Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 53
SUNNUDAGUR 6. júlí 2008 21 menning@frettabladid.is Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Product- ions, í eigu Elfars Aðalsteinssonar og Önnu Maríu Pitt, hefur keypt kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Afleggjaranum eftir Auði A. Ólafsdóttur sem á dögunum fékk bæði Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2008 og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir bókina. Höfundurinn gerði einnig samning um að koma að handritsgerð kvikmyndarinnar og er sú vinna þegar hafin. Ráðgert er að handrits- vinnu ljúki í haust. Verkefnið er viðamikið og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð myndarinnar. Leikarahópurinn mun einnig verða alþjóðleg blanda, en höfuðpersóna bókarinnar er kornungur faðir sem eignast „guðdómlegt“ stúlkubarn með vinkonu vinar síns. Þegar barnið er nokkurra mánaða legg- ur hann upp í ævintýralega ferð til að rækta rósir í fjarlægum klausturgarði. Á hinum framandi stað stendur söguhetjan andspæn- is áleitnum spurningum um tilvist mannsins, líkama og dauða. Aðrar helstu persónur bókarinnar eru kaþólskur prestur sem talar 34 tungumál, stúlkubarnið guðdómlega sem á sér tvífara í gamalli altaristöflu í þorpinu og móðir barnsins sem er að læra mannerfða- fræði en langar að gera ýmislegt áður en hún tekst á við móðurhlutverkið. Áætlað er að tökur á Afleggjaranum muni hefjast í lok næsta árs og fara fram bæði á Íslandi og í Suður-Evrópu þar sem bókin gerist að stórum hluta til í litlu þorpi á fjar- lægum stað. - vþ Afleggjarinn kvikmyndaður AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR Hefur hlotið mikið lof fyrir skáldsögu sína Afleggjarann. Hin margfræga og tímalausa saga Á vegum úti (On the Road) eftir frumkvöðulinn og bítskáldið Jack Kerouac er komin út í kilju. Ólafur Gunnarsson þýddi söguna árið 1988 og nú tíu árum síðar gefur Forlagið hana út á ný. Á vegum úti kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1957 og hefur engin bók þótt lýsa betur rótleysi kynslóð- arinnar sem ólst upp eftir seinna stríð. And- rúmsloftið í sögunni er forboði þess æsilega glundroða sem áratug síðar setti mark sitt á öll Vesturlönd. Nú er þessi einstaka saga talin meðal helstu verka amerískra nútímabókmennta og Jack Kerouac skipað á bekk með fremstu rithöfundum þjóðar sinnar enda er hún gefin út undir merkjum raðarinnar Erlend klassík sem Forlagið setti á stofn í vor. Veröld hefur gefið út í kilju skáld-söguna Mýs og menn eftir nób- elsskáldið John Steinbeck í þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Sögunni fylgir formáli eftir Einar Kárason. Mýs og menn er ein- hver kunnasta skáldsaga 20. aldar og hefur hún fengið einróma lof um víða veröld. Hún hefur ekki áður komið út í kilju á íslensku. Mýs og menn fjallar um farandverkamennina Georg og Lenna og draum þeirra um að eignast jarðarskika með svolitlu húsi. Lenni er risastór og einfaldur rumur; Georg gætir Lenna eins og bróður síns og bjargar þeim iðulega úr vandræð- um. Þeir ráða sig á stóran búgarð og draumurinn virðist loksins ætla að rætast en þá breytist allt. Mýs og menn kom upphaflega út árið 1937 og sex árum síðar hafði Ólafur Jóhann Sigurðsson, þá aðeins 25 ára að aldri, snúið henni á íslensku. Hann endur- skoðaði þýðinguna fyrir aðra útgáfu árið 1984 og er sú gerð sögunnar gefin út nú. Mýs og menn hefur marg- sinnis verið kvikmynduð og sett á svið nokkrum sinnum hér á landi. Út er komin hjá bókaforlaginu Bjarti ljóðabókin Í fjarveru trjáa - vegaljóð eftir Ingunni Snædal. Bók hennar Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást kom út hjá Bjarti árið 2006, hlaut bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundsson- ar, var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna og heillaði bæði ljóðelska og þá sem ókunnari eru ljóðum. Hún hefur verið prentuð fimm sinnum. Í ljóðabókinni Í fjarveru trjáa ferðast skáldið um landið vítt og breitt, segir frá nýjum Flóabardaga, topptíu sólsetrum og bæjarnöfnum, hamingjublettum og vestfirskum ævintýrum. Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum, uppalin á Jökuldal og hefur búið á Spáni, Írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd Írlands og til skamms tíma í Mexíkó. Ingunn leggur nú stund á meistaranám í íslensku við Háskóla Íslands. Ingunn hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Á heitu malbiki árið 1995 og Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást, 2006. NÝJAR BÆKUR Vilhelm Anton Jónsson opnaði sýninguna Samfélag í svörtu bleki á Café Karólínu á Akureyri í gær. Á sýningunni má sjá teikningar sem eru hlaðnar svörtum húmor og fjalla um atburði og aðstæður sem snerta fólk misjafnlega. Lítil saga eða aðstöðulýsing er skrifuð inn á hverja mynd, áhorfendum til glöggvunar. Í