Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 18
2 sport Síðustu ár hefur verið að dúkka upp athyglisverð umræða þar sem menn takast á um þau sjónarmið hvort það sé í lagi að leikmenn og þjálfarar fari í viðtöl beint eftir leiki. Sú umræða er komin á annað stig núna því KSÍ hefur stofnað sérstakan starfshóp sem fer yfir þessi mál meðal annars. Þarna tel ég að menn verði að stíga ákaflega varlega til jarðar. Ef KSÍ ætlar sér að fara þá leið að banna fjölmiðlamönnum að tala við leikmenn eða þjálfara löngu eftir að leik lýkur geta afleiðingarnar orðið talsverðar. Slíkir ritskoðunartilburðir eru alls ekki af hinu góða að mínu mati. Allt slíkt mun gera erfiða vinnu fjölmiðla enn erfiðari og það á versta tíma dagsins. Ákveðnir fjölmiðlar munu þess utan einfaldlega ekki eiga þess kost að taka viðtöl svo seint. Efnið sem viðkomandi fjölmiðlar geta í kjölfarið boðið upp á verður ekki eins innihaldsríkt og áhugavert. Það er klárlega ekki til framdráttar fyrir íþróttina og getur aukinheldur orðið þess valdandi að fjölmiðlar setji ekki sama púður í umfjöllun og annars væri raunin. KSÍ þarf að átta sig á því að samstarf og samspil við fjölmiðla hefur gríðarlega mikið að segja um hversu vinsælt efnið getur orðið. Það þarf að sjá til þess að fjölmiðlamenn geti matreitt sitt efni á sem besta mögulega hátt. Áhorfendur vilja sjá viðtöl við leikmenn beint eftir leiki og í hálfleik. Það er líka oftast í þeim viðtölum sem „besta“ efnið verður til. Efnið sem selur íþróttina að mörgu leyti hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Auðvitað getur það haft sína ókosti ef menn fara langt yfir strikið í orðavali sínu og skaða íþróttina. Þessi viðtöl og umdeildir atburðir eru það sem áhugamennirnir tala um á kaffistofun- um daginn eftir leiki. Svo er heldur engin trygging fyrir því að allir hagi sér eins og skátar þótt þeir komi einhverjum mínútum síðar í viðtöl. Ef við tökum sem dæmi NBA-deildina þá hafa menn þar á bæ algjörlega áttað sig á því hvað samspilið við fjölmiðla skiptir miklu máli fyrir íþróttina. Forráðamenn NBA-deildarinnar eru fullkomlega meðvitaðir um að þeir þurfa að selja sína vöru og gera því það sem þarf til að gera íþróttina sem mest aðlaðandi fyrir þá sem mestu máli skipta. Það eru áhorfendurnir eða neytendurnir réttara sagt sem borga brúsann og eru undirstaða þess að sportið stendur undir sér. Ef engin er umfjöllunin er ekki líklegt að hallirnar eða vellirnir séu fullir af fólki. Í stað þess að standa í ritskoðunartilburðum hefur NBA ákveðið að stíga skrefið enn lengra í þessu nauðsynlega samspili við fjölmiðla. Þeir til að mynda skikka þjálfara til þess að gefa viðtöl á milli leikhluta. Einnig verða menn að koma í viðtöl beint eftir leiki og í hálfleik. Ákveði KSÍ að fara hina leiðina og hreinlega hefta aðgengi fjölmiðla að leikmönnum mun það bitna á íþróttinni. Söluvörunni góðu sem hefur heldur betur verið að skila KSÍ og félögunum pening í baukinn. Því vara ég menn við því að fara þessa leið enda sannfærður um að það muni bitna á íþróttinni og verðgildi söluvörunnar mun í kjölfarið lækka. Slíkt skref væri ekki framfaraskref fyrir knattspyrnuna. KSÍ á ekki að vera með ritskoðunartilburði FRÁ RITSTJÓRA Henry Birgir Gunnarsson Ef KSÍ ætlar sér að fara þá leið að banna fjöl- miðlamönn- um að tala við þjálfara löngu eftir að leik lýkur geta afleiðing- arnar orðið talsverðar. Slíkir rit- skoðunar- tilburðir eru ekki af hinu góða. Forsíðumyndina tók Valgarður Gíslason af Sveini Elíasi Elíassyni. Útgefandi: 365. Ritstjóri: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is. Blaðamenn: Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is, Ómar Þorgeirsson omar@frettabladid.is, Hjalti Þór Hreins- son, hjalti@frettabladid.is Útlitshönnun: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Auglýsingar; Stefán P. Jones, spj@frettabladid.is Sport F ótbolti er rokkíþrótt. Stelp-ur fíla líka rokk. Meira segja fótboltastelpur,“ segir Þor- kell Máni Pétursson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, aðspurð- ur hvað annálaður rokkhundur eins og hann sé að gera í kvenna- bolta. Þorkell Máni, eða bara Máni eins og hann er oftast kallaður, hefur hingað til verið best þekktur sem kjaftfor útvarpsmaður á rokkstöðinni X-inu 977 þar sem hann er tónlistarstjóri. Máni var einnig umboðsmaður Mínus til langs tíma. Það liggur því beint við að spyrja Mána næst að því hvort það sé metall að þjálfa kvennabolta? „Öll lið sem ég þjálfa fá með- fram knattspyrnuþjálfuninni tón- listarlegt uppeldi. Það finnst mér bara sjálfsögð skylda mín þó þess sé ekki getið í ráðningarsamningn- um mínum. Það hefur einmitt allt- af loðað við íþróttafólk að hafa hræðilegan tónlistarsmekk. Þetta hefur gefið sig vel ég þjálfaði sama hópinn hjá Haukum í þrjú ár. Helmingurinn af þeim er enn í boltanum, hinn helmingurinn er í rokkinu,“ segir Máni stoltur og bætir við: „Það er meiri metall í Landsbankadeild kvenna en karla. Það sést mest á vælinu karlameg- in.