Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 8
8 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Eftir Svein
Andra Sveinsson
Ísland er Evrópuþjóð; í Evrópu eru okkar helstu markaðir og til
annarra landa Evrópu sækja
Íslendingar til náms og starfa.
Evrópusambandið sem byrjaði
sem Kola- og Stálbandalag Evrópu
og stofnað var til að varðveita
friðinn í álfunni hefur smátt og
smátt verið að stækka og innri
uppbygging þess að breytast. Er
svo komið að langflest ríki Evrópu
hafa gengið til liðs við ESB og
saman mynda þau eitt markaðs-
svæði þar sem landamæri hafa
verið afnumin í viðskiptum innan
svæðisins. Í samræmi við þessa
sýn hafa ríkin sameiginlegan
seðlabanka og þau nota sömu
myntina í viðskiptum á svæðinu;
evru (með örfáum undantekning-
um. Hið frjálsa flæði vöru, þjón-
ustu, vinnuafls og fjármagns
innan sambandsins stuðlar að
auknum hagvexti innan aðildar-
ríkjanna og styrkir samkeppnis-
stöðu þeirra.
Evrópska efnahagssvæðið
Með aðild að Evrópska efnahags-
svæðinu í gegnum EFTA hefur
Íslandi að sumu leyti tekist að nýta
það jákvæða í starfsemi ESB, en
vegna þess hve ríkin sem þannig
tengjast ESB eru fámenn og fá eru
samskiptin við EFTA
afgangsstærð auk sem EFTA-ríkin
eru áhrifalaus um allar ákvarðanir
ESB sem síðan öðlast gildi á hinu
Evrópska efnahagssvæði. Að auki
er ekki fullkomið frjálst flæði vöru
og þjónustu innan Evrópska efna-
hagssvæðisins eins og í ESB.
Greiða þarf vörugjöld af vörum
sem flutt eru inn frá ríkjum ESB
og ýmsar álögur leggjast á vörur
sem við flytjum til ríkja innan
ESB.
Helstu kostir þess að ganga í
ESB og evrópska myntsamstarfið
eru þeir að við það verðum við
hluti af stærra efnahags- og mark-
aðskerfi. Við það samlagast Ísland
þeim kjörum sem gilda í ríkjum
ESB; vextir lækka, bæði almennt
og af húsnæði sem og vanskila-
vextir, verðtryggingin hyrfi, verð
myndi lækka á neysluvörum, ekki
síst af landbúnaðarafurðum o.s.frv.
Hagvöxtur myndi taka mikinn
kipp upp á við og velmegun aukast
til mikilla muna.
Ekki sjáanlegir gallar við aðild
Þrjú atriði hafa andstæðingar Evr-
ópusambandsaðildar aðallega
nefnt aðild til foráttu:
a) Íslendingar framselji hluta af
fullveldi sínu til sambandsins.
b) Fiskimiðin opnist fyrir erlenda
aðila og þeim verði stýrt frá
Brussel.
c) Skrifræði ríki í Evrópusam-
bandinu.
Um fullveldisframsalið er það
að segja að fullveldi er teygjan-
legt hugtak og í raun er verulegt
álitaefni hvort við séum með aðild
að ESB ekki í raun að styrkja full-
veldi landsins. Í dag eru það stofn-
anir ESB sem setja okkur Íslend-
ingum í raun og veru lög á reglur
á fjölmörgum sviðum. Undirbún-
ingur, setning og framkvæmd
regluverks ESB er í höndum stofn-
ana þess og sem EFTA-ríkjunum
er síðan skammtað úr hnefa. Gera
EFTA-ríkin ekki annað en að lög-
leiða eða staðfesta það án nokk-
urra breytinga. Með aðild að ESB
verður Ísland hluti af þeim stofn-
unum sem setja reglurnar og virk-
ir aðilar í lagasetningarferlinu.
Má því má segja að með því sé
verið að útvíkka fullveldið. Það er
að auki lögfræðilega fráleitt að
halda því fram að frjálst og full-
valda ríki sem tekur ákvörðun um
að gerast aðili að fjölþjóðlegum
samtökum nokkurra ríkja eins og
ESB og felur því yfirþjóðlegt vald
til ákvarðana sem fyrir aðild voru
í höndum stjórnvalda viðkomandi
ríkis, sé með þessu að afsala sér
fullveldi sínu að einhverju leyti,
þegar það er haft í huga að þessi
sömu stjórnvöld geta á hvaða
tímapunkti sem er sagt sig úr ESB
og þar með svipt hinar yfirþjóð-
legu stofnanir ESB hinu yfirþjóð-
lega valdi.
Fiskimiðin munu eftir sem áður
við óbreytt kvótakerfi vera lokuð
fyrir erlendum fiskiskipum enda
byggist kvóta-
kerfið á úthlut-
un á grundvelli
veiðireynslu.
