Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 12
12 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR R ússland er á sigur- braut. Við rústum öllum í körfubolta, fótbolta, íshokkí og Eurovision!“ sagði Evgeni Plushenko, fyrrum ólympíumeistari á skaut- um og núverandi stjórnmálamað- ur, eftir að Rússar höfðu sigrað í Eurovisionkeppninni í fyrsta sinn í sögu landsins í maí síðastliðn- um. Vladimir Pútín var síst spar- ari á stóru orðin í símskeyti sem hann sendi Dima Bilan, söngvara sigurlagsins, eftir keppnina: „Enn einn mikilvægi sigurinn fyrir alla Rússa,“ kvað forsætisráðherrann upp úr með. Árangur á öllum vígstöðvum Í raun er leitun að þeirri keppni sem Rússland hefur ekki unnið, eða gengið betur í en bjartsýnustu menn þorðu að vona, upp á síð- kastið. Í september í fyrra urðu Rússar Evrópumeistarar í körfu- knattleik. Maí á þessu ári var óvenju hagstæður Rússum, en fyrir utan sigurinn sögulega í Eurovision vann landsliðið heims- meistaratitilinn í íshokkí og knatt- spyrnuliðið Zenit frá Pétursborg vann óvæntan sigur í Evrópu- keppni félagsliða (EUFA CUP). Í ofanálag var borgin Sochi við Svartahafið valin sem vettvangur Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Líklegt er að sú upphefð muni færa Rússum miklar tekjur og umfjöllun heimspressunnar. Einn- ig er flestum í fersku minni fræki- leg frammistaða rússneska lands- liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu nú í júní. Rússneski björninn hefur því haft ærna ástæðu til að gleðjast upp á síðkastið, ef litið er til keppnissigra. Ljóst er að þeir miklu erfiðleikar sem fylgdu í kjölfar hruns Sovétríkjanna fyrir hartnær átján árum höfðu í för með sér að sjálfstraust þjóðarinn- ar sem heildar fór niður fyrir frostmark. Síhækkandi heimsol- íuverð og eftirspurn hefur bætt efnahaginn til mikilla muna. Einn- ig hefur stjórnkerfi landsins öðl- ast aukinn stöðugleika á síðustu árum, þótt vissulega séu stjórn- hættir þeirra Medvedev forseta og Pútín forsætisráðherra umdeildir í meira lagi. Margir velta því fyrir sér hvort þessir þættir, samhliða glæstum íþrótta- sigrum, séu færir um að sameina Rússa í trú og trausti á betri tíma. Rússnesk knattspyrnuveisla á EM Hið kornunga knattspyrnulands- lið Rússa kom mörgum á óvart með góðum árangri í nýafstöðnu Evrópumóti. Liðið var að öðrum ólöstuðum stærsti sigurvegari keppninnar að undanskildum Spánverjum, hinum eiginlegu sig- urvegurum mótsins. Fjölmargir hrifust af sókndjörfum og hug- myndaríkum leikmönnum liðsins, sem spila allir nema einn með rússneskum félagsliðum. Algengt var að menn spyrðu sig hvers vegna frábærir leikmenn á borð við Arshavin og Pavlyuchenko væru ekki á mála hjá stærstu og þekktustu liðum Evrópu. Svarið við þeirri spurningu er hið sama og við svo mörgum öðrum: pen- ingar. Niðurlæging og breyttar áherslur Fram til loka níunda áratugarins voru Sovétríkin sannkallað knatt- spyrnustórveldi. Eftir fallið tók hins vegar við langt niðurlæging- artímabil. Rússneska deildin varð fyrir hverju fjárhagslegu áfallinu á eftir öðru, og áhorfendatölur hríðféllu ár eftir ár. Árangursríkt uppeldisstarf ungra leikmanna, sem er bráðnauðsynlegur hluti hverrar þeirrar þjóðar sem vill kalla sig knattspyrnustórveldi, lagðist nánast niður