Fréttablaðið - 14.06.2008, Page 26

Fréttablaðið - 14.06.2008, Page 26
26 14. júní 2008 LAUGARDAGUR J ohn McCain á það sameiginlegt með Barack Obama að hafa við upphaf prófkjörsbaráttunnar í vetur ekki verið talinn sigurstranglegur. Enda er hann að mörgu leyti óvenjulegur frambjóðandi Repúblikanaflokksins, einkum þar sem hann hefur á sínum langa ferli sýnt mikið pólitískt sjálfstæði og vikið oft frá flokkslínunni. En sú virðing sem hann nýtur sem stríðshetja og sómakær stjórnmálamaður gera hann að mótherja sem demókratar verða að taka alvarlega. Nú þegar repúblikanar eru að ljúka síðara kjörtímabilinu við völd í Hvíta húsinu og fráfarandi forseti, George W. Bush, nýtur minni almenningshylli vestra en nokkur forseti hefur gert frá því mælingar hófust, er ekki að undra að almennt sé litið svo á að frambjóðandi repúblikana muni eiga á brattann að sækja í kosningabaráttunni fram til forsetakosninganna 4. nóvember. Þessi veika staða repúblikana fyrir þessar forsetakosningar endurspeglaðist strax í því hve fátt var um viðurkennda þungavigtar- menn í prófkjörsbaráttu þeirra í vetur. Fyrirfram þótti Rudolph Giuliani, fyrrver- andi borgarstjóri New York, vera sigur- stranglegastur í þeim hópi, en hann reyndist misreikna sig hrapallega við val á prófkjörs- strategíu og var snemma úr leik. Eftir það átti McCain tiltölulega auðvelt spil að tryggja sér útnefninguna, sem gerðist strax í febrúar. Hann og Repúblikanaflokkurinn hafa þannig haft visst forskot á demókrata að undirbúa forsetakosningabaráttuna sjálfa síðustu mánuði. En það forskot nýttist reyndar lítið þar sem öll fjölmiðla- athyglin var á flokkssystkinaslag þeirra Clinton og Obamas. Þar sem sá slagur var á köflum allhatrammur mun það eflaust taka nokkurn tíma að sameina flokkinn að baki sigurvegaranum. McCain hófst enda tafarlaust handa við að biðla til stuðningsfólks Hillary Clinton, ekki sízt úr hópi eldri kvenna sem margar kváðu vera býsna fráhverfar Obama. McCain á reyndar jafnvel enn frekar en Obama við þann vanda að etja að hafa ekki eigin flokk sameinaðan að baki sér. Hann er allt annað en óskaframbjóðandi hins öfluga þrýstihóps kristinna íhalds- manna. Richard Land, forseti sambands baptista í Suðurríkjum Bandaríkj- anna, segir að hann hafi heyrt sitt fólk segja: „John McCain var ekki mitt fyrsta val, John McCain var ekki mitt annað val, John McCain var ekki mitt þriðja val. En ég vel samt frekar þriðja flokks slökkviliðsmann en fyrsta flokks brennu- varg.“ Og hans fólk álíti Obama vera fyrsta flokks brennuvarg. Repúblikanar gera sér væntanlega einnig grein fyrir því að ef frambjóðandi þeirra á að hafa nokkurn möguleika á sigri undir ríkjandi kringumstæðum þurfi sá að geta höfðað til víðari kjósendahóps en kjarnafylgis Repúblik- anaflokksins. Og John McCain er einmitt þannig frambjóðandi. McCain verður 72 ára í ágúst í sumar. Nái hann kjöri verður hann þar með elzti maðurinn sem tekið hefur við banda- ríska forsetaembættinu. Sá elzti hingað til var Ronald Reagan, en hann var 69 ára þegar hann var kjörinn árið 1980. Hann var síðan við völd fram á 78. aldursár sitt. Til að sýna hve langlífi er mikið í fjölskyldu sinni hefur McCain gjarnan móður sína háaldraða með sér á kosningafundum. JOHN MCCAIN Repúblikaninn sem fer sínar eigin leiðir B arack Hussein Obama, þeldökki öldungadeildarþing- maðurinn frá Illinois, uppfyllir nærri því öll óskaskilyrðin sem Evrópu- menn almennt setja fyrir bandarískan forsetaframbjóðanda: Hann er vitsmunamaður, háskólamenntaður, mælskur, enginn valdafíkill og – það sem skiptir öllu – demókrati. Það mætti líka orða það þannig að hann stendur fyrir algerlega andstæðan pól við George W. Bush, sem er sá Bandaríkjaforseti sem hefur slegið öll met í óvinsældum, ekki síst meðal Evrópubúa. Frá því Obama tók að veita Hillary Clinton – frambjóðandanum sem fyrirfram voru taldar yfirgnæfandi líkur á að hlyti útnefninguna að þessu sinni – alvöru samkeppni í prófkjörsslagnum hefur kastljós heimsathyglinnar beinzt að þessu afburða mælska og óvenjulega glæsi- menni. Samanburður við þann bandaríska forseta sem Evrópumenn hafa haft allra mestar mætur á – John. F. Kennedy – varð daglegt brauð í fjölmiðlum. Um Kennedy má reyndar segja að það sé spurning hvort þokki hans og fagmannleg ræktun ímyndar hans eftir að hann var myrtur setji í skuggann spurninguna um það hverju hann kom í verk sem forseti. Þar sem honum gáfust aðeins þrjú ár í embætti er líka erfitt að svara þeirri spurningu fyllilega með