Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 50
18 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Í dag fer í fyrsta skipti fram svoköll- uð Eiríksreið en það er hjólreiðaferð milli kirkna á Suðurnesjum. Eiríksreið er kennd við séra Eirík Brynjólfsson en hann þjónaði í Útskálum í Garði og í Keflavíkurkirkju á fyrrihluta síðustu aldar og ferðaðist milli sóknarbarna sinna á reiðhjóli. Áætlað er að gera Ei- ríksreið að árlegum viðburði. Skipu- leggjendur ferðarinnar eru Skúli Ól- afsson og Sigfús Baldursson, prestar í Keflavíkurkirkju. „Forsagan er sú að við vildum gjarn- an gera eitthvað fyrir þann breiða hóp sem vill vera utandyra á sumrin og vill ekki láta loka sig inni í kirkjum um há- bjartan dag,“ útskýrir Skúli. „Það er ákveðin vakning í að verða fyrir hug- hrifum úti í náttúrunni en við fórum af stað með útivistarþema í fyrra sem hét því skáldlega nafni Döggin blikar, grundin grær. Þar fórum við í göngu- ferðir og náðum hálfgerðri pílagríms- stemmingu í ferðunum, að okkur fannst. Þarna úti höfðum við hugleið- ingar um lífið og tilveruna í leiðinni og þá kom upp sú hugmynd að hjóla á milli kirkna.“ Lagt verður af stað frá Keflavíkur- kirkju klukkan 10 í dag og hjólað í Út- skála og áætlað að verða þar um klukk- an 11. Kirkjan í Útskálum hefur nýlega verið endurbætt en hún var byggð árið 1861. Í hverri kirkju verður farið yfir sögu kirkjunnar og heimavanir flytja fróðleik um staðinn og nánasta um- hverfi. Klukkan 13 verður hópurinn í Hvalneskirkju þar sem fjallað verð- ur um sálmaskáldið Hallgrím Péturs- son sem þjónaði við kirkjuna. Áætl- að er að vera í Kirkjuvogskirkju um klukkan 15. Þar verður helgistund og tóm gefst til að snæða nesti. Klukkan 16:30 verður aftur komið í Keflavíkur- kirkju og svo haldið áfram að Útskál- um þar sem ferðinni lýkur um klukk- an 17:30. Fólk getur hjólað alla leið eða hitt hópinn á hverjum stað og slegist í för. Einnig verður bíll með kerru sem getur tekið þá upp í sem þreytast og hjólin geta farið á kerruna. Ferðin er í tengslum við annað sum- arstarf Keflavíkurkirkju. „Við erum með mjög lifandi dagskrá hérna yfir sumarið þegar margar kirkjur, því miður, draga saman seglin,“ segir Skúli. „Ég held að við séum bara nokk- uð hugmyndarík, en svo er þetta líka tíðarandinn núna. Þeir sem ætla ein- göngu að byggja á einberri hefð eiga undir högg að sækja í kirkjunni eins og í öðru. Því þarf að hugsa út fyrir ramm- ann til að ná augum og eyrum fólks og þetta er liður í því. Okkur finnst þetta sjálfum líka mjög gaman.“ heida@frettabladid.is EIRÍKSREIÐ MILLI KIRKNA: FER FRAM Í FYRSTA SKIPTI Í DAG Hugsað út fyrir rammann ÆTLUM AÐ GERA ÞETTA AÐ ÁRVISSUM ATBURÐI Sigfús Baldursson og Skúli Ólafsson, prestar í Keflavíkurkirkju, skipuleggja hjólreiðaferð milli kirkna. MYND/INGIGERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR GEORGE W. BUSH BANDARÍKJAFORSETI ER 62 ÁRA Í DAG „Einræði væri fjáranum auðveld- ara, það er engin spurning.“ George W. Bush tók við embætti for- seta Bandaríkjanna árið 2001 og hóf stríð gegn hryðjuverkum eftir árás- irnar á Tvíburaturnana 11. september 2001. Margar ákvarðanir á stjórnun- arferli hans hafa verið umdeildar. MERKISATBURÐIR 1699 Sjóræninginn William Kidd tekinn höndum í Boston. 1946 Íslendingar fá Reykjavíkur- flugvöll afhentan frá Bret- um. 1950 Fyrsta Landsmót hesta- manna sett á Þingvöllum. 1957 John Lennon og Paul McCartney hittast fyrst. 1958 Eyjólfur Jónsson syndir frá Reykjavík til Akraness. 1965 Rokkhljómsveitin Jeffer- son Airplane stofnuð. 1980 Frakkar sprengja kjarn- orkusprengjur í tilrauna- skyni. 1987 Rokkhljómsveitin Eur- ope heldur tónleika hér á landi. 2005 Tilkynnt að London hýsi sumarólympíuleikana árið 2012. Anna Frank var ung gyð- ingastúlka og þennan dag árið 1942 fór hún í felur með fjölskyldu sinni undan sveitum nasista. Hún fædd- ist í Frankfurt árið 1929 en fjölskyldan flutti til Hollands þegar Nas- istaflokkur Hitlers náði völdum. Árið 1940 her- tóku Þjóðverjar Holland og fjölskyldan komst ekki úr landi. Anna Frank var aðeins þrett- án ára þegar fjölskyld- an fór í felur í sérútbún- um herbergjum á vinnustað föður hennar. Þar höfðust þau við allt til ársins 1944 þegar ljóstr- að var upp um felustað þeirra. Anna Frank dó sjö mánuðum síðar í Bergen- Belsen-útrýmingarbúð- unum, nokkrum dögum á eftir systur sinni Mar- got. Faðirinn lifði einn fjölskyldumeðlima af og flutti aftur til Amster- dam eftir stríðið. Hann fann dagbók dóttur sinn- ar Önnu sem var gefin út árið 1947. Í dagbók- ina skrifaði Anna allt um líf sitt frá því fjölskyld- an fór í felur og fram til 1. ágúst 1944. Bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál og hefur orðið upp- spretta margra leikrita og kvikmynda. ÞETTA GERÐIST: 6. JÚLÍ 1942 Anna Frank fer í felur DALAI LAMA er 73 ára í dag ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR nemi er 40 ára í dag AFMÆLI Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Jóhannes Halldór Benjamínsson frá Hallkelsstöðum, Melabraut 34, Seltjarnarnesi, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 15. Ása Jóhanna Sanko Elín Helga Jóhannesdóttir Hallbjörn Ágústsson Axel Hallkell Jóhannesson Sigrún Edda Björnsdóttir Þórhildur Guðný Jóhannesdóttir Guðmundur Pétursson Halldóra Jóhannesdóttir Pétur Pétursson barnabörn og barnabarnabarn. Útför elskulegrar móður okkar og tengda- móður, Hönnu Andreu Þórðardóttur sem lést 30. júní sl., verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. júlí og hefst athöfnin kl. 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofn- anir. Þórður G. Sigurjónsson Berglind Oddgeirsdóttir Guðlaugur R. Jóhannsson Rut Rebekka Sigurjónsdóttir Hörður Kristinsson Hanna G. Sigurðardóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Páls Pálssonar (Páls á Borg) Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Hjartadeildar Landspítala 14 G og Líknardeildar Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Inga Ásgrímsdóttir Páll Pálsson Hafdís Halldórsdóttir Ásgrímur Gunnar Pálsson Helga Tryggvadóttir Arndís Pálsdóttir Rafn Árnason Auðunn Pálsson Anna Baldvina Jóhannsdóttir Björgvin Rúnar Pálsson Fríður Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Okkar hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, Baldurs S. Kristensen Lækjasmára 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar L-4 Landakots- spítala. Helga Kristinsdóttir Kristinn Baldursson Hulda Guðný Ásmundsdóttir Ingibjörg Baldursdóttir Finnur Magni Finnsson afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingibjargar Einarsdóttur Hagamel 23. Einar Júlíusson Valfríður Gísladóttir Sigríður Júlíusdóttir Rögnvaldur Ólafsson Jón Júlíusson Jónína Zophoníasdóttir Áslaug Júlíusdóttir Björn Júlíusson Rannveig Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.