myndunum lýsir Vilhelm gráum raunveruleikanum, en flestar myndanna sýna atburði sem gerast í kringum aldamótin 1800 þó að efnið nái í sjálfu sér yfir tíma og rúm og eigi ekki síður við í dag. Með því að tímasetja myndirnar í fortíðinni færir Vilhelm áhorfendur þeirra frá samtímanum og veitir þannig færi á að skoða hann úr fjarlægð, meta hann og gagnrýna samferðamenn okkar, gildi þeirra og okkar sjálfra. Vilhelm er starfandi tónlistar- og myndlistarmaður og þetta er fimmta einkasýning hans. Vilhelm hefur gefið út fimm plötur í allt, bæði með hljómsveit sinni 200.000 naglbítum og einnig undir eigin nafni. Hann vinnur nú að stóru verkefni með 200.000 naglbítum og Lúðrasveit verkalýðsins sem kemur út í haust. Hann er menntaður heimspekingur og sjálfmenntaður listamaður. - vþ Myndir úr fortíðinni HVERSDAGSLEGAR AÐSTÆÐ- UR Teikning eftir Vilhelm Anton Jónsson. Sumartónleikaröð Lista- safns Sigurjóns er fyrir lögnu orðinn fastur liður í menningarlífi borgarinnar. Fyrstu tónleikar sumarsins fara fram á þriðjudagskvöld kl. 20.30, en þar stíga á svið þær Freyja Gunnlaugs- dóttir klarinettuleikari og Siiri Schütz píanóleikari og flytja viðstöddum ung- verska dansa og rómantíska tónlist. Auk spennandi tónlistarflutnings verður boðið upp á myndbandsverk eftir Þorbjörgu Jónsdóttur sem fléttast listilega inn í flutning þeirra Freyju og Siiri. Á efnisskrá tónleikanna eru són- ötur eftir Brahms og svo verk eftir tónskáldin Leó Weiner og Reszo Kökai. Freyja segir tónleikana verða skemmtilega og fjöruga. „Við Siiri höfum flutt þessa efnisskrá áður og hefur henni verið afar vel tekið. Við stefnum svo að því að flytja hana í Sviss seinna í sumar og í New York í haust, þannig að það mætti segja að tónleikarnir á þriðjudag séu upphafið á litlu tón- leikaferðalagi.“ Þær Siiri og Freyja hafa leikið saman tónlist í eitt ár og stefna að því að fara í hljóðver og taka upp efnisskrána. „Okkur langaði lengi til þess að spila saman, en þurftum að finna réttu tónlistina,“ útskýrir Freyja. „Það hefur náttúrlega verið samið heilmikið af fallegri tónlist fyrir píanó og ýmis hljóðfæri, en það er því miður ekki til mikið af tónlist fyrir píanó og klarinett. En við erum ánægðar með þessa efnis- skrá og stefnum að því að taka hana upp nú í vetur.“ Freyja hefur talsvert starfað með myndlistarmönnum og skapað þannig brú á milli þessara list- greina. „Mér líst afar vel á það að spila í safninu; þar er vinalegt and- rúmsloft og gott að vera. Það verð- ur gaman að spila meðfram mynd- bandsverkum Þorbjargar. Þau hafa á sér ævintýrabrag og tengjast þannig tónlistinni sem við flytjum, en hún er líka ævintýraleg á sinn hátt,“ segir Freyja. vigdis@frettabladid.is Klarinett og píanó í Listasafni Sigurjóns FREYJA GUNNLAUGSDÓTTIR Kemur fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöld ásamt píanóleikaranum Siiri Schütz. Kl. 20 Bine Katrine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega konservat- oríið í Kaupmannahöfn og organisti við Vatov-kirkju, kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Þar mun hún leika verk eftir tónskáldin Johann Sebastian Bach, Oliver Messiaen og Carl Nielsen. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Norrænnar orgelhátíðar 2008. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2008 Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2008. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning tilkynnt í tengslum við bæjarhátíðina ,,Í túninu heima” í ár. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið ,,Bæjarlistamaður ársins 2008”. Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjar- félaginu koma til greina. Þá setur Menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni. Eftirtaldir aðilar hafa hlotið sæmdarheitið Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar: Skólahljómsveit Mosfellsbæjar (1995), Leikfélag Mosfellssveitar (1996), Inga Elín, myndlistarmaður (1997), Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona (1998), Sigurður Þórólfsson, silfursmiður (1999), Karlakórinn Stefnir (2000), hljómsveitin Sigur Rós (2001), Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari (2002), Steinunn Marteinsdóttir, myndlistarmaður (2003), Guðrún Tómasdóttir, söngkona og Frank Ponzi, bóka- og myndlistarmaður (2004), Símon H. Ívarsson, gítarleikari (2005), Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur (2006). Núverandi bæjarlistamaður er Ólöf Oddgeirsdóttir, mynd- listarmaður. Ábendingar þurfa að hafa borist Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar í síðasta lagi 24. júlí 2008 og skulu sendast á: Mennningarsvið Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Kjarna Þverholti 2 270 Mosfellsbær eða með tölvupósti á bth@mos.is Menningarmálanefnd Mofsellsbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.