Svo lengi sem
úthlutun afla-
heimilda byggir
á slíkum málefna-
legum sjónarmið-
um en mismuna
ekki fiskiskipum á grundvelli
þjóðernis geta stofnanir ESB ekki
haggað við því. Svo hittir hins
vegar á að nánast engin skip af
erlendum toga, ef undan eru skild-
ar nágrannaþjóðir okkar Norð-
menn, Grænlendingar og Færey-
ingar, hafa slíka veiðireynslu að
leiði til úthlutunar aflaheimilda.
Stjórnun fiskveiðanna yrði ávallt
falin íslenskum stjórnvöldum,
sem gæta yrðu þess að mismuna
ekki við aðgerðir sínar, eins og
lokanir svæða, möskvastærð
o.s.frv., innlendum og erlendum
aðilum. Augljóst má einnig telja
að framkvæmdastjórn ESB fæli
íslenskum stjórnvöldum að ákveða
heildarafla á Íslandsmiðum.
Skrifræði er ekkert meira innan
ESB en í hvaða stofnunum eða
ríkjum sem er. Hafa ber í huga að
stjórnsýslu sambandsins er fyrst
og fremst ætlað að koma í veg
fyrir að aðildarríkin setji upp
hindranir í vegi hins frjálsa flæðis
milli landanna og þarf því að vera
sterk til að geta staðið í fæturna
gegn slíkum tilburðum.
Eftir engu að bíða
Ísland á strax að sækja um aðild
að ESB. Í kjölfar aðildarumsóknar
hefjast aðildarviðræður og í þeim
viðræðum skýrist í fyrsta lagi
hvaða heimavinnu íslensk stjórn-
völd þurfa að vinna, efnahagslega
og stjórnskipulega áður en til
aðildar getur komið og í öðru lagi
hverjir skilmálar verða í aðildar-
samningi Íslands við ESB. Telji
íslensk stjórnvöld aðildarsamning
Íslands og ESB ásættanlegan er
samningurinn borinn undir þjóð-
aratkvæði.
Fyrir undirrituðum hafa ekki
verið færð haldbær rök fyrir því
að breyta þurfi stjórnarskrá
íslenska lýðveldisins við aðild að
Evrópusambandinu. Sé það hins
vegar niðurstaða vísra lagaspek-
inga að þess þurfi yrðu slíkar
breytingartillögur einfaldlega
bornar undir þjóðaratkvæði um
leið og aðildarsamingur og síðan
endanlega samþykktar í samræmi
við það ferli sem stjórnarskráin
kveður á um.
Það er pólitísk spurning
hvort Ísland eigi að ger-
ast aðili að ESB eða
ekki. Fráleitt er að
gangast fyrir stjórn-
skipulegum breyting-
um innanlands ef
aðildarumsókn skilar
ekki ásættanlegum
samningi. Þau skilyrði
sem uppfylla þarf til
þess að geta gengið í
Myntbandalagið eru
þess eðlis að íslenskum
stjórnvöldum ber að
stefna að þeim sem
markmiðum í sinni efna-
hagsstjórn, hvort sem
aðildrumsókn er uppi á
borðinu eða ekki.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
L
eiðtogar sjö mestu iðnvelda Vesturlanda auk Rússlands
eru nú að tínast til japönsku eyjarinnar Hokkaído, þar
sem þeir munu sitja á rökstólum um heimsmálin næstu
daga. Tvennt er efst á baugi í hinum árvissu viðræðum
þeirra að þessu sinni: efnahagsmál og aðgerðir gegn
loftslagsbreytingum.
Í loftslagsmálunum er markmiðið að fá öll G8-ríkin til að ákveða
að ganga á undan með góðu fordæmi og skuldbinda sig til að draga
verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020 og enn
meira fyrir árið 2050. Margir telja nauðsynlegt að velmegunar-
iðnveldin sýni forystu í þessu máli ef líkur eiga að vera á því að
loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn á næsta
ári skili árangri, það er sáttmála um samstillt átak þjóða heims um
að draga úr útblæstri sem tekið getur við þegar Kyoto-bókun lofts-
lagssáttmála SÞ rennur úr gildi árið 2012. Litlar líkur eru á því að
ríki eins og Kína og Indland, sem eru undanþegin losunarhömlum
Kyoto-bókunarinnar en auka hröðum skrefum jarðefnaeldsneytis-
drifna orkunotkun sína, fallist á að taka á sig slíkar hömlur nema
„velmegunarveldin“ sýni gott fordæmi.
