Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 59
SUNNUDAGUR 6. júlí 2008 27
FÓTBOLTI Mike Riley hætti að æfa
mark og byrjaði að dæma eftir að
hafa fengið á sig átján mörk í
einum leik. Hann sá að hæfileikar
sínir sem leikmaður væru afar
takmarkaðir. „Ég byrjaði að dæma
af því ég gat einfaldlega ekkert í
fótbolta,“ sagði Riley og benti á að
það eigi við um marga dómara.
Dómaraferill hans spannar 30 ár
og dæmir hann nú í ensku úrvals-
deildinni.
„Ég meiddist reyndar þegar ég
var fjórtán ára og í staðinn fyrir
að gera ekki neitt fór ég að horfa á
liðið mitt. Einn daginn var ég svo
settur á línuna og ég komst ekkert
aftur í liðið eftir það. Ég fór því
bara að dæma,“ sagði Riley um
aðdraganda þess að hann gerðist
dómari. „Ég elska fótbolta,“ sagði
hinn 43 ára gamli Riley og dæsti.
Dómarar á Englandi eru
atvinnumenn í sínu fagi. Ekki er
langt síðan Riley vann sem endur-
skoðandi meðfram dómarastarf-
inu. „Það er stutt síðan við urðum
atvinnumenn og það er líklega
mesta breytingin á mínum ferli
sem dómari,“ sagði Riley sem
hefur dæmt í ensku úrvalsdeild-
inni frá árinu 1996. „Það er frá-
bært að geta helgað líf sitt dóm-
arastarfinu.“
Undirbúningstímabilið er langt
og strangt, líkt og hjá leikmönn-
um. Það er ekki skrýtið þar sem
kröfurnar eru gríðarlegar. „Við
fáum stutt frí. Stuttu eftir tímabil-
ið fengum við bréf þar sem okkur
er sagt hvað er æskilegt að við
leggjum áherslu á í sumar. Við
förum eftir því og svo hittast dóm-
arar reglulega, bæði dómarar í
öllum deildum og svo bara úrvals-
deildadómararnir tuttugu.
Þar erum við að fara
yfir ýmis mál í pallborð-
sumræðum. Ég hélt til
að mynda fyrirlestur um
staðsetningar, annan um
úthald, einn um sam-
skipti við leikmenn
og svo framvegis.“
Dómarar hittast svo
á tveggja vikna
fresti í tvo daga í
senn meðan á tíma-
bilinu stendur til
að skerpa á áherslu-
atriðum.
Riley segir að
samkeppnin um dóm-
arastöður sé ótrúlega
mikil. Enska knatt-
spyrnusambandið hefur um 30
þúsund dómara á sínum snærum
og er raunar að leita að fimm þús-
und til viðbótar. „Þetta er gríðar-
legur fjöldi af leikjum sem þarf að
dæma, það eru ekki margir sem
komast á toppinn. Samkeppnin er
af hinu góða, hún hefur aukist með
hverju árinu,“ sagði Riley.
Að hans mati hefur fótbolt-
inn breyst nokkuð á und-
anförnum árum, þá
sér í lagi hvað varð-
ar tækni og yfir-
ferð leikmanna.
Því fylgja líka
meiri kröfur á
dómarana en
Riley æfir sjálfur
tvisvar á dag. „Bolt-
inn er orðinn hraðari,
tölfræðin sýnir að það
er 20 prósent meira um
hröð hlaup en fyrir fimm
árum. Það þýðir fleiri
sprettir og meiri yfir-
ferð. Leikmenn eru orðn-
ir leiknari og við þurft-
um að bregðast við því
með því að taka harðar á
tæklingum aftan frá,“ sagði Riley.
Mikil virðing er borin fyrir
þjálfarastéttinni á Englandi þrátt
fyrir að þeir fái eðlilega stundum
að heyra það frá fjölmiðlum. „Ég
hlusta aldrei á gagnrýni í fjölmiðl-
um, það þýðir ekkert. Við skoðum
sjálfir hvern einasta leik sem við
dæmum, það er mun betra en að
lesa blöðin. Dómarar eru sínir
bestu gagnrýnendur sjálfir,“ sagði
Riley sem hefur gaman af því að
heyra stjórana kvarta.
