Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 2
2 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR
NOREGUR Sex manna íslensk fjöl-
skylda, sem búið hefur í fimm ár í
Drammen í Noregi, var nýfarin í
sumarleyfi og hafði siglt til Sví-
þjóðar á seglbátnum sínum þegar
síminn hringdi. Heimilisfaðirinn
stóð við stýrið og komst ekki í sím-
ann en þegar hringt var aftur
skömmu síðar fór eiginkonan að
skoða símann sinn og sá að nágrann-
inn hafði hringt tólf sinnum. Þegar
hún hringdi í hann til baka kom í
ljós að húsið þeirra var að brenna.
„Þetta var ósköp einfalt. Við
lögðum af stað á sunnudaginn og
vorum komin til Svíþjóðar og ætl-
uðum að vera þar í sumarfríi. Við
vorum á bátnum okkar á þriðju-
daginn var þegar það var hringt og
við fengum upplýsingar um að
kviknað hefði í húsinu um hádegis-
bilið og að húsið væri að brenna.
Við snerum við sama kvöld og
vorum komin heim daginn eftir.
Húsið er ónýtt, held ég,“ segir Ari
Konráðsson, læknir í Drammen.
Talið er að kviknað hafi í grill-
kofa úti í garðinum en ekki er vitað
hver eldsupptökin voru. „Það var
allavega ekki út frá rafmagni. Það
var rafmagn í kofanum en það er
búið að útiloka að það hafi kviknað
í út frá því. Mögulega er þetta
íkveikja en það veit enginn,“ segir
hann.
Eiginkona Ara er Þóra Guð-
mundsdóttir hjúkrunarfræðingur
og eiga þau fjögur börn. Hann segir
að þeim hafi öllum dauðbrugðið við
að fá fréttirnar. „Við sigldum
aðeins lengra, fórum svo í land og í
sund og svo á netið og sáum þá að
það var komin myndasería á netið
og vídeó. Nágrannarnir björguðu
því sem hægt var úr brunanum.
Við sáum þetta allt á netinu og það
var hálfskrítið. En það var betra að
vera í fríi en að vera heima,“ segir
hann.
Ari bendir á að ekki hefði verið
gaman fyrir krakkana að sjá 50-60
manna slökkvilið á fullu að slökkva
eldinn. „Þeir réðu svo lítið við
hann. Þetta er timburhús og þeir
voru tvo eða þrjá tíma að slökkva.
Þeir notuðu mörg þúsund lítra af
vatni og allt húsið er gegnsósa.
Bruninn sem slíkur var ekki svo
rosalega stór, þetta voru aðallega
vatnsskemmdirnar.“
Ljóst er að fjölskyldan kemst
ekki heim aftur í bráð og því leita
þau sér að nýju húsnæði. Þau hafa
búið síðustu daga hjá nágranna.
ghs@frettabladid.is
Brann ofan af fjöl-
skyldu í sumarleyfi
Sex manna íslensk fjölskylda í Noregi er heimilislaus eftir að brann ofan af
henni. Fjölskyldan var nýfarin í sumarleyfi á seglbát þegar nágranni tilkynnti
að húsið væri að brenna. Nágrannarnir björguðu því sem hægt var að bjarga.
SKOÐA SKEMMDIRNAR „Húsið er ónýtt, held ég,“ segir Ari Konráðsson, læknir í
Drammen, sem hér sést skoða húsið með börnunum sínum.
MYND/TORE SANDBERG, DRAMMENS TIDENDE
Í ÓNÝTU HÚSI Ari Konráðsson og Þóra
Guðmundsdóttir ásamt börnunum fjór-
um; Helenu, 13 ára, Agnesi, 11 ára, Sif, 5
ára, og Arnari, 3 ára. MYND/TORE SANDBERG
BRETLAND Handskrifuð skilaboð
drottningarmóðurinnar seldust á
16.000 pund á
uppboði í gær,
eða um tvær og
hálfa milljón
íslenskra króna.
Í skilaboðunum
skrifar hún: „Ég
held ég taki
tvær flöskur af
Dubonnet og
gini með mér í
dag, ef á þyrfti að halda.“
Skilaboðin fundust í dánarbúi
Williams Tallon, bryta sem þjónaði
konungsfjölskyldunni í 52 ár.
Hann var í sérstöku uppáhaldi hjá
drottningarmóðurinni og talaði
aldrei opinberlega um konungs-
fjölskylduna. Uppboðshaldarar
töldu í gær að bréf og ljósmyndir
úr safni Tallons hefðu selst fyrir
um 500.000 pund, eða tæplega 77
milljónir íslenskra króna. - rat
Orðsending seld á uppboði:
Drottningar-
móðir vildi gin
ELÍSABET DROTT-
INGARMÓÐIR
WASHINGTON, AP Nokkur þúsund
manns söfnuðust saman í borg-
inni Sapporo í norðurhluta Jap-
ans í gær til að mótmæla fyrir-
huguðum leiðtogafundi
G8-ríkjanna svo kölluðu. Fundur-
inn hefst á morgun í bænum Toy-
ako, um sjötíu kíló metra frá
Sapporo, og mun standa í þrjá
daga.
