Fréttablaðið - 14.06.2008, Síða 64
36 14. júní 2008 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Kl. 15
Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen
opnar sýningu sína Nammibúðina í
Auga fyrir Auga galleríi á Hverfis-
götu 35 í dag kl. 15. Á sýningunni
verður Kristjana Rós með innsetn-
ingu sem samanstendur af málverk-
um og skúlptúrum. Kristjana Rós
lauk námi úr myndlistardeild
Listaháskóla Íslands vorið 2006 og er
þetta hennar fyrsta einkasýning eftir
útskrift.
> Ekki missa af …
sýningu fjöllistahópsins SkyrL-
eeBob í Skaftfelli á Seyðisfirði.
Að SkyrLeeBob standa þau
Erna Ómarsdóttir, Guðni
Gunnarsson og Lieven Douss-
elaere. Síðasti sýningardagur
er á morgun, en sýningin
hefur vakið talsverða athygli
Seyðfirðinga og gesta. Fyrir
utan Skaftfell standa jafnframt
þrjú verk eftir Pétur K.
Ilmvatnssýning Andreu Maack
í Gallerí Ágúst hefur vart farið
fram hjá myndlistaráhuga-
fólki í höfuðborginni, enda
velilmandi myndlist með
eindæmum. Sýningin, sem
er fyrsta einkasýning Andreu,
ber hið smellna nafna Smart
og hefur vakið mikla athygli
hérlendis sem erlendis, en
sýningin var hluti af dagskrá
hinnar nýafstöðnu Listahátíðar
í Reykjavík.
Á sýningunni gefur að líta og
upplifa ilm sem listamaðurinn
vann í samstarfi við ilmvatns-
framleiðanda í Grasse, ásamt
einni stórri útprentaðri blýants-teikningu sem
bútuð hefur verið niður í hvorki meira né minna
en 252 bita sem hanga uppi á vegg. Gestum sýn-
ingarinnar hefur gefist kostur á að velja sér hluta
úr teikningunni með ilminum
á til að taka með sér heim, í
anda þeirrar hefðar að fá sér
ilmvatnsprufur í snyrtivöru-
verslunum. Er óhætt að segja
að sýningargestir hafi óspart
nýtt sér þennan möguleika,
enda ekki á hverjum degi
sem tækifæri gefst til þess
að fá að hafa listaverk með
sér heim af sýningum. Nú er
svo komið að fyrsta upplagið
af tveimur af teikningunni
kláraðist nýverið og verður
af því tilefni seinna upplag
verksins vígt í dag kl. 14 og
mun listamaðurinn endur-
taka „perfumance“ - gjörning sem upphaflega
var framinn á opnun sýningarinnar um miðjan
síðasta mánuð.
Gallerí Ágúst er til húsa að Baldursgötu 12. - vþ
Ilmandi gjörningur Andreu
Myndlistarkonan Rúrí er
höfundur sýningarinnar
Sökkvun sem nú stendur
yfir í StartArt-listamanna-
húsi á Laugavegi. Rúrí er
þjóðinni vel kunn fyrir
verk sín sem oft má finna
á óvæntum stöðum í um-
hverfinu, en á Sökkvun er
viðfangsefni hennar náttúr-
an og nýting okkar á henni.
Sýningin opnaði um miðjan síð-
asta mánuð og er hluti af dagskrá
Listahátíðar í Reykjavík. Titilverk
sýningarinnar er myndbandsinn-
setning í stærsta sal sýningarrým-
isins; myndskeiði er varpað á vegg
og á skjám sem komið hefur verið
fyrir í rýminu má sjá svipmyndir
af gæsahreiðrum og textabrot. Í
tveimur minni sölum má svo sjá
ljósmyndir og skúlptúr.
