Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 58
26 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Kvennalandslið Íslands skipað leikmönnum 16 ára og yngri lauk keppni á Opna Norður- landamótinu í gær en mótið fór fram hér á landi. Ísland sigraði Svíþjóð 2-0 í leik um sjöunda sætið. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í gær og Kristrún Lilja Daðadóttir lands- liðsþjálfari var ánægð með sigur- inn og spilamennsku liðsins. „Við réðum ferðinni frá upphafi til enda og hefðum bara kannski mátt skora fleiri mörk. Það var gott að enda mótið á sigri og mér fannst við eiga það svo sannarlega skilið. Ég hefði vilja vinna Danina í fyrsta leik og við náðum að standa vel í Þjóðverjunum sem unnu mótið örugglega. Seinni hálf- leikurinn gegn Noregi fór hins vegar illa en ég held að stelpurnar hafi lært af því,“ sagði Kristrún Lilja sem telur að stelpurnar séu stöðugt að bæta sig. „Mér fannst stelpurnar vera að taka eitthvað frá hverjum einasta leik og mér fannst gaman að sjá hvað við erum að nálgast önnur lið hvað styrkleika og tækni varðar. Það vantar hins vegar upp á úthaldið og það er mikilvægt þegar verið er að spila í leikjum sem þessum sem eru með hraðara tempó en stelpurnar eru ef til vill vanar. Við þurfum því að vinna í því upp á framhaldið og svona mót eru náttúrlega nauðsynleg til þess að leikmennirnir geti tekið fram- förum og það mættu alveg vera fleiri verkefni sem þessi,“ sagði Kristrún Lilja sem telur jafnframt mikilvægt fyrir stelpurnar að hafa góðar fyrirmyndir í A-landsliði kvenna eins og raun ber vitni um. „Það er frábært fyrir þessar stelpur hversu vel gengur hjá A- landsliðinu og hjálplegt fyrir þær að sjá að stelpur eins og Sara Björk Gunnarsdóttir eru að taka stökkið upp og standa sig vel. Þannig að þær geta sett sér mark- mið og haft eitthvað að stefna á,“ sagði Kristrún að lokum. - óþ U-16 ára landslið Íslands vann Svíþjóð 2-0 á Opna Norðurlandamótinu í fótbolta á ÍR-vellinum í gær: Áttum sigurinn svo sannarlega skilið MARKHEPPIN Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gríðarlega efnilegur leikmaður og skorar jafnan grimmt. Hún skoraði glæsilegt mark gegn Svíþjóð í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRJÁLSÍÞRÓTTIR FH-ingar sigruðu 43. Bikarkeppni Frjálsíþrótta- sambands Íslands sem lauk á Kópavogsvelli í gærdag. Þetta var 15. árið í röð sem Hafnar- fjarðarliðið fór með sigur úr býtum og fátt sem bendir til þess að einokunartímabil FH-liðsins sé að líða undir lok. Björgvin Víkingsson og Silja Úlfarsdóttir, fyrirliðar FH í mót- inu, voru eðlilega í skýjunum með árangurinn. „Þetta var alveg hrikalega góð helgi þar sem bæði karlarnir og konurnar í FH voru að standa sig mjög vel. Við bjuggumst við því að vera sterkir í karlaflokknum en konurnar voru ekki síðri og stóðu sig hreint út sagt frábær- lega,“ sagði Björgvin sem kvað framtíðina vera bjarta hjá FH. „Þetta er ungt og gott lið hjá FH þótt það séu vissulega gamlir refir inn á milli en það eru líka alltaf að koma inn öflugri krakk- ar í gegnum unglingastarfið og ég held að við verðum bara enn sterkari á næstu árum,“ sagði Björgvin og Silja tók í sama streng. „Við erum með mjög fínt ungl- ingastarf og það eru alltaf að koma upp efnilegir krakkar og það á bara eftir að færast í auk- ana þegar við fáum nýju frjáls- íþróttahöllina. Það má bara búast við meiru af okkur á næstu árum,“ sagði Silja sem var sátt með persónulegan árangur sinn en kvað hann skipta minna máli í móti sem þessu. „Þetta snýst um að vera í fyrsta sæti og tímarnir skipta minna máli í þessu, aðalmálið er að taka sex stig í hverri keppnisgrein og það gekk bara ljómandi vel,“ sagði Silja sigurreif en það er nóg framundan hjá henni. „Ég fer út í næstu viku til Hol- lands og ætla að taka þátt í móti þar og er enn með Ólympíulág- markið bak við eyrað. Við sjáum til hvernig það gengur, það er ef til vill ekki búið að ganga alveg eins og ég vildi en ég gefst ekkert upp og stefni á að ná lágmark- inu,“ sagði Silja að lokum. Ólympíufararnir sáttir með sitt Bergur Ingi Pétursson, sleggju- kastari úr FH, stóð fyrir sínu í mótinu og var sáttur með sitt. