Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 14.06.2008, Qupperneq 30
[ ] Í versluninni Linsunni er enn til mikið af gömlu gleraugum sem uppi voru í versluninni á átt- unda og níunda áratuginum. Þau hafa nú verið dregin fram aftur og eru seld sem sólgleraugu. Sólgleraugnatískan hefur verið mjög skrautleg síðustu ár og leita ungar stúlkur mikið í gamaldags gleraugu. Linsan í Aðalstræti 9 lumar á skemmtilegum gler- augnalager sem er allt að 40 ára gamall. Nú hafa gleraugun verið dregin fram aftur og sett í þau sólgler. „Þessi gleraugu eru mjög vinsæl innan ákveðins aldurhóps. Stelpur upp úr tvítugu koma talsvert hingað og kaupa þau sem sólgleraugu,“ segir Krist- björg Ólafsdóttir, verslunarstjóri Linsunnar. Gleraugun eru í öllum regnbogans litum og með ýmiss konar lögun. „Þetta eru gæðagleraugu frá Ítalíu og Frakklandi frá merkjum svo sem Alain Mikli, Laura Biagotti, Filos og Jil Sander.“ Þrátt fyrir að gleraugun séu frá þekktum merkjum þá eru þau seld frá 4.900 krónum. Kristbjörg segir upplagt að draga fram gömlu gleraugun sín og setja í þau sólgler enda sólgleraugna- tískan í dag mjög frjálsleg. „Ég spyr fólk oft hvort það eigi ekki gömlu Alain Mikli-gleraugun sín og segi því þá að koma með þau hingað og setja í þau sólgler. Ég gerði það með mín gleraugu sem eru 15 ára gömul.“ Það er sannarlega kúnst að finna gleraugu sem passa og huga þarf að mörgu. „Það er aldrei það sama sem passar fyrir alla. Ef sólgleraug- un klæða þig ekki og ef þau sitja ekki almenni- lega á þér þá er ekkert gaman að þeim.“ Krist- björg segir til dæmis misskilning að stóru gleraugun sem svo vinsæl eru núna passi best á breiðum andlitum. „Smáu andlitin eru betri fyrir stór gleraugu. Annars er mjög einstaklingsbundið hvaða lögun hentar hverjum og einum. Það geta komið inn mæðgur sem eru mjög líkar en samt passa mjög ólík gleraugu á þær. Ég held að þessi gullna regla sem fólk lærir um form og liti eigi ekki við andlitið, það spilar svo margt annað þar inn í. Ég las einhvers staðar að ég ætti að vera með sporöskju- laga gleraugu sem passar alls ekki við mig,“ segir Kristbjörg sem er greinilega reynd í brasanum enda hefur hún valið gleraugu á fólk svo áratugum skiptir. mariathora@frettabladid.is Kristbjörg segir gömlu gleraugun oft koma mjög vel út sem sólgleraugu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Háir hælar setja svip sinn á allan klæðnað. Hverdagslegt útlit breytist í sparilegt ef farið er í háa hæla. Gamall og flottur lager 3.995 Stærðir: 28-41 3.995 Stærðir: 28-45 3.995 Stærðir: 28-41 Stærðir: 28-45 3.995 Stærðir: 28-45 3.995 NÝTT FRÁ CRUSER Í Linsunni er til gamall lager sem í má finna alls konar gler- augu frá ýmsum tímabilum. Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opnunartími Laugardaga 10-17 Mán - Föst 10-18 Þjóðhátíðartilboð 20% afsláttur Laugardag og Mánudag. Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.