Fréttablaðið - 28.06.2008, Side 49

Fréttablaðið - 28.06.2008, Side 49
LAUGARDAGUR 28. júní 2008 25 Hægrirétturinn hvarf á bak við bið- skyldumerkin og gangbrautirnar í borg- inni hverfa óðum. Þær eru sagðar skapa „falskt öryggi“ gangandi vegfarenda. Og annars þyrftu bílstjórar að fylgjast með því hvort einhver ætlaði yfir þær. Það er erfitt á 110 kílómetra hraða á Miklubraut- inni. Betra þykir að hafa sem flest umferð- ar ljós eða hraðahindranir. Annað dæmi um íslenska samgöngu- hugsun er þegar götur eru þrengdar með eyjum, til að draga úr hraða. Þess í stað mætti leggja hjólabraut. Þannig fengju heilbrigðar samgöngur pláss og það myndi um leið hægja á bílunum. „Þetta er sú aðferð sem öll nágranna- löndin nota. En við erum á svipuðum basis og Bandaríkjamenn,“ segir Magnús. HJÓLATÍSKA Í VÍETNAM Líklega er langt í að vind- urinn leyfi slíkar skreytingar á Íslandi. En þetta er tískan í Hanoi. NORDICPHOTOS/AFP ÞRAUTSEIG Sama hvað hjólagarparnir segja getur nú verið leiðigjarnt að hjóla í snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tvær sérstakar akreinar fyrir reiðhjól fyrirfinnast í gjörvallri höfuðborg Íslendinga; við Laugaveg og við Lönguhlíð. Á Laugaveginum er stutt salíbuna og önnur í Lönguhlíð. Svo eru göngustígar, en á þeim er rönd fyrir hjól. Víðast er því varla gert ráð fyrir hjólum. Hjólafólk hefur undanþágu í lögum til að hjóla á gangstéttum, sem getur verið mun hættulegra en að hjóla í umferðinni. Magnús Bergsson hvetur fullorðið fólk til að forðast ringulreið gangstétt- anna og nota göturnar. En reiðhjólafólk er annars flokks á íslenskum strætum. Hér eru fáar sérmalbikaðar hjólakreinar. Í Evrópu eru hjólreiðamenn svo sjálfsagðir í umferðinni að þeir hafa sérakreinar og sérstök umferðarljós. Er þetta ekki besta lausnin? „Ekki endilega,“ segir Pétur Þór Ragnarsson. Mörg hjólaslys, til dæmis í Danmörku, verði vegna þessara akreina. Bílstjórar gleyma þá að líta í kringum sig þegar þeir beygja til hægri og keyra yfir hjólreiðamanninn. Magnús Bergsson bendir á að ak reinalausnin sé einnig dýr og tímafrek. Bæta þurfi umferðarmenn- inguna sem fyrst, þannig að hún geri ráð fyrir hjólum. „Það þarf að gera eitthvað strax. Það þýðir ekki að gera einhverja fimmtíu ára áætlun um sérstakar akreinar. Ódýrasta og fljótlegasta lausnin kann að vera sú sem Magnús leggur til; að mála svokallaða hjólavísa í götuna. Merki sem gefi til kynna að á götunni megi hjóla, en sé ekki sér- stakt afmarkað pláss. Önnur fljótleg lausn gæti verið tillaga Gísla Marteins; að setja skýrar línur í malbikið. Landa- mæri hjólreiða. EKKI GERT RÁÐ FYRIR HJÓLINU HJÓLAVÍSIR Þetta er lausn sem hefur verið reynd í Bandaríkj- unum, þar sem eru fáar akreinar fyrir hjól. Mun hún hafa gefist vel. Formaður samgöngunefndar er hrifnari af því að marka einfalda línu í götuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.