Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 16
16 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR
Þ
að dugði ekkert
minna til en mesta
lögregluútkall lýð-
veldisins, þetta var
svo hættulegt blað,“
segir Úlfar Þormóðs-
son. „Allir hreppstjórar, sýslu-
menn og lögreglustjórar í landinu
voru kvaddir út til þess að koma
blaðinu úr umferð. Það var farið í
allar bókabúðir og allar sjoppur á
landinu og Spegillinn hirtur. Þá
voru umboðsmenn um allt land
eltir uppi.“
Félag áhugamanna um alvarleg
málefni gaf Spegilinn út. Starfs-
menn blaðsins voru þeir Úlfar og
Hjörleifur Sveinbjörnsson, en
kona hans situr í dag í sæti utan-
ríkisráðherra. „Þetta var mikið
leynifélag, raunar svo mikið að
það var aldrei stofnað; menn hitt-
ust bara. Útgáfa gamla Spegilsins
lá niðri og okkur fannst vanta
svona blað.
Við vildum skemmta þjóðinni og
sýna hvernig hún væri og við hvað
hún væri að fást. Við héldum að
meðaltal heimskunnar hefði lækk-
að hjá þjóðinni og hún gæti tekið
við einhverju. Raunin var önnur.
Oft er það svo með embættismenn
sem byrja ungir hjá hinu opinbera
þorna upp og geldast og fara að
agnúast út í allt og alla. Heimsku-
meðaltalið er því alltaf hið sama.
Það kemur smásig þegar nýir
menn koma, en þeir eru fljótir að
visna upp svo samtala heimskunn-
ar er ætíð sú sama.
Félagið stóð fyrir ýmsu auk
útgáfunnar. Á þessum tíma voru
stjórnmálaforingjar sífellt að
skora hver annan á fundi og Jón
Baldvin var gríðarlega brattur í
því., Við skoruðum hann á fund, en
hann kom aldrei, helvítið á
honum.
Á fundi sem hann hélt í gamla
Sigtúni mættu síðan tveir úr félag-
inu. Þegar orðið var gefið laust
fóru þeir hver á eftir öðrum í
pontu og mærðu Jón Baldvin af
slíku offorsi að við lá að hinn síð-
ari væri borinn úr pontu. Mogginn
var mættur með blaðamann og
ljósmyndara, en að afstöðnum
fundi mátti sjá til Jóns Baldvins
að hringja á skrifstofur blaðsins
til að koma í veg fyrir að þetta
birtist.“
Lögreglumál
Fyrsta tölublað Spegilsins birtist í
apríl árið 1983. Tímasetningin var
engin tilviljun. „Þetta var
skemmtilegur tími, skammt til
kosninga, og Spegillinn var nátt-
úrlega stjórnarmálgagn,“ segir
Úlfar, en í blaðhaus kemur fram
að Spegillinn sé málgagn Félags
áhugamanna um alvarleg málefni
„og ríkisstjórnar hverju sinni.
Þiggur gjarnan ríkisstyrki...“
Úlfar segir nokkurn undirbún-
ing hafa verið að útgáfunni. „Ég
vildi stofna hlutafélag en kunni
ekki mikið á hlutafélagalög. Ég
útbjó því sjálfur hlutabréf og gekk
á milli nokkurra auðmanna sem
glaðir keyptu bréf. Þeim fannst
framtakið gott og þetta stóð nokk-
urn veginn undir fyrsta tölublað-
inu.“
Annað tölublaðið kom út í maí.
„Okkur fannst við ekki alveg nógu
meinyrtir í fyrsta tölublaðinu og
ekki nógu mikinn stuðning við rík-
isstjórnina þar að finna, þannig að
við hertum dálítið róðurinn.“
Sólarhring eftir að tölublaðið
kom úr prentun fór hin umfangs-
mikla lögregluaðgerð í gang. „Við
sátum heima hjá mér á Grjótagöt-
unni, ég Hjörleifur og einhverjir
fleiri, og vorum að undirbúa næsta
blað. Okkur grunaði ekki að yfir-
völdin væru á eftir okkur.
Við vissum ekki hvaðan á okkur
stóð veðrið þegar allt í einu komu
lögreglumenn inn til okkar og
kröfðust þess að fá öll eintök af
Speglinum sem þar væru.
Aðspurðir hver sökin væri sögðu
þeir að í blaðinu væri að finna
klám og ærumeiðingar. Síðar meir
tókst þeim að bæta guðlastinu
við.“
Úlfar segir að hið sama hafi
verið upp á teningnum um allt
land. Umboðsmenn hafi verið
heimsóttir, auk sölustaða, og ein-
tök gerð upptæk. „Þetta var vel
skipulöð aðgerð hjá yfirvaldinu.