„Það er gaman að tala við þjálf-
ara og knattspyrnustjóra sem
þurfa stundum að dæma sjálfir
æfingaleiki og spyrja mig síðan,
hvernig ferðu að þessu í fullu
starfi? Ég held að við séum mikils
metnir,“ sagði Riley og brosir.
Dómarastarfið getur verið erf-
itt, en hvað er erfiðast? „Að vita
þegar þú hefur gert mistök,“ segir
Riley án þess að hika. „Mistökin
gerast alltaf en við erum allir í
leiknum af því við elskum fótbolta
og við viljum ekki gera neitt til að
skemma hann,“ sagði Mike Riley
úrvalsdeildardómari að lokum.
hjalti@frettabladid.is
Dómgæsla er stöðugt lærdómsferli
Mike Riley er flestum knattspyrnuunnnendum að góðu kunnur. Hann er að hefja sitt tólfta ár sem dómari í
ensku úrvalsdeildinni og hann settist niður með blaðamanni Fréttablaðsins til að ræða um fótbolta og dómgæslu.
ERFITT Dómarastarfið
getur verið erfitt, en Riley
segir erfiðast að vita til
þess að maður hafi gert
mistök. NORDIC PHOTOS/AFP
EKKI VÆLA Riley hefur dæmt margan
stórleikinn, hér gefur hann Eiði Smára
Guðjohnsen gult spjald árið 2005.
NORDIC PHOTOS/AFP
REYNDUR Mike Riley hefur dæmt í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 1996. Hann hefur enn fremur dæmt á vegum FIFA frá 1999 og
gjörþekkir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir
hefur slegið í gegn með kvenna-
landsliðinu í fótbolta í ár. Þessi
sautján ára stelpa úr Hafnarfirði,
sem á enn eftir að leika sinn fyrsta
leik í Landsbankadeild kvenna,
hefur skorað 3 mörk í fyrstu 10
landsleikjum sínum og er búin að
vinna sér fast sæti í liðinu sem
hefur sett stefnuna á það að kom-
ast fyrst A-landsliða á stórmót.
Sara Björk kom inn á sem vara-
maður fimm mínútum fyrir leiks-
lok í sínum fyrsta landsleik sem
tapaðist óvænt í Slóveníu. Síðan
hún fékk alvöru tækifæri hefur
saga hennar í landsliðinu verið ein
sigurganga. Hún kom inn á í hálf-
leik í stöðunni 0-0 gegn Póllandi í
fyrsta leik í Algarve-bikarnum og
átti mikinn þátt í því að kveikja í
íslenska liðinu sem vann seinni
hálfleikinn 2-0.
Sara Björk nýtti síðan vel fyrsta
tækifærið í byrjunarliðinu og
skoraði eitt markanna í 4-1 sigri á
Írlandi. Sara hefur nú byrjað átta
leiki í röð, enginn þeirra hefur
tapast og íslenska liðið hefur unnið
sex þeirra, þar af alla þrjá í und-
ankeppninni.
Sara Björk hefur alls leikið í 656
mínútur í íslenska A-landsliðsbún-
ingnum og þær mínútur hafa þær
unnið 27-1. Sara Björk er algjör
lykilmaður í hápressu íslenska
liðsins og hún hefur gengið vel
síðan stelpan fékk tækifærið hjá
Sigurði Ragnari þjálfara.
Í raun eru Sara Björk og lands-
liðið búin að ná ótrúlegri tölfræði
því það eru núna komnar 583 mín-
útur síðan skorað var á liðið þegar
Sara Björk var inni á vellinum.