í kjölfarið. Nú er öldin önnur, þökk sé bætt- um efnahag. Stjórnvöld hafa stór- aukið fjárveitingar til íþrótta- mála, og ekki þarf að koma á óvart að hjá þjóð með jafn ríka knatt- spyrnuhefð og Rússland njóti þjóðaríþróttin mests stuðnings. Í ofanálag hófu rússneskir olíu- barónar og fleiri auðmenn að ausa peningum í rússnesku félagsliðin. Nýlegar fregnir frá Rússlandi benda til þess að sá fjáraustur sem hefur orðið frægur að endemum í úrvalsdeildum Englands, Spánar, Ítalíu og víðar sé nánast barna- leikur, samanborið við fjárhæð- irnar sem skipta um hendur dag- lega í þeirri rússnesku. Sem dæmi má nefna þau ummæli Alexei Smertin, fyrrum fyrirliða rúss- neska landsliðsins, að hann fái betur greitt hjá Lokomotiv Moskvu, félaginu sem hann fer til í sumar, heldur en í ensku úrvals- deildinni, þar sem hann hefur leik- ið við góðan orðstír í mörg ár. Einnig hefur Vitali Mutko, for- seti rússneska knattspyrnusam- bandsins, látið hafa eftir sér að Arshavin, einum af stjörnum EM, verði tæplega að þeirri ósk sinni að spila á Spáni á næstu leiktíð, af þeirri einföldu ástæðu að Barce- lona, eitt allra ríkasta og frægasta félagslið heims, sé ólíklegt til að hafa efni á honum. Upprisa stórveldis? Afrakstur þessara breytinga í inn- viði rússneskra knattspyrnumála hefur ekki farið framhjá evrópsk- um knattspyrnuaðdáendum upp á síðkastið. Upprisa rússneskrar knattspyrnu er altöluð um þessar mundir. Almennur líkindareikn- ingur hlýtur að leiða að þeirri nið- urstöðu að ein fjölmennasta þjóð heims, sem býr að ríkri knatt- spyrnuhefð, svo ekki sé minnst á gríðarlegt magn fjármagns sem sett er í knattspyrnumál, þurfi ekki að bíða lengi eftir því að end- urheimta stöðu sína sem eitt af helstu knattspyrnustórveldum veraldar. Sameiningarmáttur íþrótta Á tímum Sovétríkjanna skiptu íþróttir miklu máli fyrir þjóðar- ímyndina. Litið var á stóra íþrótta- sigra sem tákn um mikilfengleika stórveldisins, og í raun má segja að íþróttum hafi verið beitt sem pólitísku vopni. Rússneskir vald- hafar dagsins í dag gera enda mikið úr því að tíðir sigrar í hinum ýmsu keppnisgreinum upp á síðkastið séu lýsandi fyrir end- urfæðingu stórveldisins Rúss- lands. Ummæli Viktors Zubkov, þáverandi forsætisráðherra, í aðdraganda hins mikilvæga leiks Rússa og Englendinga í undan- riðli EM í október, bera þessu glögglega vitni: „Þeir hafa ellefu leikmenn, og líka við. Þeir hafa tvær hendur, tvo fætur og eitt höfuð hver, og hið sama gildir um okkur. En vitið það hvað skiptir mestu máli? Að við, Rússar, unnum síðari heimsstyrjöldina. Og við vorum fyrstir út í geiminn. Áfram Rússland!“ Rússneski rithöfundurinn Alla Demidova hefur skrifað um hinn mikla vilja Rússa til að standa sig vel í íþróttum. Hún metur stöðuna þannig að íþróttir séu valdhafandi stjórnmálamönnum nauðsynlegar til að skapa hugmynd um sameig- inlega hagsmuni meðal fólksins. Þegar vel gengur í keppnisíþrótt- um eru yfirlýsingar eins og „þetta er bara byrjunin“, sem fá fólk til að trúa á bjartari framtíð, algeng- ar. Þegar Medvedev forseti var spurður um ástæður góðs gengis Rússa í íþróttum upp á síðkastið sagði hann ástæðuna vera sam- eiginlegt átak: „Rússland sam- stillti styrkleika sína og sótti á öllum vígstöðvum. Veikburða ríki vinnur sjaldan nokkuð, hvorki í íþróttum né öðru.