Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.07.2008, Qupperneq 6
6 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR BENSÍN Stóru olíufélögin, Olís, Skeljungur og N1 lækkuðu bensín- lítrann og dísillítrann um 1,20 krónur í gær. Atlantsolía lækkaði bensínlítrann hins vegar um 1,30 krónur en dísillítrann um 1,20 krónur. Ástæðan er sjö dollara lækkun hráolíutunnunnar í fyrra- dag. Í hráolíutunnu eru 147 lítrar. „Við ákváðum í morgun [gær- morgun] að lækka verðið en það hefur heldur betur saxast á það síðan þá,“ segir Magnús Ásgeirs- son innkaupastjóri eldsneytis hjá N1 en krónan veiktist um 50 aura gagnvart Bandaríkjadollara og verðið á tunnu hækkaði um einn dollara í gær. Fróðir menn segja yfirlýsingu Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, frá því í fyrradag, um að mikil streita ríki á fjármála- mörkuðum hafa haft áhrif á svipt- ingarnar á markaðnum í gær. „Þetta sýnir að það er algjör tauga- veiklun á markaðnum. Við hefðum viljað sjá framboð og eftirspurn breyta heimsmarkaðsverðinu, en ekki yfirlýsingu einhvers seðla- bankastjóra.“ Magnús segist vona að verðið haldist lágt því óæskilegt væri ef bensínlítrinn færi yfir tvö hund- ruð krónur. „Stefnan hér á þess- um bæ er að lækka eldsneytis- verðið strax og það lækkar úti í heimi,“ segir Magnús. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir olíufélögin finna mikið fyrir þrýstingi sam- félagsins um að lækka verðið á eldsneyti þegar heimsmarkaðs- verðið lækkar. „Stundum finnum við fyrir óréttmætri gagnrýni en oftast á hún rétt á sér.“ Atlantsolía lækkaði bensín- lítrann mest, eða um 1,30 krónur. Að sögn Huga Hreiðarssonar ,markaðsstjóra Atlantsolíu, mun bensínið fara lækkandi rétt um miðjan júlí líkt og undanfarin ár. Gott sé því að verð á olíu endur- spegli sem hraðast bæði upp- og niðursveiflurnar á heimsmark- aðsverðinu. „Það er alltaf að verða dýrara og dýrara að kaupa bensín í þjón- ustu. Ég er þess fullviss að þró- unin verði hér eins og í Dan- mörku - að mannlausar bensín stöðvar með sjálfsaf- greiðslu verði æ vinsælli,“ segir Hugi. Sem stendur er verðið á bensíni lægst á Íslandi af öllum Norður- löndunum en dísillítrinn er hins vegar næstdýrastur. vidirp@frettabladid.is Lítrinn lækkaði á öllum stöðvunum Lítrinn á bensíni lækkaði um 1,20 krónur á öllum bensínstöðvum í gær nema 1,30 krónur hjá Atlantsolíu. Innkaupastjóri N1 segist vona að verðið haldist lágt. Markaðsstjóri Atlantsolíu segir að sjálfsafgreiðslustöðvar munu verða vinsælli. BENSÍNSTÖÐ Lítrinn var ódýrari í gær en í fyrradag og vonar innkaupastjóri N1 að það haldist lágt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fyrirtæki Bensín* Dísel** Atlantsolía 173,90 191,50 Skeljungur 175,70 193,60 N1 175,60 193,60 Olís 175,60 193,60 *Miðað við algengasta verð 95 oktan í sjálfsafgreiðslu **Miðað við algengasta verð í sjálfs- afgreiðslu BENSÍNVERÐIÐ Stefnan hér á þessum bæ er að lækka eldsneytis- verðið strax og það lækkar úti í heimi. MAGNÚS ÁSGEIRSSON INNKAUPASTJÓRI N1 SAMFÉLAGSMÁL „Einelti er skelfilegt,“ segir Erla Skaftadóttir, fyrrverandi kennari Lárusar Stefáns Þráinssonar sem svipti sig lífi í lok síðasta mánaðar. Lárus var þá 21 árs gamall. Móðir hans og faðir segja ástæðuna fyrir dauða hans fyrst og fremst skýrast af því gegndar- lausa einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þau segja son sinni aldrei hafa náð sér á strik eftir þá reynslu. Erla tók við bekknum sem Lárus var í þegar