Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 20
4 sport S veinn Elías Elíasson hefur þrátt fyrir ungan aldur náð eftirtektar- verðum árangri í íþrótt sinni og er alltaf að setja markið hærra og hærra. Sveinn Elías telur sig sjálfan eiga mikið inni og hefur þegar sett sér metn- aðarfull markmið upp á fram- haldið að gera og stefnir m.a. að því að komast á Ólympíu- leikana í London árið 2012. Sveinn Elías á að baki ótelj- andi drengja-, sveina- og pilta- met og státar enn fremur af Íslandsmeti í karlaflokki í 400 metra hlaupi innanhúss. Nýj- asta afrek Fjölnismannsins unga var að verða Norður- landameistari í tugþraut í flokki 18-19 ára á móti sem haldið var í byrjun júní í Finn- landi en Sveinn Elías hefur lagt stund á tugþraut í þó nokk- urn tíma. „Í tugþrautinni þurfa menn að vera öflugir í mörgum greinum og þegar ég var um fjórtán ára gamall var ég orð- inn nokkuð góður í flestum keppnisgreinum tugþrautar- innar þannig að ég lét bara reyna á keppni þar með ágæt- um árangri. En keppnisgrein- arnar sem um ræðir eru 100 metra hlaup, langstökk, kúlu- varp, hástökk, 400 metra hlaup, 110 metra grindahlaup, kringlukast, stangarstökk, spjótkast og 1500 metra hlaup. Það tekur gríðarlega á að keppa í svona mörgum grein- um, yfirleitt á frekar skömm- um tíma þannig að maður er eiginlega alveg ónýtur eftir keppnirnar,“ sagði Sveinn Elías sem nýtur mikils skiln- ings frá vinnuveitanda sínum til þess að geta lagt stund á íþrótt sína af krafti. „Ég vinn sem húsvörður hjá Orkuveitunni og er þar vana- lega frá kl. 8-16 alla virka daga en get fengið að hlaupa frá til þess að fara á æfingar hvenær sem mér hentar. Ég er með föst mánaðarlaun sem eru í raun og veru eins og styrkur frá Orkuveitunni þar sem ég er á fullum launum á meðan ég er að keppa erlendis og það er ómetanlegur stuðningur þar sem ég þarf að ferðast talsvert erlendis til að keppa á þeim mótum sem í boði eru,“ sagði Sveinn Elías en frjálsíþróttir eru ekki eina sportið sem hann hefur áhuga á. „Ég er mikill áhugamaður um bíla og bílasport almennt og hef verið að spyrna á kvart- mílubrautinni í Hafnarfirði. Það er eitthvað við hraðann sem heillar mann, það er ekki nóg að hlaupa hratt,“ sagði Sveinn Elías á léttum nótum en hann hefur væntanlega lítinn tíma fyrir bílasportið á næst- unni. „Næsta verkefni hjá mér er heimsmeistaramót U-19 ára í frjálsíþróttum sem fer fram í Póllandi dagana 8.-13. júlí. Ég verð úti í átta daga og það verð- ur spennandi að takast á við það. Ég er reyndar búinn að vera meiddur í olnboganum og gat til að mynda bara kastað spjótinu einu sinni á Norður- landamótinu í Finnlandi og var þar af leiðandi langt frá mínu besta þar og það er fljótt að hafa áhrif í tugþrautinni. Ég fór hins vegar í einhverja sprautumeðferð sem skilar sér vonandi, þannig að ég geti beitt mér almennilega í kastgrein- unum án þess að finna of mikið til. Það er ansi margt sem getur farið úrskeiðis og maður veit aldrei hvað gerist, en ef allt gengur upp þá tel ég mig alveg eiga möguleika á verðlauna- sæti í Póllandi,“ sagði Sveinn Elías vongóður en hann ætlar sér enn stærri hluti í framtíð- inni. „Ég stefni á að komast á Ólympíuleikana í London árið 2012 og ef ég myndi ná topp fimm þar, þá gæti ég verið sáttur,“ sagði Sveinn Elías að lokum. BÍLASPORTISTINN Sveinn Elías er mikill áhugamaður um bílasport og er stoltur eigandi þess bláa subaru impreza wrx o6 sem er til vinstri á mynd- inni. MYND/PÉTUR SIG. EITTHVAÐ VIÐ HRAÐANN SEM HEILLAR SVEINN ELÍAS ELÍASSON, 18 ára tugþrautarkappi úr Fjölni, er meðal efnilegustu íþróttamanna landsins og er stöðugt að bæta sig. En hann hleypur ekki aðeins hratt heldur er hann líka mikill áhugamaður um bílasport og keppir í kvartmílu. Eftir Ómar Þorgeirsson Á HLAUPUM Sveinn Elías sprettir úr spori í vinnunni og óhætt að segja að hann sé fljótasti húsvörð- ur landsins. VALGARÐUR GÍSLASON VÍGALEGUR Í VINNUNNI Sveinn Elías vinnur alla virka daga frá kl. 8-16 sem húsvörður í Orkuveituhús- inu en fær að hlaupa frá á æfingar þegar honum hentar. Stefán Jóhannsson frjálsíþróttaþjálfari hefur mikla trú á Sveini Elíasi og dáist að gríðarlegu keppnisskapi hans. Hann hefur þjálfað Svein Elías í tæp fimm ár og hefur miklar mætur á tugþrautakappanum unga. „Strákurinn er náttúrlega geysilegt efni og það býr mjög mikið í honum. Hann er mikill keppnismaður og virðist ná að stíga upp þegar í keppni er komið og nær oft að koma manni á óvart með því að ná enn betri árangri en maður þorði að vona. Hann er hins vegar ungur enn og á eftir að þroskast bæði sem íþróttamaður og einstaklingur,“ sagði Stefán sem telur framtíðina bjarta hjá Sveini Elíasi. „Hann er ef til vill ekki í eins góðu formi á þessum tímapunkti og ég hafði vonað en hann hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarið. Hann tognaði í vetur og er búinn að vera meiddur í olnboganum þannig að hann á talsvert inni. Það er mikilvægt fyrir efnilega íþróttamenn eins og hann að setja sér skyn- samleg framtíðarmarkmið og svo skammtímamark- mið sem oft er farið fram úr. Sveinn Elías setur sér stundum að mér finnst mjög háleit skammtímamarkmið en hann er mjög klókur að vinna sig fram úr þeim. Hann er þegar búinn að setja afar mörg drengja-, sveina- og piltamet og á eitt Íslandsmet í karlaflokki eins og staðan er í dag og ég er reyndar ekki frá því að hann eigi næstum Íslandsmet- ið í Íslandsmetum,“ sagði Stefán. Á NÆSTUM ÞVÍ ÍSLANDSMETIÐ Í ÍSLANDSMETUM VA LG A RÐ U R G ÍS LA SO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.