“ Ef mið er tekið af töktum Mána í útvarpinu er auðvelt að sjá fyrir sér að hann sé mjög harður þjálf- ari. „Ég er enginn ruddi en ég er kannski ekkert skemmtilegasti þjálfarinn í bænum. Þó ég vilji nú meina að ég hafi verið óvenju mjúkur og þægilegur þetta tíma- bil,“ sagði Máni en blótar hann eins mikið í boltanum og útvarp- inu? „Það er best að svara þessu þannig að ég myndi ekki hafa strákana mína hjá mér á bekkn- um.“ Eins og Máni segir veitir hann þeim stelpum er hann þjálfar einn- ig tónlistarlegt uppeldi. Það er því væntanlega spilað þungarokk fyrir stelpurnar. „Klárlega. Margar stelpurnar er líka rokkarar og metalhausar. Aðalvandamálið eru þessar stelp- ur utan af landi og þá sérstaklega þessar frá Sauðárkróki. Það virð- ist sem eini diskurinn sem til var í Kaupfélaginu á Króknum hafi verið með Bon Jovi. En ég er að berja þann viðbjóð úr þeim,“ sagði Máni ákveðinn. Máni er uppalinn Garðbæingur og harður Stjörnu- maður sem hefur mikinn metnað fyrir hönd síns félags en hvar ligg- ur metnaður hans í þjálfun? „Mig langar til að verða betri þjálfari. Ég hef mikinn metnað fyrir því verkefni sem ég er í núna. Stjarnan er mitt uppeldisfélag, þar æfði ég, byrjaði að þjálfa og ætla að enda minn þjálfaraferill. Ég hef engan sérstakan áhuga að þjálfa meistaraflokk karla eða verða landsliðþjálfari. Það er ekkert fyrir mig. Ég mun klára minn samning við Stjörnuna og þegar honum lýkur tel ég allt eins líklegt að ég kaupi mér bara ársmiða á Stjörnuvöllinn og á Elland Road. Gerist bara „klikkaður fan“. Ég er annars fyrst og síðast stuðnings- maður Stjörnunnar,“ segir Máni. Það segir sig sjálft að það er tvennt ólíkt að þjálfa stráka og stelpur. Hvað finnst Mána erfiðast við að þjálfa stelpur? „Dramatíkin maður. Konur geta gert dramatík úr öllu,“ segir Máni léttur en hvernig útskýrir hann þann gríðarlega uppgang sem hefur orðið í kvennaboltanum síðustu ár? „Deildin er að jafnast af mörg- um ástæðum. Aðalástæðan að mínu mati er umgjörð liðanna. Einu sinni voru risarnir þrír með langbestu umgjörðina. Þá vildu leikmenn frekar vera á bekknum hjá þeim en að spila með liðunum fyrir neðan. Það er ekki svoleiðis lengur. Umgjörðin er orðin frá- bær hjá flestum liðum í deildinni og ef einhver er að fara í „stóru“ liðin er það fyrst og fremst vegna þess að hann fær betur borgað þar. Eða viðkomandi er það vitlaus að halda að það auki möguleika sína til að komast í landsliðið. Það var kannski svoleiðis einu sinni en það er liðin tíð. Sigurður Ragnar hefur sýnt að hann velur þá bestu og er slétt sama úr hvað liði þeir koma. Ungu leikmennirnir sem eru að koma upp eru tæknilega betri. Líkamlegt atgervi knatt- spyrnukvenna er líka miklu betra en það var og síðan hefur erlend- um leikmönnum fjölgað mikið,“ sagði Máni. Stjörnuliðið hefur farið vel af stað í sumar undir stjórn Mána og situr þegar þetta er ritað í þriðja sæti deildarinnar á eftir risunum, KR og Val. Hvað telur Máni sig geta komist langt með þetta Stjörnulið? „Vonandi alla leið. Það er klárlega nauðsynlegt að það fari einhver annar að vinna í þess- ari deild en KR, Valur og Breiða- blik. Það er bara orðið þreytt. Það breytist ekki af sjálfu sér. Ef það á að nást þurfa þau lið sem koma á eftir klárlega að setja meira í liðin og ég hef trú á að það verði gert. Mér sýnist vera mikill hugur í lið- unum þarna í kring og vonandi verður þess ekki langt að bíða að við fáum að sjá nýtt nafn á titlin- um. Mín von og trú er að það nafn verði Stjarnan,“ segir Máni MEIRI METALL Í KVENNABOLTANUM Útvarpsmaðurinn og rokkhundurinn Þorkell Máni Pétursson hefur slegið í gegn á sínu fyrsta ári sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í Landsbankadeildinni. Liðið er í þriðja sæti og á hraðri uppleið. Máni segist veita leikmönnum liðsins tónlistarlegt uppeldi og spilar þungarokk fyrir stelpurnar. EFTIR HENRY BIRGI GUNNARSSON Þorkell Máni Pétursson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, klæðist ósjaldan þungarokksbolum á æfingum og hann spilar einnig þungarokk fyrir stelpurnar. Hann segir margar fótboltastelpur vera rokkhunda. SPORT/VALLI Við stöndum upp úr í nýjustu könnun Capacent Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ...alla daga Fí to n/ SÍ A Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgina, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar–apríl 2008. 49,72% 36,30% 69,94% Fréttablað ið 24 stundir M o rg unblað ið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.