Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 46
26 sport U ngir og upprennnandi dóm-arar á Íslandi eru með lærifeður sér við hlið þessa dagana. Fjórir dómarar eru undir handleiðslu einna reyndustu dóm- ara sögunnar og njóta góðs af. „Þetta hafði blundað lengi í okkur,“ segir Egill Már Markússon sem lagði flautuna á hilluna á síðasta ári. Hann er í dómaranefnd KSÍ sem setti verkefnið á laggirnar. Gylfi Þór Orrason og Eyjólfur Ólafsson eru með tvo dómara hvor. Gylfi þá Þórodd Hjaltalín Jr. og Þorvald Árnason. Eyjólfur fylg- ist með Örvari Sæ Gíslasyni og Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni. Þá er hinn skeleggi aðstoðardómari Pjetur Sigurðsson með tvo aðstoð- ardómara undir sínum væng, Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfa Má Sigurðsson. DÓMARASKORTUR „Það fór af stað ákveðin umræða eftir að menn eins og Eyjólfur, Gylfi og svo ég sjálfur hættum að dæma. Það væri skortur á dómur- um og vandræði væru framundan. Þá var byrjað að líta í kringum sig hverjir væru menn í að taka við enda er af nægum verkefnum að taka. Það var verið að stækka Landsbankadeildina og við þurfum að manna alþjóðastörf líka,“ segir Egill. „Við erum heppnir að hafa Gylfa og Eyjólf í þessu. Þeir eru með margra ára reynslu og ég held að þetta skili góðum framförum. Það þarf að endurnýja menn í þessu eins og öðru og það er hollt fyrir dómarana að fá samkeppni. Við erum að breikka hópinn til þess,“ segir Egill. Markmiðið með verkefninu er að hlúa að ungum dómurum og hjálpa þeim að takast á við fyrstu verk- efnin. Miðað er við að hver dómari verði í eitt til tvö ár undir hand- leiðslunni. „Við vonumst til að koma mönnum hratt upp og gefa þeim reynslu til að þeir verði til- búnir í slaginn. Ef við teljum að menn séu nógu góðir, þá er bara að henda þeim í djúpu laugina. Í þetta fer ákveðin vinna, til dæmis leit að mönnum og síðan er að sjá hvort þeir eru tilbúnir í þetta, það er ekki sjálfgefið. Við erum búnir að koma auga á ákveðna menn sem við erum byrjaðir að vinna í. Þeir hafa staðið sig mjög vel og við erum ánægðir. Ég tel að við eigum nokkra í viðbót sem eru að koma upp sem eru til- búnir í þetta,“ segir Egill. DÓMARAR LOKS KOMNIR MEÐ ÞJÁLFARA Gylfi Þór segir að verkefnið gangi afar vel, þeir strákar sem hann er með hafi sýnt miklar framfarir. „Dómararnir eru loksins komnir með þjálfara,“ segir Gylfi. „Við reynum að horfa á sem flesta leiki sem þeir dæma og við tökum niður það sem okkur finnst. Svo ræðum við saman eftir leiki um frammistöðuna og þeir geta hringt í mig ef þeir vilja. Þetta gengur líka mikið út á að peppa þá upp og leiðbeina þeim hvernig þeir lúkka á vellinum, það er mikilvægt í þessu líka,“ sagði Gylfi glaðbeitt- ur. „Mér hefur þótt gaman að taka þátt í þessu, sérstaklega þar sem maður hefur séð framfarir. Strák- arnir taka gagnrýninni á réttan hátt og þeir eru að laga það sem ég hef bent þeim á að laga,“ segir Gylfi. Hann er sannfærður um að þetta skili sér í betri dómurum. „Það er klárt og þeir eru þegar farnir að sanna það. Við reynum að hafa verk- efnið ekki of stórt eða flók- ið í sniðum eins og er. Ef þetta gengur vel má skoða að bæta við en það verður bara skoðað í haust,“ segir dómarinn fyrrverandi. VERÐUM ALDREI FULLKOMNIR Egill sjálfur starfar sem eftirlits- dómari hjá KSÍ, þó ekki í efstu deild. „Ég reyni frekar að horfa á yngri mennina í neðri deildun- um,“ segir Egill sem fylgist þar með næstu mönnum sem gætu komist inn í verkefnið. Hann segir að dómarar á Íslandi séu á pari við knatt- spyrnuna í gæðum. „Fótbolt- inn hér líður ekkert fyrir gæði dómaranna, alls ekki. Auðvitað verða mönnum á mistök, það ger- ist hjá dómurum en auðvitað erum við að reyna að fækka þeim og útrýma. Það er eilíf barátta og við verðum aldrei fullkomnir. Þá væri heldur ekkert fyrir ykkur íþróttafréttamenn að gera,“ segir Egill kíminn og heldur áfram. „Við eigum marga góða dómara hér á landi og Kristinn Jakobs- son hefur sýnt að það er hægt að ná langt. Hann er meðal 30 bestu dómara Evrópu og það eru ansi margir sem öfunda hann af því. Ég held að dómarar á Íslandi séu alveg í sama klassa og fótboltinn hér á landi,“ segir Egill. Eftirlitskerfi reyndari dómara með þeim yngri þekkist víða, til dæmis í Englandi og hefur raun- ar gert lengi. „Það er engin spurn- ing að þetta kerfi er eitthvað sem hefur