Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 4
4 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR VIÐSKIPTI „Íslendingar voru of ákafir, jákvæðir og fóru of geyst í útlánabólunni. Ég efast ekki um að Íslendingar séu úrræðagóðir og miklir frumkvöðlar en hag- kerfið ofhitnaði og seðlabankinn brást of seint við verðbólgunni,“ segir Ambrose Evans-Pritchard, ritstjóri alþjóðaviðskipta hjá Daily Telegraph. Hann segir að íslensku bank- arnir hafi veðsett sig umtalsvert líkt og margir aðrir bankar en vandamálið er að íslensku bank- arnir veðsettu mest í hlutfalli við stærð hagkerfisins og það sé að valda þeim vandræðum. Evans-Prit- chard bendir á að erlendar skuldir íslenska bankakerfisins séu á við átt- falda lands- framleiðslu Íslands. Hann telur að umfang erlendra skulda bankakerfisins geti gert Seðla- banka Ísands erfitt fyrir ef íslensku bankarnir lenda í fjár- hagserfiðleikum. Hann bendir á að margir hafi áhyggjur af því að Ísland sé orðið einn stór vogunarsjóður og efast um að Seðlabanki Íslands sé nægilega sterkur til að bregðast við versnandi aðstæðum á mark- aði. Hann telur að þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi tilkynnt um nýjar lánalínur fyrir skömmu þá sé gjaldeyrisforði Seðlabankans ekki burðugur. Hann veltir upp þeirri spurningu í ljósi stærðar fjármálakerfisins í samanburði við landsframleiðslu hvort Seðla- banki Íslands sé nægilega sterk- ur til að veita bönkunum lán eða leysa þá til sín líkt og gert var í Bretland og í Bandaríkjunum. Spurður um stöðu Íslands við núverandi aðstæður segir Evans- Pritchard Ísland sleppa vel ef spá stjórnvalda rætist um fjög- urra prósenta samdrátt í hag- kerfinu. Hann grunar að sam- drátturinn verði umtalsvert meiri og líkari því sem tíðkast í ríkjum Suður-Ameríku þar sem Ísland er aðþrengdasta þróaða hagkerfið í heiminum í dag. „Það er hugsanlegt að samdrátturinn vari í þrjú til fjögur ár,“ segir Evans-Pritchard. Hann bendir þó á að lengd samdráttarins ráðist að miklu leyti af aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um. Hann segir að þrátt fyrir að íslenskir fjárfestar hafi yfirtekið mörg af stærstu nöfnunum í breskri smásöluverslaun þá sé viðhorf til þeirra almennt jákvætt. En bendir þó á að það sé ákaflega skrítið að land sem er álíka stórt og Bristol geti haft slík áhrif í heiminum og keypt fyrirtæki víðs vegar um heim- inn. Spurður um hvort Ísland eigi að taka upp evru segir hann að landið eigi að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil þar sem ákveðin vandamál geti skapast við upp- töku evrunnar. „Sameiginleg vaxtastefna Evrópusambandsins getur verið slæm sérstaklega þegar vaxtastigið er það sama óháð efnahagsástandi,“ segir Evans-Pritchard. Hann bendir því til stuðnings á að aðstæður innan Evrópusambandsins séu ákaflega mismunandi um þessar mundir. Útflutningur sé að auk- ast gríðarlega í Þýskalandi á meðan það sé samdráttur sunnar í álfunni. bjornthor@markadurinn.is Ákafir Íslendingar Viðskiptaritstjóri Daily Telegraph telur Íslandi betur borgið utan Evrópusam- bandsins. Hann hefur áhyggjur af stærð fjármálakerfisins og getu Seðlabank- ans til lánveitinga. Of seint hafi verið brugðist við verðbólgunni. AMBROSE EVANS-PRITCHARD ÍSLAND FÓR OF GEYST Ambrose Evans-Pritchard, ritstjóri alþjóðaviðskipta hjá Daily Teleraph, segir að Íslendingar hafi farið of geyst í útrásinni. Fyrir mistök vantaði niðurlagið í Dagbók Þráins Bertelssonar í blaðinu í gær. Það er svohljóðandi. „Það er ekki hægt að komast betur að orði. Ég byrjaði hjá þessum snillingi [Jónasi Kristjánssyni] í blaðamennsku fyrir 40 árum og enn er ég að læra af honum. Mæli með mjög athyglisverðri mál- verkasýningu Stefáns Þórs í Borgar- bókasafninu. Þar er að finna alvöru umhugsunarefni, eilíf og hafin yfir hégóma hvunndagsins.“ LEIÐRÉTTING PAKISTAN, AP Pakistanski herinn undir stjórn Perves Musharraf, núverandi forseta Pakistans, lét Norður-Kóreu í té skilvindu til auðgunar úrans. Þetta segir pakist- anski kjarn- orkuvísinda- maðurinn Adbul Qadeer Khan. Khan gegndi stóru hlutverki í undirbúningi þess að Pakistan kom sér upp kjarnorku- vopnum árið 1998. Hann játaði árið 2004 að hafa látið Íran, Norður-Kóreu og Líbýu í té tækni sem nýta má til kjarn- orkuvígvæðingar. Þá sagðist hann hafa verið einn að verki. Pakistönsk stjórnvöld hafa neitað aðild. - gh Útbreiðsla kjarnorkutækni: Pakistönsk skil- vinda í N-Kóreu ABDUL QADEER KHAN SAMGÖNGUR Malbikunarfram- kvæmdir eru meira en fimmtungi dýrari í ár en í fyrra vegna hækk- andi olíuverðs. Þessi