Fréttablaðið - 14.06.2008, Page 22

Fréttablaðið - 14.06.2008, Page 22
22 14. júní 2008 LAUGARDAGUR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Kristins P. Michelsen Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Sértaklegar þakkir til Einars og alls annars starfs- fólks á deild 13D Landspítala Hringbraut og deild K1 Landakotsspítala. Guð blessi ykkur öll. Margrét Þorgeirsdóttir Karl G. Kristinsson Jóhanna Sigurjónsdóttir Kristín B.K. Michelsen Magnús Sigurðsson Sólveig H. Kristinsdóttir Björn St. Bergmann Anna Karen Kristinsdóttir Gestur Helgason afa- og langafabörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurður Þór Garðarsson Hólabraut 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 16. júní kl. 13.10. Blóm og kransar vin- samlega afbeðin en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hauka í horni. Reiknr. 1101-26-484 kt. 670281 0279. Grétar M. Garðarsson Soffía G. Karlsdóttir Kristinn G. Garðarsson María K. Sigurðardóttir Særún Garðarsdóttir Magnús Jóhannsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Bóasson frá Borg Njarðvík, Borgarfirði eystri, lést miðvikudaginn 11. júní á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Útförin fer fram frá Bakkagerðiskirkju föstudaginn 20. júní kl. 14.00. Björg Sigurðardóttir Páll Haraldsson Jakob Sigurðsson Margrét B. Hjarðar Jóhann Helgi Sigurðsson Lára Ríkharðsdóttir Jón Helgason Kristjana Björnsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Bergsson Laugalæk 46, Reykjavík, lést fimmtudaginn 12. júní á heimili sínu. Þóra Stefánsdóttir Þóra Andrea Ólafsdóttir Haraldur Haraldsson Stefán Ólafsson Ingunn Magnúsdóttir Kolbrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson Sigrún Ólafsdóttir Fjalar Kristjánsson Sólrún Ólafsdóttir Gunnar Sigmundsson afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og systur, Brynhildar Jensdóttur (Lillu) Lækjasmára 6, Kópavogi. Anna Gísladóttir Eiríkur Þór Einarsson Jens Gíslason Hafdís Jónsdóttir Brynhildur Jóna Gísladóttir Guðjón Arngrímsson barnabörn, barnabarnabörn Jensína Jensdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall bróður okkar, mágs og frænda, Halldórs Gestssonar frá Syðra-Seli. Sérstakar þakkir til sveitunga hans fyrir vináttu, og virðingu sem honum var sýnd á útfarardegi. Systkini hans og fjölskyldur þeirra. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur Reimarsson bóndi, Innri-Kleif, Breiðdal, sem lést sunnudaginn 8. júní, verður jarðsunginn frá Heydalakirkju mánudaginn 16. júní kl. 14. Ingunn Gunnlaugsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Elísabetar Ólafsdóttur Kirkjuvegi 82, Vestmannaeyjum, er andaðist 2. júní sl. á Landspítalanum í Fossvogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun og hlýhug. Þorkell Rúnar Sigurjónsson Sigríður Þóranna Þorkelsdóttir Hujat Suleimani Sigurjón Þorkelsson Anna Sigríður Gísladóttir Ólafur Helgi Þorkelsson Gunnfríður Björnsdóttir og barnabörn. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Esther Jónsdóttir Hringbraut 50, áður til heimilis að Grýtubakka 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.00. Ágúst Arason Haukur Ágústsson Kristín Auðunsdóttir Guðrún Edda Ágústsdóttir Hróbjartur Ágústsson Sigríður Oddsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hannes Sigurðsson Rafvirkjameistari, Álfheimum 68, lést að heimili sínu þann 5. júni 2008. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurást Sigurjónsdóttir Sigurjón Hannesson Ragnhildur B. Erlingsdóttir Grímur Hannesson Guðrún Norðdahl Sigurður Hannesson Lóa María Magnúsdóttir Ragnhildur D. Hannesdóttir Þórólfur Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn DONALD TRUMP VIÐSKIPTA- JÖFUR ER 62 ÁRA. „Hugsaðu stórt ef þú ætlar að hugsa á annað borð.“ Donald Trump er banda- rískur milljónamæringur og viðskiptajöfur. Norræna húsið fagnar á þessu ári fjörutíu ára afmæli og hefjast hátíðahöldin með opnun tveggja sýninga laugardag- inn 14. júní. „Norræna húsið á afmæli 24. ágúst en við byrjum að fagna því nú með tveimur sýningum. Það er annars vegar sýning á byggingalist Alvars Aalto en þar eru meðal ann- ars húsgögn, ljósmyndir og teikningar sem sýna hvernig hann hefur unnið sínar hugmyndir. Þetta er farandsýning sem fer um allan heim. Hins vegar er það sýningin 5x8 - 1968 en sú sýning er fyrst í röð fimm sýninga um starfsemi hússins á áratuga afmælum þess fram til dagsins í dag,“ út- skýrir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Nor- ræna hússins. Hugmyndin um Norræna húsið kom fram um 1960 frá stjórn Norrænu félaganna. Hún var síðar rædd á fundi nor- rænna mennta- og menningarráðherra sem voru allir mikl- ir áhugamenn um norrænt samstarf. Alvar Aalto var feng- inn til að hanna Norræna húsið og því er við hæfi að hans sé minnst nú á afmælinu. „Hann valdi húsinu stað og vildi strax að það bæri svip íslenskrar náttúru. Sýningin er unnin af Alvar Aalto-akademíunni í Finnlandi og kallast Hug- myndir í við en viðurinn leikur mikilvægt hlutverk í bygg- ingarlist Alvars Aalto. Á sýningunni gefur meðal annars að líta upprunaleg líkön úr skjalasafni Aaltos,“ segir Þur- íður. Össur Skarphéðinsson mun opna sýninguna og Marit Toivanen frá Alvar Aalto-akademíunni flytur ávarp. „Síðan eru fyrirlestrar um arkitektúr í allt sumar meðan á sýning- unni stendur,“ segir Þuríður áhugasöm. Norræna húsið opnaði 24. ágúst 1968, í miðri blómabylt- ingunni, en með sýningunni 5x8 - 1968 verður opnunarárs- ins minnst. „Þetta er sýning sem við skipuleggjum og er sýningin sem opnuð er í dag sú fyrsta í röð fimm sýninga um starfsemi hússins á áratugaafmælum þess til dagsins í dag. Þetta eru þá árin 1968, 1978, 1988, 1998 og loks 2008,“ útskýrir Þuríður og bætir við: „Þema sýninganna eru þessir áratugir og verða til dæmis heimildarmyndir um Víetnam- stríðið og hægt verður að fara í unglingaherbergið þar sem kynnast má þeirri menningu sem var í algleymingi á þess- um tíma.“ Auk þessa er fjallað um opnun Norræna hússins, bygginguna sjálfa og hvaða sýningar voru í gangi við opnun og hverjir réðu för. Ávallt er fjölbreytt menningardagskrá í gangi í Norræna húsinu en hún verður með einkar blómlegum hætti í sumar vegna afmælisins. „Reyndar miðast dagskráin á sumrin frekar við ferðamenn og á veturna meira við Íslendinga. En það er alltaf spennandi dagskrá í gangi. Í ágúst verðum við með heljarinnar afmælisdagskrá og verða þá sérstök skemmtikvöld tengd áratugunum frá afmælinu þar sem kennir ýmissa grasa.“ Þessir menningartengdu viðburð- ir koma úr mörgum og mismunandi geirum eins og tónlist, myndlist og bókmenntum en nánari dagskrá má nálgast á heimasíðu Norræna hússins, www.nordice.is. hrefna@frettabladid.is NORRÆNA HÚSIÐ: FJÖRUTÍU ÁRA Svipmynd Aalto BLÓMLEGT LISTASUMAR Ellen Fodstadt verkefnastjóri og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri segja að sumarið í Norræna húsinu verði sérstaklega viðburðaríkt þetta árið, enda afmælisár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR timamot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.