Fréttablaðið - 14.06.2008, Page 40

Fréttablaðið - 14.06.2008, Page 40
● heimili&hönnun „Ég flutti inn í desember og líður mjög vel í miðbænum. Þetta var hins vegar heilmikið verk og í upphafi hét ég því að ráðast aldrei í annað eins stórvirki aftur,“ segir Dóra. „Þegar hafist var handa við að skipta um þak gekk í garð ein mesta rigningatíð í manna minn- um og voru þó nokkrar svefnlaus- ar nætur sem fylgdu í kjölfarið. Það lak á vesalings nágranna mína en þolinmóðara fólk fyrirfinnst varla. Það var meira að segja svo komið að eldri börn systur minn- ar sem voru í fermingarfræðslu og búa á Ítalíu báðu prestinn og bekkinn að biðja fyrir betra veðri í Reykjavík,“ segir hún kímin. „Ég fékk til mín góða iðnaðar- menn en hugmyndirnar og hönn- unin er mín. Ég ætlaði í upphafi að fá innanhússarkitekt til aðstoð- ar en síðan var erfitt að finna ein- hvern sem hafði tíma þannig að á endanum keypti ég bara fullt af blöðum og ákvað þetta sjálf.“ Dóra keypti íbúðina með bygg- ingaleyfi til að bæta við efri hæð- inni. „Fyrir var gamalt þurrkloft en húsið er frá árinu 1922. Þak- inu var lyft og kvistir settir að sunnanverðu. Þannig bættist við efri hæðin. Niðri var eldhús og tvær stofur sem ég vildi gera að einu rými. Þá þurfti að taka niður veggi og kom í ljós að þeir voru skakkir og opna þurfti meira til að rétta þá af. Ég vildi hafa gólfhita- kerfi af því mér fannst ofnarnir taka of mikið pláss og þá var gólfið opnað. Sást þá að gólfbitarnir voru orðnir lélegir og einangrað var með sagi, svo það þurfti að laga,“ segir hún og þannig undu framkvæmd- irnar upp á sig. Þær tóku þó ein- ungis fjóra mánuði og er Dóra afar ánægð með niðurstöðuna. - hs Notalegheit í miðbænum ● Lögfræðingurinn Dóra Sif Tynes hefur búið sér fallegt heimili á Skólavörðustíg sem hún hannaði sjálf. Breytingarnar gengu ekki átakalaust fyrir sig en útkoman er stórglæsileg. Þegar gera þarf veggi þykkari fyrir upp- hengt klósett er kjörið að nýta plássið á þennan hátt. Stórir gluggar hleypa inn mikilli birtu og gera íbúðina einstaklega sjarmerandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Borðstofuskápurinn er rúmgóður og fékk Dóra hann frá móður sinni sem keypti hann í Casa fyrir um þremur áratugum. Hann er úr birki og lét Dóra sprautulakka hann hvítan svo hann passaði betur í umhverfð. Borðstofustólarnir eru hin víðkunna „sjöa“ Arne Jacobsen, en við innréttinguna fékk Dóra sams konar barstóla. Hún vildi hafa eldhúsinnréttinguna stílhreina þar sem opið er yfir í borðstofu. Í baksýn glittir í stigann. Dóra ákvað að stækka stigaopið og hafa skilrúm úr gleri til að hleypa meiri birtu í íbúðina. Kistillinn er gömul sjókista frá langafa hennar sem var síðar máluð en píanóið lærði faðir hennar á og var það áður í eigu Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Gítarinn fékk amma Dóru, Hrefna Tynes, að gjöf frá skátafélaginu Valkyrjum árið 1939 þegar hún fluttist til Noregs. Fataskápurinn er úr Ikea. Dóra er mjög ánægð með skógrindurnar. Fyrst ætlaði hún að fá sér rennihurðir fyrir skápinn en ákvað að hafa hann opinn til að hafa góða yfir- sýn þegar velja á réttu klæðin. Hún segir það líka hvetja sig til að halda öllu í horfinu. Hugmyndina að baðherberginu fékk Dóra úr tímariti. Flísarnar á baðherberg- inu eru frá Parka en blöndunartæki, glerskilrúm og postulín var keypt í Byko. Háfurinn er í senn ljós og eldhúsháfur. Hann fæst í Eirvík en innréttingar eru frá Kvik og er ítalskur steinn á borðinu frá S. Helgasyni. Gashellurnar eru frá Eirvík. 14. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.