“ MIKILVÆGT Pútín og Medvedev benda á nýlega runu af íþróttasigrum Rússlands sem eitt af greinilegustu táknunum um upprisu stórveldisins. ENN EINN SIGURINN Andrei Arshavin, leikmaður Zenit í Pétursborg og rússneska landsliðsins, fagnar marki sínu gegn Hollandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júní. Liðið komst lengra en nokkur þorði að vona undir stjórn Hollendingsins Guus Hiddink og vakti aðdáun knattspyrnuaðdáenda hvarvetna. Rússneski björninn snýr aftur Frábær frammistaða rússneska landsliðsins á EM í knattspyrnu er einungis eitt dæmi um fjölmarga sigra Rússa á íþrótta- (og Eur- ovision) sviðinu upp á síðkastið. Valdhafar líta á sigra í keppnisgreinum sem lýsandi fyrir endurfæðingu stórveldisins Rússlands. Kjartan Guðmundsson fjallar um uppgang rússneska fótboltans og hvernig valdhafar nýta íþróttir sér í hag. „Knattspyrnulandsliðið sneri aftur heim til Rússlands eftir tapið stóra gegn Spánverjum á EM, og var fagnað sem þjóðhetjum. Á HM 2002 voru óeirðir á götum úti í Moskvu þegar liðinu gekk ekki sem best. Þetta tel ég vera ákveðið þroskamerki,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, innkaupastjóri hjá Emmess ís. Karl bjó í Péturs- borg um skeið, er giftur rússneskri konu og er hafsjór af fróðleik og áhuga á Rússlandi. „Niðurlægingartímabil rússneskrar knattspyrnu hefur verið ansi langt. Það að fólk hafi verið stolt af þessu unga landsliði fyrir að komast þó þetta langt í keppninni tel ég glöggt merki um aukna bjartsýni Rússa. Ég held að kveikiþráðurinn í fólki sé mun styttri þegar neikvæðni og svartsýni er ríkjandi.“ Karl telur nýlega íþróttasigra vera mikilvæga að því leyti að þeir tengi íbúa þessa stóra lands betur saman. „Leikmennirnir koma hvaðanæva að í Rússlandi. Ef eitthvað tengir öll ellefu tímabeltin innan landsins saman eru það svona sigrar. Þegar landsliðið vinnur sameinast íbúar allra borga í kringum liðið. Það er verulega mik- ilvægt fyrir þjóð sem á oft og tíðum fremur lítið sameiginlegt innbyrðis.“ LANDSLIÐIÐ TENGIR SAMAN ÍBÚA ELLEFU TÍMABELTA KARL FERDINAND THORARENSEN „Nýlegir íþróttasigrar Rússlands eru nátengdir hinum mikla efnahags- vexti í landinu síðan 1998. Efnahagsvöxturinn er svo aftur tengdur breyttum þankagangi þjóðarinnar,“ segir Alexander Maslow, 31 árs gamall viðskiptafræð- ingur sem býr í Pétursborg. „Á tímum Sovétríkjanna var ávallt litið á íþróttasigra sem afrek hins sterka ríkis. Einstakling- arnir voru einungis tannhjól í stórri maskínu. Upp á síðkastið hefur einstaklingunum verið leyft að vera ábyrgir fyrir þeim sigrum sem nást hafa. Eftir um fimmtán ára tímabil þar sem nánast engir sigrar unnust er ekki skrýtið að algjör sprenging verði í landinu þegar nokkrir sigrar nást á stuttum tíma.“ Alexander segir unga Rússa taka íþróttir mjög alvarlega. „Unga kynslóð- in lítur á íþróttir sem vel borgaða atvinnu fremur en áhugamál. Fyrirtæki og einstaklingar hafa fjárfest grimmt í íþróttum og íþróttasigrar geta sameinað fólk frá mismunandi þjóðum innan Rússlands í skamm- an tíma. Menningartengsl þurfa þó að vera sterk til að slíkt dugi til lengri tíma litið.“ BREYTTUR ÞANKAGANGUR RÚSSA ALEXANDER MASLOW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.