hann var í 6. bekk eða ári eftir að eineltið hófst. Hún segir ástandið í bekknum hafa verið mjög erfitt og viðkvæm börn, eins og hann var, hafa liðið mjög. Haldnir hafi verið fundir vegna ástandsins sem orðið hafi til þess að ástandið skánaði tímabundið en fljótlega hafi allt verið komið í sama farið. „Þegar svona er komið getur verið eina lausnin að börn skipti um skóla,“ segir hún. Lárus var sendur í einkaskóla eftir að hann lauk 7. bekk, en þá hafði hann sætt einelti í þrjú ár. Hún viðurkennir að slíkt sé mjög ósanngjarnt gagnvart börnunum sem verði fyrir eineltinu en það geti þó stundum verið eina lausnin. Erla segir skóla og foreldra þurfa að vera mjög vakandi fyrir líðan barna. Að auki bendir hún á að foreldrar verði að vera gagnrýnir á sín eigin börn og koma í veg fyrir að þau vinni öðrum börnum skaða. Hún segir að mjög erfitt sé að minnast þessa tíma. „Ég dáðist að styrk foreldra Lárusar á þeim tíma sem þau háðu baráttuna fyrir því að sonur þeirra fengi að vera í friði. Ég dáist enn að þeim og vil leggja þeim lið,“ segir Erla en foreldrar Lárusar hafa stofnað minningarsjóð um son sinn sem þau vilja nota í baráttu sem þau ætla að heyja gegn einelti í von um að öðrum börnum verði bjargað. - kdk Fyrrverandi kennari Lárusar vill leggja foreldrum hans lið gegn einelti: Kennari segir ástandið hafa verið skelfilegt LÁRUS STEFÁN ÞRÁINSSON MINNINGARSJÓÐUR LÁRUSAR GEGN EINELTI Þeim sem vilja leggja baráttu foreldra Lárusar lið er bent á minningarsjóðinn sem þau stofnuðu um hann og vistaður er í Kaupþingi. Reikningsnúmer: 0305-13-303030 Kennitala: 150462-7549 SJÁVARÚTVEGUR „Þeir höfðu sam- band við mig frá Landhelgisgæsl- unni og báðu mig um að hætta að veiða og halda til hafnar sem ég og gerði,“ segir Ásmundur Jóhanns- son sjómaður sem veitt hefur án veiðileyfa undanfarinn hálfan mánuð. „Þegar þangað var komið tóku lögreglumenn á móti mér og sögðu að ég hefði verið sviptur veiðileyfi en það eru gömul tíðindi. Málið er hins vegar það að ég hef ekki veiðileyfi þar sem ég er ekki með kvóta en það er þjóðin sem á kvót- ann. Þannig að ef ég kaupi hann af Pétri eða Páli úti í bæ þá er ég að kaupa þýfi og sá sem gerir það er að brjóta lög.“ Um framhaldið segir hann: „það verður bara að ráðast hvenær eða hvort ég fer aftur á sjó. Ég á eftir að ráðfæra mig við mína lögfræð- inga. Nú á ég von á því að verða kærður en það er líka allt í lagi því þá getum við farið með þetta fyrir mannréttindadómstól. Það er nú um mánuður liðinn síðan að þeir áttu að vera búnir að verða við kalli mannréttindanefndar og kippa þessu kerfi í lag svo þeim veitir greinilega ekki af annarri áminningu.“ Nokkrir komu saman og tóku á móti Ásmundi þegar hann kom til hafnar. Þar á meðal var Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. - jse Sjómaðurinn sem veitt hefur án leyfis var stöðvaður á veiðum í gær: Ásmundur bíður eftir kærunni ÁSMUNDUR JÓHANNSSON Sjómaðurinn var beðinn um að halda til hafnar í gær þar sem lögregla tók á móti honum. Finnst þér að Hafnarfjarðar- bær eigi að láta fjarlægja kennslustofurnar tvær úr Staðar hvammi? Já 43% Nei 57% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú skynsamlegt hjá sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæð- inu að semja við einkafyrirtæki um hverfisgæslu? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN GANGA.IS Ungmennafélag Íslands Auglýsingasími – Mest lesið Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.