vantað á Íslandi. KSÍ er að stíga stór skref með þessu. Annað var að ráða Magnús Jónsson sem sér nú alfarið um að vera dómara- stjóri,“ segir hann. KSÍ stefnir nú að því að komast inn í sérstakt gæðavottunar- kerfi frá UEFA hvað varðar dómaramál. „Ísland er langt komið og við erum að klára að uppfylla það sem þarf,“ segir Egill. „Það er listi af hlutum sem þurfa að vera í lagi, til að mynda þarf að vera sér starfsmaður í kringum dómara- málin. KSÍ er að vinna að þessu til að geta verið part- ur af þessu, þá fást peningar inn í dómaramál. Þetta tekur tíma en þessi vinna er í gangi og vonandi klárast þetta á þessu ári. Þetta kostar allt en með meiri peningum ættu að fást meiri gæði á dómurum,“ segir Egill. VÖKUL AUGU LÆRIFEÐRANNA DÓMARAR Á ÍSLANDI eru komnir með þjálfara. Einna reynslumestu dómarar landsins fylgja yngri kynslóðinni nú eftir með það fyrir augum að styrkja dómarastéttina. Eftir Hjalta Þór Hreinsson 10 FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N Aldur: 26 Dæmir fyrir: Fylki Landsdómari síðan: Júní, 2008 Hvenær byrjaðirðu að dæma? Tók dómaraprófið 16 ára til að fá frítt á völlinn. Varstu góður í fótbolta? Ég var þokkalegur, ég var fyrirliði hjá þriðja flokki og Íslandmeistari í fjórða flokki. Ég var allavega ekki með tvo vinstri fætur. Af hverju gerðistu dómari? Ég er bara miklu betri dómari en leikmaður. Ég hef bara svo hrikalega gaman af leiknum. Þegar ég sá fram á að spila ekkert með meistaraflokki þá var þetta góð leið til að halda sér í leiknum. Svo er þetta bara fjandi gaman. Erfiðasta við starfið: Pressan sem er komin á dómara. Allt frá prent- og ljósvakamiðlum upp í reiða pabba í sjötta flokki. Væntingarnar eru gríðarlegar, það er erfitt að standa undir þeim. Draumaverkefni: Ætli það sé ekki bara Meistaradeildin eða loka- keppni EM eða HM. ÞORVALDUR ÁRNASON Aldur: 34 Dæmir fyrir: Fram Landsdómari síðan: Síðan 2004 Fyrsti leikur í efstu deild: 1. júní 2008, Þrótt- ur-Keflavík. Hvenær byrjaðirðu að dæma? Ég tók dómara- próf úti í Danmörku árið 2000. Varstu góður í fótbolta? Ég var stjarna, rísandi stjarna. Neinei, ég var svona miðlungs. Varð Íslands- og bikarmeistari með Fram í yngri flokk- unum. Af hverju gerðistu dóm- ari? Það var einfaldlega af því ég gat ekki spilað lengur vegna meiðsla en mig langaði til að vera viðloðinn boltann áfram. Erfiðasta við starfið: Þetta er erfið spurning. Afar erfið. Ég get eiginlega ekki svarað þessu, mér finnst ekkert erfitt við það. Maður fer inn á völlinn og stendur og fellur með sínum ákvörðunum þar. Draumaverkefni: Ég er raunsær. Ég er ekki að fara til útlanda á þessum aldri þannig að það er bara bikarúrslitaleikurinn hér heima. ÖRVAR SÆR GÍSLASON Aldur: 31 Dæmir fyrir: Þór Landsdómari síðan: 2002 Fyrsti leikur í efstu deild: 10. maí 2008, HK-FH Hvenær byrjaðirðu að dæma? Á fullu árið 2000. Pabbi ýtti mér út í að taka dómaraprófið árið 1995 reyndar en ég var ekki alveg að fíla þetta. Ég hef nú samt grætt heilan helling á því að hafa pabba mér við hlið. Varstu góður í fótbolta? Knatt- spyrnuleg geta var ekkert sérstök, ég átti í það minnsta ekki séns í meistaraflokkinn. Af hverju gerðistu dómari: Þegar ég var hættur að spila á fullu nennti ég ekki í neitt þriðjudeildarlið. Þetta gekk vel að dæma eftir að ég komst upp á lagið með það. Erfiðasta við starfið: Pressan úr öllum áttum, liðunum fjölmiðlum og öðrum. Maður finnur fyrir því mest í Landsbankadeildinni. Draumaverkefni: Að komast á FIFA- listann, það er markmiðið. ÞÓRODDUR HJALTALÍN JR. Egill Már, Gylfi og Pjetur hafa allir mikla reynslu sem nýtist „kjúklingun- um“ vel. Aldur: 23 Dæmir fyrir: KV Landsdómari síðan: Lok árs 2006 Hvenær byrjaðirðu að dæma? Það var þegar ég var sextán ára, um leið og ég mátti það. Varstu góður í fótbolta? Ég var nú ekki nein hetja. Ég var ekki sá fljótasti en bætti það upp með góðum leikskilningi. Af hverju gerðistu dómari? Það var gulrót að fá frítt á völlinn en svo var þetta bara svo gaman að ég festist í þessu. Svo meiddist ég líka þegar ég var að sprikla í 3. deildinni og gat því ekki spilað lengur. Erfiðasta við starfið: Það er líklega mótlætið sem fylgir starfinu. Draumaverkefni: Að dæma í Meist- aradeildinni. Og úrslitaleikur HM. Við sjáum til með það og tökum eitt skref í einu. VILHJÁLMUR ALVAR ÞÓRARINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.