Mótmælendurnir eru hvort
tveggja aðkomufólk og innlendir
bændur, áhyggjufullir yfir hækk-
andi matvælaverði og lofts lags-
breytingum.
Nokkrir mótmælendur voru
hand teknir eftir átök við lög-
reglu. Meðal þeirra handteknu
var mynda tökumaður Reuters-
frétta stofunnar. Einn hefur slas-
ast í átökunum. Þá hafa tugir
manna verið handteknir við kom-
una til landsins, grunaðir um að
hafa komið gagngert til að mót-
mæla fundinum.
G8 er samráðsvettvangur átta
helstu iðnríkja heims. Þau eru
Bandaríkin, Bretland, Frakk-
land, Japan, Þýskaland, Rúss-
land, Ítalía og Kanada.
Loftslags- og efnahagsmál
verða í brennidepli á fundinum,
sem talinn er munu bera þess
augljós merki að hann verði sá
síðasti með þátttöku George W.
Bush Bandaríkjaforseta. - sh
Þúsundir mótmælenda safnast saman í Japan til að mótmæla fundi G8-ríkja:
Leiðtogafundinum mótmælt
BERLÍN Maður á
fimmtugsaldri
var handtekinn í
gær fyrir að rífa
höfuðið af
vaxmynd af
Adolf Hitler.
Atvikið átti sér
stað nokkrum
klukkustundum
eftir að nýtt
útibú vaxmyndasafnsins Madame
Tussauds opnaði í Berlín.
Eins og fram kom á fréttavef
breska ríkisútvarpsins höfðu
deilur strax skapast þegar ljóst
var að vaxmynd af Hitler yrði
hluti af sýningunni. Sýningar-
haldarar segjast hins vegar ekki
geta sýnt sögu þýskalands án
þess að Hitler komi þar við sögu,
þeir vilji sýna almenningi
raunveruleikann. - rat
Skemmdarverk á vaxmynd:
Höfuðið rifið af
Adolf Hitler
VAXMYND AF
HITLER
LÖGREGLUMÁL Maður grunaður um
ölvun ók inn í N1-bensínstöðina á
Ártúnshöfða um fimmleytið í nótt.
Að sögn sjónarvotta hafði
maðurinn fyrst komið í búðina og
verslað, því næst farið út í bíl og
ekið inn í verslunina. Guðrún Ósk
Gísladóttir, stöðvarstjóri N1 á
Ártúnshöfða, segir að „búið sé að
bjarga því sem þarf“ í versluninni.
Stór rúða brotnaði þegar
bifreiðin fór inn í búðina en þar
staðnæmdist hún á burðarsúlu.
Þegar öryggisvörður ætlaði að ná
tali af bílstjóranum ók hann á
brott. Ökuþórinn náðist skömmu
síðar og var handtekinn. - hþj
Bifreiðin fór inn í búðina:
Ók á bensín-
stöð og stakk af
HEILBRIGÐISMÁL Ekki mun koma til aukafjár veitinga
til Heilbrigðis stofnunar Suðurnesja nema kveðið
verði á um það í fjáraukalögum í haust. Þetta segir
Ásta Möller, formaður heil brigðisnefndar Alþingis.
Stofnunin hefur tilkynnt að hún þurfi að skera
niður þjónustu sína frá og með 16. júlí næstkom-
andi vegna fjárskorts.
„Ég geri bara ráð fyrir að Heilbrigðisstofnunin
sé að vekja athygli á stöðu sinni núna vegna þess að
það er vitað að fjáraukalög eru í undirbúningi,“
segir Ásta. „Það er alltaf þannig að heil brigðis-
stofnanir þurfa að draga úr þjónustu sinni yfir
sumarið, meðal annars vegna manneklu. Það er
síðan hverrar stofnunar fyrir sig að ákveða það
hvernig verk efnunum er þá forgangsraðað.“
Forsvarsmenn Heilbrigðis stofn unar Suðurnesja
segja stofnunina fá mjög lágar fjárveitingar í
samanburði við heilbrigðis stofn anir annars staðar
á landinu. „Ég þekki ekki þá útreikninga sem liggja
þar að baki en þetta er ekki endilega sambærilegt,“
segir Ásta. Hún tekur þó undir það að fólki hafi
fjölgað á þjónustusvæði stofnun arinnar og segir að
tekið verði tillit til þess við framtíðar fjár veitingar.
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar,
segir málið ekki hafa komið inn á borð nefndarinn-
ar í sumar.