Þetta verður síðasti G8-fundurinn sem George W. Bush Banda-
ríkjaforseti sækir. Eins og kunnugt er hefur hann í forsetatíð sinni
staðið fast gegn því að Bandaríkjamenn – sem eyða um fjórðungi
allrar orku í heiminum þótt þeir séu aðeins um fimm prósent íbúa
heims – taki á sig skuldbindingar í þessa veru. Hið snarhækkaða
olíuverð – það hefur tvöfaldast frá því á síðasta G8-leiðtogafundi
í Þýzkalandi í fyrrasumar – hefur hins vegar skapað nýjan hvata
til aðgerða til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Það er þessi
hvati sem eflir mönnum von um að Bandaríkjamenn hætti að
reyna að vera stikkfrí frá hinu alþjóðlega átaki gegn orkusóun
og losun gróðurhúsalofttegunda. Vitneskjan um að báðir forseta-
frambjóðendurnir vestra eru öðruvísi þenkjandi um þessi mál en
sá fráfarandi eflir þá von enn frekar.
Ríkisstjórn Íslands hefur líka sett sér metnaðarfull markmið
um að draga úr losun af þessu tagi á næstu áratugum. Hún hefur
reyndar sett sér ýmis önnur markmið sem eiga að stuðla að vist-
vænni háttum landsmanna, ekki sízt í samgöngum. Aðgerða sem
eru til þess fallnar að stuðla að því að þessi markmið náist hefur
hins vegar lítt orðið vart. Með tilliti til þess að Ísland á raunhæft
tækifæri til að verða fyrsta þróaða land heims sem verður nánast
óháð jarðefnaeldsneyti, væri markvisst að því stefnt, sætir þetta
aðgerðaleysi nokkurri furðu.
Með því að breyta reglum um gjaldheimtu af bílum og eldsneyti
eins og lagt er til í nýlegri skýrslu stjórnskipaðs starfshóps væri
strax mikilvægt skref stigið í þessa átt. Þar með sköpuðust loks
áþreifanlegir hvatar fyrir almenning að haga fjárfestingum sínum
og neyzlumynstri í þeim stóra útgjaldalið hverrar fjölskyldu sem
einkabíllinn er þannig, að stórlega drægi úr bensín- og dísilolíu-
brennslu bílaflotans.
Þetta væri þó aðeins byrjunin. Raf- og lífeldsneytisvæðing bíla-
flotans og almenningssamgangna væri næsta skref, síðan skipa-
flotans, og þannig áfram unz Ísland yrði nánast óháð olíu. Orku-
berinn vetni gæti líka gegnt hlutverki. Með því að flýta þessari
þróun með markvissum aðgerðum stjórnvalda gæti Ísland fest í
sessi ímynd sína sem vistvænt en hátæknivætt velmegunarsamfé-
lag og gegnt fordæmishlutverki fyrir önnur lönd heimsins.
Forysta G8 um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum:
Metnaður Íslands
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
Þjóð meðal annarra
Evrópuþjóða
Ótakmörkuð heimska
Margrét Sverrisdóttir virðist enn um
sinn þurfa að bíða fyrirgefningar
fyrrum samherja sinna úr Frjálslynda
flokknum fyrir að yfirgefa þá í fússi
fyrir hálfu öðru ári. Tveir þeirra, þeir
Jón Magnússon og Magnús Þór
Hafsteinsson, láta Margréti fá það
óþvegið á bloggsíðu Jóns vegna
framgöngu hennar sem formaður
Kvenréttindafélags Íslands í
nýlegri heimsókn til Írans
og ummæla eftir ferðina.
Þeim þykir hún gera
afar lítið úr bágri stöðu
kvenna í heims-
hlutanum. „Eru
engin tak mörk fyrir
heimsku Margrétar
Sverrisdóttur?“ spyr
Magnús í athugasemd.
Handklæðin hans Jóns
Jón Magnússon virðist hins vegar
manna fróðastur um málefni Mið-
Austurlanda og opinberar því til
sönnunar glænýjar upplýsingar í
téðri bloggfærslu, nefnilega þær að
kúgaðar konur í múslimaríkjum
gangi jafnan um með
höfuð sitt sveipað
handklæði. „Á tveim
myndum sem fylgja
viðtalinu er formaður-
inn með handklæði
um höfuðið, tákn
kvennakúgunar
og ófrelsis“, skrifar
þingmaðurinn.
Þessi ógeð-
felldu tákn
kvenna-
kúgunar og
ófrelsis eru seld hérlendis í flestum
betri stórmörkuðum. Neytendafröm-
uðurinn Jón getur varla látið það
óátalið.
Sivjaðar útvarpsfréttir
Siv Friðleifsdóttir var í tvígang sögð
varaformaður Framsóknarflokksins í
kvöldfréttum Útvarps í gær. Valgerður
Sverrisdóttir, raunverulegur vara-
formaður flokksins þegar síðast
fréttist af honum, getur varla hafa
verið kát með það. Það segir
kannski sitt um stöðu Framsókn-
ar að fréttamenn skuli gleyma
því hverjir halda þar um hvaða
tauma. Eða þá að fram fari
kosningar innan flokksins sem
enginn tekur eftir nema fránir
fréttahaukar útvarps.
stigur@frettabladid.is