„Það er sleginn sami grunntónn
í þessum verkum; þau snerta öll á
tengslum mannsins við jörðina og
umhverfi sitt, en á ólíkan hátt þó,“
segir Rúrí. „Ljósmyndirnar og
myndbandsverkin tengjast nýt-
ingu okkar á vatnsauðlindum, en
þriðja verkið er það fyrsta af
nýjum verkum sem ég er að vinna
að sem kallast Tilvistarleg. Verkið
fjallar um þau efnahagslegu gildi
sem virðast hafa sérstöðu í nútím-
anum og sýnir okkur því nokkrar
tegundir efna sem hafa mikið
vægi í efnahagslífinu: svartolíu,
maís, vatn og loft.“
Í titilverkinu Sökkvun má sjá
myndskeið af náttúrulegu
umhverfi sem nú er horfið sjón-
um. „Verkið er allt tekið á svæð-
inu í kringum Kárahnjúka fyrir
nokkrum árum. Myndskeiðið sýnir
hvernig lónið stækkar smám
saman og drekkir umhverfinu,
fegurðinni og hreiðrum gæsanna.
Það voru mörg hundruð hreiður
sem fóru undir lónið. Þegar maður
verður vitni að þessari atburðarás
vekur það upp spurninguna:
höfum við heimild til þess að taka
svona yfir náttúruna og breyta
henni? Það hefur tekið jörðina óra-
tíð að finna vatninu sínu farveg og
við ætlum að breyta því á örskots-
stundu. Mannkynið virðist sífellt
vilja sigra náttúruna, en það er
ekki til neinn sigur gagnvart jörð-
inni; það eina sem við getum sigr-
að erum við sjálf með því að finna
eitthvert gullið jafnvægi með
umhverfi okkar. Það er eini sigur-
inn sem er raunhæfur.“
Myndin sem sýning Rúríar
dregur upp af sambýli mannsins
við náttúruna er því bæði átakan-
leg og erfið, en fegurðin er þó
aldrei langt undan. „Sökkvun sýnir
fyrst og fremst fegurðina í náttúr-
unni; þetta er fegurð sem ekki er
hægt að verðleggja eða mæla á
nokkurn hátt.“
Sökkvun stendur yfir í StartArt-
listamannahúsi, Laugavegi 12b, til
30. júní. vigdis@frettabladid.is
Ómælanleg náttúrufegurð
AUÐLINDIR Tilvistarleg inniheldur hráefni sem eru manninum dýrmæt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HORFIN NÁTTÚRA Rúrí í innsetningunni Sökkvun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Áhugaverð ljósmyndasýning
opnar í Café Karólínu, Kaup-
vangsstræti 23 á Akureyri, í dag.
Sýningin nefnist „Með eigin
augum“ og á henni má sjá ljós-
myndir af daglegu lífi í Íran eftir
listamanninnn Arnar Ómarsson.
Arnar er búsettur í Freyjulundi
í Eyjafirði. Hann er nemandi í
Dieter Roth-akademíunni og er á
leið í ljósmyndanám til London í
haust, en hann hefur í gegnum
tíðina starfað sem ljósmyndari
fyrir dagblöð. Hann segir um
verkin sem hann sýnir á Café
Karólínu: „Þessi sýning er tilraun
til að sýna daglegt líf í Íran með
mannlífsmyndum. Allar mynd-
irnar eru frá ferð um Íran á síð-
asta ári.“
Sýning Arnars stendur til 4.
júlí. - vþ
Með eigin augum
„Síðbúin sýn - ljósmyndir úr fórum
Nóbelsverðlaunahafans og heims-
borgarans Halldórs Laxness“ er
yfirskrift sýningar sem opnuð
verður í Þjóðmenningarhúsinu á
þjóðhátíðardaginn næstkomandi
þriðjudag kl. 13. Á sýningunni má
sjá ljósmyndir sem Halldór Lax-
ness tók á ferðum sínum innan-
lands og utan og heima á Gljúfra-
steini. Myndefnið er samferðafólk
hans, bæði fjölskylda og vinir, og
svipmyndir af fólki og umhverfi
þess á ýmsum slóðum. Segja má
að ljósmyndirnar séu tækifæris-
myndir ferðalangsins, eigin-
mannsins, fjölskylduföðurins og
vinarins Halldórs Laxness.
