Fréttablaðið - 14.06.2008, Side 31

Fréttablaðið - 14.06.2008, Side 31
[ ]Barnabækur eða myndablöð er sniðugt að hafa með í bílinn þegar ferðast er lengri leiðir með börn. Þau eldri geta lesið sér til skemmtunar, á meðan þau yngri geta dundað sér við að skoða myndir. Fundnir fjársjóðir NÝLEGA FENGU TÍU VIÐSKIPTA- VINIR ATLANTSOLÍU AFHENTAR BÍLALYKLAKIPPUR SEM ÞEIR HÖFÐU TÝNT. Lyklakippur tapast á hinum ýmsu stöðum, í gönguferðum, ferða- lögum og verslunum. Þó skilvísir finnendur komi þeim til lögregl- unnar getur verið erfiðleikum háð fyrir hana að átta sig á hverj- ir eigendurnir eru. Ef dælulyklar frá Atlantsolíu eru á kippunum er hins vegar vandinn minni því á skrifstofu fyrirtækisins er hægt að lesa af lyklunum og hafa uppá eigendunum þannig. Kostnaður við endurnýjun bíllykla getur numið tugum þúsunda króna. Til dæmis var ávinningurinn að endurheimt lyklakippu um 70 þúsund krónur hjá einum viðskiptavini Atlants olíu sem var einn af tíu heppnum sem fengu tapaðar lyklakippur til baka. Allir voru ánægðir þegar þessir fjársjóðir voru komnir í réttar hendur. - gun Íris Stefánsdóttir og Emelía Pét- ursdóttir fengu það skemmtilega verkefni að hringja í eigendur lyklakippanna og tilkynna þeim um fundinn. Þrjátíu ár eru síðan að stofn- aður var aðdáendaklúbbur um Volvo P1800-bílinn sem þótti mikil glæsikerra. Í tilefni af þrjátíu ára afmæli aðdáendaklúbbs Volvo P1800 hóp- uðu fjörutíu og sjö eigendur Volvo P1800 sig saman, bæði frá Sviss og Þýskalandi, og keyrðu til höf- uðstöðva Volvo í Svíþjóð. Starfsfólk Volvo tók eftir þessu skemmtilega atviki og var ánægt með framtakið og þótti koma bíl- ana athyglisverð sjón. P1800- áhugamannaklúbbar frá Sviss og Þýskalandi dvöldu í eina viku í Svíþjóð til að fagna þessum tíma- mótum. Í hópnum mátti sjá marg- ar útgáfur af bílnum eins og 35 ES, 11 P/S/E og Amazon GT. Hóp- urinn heimsótti svo Volvo-safnið og þar var stillt upp fyrir mynda- tökur. Volvo P1800 var fyrst kynntur til sögunnar á bílasýningu í Brussel 1960. Framleiðslan hófst ári síðar og voru 46 þúsund eintök framleidd. Fyrir þrjátíu og fimm árum lauk framleiðslu á bílnum eða árið 1973. Roger Moore ferð- aðist um á bílnum í vinsælu sjón- varpsþáttunum um Dýrlinginn eða The Saint og jukust vinsældir bílsins vegna þess. Hönnuður bílsins var Pelle Petterson en hann var gerður að heiðursmeðlimi sænska P1800- bílaklúbbsins og er virtur víða um heim af áhugamönnum Volvo. - mmr Söguleg heimsókn KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Volvo P1800 þótti mikil glæsikerra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.