verðhækkun gæti numið nokkrum milljörðum króna. „Fjárveitingar frá ríkinu eru óbreyttar þannig að eini mögu- leikinn er sá að Vegagerðin dragi úr framkvæmdum. Þetta þýðir að við munum ekki leggja jafn mikið upp úr viðgerðum á vegum og endur nýjun á malbiki,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, for- stöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni. Hann telur að frekar verði dregið úr endurnýjun en nýframkvæmdum. „Hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar er að auka vegaframkvæmdir, sem þeir hafa vissulega staðið við, en eitthvað verður minna úr peningunum en áður var gert ráð fyrir vegna þess- ara hækkana,“ segir Rögnvaldur. Verð á asfalti fylgir nokkurn veginn olíuverði. Vegna hækkan- anna undanfarið, auk gengisþró- unar, hefur kostnaður við innkaup aukist um fjörutíu prósent. Kostn- aður við kaup á asfalti er ríflega helmingur kostnaðarins við lagningu malbiks. Heildarkostn- aðurinn við malbikun hækkar því um tuttugu prósent vegna kaupa á asfalti. „Þá er ótalinn annar kostn- aður eins og við bensín notkun vinnuvéla,“ segir Rögnvaldur. - ges Mikil hækkun olíuverðs hefur áhrif á malbikunarframkvæmdir: Dregur úr viðgerðum á vegum SAMGÖNGUR Seltjarnarnesbær og Álftanesbær munu áfram taka þátt í verkefninu Frítt í strætó. Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað það á fundi sínum hinn 25. júní og bæjarstjórn Álftaness hinn 26. júní. Reykjavíkurborg hefur einnig ákveðið að halda áfram með verkefnið, sem veitir framhalds- og háskólanemum frítt í strætó á skólaárinu 2008-2009. Garðabær ákvað á dögunum að taka ekki áfram þátt í verkefninu. Að því er næst verður komist hefur ekki verið tekin ákvörðun um málið í Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. - þeb Álftanes og Seltjarnarnes: Gefa áfram frítt í strætó STANGVEIÐI Árni Ísaksson, starfsmaður Matvælastofnunar, hefur verið kjörinn forseti Laxaverndunarstofnunarinnar. Stofnunin fjallar um stjórn- sýslu og tekur ákvarðanir um laxveiðikvóta við Vestur-Græn- land og Færeyjar. Aðildarlönd eru meðal annarra Bandaríkin og Danmörk auk Evrópusambands- ins. Laxaverndunarstofnunin var stofnuð á Íslandi fyrir rúmum tuttugu árum vegna mikillar aukningar í úthafsveiðum á laxi við Grænland og Færeyjar. Í kjölfarið hefur dregið mjög úr þessum veiðum. - ht Laxaverndunarstofnunin: Árni Ísaksson kjörinn forseti STJÓRNSÝSLA Íslensk stjórnvöld hyggjast svara ákvörðun ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, um Íbúðalánasjóð innan mánaðar, að því er fram kemur í yfirlýsingu. ESA telur að sú ríkisaðstoð sem Íbúðalánasjóður fær sé ekki í samræmi við ríkisstyrkjaákvæði EES-samningins og sé því í raun ólögleg. Upphaf málsins er rannsóknar- ferli sem hófst í júní 2006 í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins í apríl sama ár, þar sem niðurstöð- um ESA var hnekkt. Niðurstaða ESA var á þeim tíma að Íbúða- lánasjóður stæðist ríkisstyrkja- reglur samningsins. - vsp Stjórnvöld boða svar til ESA: Ætla að svara innan mánaðar EMBÆTTISVEITING Sýslumaður skipaður Úlfar Lúðvíksson hefur verið skipaður sýslumaður á Patreksfirði frá og með fimmtánda júlí, að því er fram kemur í tilkynningu frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Tvær aðrar umsóknir bárust um starfið Breskur dómari hefur úrskurðað að ekki sé nægilega hátt hlutfall kartaflna í Pringles-flögum til að þær teljist raunverulega kartöfluflögur. Hlutfall kartaflna í flögunum er um 42 prósent. NEYTENDUR Pringles ekki kartöfluflögur DREGIÐ ÚR ENDURNÝJUN VEGA Forstöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni segir minna verða úr peningunum en áður vegna hækkana. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 22° 16° 18° 17° 14° 23° 21° 18° 23° 25° 27° 23° 24° 28° 32° 25° 25° 17 15 12 16 16 16 19 14 16 13 16 20 22 20 16 13 16 17 17 1616 13 17 17 Á MORGUN Hægviðri eða hafgola ÞRIÐJUDAGUR Hæg breytileg átt FRAMHALD Á GÓÐVIÐRI Enda þótt sólskinið sé nokkuð köfl ótt á landinu verður ekki sagt annað en um góðviðri sé að ræða. Í dag og næstu daga, fram undir vikulok, eru horfur á hægviðri og hlýindum og það um mest allt land. Þá má búast við þurrviðri og slíkt veður er ekki sjálfgefi ð hér á landi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 05.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 155,545 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,1 77,46 152,87 153,61 120,89 121,57 16,21 16,304 15,151 15,241 12,871 12,947 0,7219 0,7261 125,33 126,07 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.