Fréttablaðið - 08.06.2008, Page 70

Fréttablaðið - 08.06.2008, Page 70
46 sport HERBERT FANDEL (ÞÝSKALAND) Píanóleikari og yfirmaður í tónlistar- skóla. Dæmdi frægan landsleik Danmerkur og Svíþjóðar í undan- keppni EM þegar ofur- ölvi stuðningsmaður danska landsliðsins veittist að honum og reyndi að lemja hann. Fandel flautaði leikinn af á 89. mínútu en Svíum var síðar dæmdur 3-0 sigur í leiknum. LUBOS MICHEL (SLÓVAKÍA) Fyrrverandi kennari sem talar, auk sló- vakísku, rússnesku, ensku, þýsku og pólsku auk. Jafnan talinn meðal bestu dómara heims í dag en hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár þegar Manchester United lagði Chelsea að velli í Moskvu. FRANK DE BLEECKERE (BELGÍA) Einna Þekktastur fyrir að gefa hinum ítalska Marco Mat- erazzi tvö gul spjöld fyrir litlar sakir og þar af leiðandi rautt spjald í leik inter og Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár. TOM HENNING OVREBO (NOREGUR) Hefur verið valinn dómari ársins í Noregi fimm sinn- um á síðustu sex árum. Fór mikinn í seinni leik inter og Liverpool í 16-liða úrslitum Meistara- deildarinnar í ár þar sem níu spjöld fóru á loft. TALAR VIÐ DÓMARANN Í LEIK Þótt Ísland hafi ekki náð að tryggja sér þátttökurétt á EM í Sviss og Austurríki þá eigum við Íslendingar einn fulltrúa á mótinu en það er milliríkjadómarinn Kristinn Jakobsson. Hann var valinn til þess að verða fj órði dómari í keppninni og Sport sló því á þráðinn til hans og fékk að heyra um umfangsmikinn undirbún- ing fyrir mótið og hvað felst í hlutverki hans sem fj órði dómari á EM. V ið sem vorum tilnefndir í þetta verkefni fengum send gögn upp úr áramót- um þar sem farið var vel yfir hvað menn þyrftu að gera í undirbún- ingnum fyrir mótið. Þar voru til- greindar þær ráðstefnur sem menn þurftu að sækja og ítarlegt æfingarprógram lagt fyrir mann- skapinn,“ sagði Kristinn sem hefur verið undir ströngu eftirliti frá æfingastjóra á vegum UEFA. „Ég fékk þar til gerðan búnað sem ég set alltaf upp við æfingar og þegar ég dæmi leiki, en búnað- urinn tekur upp allar upplýsingar um vegalengdir sem ég hleyp og hjarta- og þoltölur og annað. Eftir æfinguna eða leikinn sendi ég svo upplýsingarnar á tölvutæku formi til dómaraæfingastjóra á vegum UEFA sem fylgist með því sem maður er að gera og sér til þess að allir séu 100% tilbúnir í sitt verk- efni,“ sagði Kristinn. ÁTTUNDU AUGU DÓMARANS Í dómarahópnum sem sér um dóm- gæsluna á EM í Sviss og Austur- ríki eru tólf dómarar, tuttugu og fjórir aðstoðardómarar og átta menn sem eru sérhæfðir sem fjórðu dómarar og Kristinn er einn þeirra. En hvert er nákvæm- lega hans hlutverk þegar mótið hefst? „Dómaranefnd UEFA sér um að raða dómurunum á leiki eða í raun dómaratríóum þar sem dómararn- ir, sem eru frá tólf ólíkum löndum, vinna alltaf með aðstoðardómur- um sem eru frá sama landi. Því er ólíkt farið með fjórðu dómarana, sem dómaranefndin sér um að velja, með hvaða dómaratríóum þeir vinna á mótinu. Ég mun því vinna náið með því dómaratríói sem ég mun starfa með og þar kemur til allur undirbúningur fyrir leiki, s.s. að taka til alla papp- íra og leikskýrslur, sjá um sam- skipti við fjölmiðla, leikmenn og forráðamenn liða á leikstað og vera tilbúinn ef eitthvað kemur upp á. Á meðan á leik stendur verð ég á milli varamannabekkja lið- anna og sé um skiptingar og að halda utan um og skrá niður allt sem gerist inni á vellinum, það er að segja skiptingar, áminningar og mörk. Ég verð svo tengdur ákveðn- um samskiptabúnaði við dómar- atríóið á meðan á leiknum stendur og ef ég sé til að mynda eitthvað inni á vellinum sem þeir sjá ekki, t.d. fólskubrot eða annað sem þarf að taka á, þá á ég að stíga inn og láta þá vita. Ég er því í raun átt- undu augu þeirra á vellinum,“ sagði Kristinn sem kvað engum sérstökum tækninýjungum í dóm- gæslu beitt á EM. ENGAR TÆKNINÝJUNGAR „Það verða engar tækninýjungar í dómgæslu notaðar á EM sem hafa ekki verið notaðar áður í Evrópu- boltanum. Svokallað hawk-eye kerfi, sem dæmir með fullkomn- um hætti um hvort bolti sé innan línu eða utan, verður ekki notað að þessu sinni,“ sagði Kristinn sem verður að öllu óbreyttu í sínu starfi sem fjórði dómari á EM út riðlakeppnina áður en hann snýr sér að Landsbankadeildinni á