Meira að segja fóru tveir, þrír fíl-
efldir lögreglumenn á heimili
prentsmiðjueigandans um kvöldið
og drógu hann út í náttfötunum til
að hirða filmurnar uppi í Odda.
Dreifarinn okkar var í ferð út á
land og hafði einhvern pata af
aðgerðunum. Hann kom sér strax
í felur með fullan Moskvíts af
Speglinum. Önnur eintök voru sett
í steininn og komið fyrir í einum
fangaklefanum. Þar rýrnaði upp-
lagið nú talsvert og ég held að vel-
viljaðir lögreglumen hafi dreift
því.“
Endurútgáfa
Útgefendur voru ekki af baki
dottnir og þeir gáfu blaðið út aftur
og höfðu bætt kápu utan um það
og nýrri miðopnu. Þar mátti meðal
annars finna myndir og frásagnir
úr blöðum sem voru gefin út
óáreitt á þessum tíma; Bósa,
Bangsa og Tígulgosanum, en í
þeim var að finna berorðar frá-
sagnir af kynlífi fólks.
Blaðið, sem fékk nafnið Sam-
viska þjóðarinnar – en það hafði
verið undirtitill Spegilsins – var
selt á götum úti.
„Lögreglunni tókst ekki betur
til en svo að þeir fjarlægðu bara
litfilmurnar úr prentsmiðjunni, en
ekki þær svarthvítu. Það voru því
hæg heimatökin að prenta blaðið
upp á nýtt. Nokkuð harðsnúinn
hópur sölumanna frá okkur fór af
stað nokkrum dögum eftir að
fyrsta upplag var gert upptækt.
Fyrst vorum við í Austurstræti og
ég fór með gjallarhorn upp á húsin
sem stóðu á horni Lækjargötu og
Austurstrætis, en eru nú brunnin,
og hvatti þjóðin til að kaupa sam-
visku sína. Við vorum náttúrlega
teknir þar.
Um kvöldið fór einn hópur í
Öskjuhlíðina, en þar var eitthvað
um að vera, og annar á Laugar-
dalsvöll, á landsleik í knattspyrnu.
Lögreglan komst á snoðir um þetta
og stöðvaði söluna, en eitthvað
seldist þó.“
Leiðindi ekki saknæm
Úlfar var sem ábyrgðarmaður
kallaður til yfirheyrslu hjá lög-
reglunni. „Það var nú yfirleitt
blíðlindi í þessu máli. Yfirheyrsl-
urnar voru nú hálfundarlegar og
mér fannst á lögregluþjónunum
að þeim fyndist málið allt asna-
legt. En ég var spurður hvar blöð-
in væru falin og af hverju ég væri
í því að gefa þetta aftur út, þegar
blaðið væri bannað.
Ég fékk stuðning frá ýmsu fólki
og til að mynda kom þekktur rit-
höfundur að máli við okkur og rit-
aði pistil á baksíðu endurútgáf-
unnar. Þá sagði Jón Steinar
Gunnlaugsson í tengslum við
málið eitthvað á þá leið að ekki
væri víst að Spegillinn væri
skemmtilegur, en ekkert væri í
Gegn guði og góðu siðferði
Aldarfjórðungur er síðan Úlfar Þormóðsson, útgefandi og ábyrgðarmaður Spegilsins, var dæmdur fyrir guðlast og klám. Ein-
ungis tveir Íslendingar voru dæmdir fyrir guðlast á síðustu öld. Úlfar sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá málinu.
Bragi Kristjónsson forn-
bókasali kannaðist vel við
eintakið þegar blaðamaður
leitaði til hans. „Við fáum
það alltaf af og til inn til
okkar, það berst þá með
bókasöfnum. Það er nú
svo sem ekki rífandi eftir-
spurn eftir því – enda er
nútímafólk fljótt að gleyma
– en hún er þó einhver.
Það fer alltaf fljótt út eftir
að við fáum það,“ segir
Bragi.
Tölublað af hinu bann-
aða eintaki fer á um 2.000
krónur í dag. Það kostaði
70 krónur á þávirði þegar
það kom út í maí 1983.
Úlfar segist reglulega
þurfa að fara með eintök
af blaðinu í Þjóðarbókhlöð-
una. „Þangað koma víst
einhverjir menn sem hafa
vit á góðum bókmenntum
og ræna blaðinu,“ segir
Úlfar um eintakið bannaða.
➜ EINHVER EFTIRSPURN
SELST FLJÓTT Bragi segir að þegar eintök af hinum bannaða Spegli komi í búðina hjá honum
séu þau fljótt keypt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÆMDUR GUÐLASTARI Úlfar segist ekki hafa viljað missa af þeirri reynslu sem Spegilsmálið færði honum. Það varð honum þó dýrkeypt því hann þurfti að selja hús sitt til að
eiga fyrir skuldum og sektargreiðslum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI