Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 14
14 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Smyglar sér frítt á völlinn Sparnaðarráð hinna hagsýnu Verður humarhölum skipt út fyrir slátur þegar kreppan skellur á af fullri hörku? Hvað eiga eyðslusamir Íslendingar að gera í þessari ótíð? Þórgunnur Oddsdóttir heyrði í nokkrum hagsýnum einstaklingum og forvitnaðist um hvernig lifa má kreppuna af og njóta hennar um leið. Fáir kunna jafn vel að spara og stúdentar. Það kemur því ekki á óvart að Björg Magnúsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, lumi á ráðum sem vert er að nýta sér í krepputíð. „Ég fylgist allt- af vel með og veit hvar eru kokkteilboð og galleríopnanir. Oft lauma ég mér á slíka viðburði og þykist vera menning- arleg en stend síðan og gúffa í mig veit- ingum. Ef maður er heppinn fær maður kannski kampavín eða hreindýrakjöt alveg ókeypis,“ segir Björg og bætir því við að leikurinn sé einnig spenn- andi þar sem maður veit sjaldnast fyr- irfram hvaða veitingar eru í boði. Þegar ódýr afþreying er annars vegar hefur Björg einnig ráð undir rifi hverju. „Það kostar yfirleitt eitthvað inn á fótboltaleiki en fátækar stúdínur, sem hafa áhuga á fótbolta geta auðveldlega smyglað sér frítt inn. Maður mætir bara á völlinn, nikkar manneskjuna í miðasöl- unni og segir að kærastinn sé að spila. Mér skilst að það séu flestir á lausu í Fjölnisliðinu svo þar eru mestar líkur á að manni takist að telja miðasölu- dömunni trú um að maður sé glæný kærasta eins liðsmannsins,“ segir Björg sem hefur hagsýnina einnig að leiðarljósi þegar hún fer í bæinn að skemmta sér um helgar. „Oft þarf maður að pissa en nennir ekki að bíða í röð fyrir utan staði. Á Ingólfstorgi og við Vegamót eru voða huggulegir úti kamrar en það kostar 100 krónur að kom- ast þar inn. Þá er gott að vera búinn að und- irbúa sig heima. Maður borar gat með raf- magnsborvél í myntina og þræðir girni í. Svo þegar maður þarf að pissa setur maður myntina í raufina, dyrnar opnast og þá kipp- ir maður peningnum aftur til baka og getur notað hann aftur og aftur,“ segir Björg en viðurkennir að vissulega megi deila um lög- mæti slíkra aðgerða. MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR Frystikistan er besta sparnaðartækið Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórn- arskólans í Reykjavík, kann að reka heimili og veit hvernig hægt er að forðast óþarfa peningaútlát. Hún segir ástandið núna góðan tíma fyrir unga fólkið að læra það sem mæður þeirra og ömmur kunnu – að skipuleggja innkaup og nýta hlutina. „Ég umgengst ungt fólk mikið og finnst alveg skelfilegt þegar það segist ekki borða afganga. Hvað er að því að borða afganga? Fólk hendir heilu haugunum af mat eins og eitthvað hrikalegt gerist ef það leggur sér matinn frá í gær til munns,“ segir Margrét sem sjálf hendir aldrei afgöngum sem hægt er að nýta. „Það má borða afganginn næsta dag og ef maður hefur ekki tök á því má setja þá í frystibox, geyma í kistunni og skella því svo í örbylgjuna síðar,“ segir Mar- grét og bætir því við að auk þess að henda afgöngunum séu margir of fljótir að henda grænmeti. „Paprika sem farin er að linast hentar kannski ekki í salatið en það má frysta hana og draga hana fram næst þegar búinn er til ofn- eða pottréttur,“ útskýrir hún. Margrét segir harðbannað að fara svangur í búð, sérstaklega nú þegar brýnt er að spara. „Það er líka mjög mikilvægt að skrifa innkaupa- lista. Ef fólk vill virkilega spara ætti það að búa til matseðil fyrir vikuna og skipuleggja innkaupin út frá honum,“ segir hún. Ætti Margrét að nefna eitt tæki sem gott er að eiga í kreppunni þá er það frystikist- an. „Þegar harðnar í ári er frystikistan tæki til að spara. Fólk á að fylgjast með til- boðum matvöruverslananna og kaupa kjöt, fisk og kjúkling á afslætti og setja í frystikistuna,“ segir hún og minnir að lokum á að tilbúinn matur sé ekki hagstæður kost- ur í krepputíð. „Fólk segist ekki hafa tíma til að elda en keyrir kannski langar vega- lengdir út á næsta skyndibitastað. Það tekur álíka langan tíma að sjóða fisk og kartöflur sem er bæði ódýrara og hollara.“ HELGI ÞÓRSSON Fíflablöðkur í salatið og heimatilbúin skemmtun „Þegar harðnar svona á dalnum verða menn náttúrulega að skoða málin með opnum huga og sjá að tækifærin leynast miklu víðar en okkar hefðbundni rammi segir til um. Til dæmis í matvælum. Það má bjarga sér á ýmsan annan hátt en að fara út í búð,“ segir Helgi Þórsson, bóndi og tónlistarmað- ur í Kristnesi við Eyjafjörð. „Það er náttúr- lega þetta kjöt sem er allstaðar í kringum okkur, já og grænmetið. Í þéttbýlinu má oft ná í gæsir, endur og jafnvel egg og fyrir þá sem eru opnari þá eru hundar og kettir út um allt sem auðvelt er að krækja í. Svo er það meðlætið. Í jurtaríkinu má finna ýmis- legt sem hentar vel í salat, til dæmis fífla- blöðkur,“ segir Helgi og bætir því við að þótt aldrei sé æskilegt að stela frá nágrönn- um sínum geti það verið nauðsynlegt ef í harðbakkann slær. „Þegar haustar má læðast í matjurtagarð- ana í hverfinu og næla sér í ferskt salat og gulrætur. Það er enginn að tala um að valta yfir allt hverfið, maður tekur bara lítið hjá hverjum og einum,“ segir Helgi og ráðlegg- ur barnafólki að senda börnin sín oft í pöss- un og stóla á að þar verði þeim gefið að borða. Hann segir enga þörf á að örvænta yfir efnahagsástandinu strax. „Þetta er bara spurning um að breyta hugarfarinu og finna nýjar leiðir. Við sem búum í dreifbýlinu lifum auðvitað eins og blómi í eggi í kreppunni, tínum ber og lifum á landsins gæðum. Reyk- víkingar geta líka verið alveg róleg- ir meðan þeir hafa allt þetta fuglalíf við Tjörnina, þegar það er uppurið má grípa til róttækari aðgerða,“ segir Helgi. Í sparnaðarskyni mælir Helgi með því að fólk gangi á milli staða frekar en að keyra. „Þeir sem eru sæmilega stæðir geta hjólað. Já, og ef mönnum leiðist að labba þá má val- hoppa eða skokka,“ segir hann. Þegar kemur að ódýrri dægradvöl stend- ur Helgi ekki á gati. „Í stað þess að borga sig inn á rándýra tónleika má heimsækja gamlan frænda, hlusta á hann glamra á gítar- inn og spila síðan sjálfur undir á Machintoshbauk, öll fjölskyldan getur hist og spilað saman. Kannski verður kreppan til þess að við endur- vekjum gömlu kvöldvökurnar. Í blokkum geta menn skiptst á að vera með húslesturinn í stað þess að borga áskrift að rándýrum sjónvarpsstöðvum,“ segir Helgi sem hlakkar hreinlega til að takast á við kreppuna. RAGNAR FREYR PÁLSSON Vasapeningar ekki bara fyrir börn „Ég hugsa að flestir, ef ekki allir, hafi tök á því að minnka eyðsluna svolítið,“ segir Ragnar Freyr Pálsson, grafískur hönnuður, sem er nýkominn heim úr námi í Bandaríkj- unum og fékk svolítið áfall þegar hann sá hvað allt er orðið dýrt á Íslandi. Hann deyr þó ekki ráðalaus enda kann hann ýmislegt fyrir sér þegar sparnaður er annars vegar og hefur meðal annars haldið úti vefsíðunni Skotsilfur.com þar sem hann deilir ráðum sínum með öðrum. „Fyrsta sparnaðarráðið sem ég get nefnt er að borga sjálfum sér vasapeninga. Vasa- peningar eru ekki bara fyrir börn og það er skynsamlegt að taka ákveðna prósentu af launum og ráðstafa þeim sem vasapening- um sem má eyða í hvað sem er. Þegar þeir peningar eru búnir má ekki eyða meiru í nammi, föt, bíó, tónleika og þess háttar fyrr en í næsta mánuði,“ segir Ragnar sem sjálf- ur hefur skammtað sér vasapeninga með góðum árangri. „Þetta tryggir að maður eyðir ekki meiru í óþarfa en maður setur sér,“ segir Ragnar og bætir því við að það sé mikilvægt að vera svolítið strangur við sjálfan sig. Í öðru lagi bendir Ragnar fólki á að skoða í hvaða óþarfa það eyðir á hverjum degi. Þótt oft sé um lágar upphæðir að ræða safnast það þegar saman kemur. „Það er mjög algengt að fólk kaupi sér til dæmis kaffi, tyggjópakka, sígarettur eða kók á hverj- um degi. Leggðu þennan pening frekar inn á bók í lok vikunnar. Lang- tímaáhrifin eru gríðar- leg. Til dæmis er 200 kall á viku í 14 ár ein milljón og 22 þúsund krónur,“ segir Ragnar. Svo er það líkamsræktin sem er að sögn Ragnars hálfgert pen- ingaplokk sem óþarfi er að eyða krónum í í krepputíð. „Fólk ætti að segja upp rándýrri líkams- ræktaráksriftinni, leggja bílnum og ganga, hlaupa eða hjóla í stað- inn. Þú sparar ekki bara heilmikið næstu mánuðina með þessu heldur þarftu að eyða minni peningum í lækniskostnað í framtíðinni,“ segir Ragnar. SPARNAÐARTÆKI Margrét á alltaf eitt- hvað ódýrt í kistunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LJÚFFENGT Illgresið bragðast sem besta salat. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR BORGAR SÉR VASAPENINGA Ragnar fylgist með í hvað peningarnir fara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMAVINNAN Áður en Björg fer á djammið útbýr hún mynt fyrir almenningssalernin FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Kannski verður kreppan til þess að við end- urvekjum gömlu kvöldvökurnar. Í blokkum geta menn skiptst á að vera með húslestur- inn í stað þess að borga áskrift að rándýrum sjónvarpsstöðvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.