sanngjörnum hætti. Þar sem Obama hefur líka aðeins setið í þrjú ár á Bandaríkjaþingi er erfitt að meta hann af verkum hans með sann- gjörnum hætti. Það sýndi sig hins vegar í prófkjörsbaráttunni gegn Hillary Clinton að áherzla hennar á reynslu reyndist vopn sem snerist frekar gegn henni sjálfri, á meðan áherzla Obama á umskipti og „nýjar leiðir“ til að iðka stjórnmál í Washington virtist verka trúverð- ugri einmitt vegna þess að hann væri ekki búinn að sitja það lengi á þingi að hann væri orðinn samdauna hinu spillta hagsmuna- pots-andrúmslofti ganganna á Capitol- hæð. Því meðal bandarískra kjósenda virðist sú pólitík sem iðkuð hefur verið í Wash- ington síðustu áratugina vera orðin mjög óvinsæl. Kjósendur eru greinilega orðnir þreyttir á hinu síendurtekna gelda karpi fram og aftur um sömu deilumálin á borð við fóstureyðingar, stofnfrumurannsóknir, giftingar samkynhneigðra, skatta og skotvopnaréttindi. Kjósendur eru opnir fyrir frambjóðendum, sem nálgast ný mál með nýstárlegum hætti. Eða eru að minnsta kosti öðruvísi en þeir stjórnmálamenn sem hafa sett mest mark sitt á stjórnmál í Washington síðustu tuttugu árin – Bush og Clinton. Á þessu græddi Obama augljóslega. En hvort það dugar til að fleyta honum alla leið inn í Hvíta húsið á eftir að koma í ljós. Til að sýna og sanna að hann sé þess verðugur að gegna valdamesta embætti heims þarf hann þó að gera meira en slá um sig með vel hljómandi frösum. Víst er að á næstu mánuðum verður mjög náið fylgzt með því hvernig hann hyggst beita því valdi sem hann hefur nú umboð Demókrataflokksins til að sækjast eftir. BARACK OBAMA Mælskt eftirlæti Evrópumanna Eins og varla kemur á óvart þarf fyrsti þeldökki frambjóðandinn sem getur gert sér raunverulegar vonir um að ná kjöri til að gegna valdamesta embætti heims að þola óhróður og baktal af ýmsu tagi. Til að mæta þessu vandamáli hefur kosningabaráttu- lið hans stofnað vefsíðuna www.fightthesmears.com, þar sem hinar ýmsu ósönnu fullyrðingar, sem sagðar eru um hann eða hans nánustu í því skyni að níða skóinn af frambjóðandanum, eru raktar og hraktar. Ein lífseigasta fullyrðingin af þessu tagi er að Obama sé mús- limi. Önnur útbreidd dæmi um slíkar fullyrðingar eru að í bókum hans sé að finna æsingaáróður gegn hvítum og að hann neiti að sverja eið við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nýjasta fullyrðingin er að Michelle, eiginkona Obamas, hafi notað orðið „whitey“, niðrandi orð um hvíta, í ræðu við guðs- þjónustu í söfnuðinum sem þau tilheyrðu, Trinity United Church of Christ í Chicago, en sá hefur orðið mjög umdeildur vegna pólitískra ummæla sem prestur safnaðarins, Jeremiah Wright, hefur látið frá sér fara, svo sem um meint samsæri Bandaríkja- stjórnar gegn blökkumönnum. Reyndar hefur John McCain sannarlega fengið sinn skammt af uppspunaóhróðri um sig í kosningabaráttu. Þegar prófkjörs- barátta McCains við George W. Bush um forsetaframboðs- útnefningu Repúblikanaflokksins árið 2000 stóð sem hæst skutu upp kollinum sögur um að Bridget dóttir hans, sem er dökk á brún og brá, væri afkvæmi framhjáhalds McCains með svartri barnfóstru (hið rétta er að Bridget er ættleidd frá Bangla- dess). Sögusagnirnar gengu svo langt að halda því fram að eigin- kona McCains, Cindy, væri eiturlyfjafíkill, að hann sjálfur væri ekki allt of viss um kynhneigð sína og væri í andlegu ójafnvægi sem rekja mætti til stríðsfangatíðar hans í Víetnam, ásamt öðru. Talsmenn kosningabaráttu Bush harðneituðu að hafa átt þátt í að koma þessum sögusögnum af stað, en þeir sem til þekkja segja handbragð áróðursmeistara Bush til margra ára, Karls Rove, hafa verið óyggjandi. Vegna þess hve McCain hefur sjálfur sára reynslu af slíkum spunaáróðri má ætla að hann vilji ekki að sínir menn beiti slík- um aðferðum í baráttunni sem framundan er við Obama. Það er hins vegar eins víst að menn eins og útvarps-æsingamaðurinn Rush Limbaugh og aðrir áróðursmenn repúblikana láti þann vilja McCains sér í léttu rúmi liggja og hiki ekki við að beita öllum brögðum til að koma höggi á hinn sögulega óvenjulega mótherja í slagnum um Hvíta húsið. Orrustan um Hvíta húsið 2008 Ljóst er að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár verða sögulegar. Í fyrsta sinn er maður af afrískum uppruna í framboði fyrir annan stóru flokkanna og mótherji hans er líka óvenjulegur frambjóðandi síns flokks. Auðunn Arnórsson lýsir keppinautunum. AF ÓHRÓÐRI FRÉTTABLAÐIÐ/GRAPHIC NEWS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.