og þar voru á ferðinni tvíburarnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir á meist- araári Skagamanna sum- arið 1992. Bjarki lagði þá upp þrjú mörk fyrir tvíburabróður sinn Arnar í 7-1 sigri Skaga- manna á Eyja- mönnum á Akra- nesvelli 25. ágúst 1992. Mörk Arn- ars komu á 17., 75. og 77. mínútu leiks- ins. Öll mörkin skoraði Arnar með laglegum afgreiðslum eftir fallegar sendingar bróður hans inn í víta- teiginn. Samvinna tvíburanna þótti ein- stök en nú verður gaman að sjá hvort Aaron og Alkhag muni búa til fleiri mörk fyrir HK-inga í sumar. Alkhag hefur nú skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í byrjunarliði og þar er því á ferðinni mik- ill markaskorari sem ætti að geta nýtt sér góðar sending- ar frá Aaroni. - óój Átján ára HK-ingur komst í góðan hóp í leik á móti Íslandsmeisturunum: Afrek Aarons jafnaði sam- vinnu tvíburanna frá 1992 3 STOÐSENDINGAR Á 10 MÍNÚTUM Aaron Pal- omares, leikmaður HK. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Atvik umferðarinnar Þrenna danska framherjans Iddi Alkhag tryggði HK sigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Kópavogsvelli. Þetta var fyrsti sigurleikur HK í Landsbankadeildinni í sumar en mörk Alkhag komu á 80., 84. og 90. mínútu. > Bestu ummælin „Hefurðu einhvern tímann séð svona flott mark?“ spurði Árni Kristinn Gunn- arsson, hægri bakvörður Breiðabliks, blaðamann Fréttablaðsins eftir sigurleik gegn Fjölni. Árni Kristinn er réttfættur en skoraði markið glæsilega með vinstri fæti. FÓTBOLTI Fylkismenn geta í kvöld náð lengstu sigurgöngu sinni í efstu deild í sex ár vinni þeir Þróttara á heimavelli sínum í Árbænum. Fylkisliðið hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa farið stigalausir í gegnum fyrstu tvær umferðirnar. Fylkismenn unnu síðast fleiri en þrjá leiki í röð þegar liðið komst á fimm leikja sigurgöngu í júlí og ágúst 2002. Til þess að svo fari þurfa Fylkismenn að gera eitthvað sem þeir hafa aldrei gert áður sem er að vinna Þrótt á heimavelli í efstu deild. Liðin hafa reyndar aðeins mæst tvisvar, Þróttur vann 5-1 sumarið 2003 og svo 1-0 sigur þegar liðin mættust síðast 17. júlí 2005. - óój Fylkismenn mæta Þrótturum: Unnu síðast fjóra í röð 2002 MARGT BREYST Síðast þegar Fylkir mætti Þrótti lék Halldór Hilmisson með Þrótt- urum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Landsbankadeild kvenna: HK/Víkingur-Fjölnir 0-1 0-1 Rúna Sif Stefánsdóttir (89.). STAÐAN Valur 4 4 0 0 16-2 12 KR 4 4 0 0 13-4 12 Stjarnan 4 2 2 0 9-3 8 Þór/KA 4 2 0 2 7-9 6 Keflavík 4 1 2 1 6-6 5 Breiðablik 4 1 1 2 5-7 4 Afturelding 4 1 0 3 3-6 3 Fylkir 4 1 0 3 4-9 3 Fjölnir 4 1 0 3 2-13 3 HK/Víkingur 4 0 1 3 1-7 1 ÚRSLITIN Í GÆR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.