- sh
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær ekki aukafjárveitingar fyrir lokun læknavaktar:
Ekki leiðrétt fyrr en á fjáraukalögum
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Loka þarf læknavakt 16.
júlí vegna fjárskorts. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
HER MEÐ HÖFUÐ Mótmælendurnir
veifuðu meðal annars skopmyndum af
leiðtogunum átta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLA Landsmót hestamanna
fer vel fram að sögn lögreglunnar
á Hvolsvelli. Þó hafa nokkur
afskipti verið af fólki. Aðfaranótt
laugardags komu upp tvær minni
háttar líkamsárásir og þrjú
fíkniefnamál. Sex voru teknir
fyrir fíkniefnaakstur og fjórir
fyrir ölvunarakstur.
Nokkrar boðflennur reyndu að
smygla sér inn á mótið á gúmmí-
bát yfir Rangá en mótsgæslan tók
við þeim þegar þeir komu upp á
árbakkann. Tíu voru teknir með
fíkniefni við vegaeftirlit og á
tveimur dögum voru yfir 50
manns teknir fyrir hraðakstur. - hþj
Landsmót hestamanna:
Fóru á gúmmí-
bát út í Rangá
Róleg þjóðlagahátíð
Þjóðlagahátíð á Siglufirði fer fram um
helgina og er að sögn lögreglu rólegt
og gott andrúmsloft í bænum.
Goslokahátíð í Eyjum
Goslokahátíð gengur mjög vel. Þar
eru 4-5.000 gestir í blíðskaparveðri.
Tíðindalítið er í bænum samkvæmt
lögreglu.
Fjölskyldustemning á Höfn
Humarhátíð á Höfn í Hornafirði geng-
ur ljómandi vel. Lögreglan á Höfn
segir fjölskyldustemningu yfir bænum
og að flestir gestanna tjaldi í görðum
vina og ættingja.
Brottfluttir Vestfirðingar
snúa aftur heim
Í Bolungarvík var markaðsdagur í
gær og á Þingeyri var Dýradögum í
Dýrafirði fagnað. Mikið er af fólki fyrir
vestan og þá sérstaklega brottfluttum
Vestfirðingum sem að sögn lögreglu
skemmta sér vel í góðu veðri.
Þéttskipuð tjaldstæði
Tjaldstæðin á Snæfellsnesi eru þétt-
skipuð að sögn lögreglunnar í Ólafs-
vík en þar fer fram landsmót Snigla.
Hið sama gildir um Stykkishólm en
þar er margt á tjaldstæðinu og róleg
stemning.
LÖGREGLUFRÉTTIR
AKRANES Írskir dagar á Akranesi
ganga mjög vel að sögn Helga
Péturs Ottesen lögregluvarðstjóra.
Það sem af er hátíðinni hefur
lögregla haft afskipti af tveimur
líkamsárásum, fimm vegna
fíkniefnaaksturs, tveimur vegna
ölvunaraksturs og sex öðrum
fíkniefnamálum.
Helgi segir mikinn eril vera hjá
lögreglu til þess að hátíðin geti
gengið vel og að drukknum
ungmennum sé miskunnarlaust
skilað til foreldra sinna. „Skipu-
lagning er til fyrirmyndar og
sömuleiðis gestirnir hér á
Akranesi.“ Lögreglan er þó við
öllu viðbúin segir Helgi. „Við
stöndum vaktina galvaskir.“ - hþj
Írskir dagar á Akranesi:
Stöndum vakt-
ina galvaskir
ÍRSKIR DAGAR Erill er hjá lögreglu á
Akranesi þessa helgina. MYND/SKESSUHORN
Ragnar, hjálpuðu sveppirnir
við listsköpunina?
„Auðvitað. Flúðasveppir koma öllum
í rétt hugarástand.“
Ragnar Kristinn Kristjánsson, sem oft er
kenndur við svepparæktina á Flúðum,
hefur gefið út hljómplötu.
LÖGREGLUMÁL Mikill erill var hjá
Lögreglunni á Akureyri í
gærkvöldi. Margt fólk er í
bænum og sjást þess merki á
tjaldstæðunum á Hömrum og við
Þórunnarstræti.
Tilkynnt var um innbrot í tvö
hús í bænum en eftir eftir-
grennslan náðust þjófarnir.
Þá varð bruni við Hamra þar
sem kviknaði í út frá þurrkara.
Umferðarslys varð rétt innan
við skautahöllina og var kona
flutt á Fjórðungssjúkrahúsið. Að
auki valt bíll á Grenivíkur-
afleggjara, ekki var vitað um
afdrif farþega seint í gærkvöldi.
- hþj
Innbrot og slys á Akureyri:
Erilsamur dag-
ur hjá lögreglu
SPURNING DAGSINS