Skáldsögur Halldórs Laxness
hafa verið þýddar á fjölmörg
tungumál og árið 1955 veitti
sænska akademían honum Nób-
elsverðlaun í bókmenntum fyrir
„litríkan sagnaskáldskap, sem
endurnýjað hefði stórbrotna
íslenska frásagnarlist“, eins og
sagði í ummælum dómnefndar á
sínum tíma. Halldór lifði næstum
alla 20. öldina frá enda til enda,
hann var alþjóðlegt skáld og hug-
sjónamaður og virkur þátttakandi
í hugsjónabaráttu liðinnar aldar.
Verk hans tóku þannig á málefn-
um sem voru efst á baugi hjá stóru
rithöfundum viðburðaríkrar ald-
arinnar.
Sýningin verður í Þjóðmenning-
arhúsinu fram í febrúar á næsta
ári, en hún var fyrst sett upp í
þýsku borginni Köln í fyrra. - vþ
Ljósmyndir skáldsins
Tónlistarmennirnir ástsælu Páll
Óskar og Monika halda tónleika í
dag kl. 14 í Sólheimakirkju þar
sem þau munu flytja áhorfendum
hugljúfa tóna.
Söngvarinn Páll Óskar og hörpu-
leikarinn Monika hófu samstarf
sitt árið 2001 og var fyrsta afurð
þeirra geislaplatan „Ef ég sofna
ekki í nótt“ sem hlaut frábærar
viðtökur bæði gagnrýnenda og
almennings. Tveimur árum síðar
sendu þau svo frá sér jólaplötuna
„Ljósin heima“. Þau hafa flutt tón-
list við ýmis tækifæri hérlendis
sem erlendis og hvarvetna hlotið
lof fyrir glæsilegan og ljúfan
flutning.
Tónlistarunnendur gætu sann-
arlega gert margt vitlausara við
daginn en að bregða sér í Sólhei-
makirkju og hlusta á fagra tóna
þeirra Páls Óskars og Moniku.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og eru allir velkomnir. - vþ
Tónleikar á Sólheimum
PÁLL ÓSKAR OG MONIKA Koma fram á
tónleikum í Sólheimakirkju í dag.
Listasafn Reykjavíkur stendur að vanda fyrir
skemmtilegum uppákomum nú um helgina. Til-
raunastofa fyrir börn og fullorðna verður starfrækt
í Hafnarhúsinu á morgun á milli kl. 14 og 16, en
boðið var upp á slíka tilraunastofu um síðustu helgi
með fádæma góðri aðsókn þar sem um sextíu börn
komu saman og fengu útrás fyrir vísindamanninn í
sér. Tilraunastofan er unnin í samvinnu við Hug-
myndasmiðjuna og Myndlistaskólann í Reykjavík og
er sett upp í tengslum við sýninguna Tilraunamaraþ-
on sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Börn og
fjölskyldur þeirra fá tækifæri á tilraunastofunni til
að vinna saman í tilraunaumhverfi þar sem hug-
myndafluginu er gefinn laus taumur innan um
óvenjulega hluti sem hvetja til leiks og sköpunar.
Fyrir þá sem heldur vilja eyða deginum utandyra
mætti stinga upp á því að heimsækja Viðey og njóta
þar náttúrufegurðarinnar, en auk þess er þar hægt
að skoða listaverk eftir heimskunna listamenn eins
og Áfanga eftir Richard Serra og Friðarsúlu Yoko
Ono. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns
Reykajvíkur, mun á morgun segja gestum eyjarinn-
ar frá hinu síðarnefnda; tilurð Friðarsúlunnar sem
Yoko lét reisa í Viðey á síðasta ári og gildi hennar
fyrir borgina í norðrinu. Leiðsögn Hafþórs hefst við
Viðeyjarstofu kl. 14.30 og eru allir velkomnir. - vþ
Tilraunir eða myndlist utandyra
VIÐEY Kyrrð og ró, rétt utan við skarkala borgarinnar.
SMART Ilmvatn Andreu Maack sem
hnusa má af í Gallerí Ágústi.
AUÐUR Á GLJÚFRASTEINI Mynd frá því
um 1950.
DAGLEGT LÍF Ein af ljósmyndum Arnars.