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Lengsta kastið mitt var 70,80 metrar sem er bara mjög gott miðað við æfingarálagið sem búið er að vera á mér. Ég er búinn að vera að kasta þungum sleggj- um og er því frekar hægur núna,“ sagði Bergur Ingi sem vonast til þess að vera kominn í sitt besta form á Ólympíuleikunum. „Það er mikilvægt að toppa á réttum tíma og ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur á næst- unni og verð svo að koma mér í keppnisformið. Svo er bara að kasta eins langt og ég get, það þarf ekkert að vera að flækja það neitt,“ sagði Bergur Ingi á léttum nótum. Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir úr FH vann keppnisgrein sína örugglega eins og fyrir var spáð og náði enn fremur sínum besta árangri í ár þegar hún stökk 4,30 metra. „Ég ætlaði að stökkva 4,40 metra, það var markmiðið, en svona er þetta. Ég náði þó að brjóta 4,20 metra múrinn og get verið mjög sátt með það. Þetta er allt að koma hjá mér og ég fílaði mig mjög vel í atrennunni og náði góðum tökum á stönginni,“ sagði Þórey Edda sem var ánægð með aðstæður á Kópavogsvelli. „Það er mjög gott að stökkva á Kópavogsvelli, mun betra en á Laugardalsvelli í það minnsta. Það er mun betra skýli fyrir vind hérna og það skiptir sköpum í stangarstökkinu,“ sagði Þórey Edda sem ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í lok sumars. „Ég stefni á að komast í úrslit í Peking og það yrði stór sigur fyrir mig ef það myndi takast,“ sagði Þórey Edda vongóð. omar@frettabladid.is FH bikarmeistari 15. árið í röð FH varð Bikarmeistari í frjálsíþróttum í gærdag en mótið fór fram á Kópavogsvelli að þessu sinni. Hafnar- fjarðarliðið hafði talsverða yfirburði á mótinu og var að vinna hvorki meira né minna en 15. árið í röð. LOKASPRETTURINN Silja Úlfarsdóttir innsigldi sigur FH-inga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MEÐ SIGURLAUNIN FH-ingar unnu Bikarmeistaramót FRÍ 15. árið í röð á Kópavogsvelli í gær og höfðu því ríka ástæðu til þess að fagna. Fyrirliðarnir Björgvin Víkingsson og Silja Úlfarsdóttir halda hér á bikarnum á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÉL FRJÁLSÍÞRÓTTIR Kári Steinn Karlsson, langhlaupari úr Breiðabliki, var sáttur við helgina þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann fór með sigur í bæði 1.500 metra hlaupi og 5000 metra hlaupi. „Ég er bara mjög ánægður með mitt gengi í þessu móti og ég náði alveg að skila mínu. Ég átti ekkert endilega von á því að vinna 1.500 metra hlaupið þannig að ég get verið mjög sáttur,“ sagði Kári Steinn sem fékk ekki mikla samkeppni í 5.000 metra hlaupinu og hringaði alla keppi- nauta sína. „Ef samkeppnin er ekki hörð þá finnur maður sér bara ný markmið eins og að hringa hina hlauparana eða eitthvað annað. Bara til að halda tempóinu gangandi. Síðan horfir maður auðvitað til mótsmetanna en það var einhver leti í mér í 5.000 metra hlaupinu og það verður bara að bíða betri tíma. Það kemur bara næst,“ sagði Kári Steinn kátur. - óþ Kári Steinn Karlsson, B.blik: Tek bara móts- metið næst STAKK AF Kári Steinn fékk ekki mikla samkeppni í 5.000 metra hlaupinu og hringaði alla keppinauta sína þar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRJÁLSÍÞRÓTTIR Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni lét sig ekki vanta á Bikarmeistaramótið þrátt fyrir að vera á förum á Heims- meistaramót U-19 ára sem fer fram í Póllandi á næstu dögum. „Mér gekk bara ágætlega en gat auðvitað ekki gefið eins mikið í þetta og ég vildi. Ég vann 100 metra hlaupið á föstudaginn, varð í öðru sæti í stangarstökki, við unnum svo 4x100 metra boð- hlaupið og það var fínt. Ég keppti líka í grindarhlaupi og það er ekki mín sterkasta keppnisgrein en mér gekk ágætlega þar,“ sagði Sveinn Elías sem telur sig vera í fínu formi fyrir Heimsmeistara- mót U-19 ára. „Þetta var annars bara fín æfing fyrir Heimsmeistaramótið í U-19 og miðað við hvernig mér hefur gengið í þessu móti er ég bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Sveinn Elías. - óþ Sveinn Elías Elíasson, Fjölni: Fín æfing fyrir HM U-19 ára TIL PÓLLANDS Sveinn Elías keppir á HM U-19 ára á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GÓÐUR ÁRANGUR Þórey Edda náði sínum besta árangri í ár þegar hún stökk 4,30 metra í stangarstökkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.