ný. N ýtt kjörorð fyrir EM í Austurríki og Sviss er „Respect“ eða „virðing“. Það undirstrikar „fair play“ eða „háttvísi“, sem alþjóða knatt- spyrnusambandið, FIFA, hefur barist fyrir. „Þetta snýst um að menn sýni hver öðrum virðingu innan vallar sem utan og berjist gegn illum öflum í samfé- laginu s.s. kynþáttahatri, alls kyns ofbeldi og fordóm- um,“ sagði Michel Platini, forseti UEFA. Kristinn Jakobsson telur að kjörorðið eigi vel við í sambandi við þær áherslur sem eru að eiga sér stað í dómgæslunni. „Þetta snýst náttúrulega um að menn sýni virðingu í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur, hvort sem þú ert leikmaður, þjálfari, forráðamaður, áhorfandi eða dómari. Við dómarar höfum náttúrulega verið að berjast fyrir því að fá meiri virðingu fyrir okkar störf og auðvitað þurfum við fyrst og fremst að sýna leiknum virðingu til þess að við fáum virðingu. Þetta er bara eins og mamma manns kenndi manni, kurt- eisi kostar ekkert,“ sagði Kristinn sem ítrekar þó að megináherslurnar í dómgæslu væru vitaskuld enn til staðar. „Það á auðvitað að taka stíft á öllum grófum leik- brotum svo sem aftan-í-tæklingum og tveggja-fóta- tæklingum. Einnig verður tekið fast á peysutogi og leikaraskap sem fyrr og það er búið að fara vel yfir það á fundum með dómaranefndinni með myndbands- upptökum af atvikum úr leikjum í Meistaradeildinni og undankeppni Evrópumótsins,“ sagði Kristinn. KJÖRORÐ EM ER VIRÐING Michel Platini, forseti UEFA, leggur mikið upp úr nýju kjörorði EM í Austurríki og Sviss. NORDIC PHOTOS/AFP PIETER VINK (HOLLAND) Hætti sem lögreglu- þjónn til þess að einbeita sér að dóm- gæslunni en hann dæmdi fyrri leik Arsenal og Liverpool í átta-liða úrslitum Meistaradeildar- innar í ár og var gagnrýndur fyrir að dæma ekki vítaspyrnu þegar landi hans Dirk Kuyt togaði í Alexander Hleb innan teigs. MASSIMO BUSACCA (SVISS) Rekur fyrirtæki í Sviss en hefur verið FIFA-dómari síðan árið 1999 og dæmdi nokkra leiki á HM í Þýskalandi árið 2006. Busacca dæmdi úrslitaleik UEFA-bikarsins á milli Espanyol og Sevilla á Hampden Park í Glasgow í fyrra þar sem Moisés Hurtado, leikmaður Espanyol, fékk að líta rautt spjald. KONRAD PLAUTZ (AUSTURRÍKI) Leikari og stjórnandi áhugamannaleik- húss í heimabæ sínum í Austurríki. Plautz hefur verið dómari síðan hann var táningur og kaus að eigin sögn frekar að dæma en að berjast við að komast í heimabæjarliðið sem hægri bakvörður. PETER FROJDFELDT (SVÍÞJÓÐ) Ítalir munu eflaust reyna að forðast hann þar sem hann gaf leikmönnum Juventus tvö rauð spjöld í leik gegn Arsenal á Highbury- leikvanginum í átta- liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2006. ROBERTO ROSETTI (ÍTALÍA) Yfirmaður á sjúkrahúsi í Tórínó sem hefur verið FIFA-dómari síðan árið 2003. Heims- meistaramótið í Þýskalandi árið 2006 var fyrsta stórmótið sem Rosetti dæmdi á en hann var óvænt kallaður til þess að dæma þar í stað landa síns Massimos de Santis sem lenti í dómarahneykslinu fræga í ítölsku deildinni. Það verður nóg að gera hjá Kristni Jakobssyni í hlutverki hans sem fjórði dómari á EM í Austurríki og Sviss. Hann sér um allar skiptingar, tekur tölfræði og er tengiliður á milli dómaratríósins, sem hann kemur til með að vinna með í viðkomandi leikjum, við fjölmiðla og fleiri aðila. M YN D /A N TO N B RI N K N O RD IC P H O TO S/ A FP MANUEL MEJUTO GONZALEZ (SPÁNN) Ástæðan fyrir því að Skotar eru ekki á EM í Austurríki og Sviss samkvæmt Alex McLeish, þjálfara skoska landsliðsins, eftir að dómarinn dæmdi Ítölum aukaspyrnu sem þeir skoruðu úr á lokaandartökum leiks Skotlands og Ítalíu í undankeppni em. Samt líklega þekktastur fyrir að dæma úrslitaleik AC Milan og Liverpool í Meistara- deildinni árið 2005. KYROS VASSARAS (GRIKKLAND) Vinnur á ferðaskrif- stofu í Grikklandi þegar hann er ekki að dæma og er mikill tungumálafröm- uður en hann talar auk grísku, þýsku, spænsku og ensku. Vassaras hefur verið FIFA-dómari frá árinu1998 en hann dæmdi sinn fyrsta landsleik árið 1999 . HOWARD WEBB (ENGLAND) Tók sér frí frá starfi sínu sem lögreglu- þjónn til þess að ein- beita sér algjörlega að dómarastarfinu. Hann hefur dæmt í ensku úrvalsdeild- inni frá árinu 2003.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.