Eina markið sem íslenska kvenna-
landsliðið hefur fengið á sig í síð-
ustu sjö leikjum kom þegar Sig-
urður Ragnar þjálfari var búinn
að taka hana útaf. Það var í vin-
áttulandsleik gegn Finnum í maí
þegar Söru Björk var skipt útaf á
82. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir
Ísland en finnsku stelpunum tókst
að tryggja sér jafntefli með marki
í uppbótartíma. - óój
Íslenska kvennalandsliðið hefur ekki tapað með Haukakonuna Söru Björk Gunnarsdóttur í byrjunarliðinu:
Sara eins og stormsveipur inn í landsliðið
583 MÍNÚTUR Það er ansi langur tími síðan íslenska kvennalandsliðið fékk á sig
mark með Söru Björk inni á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
SARA BJÖRK OG A-LIÐIÐ:
Landsleikirnir hennar Söru Björk:
Leikir 10
Sigar 7
Jafntefli 2
Tapleikir 1
Sara Björk í byrjunarliðinu:
Leikir 8
Sigar 6
Jafntefli 2
Tapleikir 0
Sara Björk inn á vellinum
Mínútur spilaðar 656
Mörk hjá Söru Björk 3
Mörk hjá Íslandi 27
Mörk fengin á sig hjá Íslandi 1
SPORTBLAÐIÐ Fjórir ungir og
upprennnandi dómarar á Íslandi
eru komnir undir handleiðslu
einna reyndustu dómara sögunn-
ar.
Þeir Gylfi Þór Orrason,
Eyjólfur Ólafsson og Egill Már
Markússon komust allir í fremstu
röð dómara hér á landi en hafa
lagt flautuna á hilluna. Þeir hafa
hins vegar tekið að sér að hjálpa
þessum ungu dómurum að bæta
sig. Egill Már er í dómaranefnd
KSÍ sem setti verkefnið á
laggirnar og þeir Gylfi og
Eyjólfur eru með tvo dómara
hvor.
Þá er Pjetur Sigurðsson með
tvo aðstoðardómara undir sínum
væng. Markmiðið með verkefn-
inu er að hlúa að ungum dómur-
um og hjálpa þeim að takast á við
fyrstu verkefnin. Miðað er við að
hver dómari verði í eitt til tvö ár
undir handleiðslunni.
Viðtal við þá félaga má finna í
Sportblaðinu sem er í miðju
Fréttablaðsins í dag. Þar eru
einnig viðtöl við fljótasta húsvörð
landsins og fjórar íþróttakonur
sem hafa nýverið eignast barn en
haldið áfram að keppa. Svo má
finna hvaða sex stelpur eru
vonarstjörnurnar í Landsbanka-
deild kvenna sem og viðtal við
þjálfara spútnikliðs Stjörnunnar.
- óój
Fjórir ungir fótboltadómarar:
Í læri hjá reynd-
um dómurum
LÆRIFEÐUR Egill Már Markússon, Gylfi
Þór Orrason og Pjetur Sigurðsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FORMÚLA 1 Finnski ökuþórinn
Heikki Kovalainen hjá McLaren
kom mörgum á óvart þegar hann
náði besta tíma í tímatökum á
Silverstone-brautinni í gær en
þetta er í fyrsta skiptið sem
Kovalainen nær ráspól.
„Það var frábært að ná loksins
að verða fyrstur á ráspól. Við
erum búnir að ná góðum hraða í
vikunni og ég er sannfærður um
að þetta eigi eftir að ganga vel
hjá okkur í framhaldinu. Aðstæð-
urnar voru frekar erfiðar og
keppnin verður löng og ströng og
allt getur gerst,“ sagði Kovalain-
en vongóður.
Mark Webber hjá Red Bull kom
næstur en stórlaxarnir Kimi
Raikkonen hjá Ferrari og Lewis
Hamilton hjá McLaren komu þar
á eftir. Fróðlegt verður að
fylgjast með þeim Felipe Massa
hjá Ferrari og Robert Kubica hjá
BMW, sem eru eftir í stigakeppn-
inni, þegar í keppnina er komið
en þeir voru ekki meðal fremstu
manna í tímatökunni í gær og eru
með rásnúmer níu og tíu. - óþ
Tímatökur á Silverstone:
Kovalainen
óvænt fyrstur
FÖGNUÐUR Heikki Kovalainen gat leyft
sér að fagna dátt í gær og verður fyrstur
á ráspól í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY