Fréttablaðið - 17.07.2008, Page 31

Fréttablaðið - 17.07.2008, Page 31
[ ] GÆÐI SÆÐIS HJÁ KARLMÖNNUM SEM ÞJÁST AF OFFITU ERU OFT LÍTIL. Vísindamenn telja að ein ástæða þess geti verið of mikil fita í kring- um eistun sem hitar þau of mikið og veldur þannig óeðlilegri sæðis- framleiðslu, en þetta kemur fram í frétt BBC. Háskólinn í Aberdeen í Skotlandi gerði rannsókn á tvö þúsund karl- mönnum sem áttu í erfiðleikum með að eignast börn. Mönnunum var skipt í fjóra hópa eftir fitupró- sentu og voru það þeir menn sem voru vel yfir eðlilegri fituprósentu sem sýndu hæst hlutfall óeðlilegs sæðis. Ghiyath Shayeb, læknir við há- skólann, segir að offita hjá körl- um breyti hormónaflæði líkam- ans sem einnig getur haft áhrif á sæðisframleiðsluna. Hann segir líka að með heilsusamlegum lífs- stíl, hreyfingu og góðu mataræði ættu þessir menn að komast niður í eðlilega fituprósentu og þannig bæta bæði sæði sitt og líf. - kka Offita hefur áhrif á sæði Offita getur valdið óeðlilegri sæðis- framleiðslu. Konur sem reykja eru ekki líklegri til að fá lungnakrabba- mein en karlar samkvæmt bandarískri rannsókn. Áður voru gögn misvísandi varð- andi líkur kynjanna til lungna- krabbameins. Nýleg rannsókn sem gerð var á um 450.000 manns sýna engan mun á lungnakrabba- meini eftir kyni reykingamannna. Rannsakendur athuguðu gögn um reykingavenjur, mataræði, hreyfingu og áfengisdrykkju hjá 279.214 mönnum og 184.623 konum á aldrinum 50 til 71 árs sem bjuggu í átta bandarískum ríkjum. Þeir litu einnig til talna um lungna- krabbamein. Rannsakendurnir, með dr. Neal Freedman fremstan í flokki, sögðu að niðurstöðurnar bentu til þess að konur væru ekki líklegri til að fá lungnakrabbamein en karl- menn. Dr. Freedman bætti við að forvarnarstarfsemi þurfi að halda áfram til að draga úr reykingum hjá báðum kynjum. Heimildir má finna á www.bbc.co.uk. - mmf Konur ekki í meiri hættu Karlar og konur sem reykja eru jafn líkleg til þess að fá lungnakrabbamein. Þinn réttur Endurgreiðslur vegna mikils læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar Þeir sem hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkra-, iðju- og talþjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta hjá Tryggingastofnun, séu þeir sjúkratryggðir. Hvernig er endurgreiðslan metin? Endurgreiðslan miðast við tekjur fjölskyldu eða einstaklinga en við mat á endurgreiðslu er tekið tillit til heildarútgjalda auk tekna fjölskyldu. Tekjur fjölskyldu og samanlagður læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaður miðast við hjón eða sambýlisfólk og börn þeirra undir 18 ára aldri. Einstaklingur eða fjölskylda greiðir grunnkostnað sem miðast við 0,7% af tekjum en fær end- urgreitt hlutfall af útgjöldum umfram grunnkostnaðinn. Endurgreiðsluhlut- fallið lækkar með hækkandi tekjum. Þegar árstekjur hafa náð kr 3.750.000 er ekki lengur um endurgreiðslu að ræða (fyrir hvert barn í fjölskyldu miðast við að dregið sé frá kr. 260.000 af árstekjum fjölskyldu). Tekjur miðast við árstekjur árið áður en til kostnaðar er stofnað. Heimilt er að víkja frá þeirri reglu ef tekjur lækka verulega, s.s. vegna alvarlegra veikinda eða atvinnu- missis. Lágmarks endurgreiðsla er 1.000 krónur og hægt er að fá endurgreitt allt að tvö ár aftur í tímann. Endurgreitt er fyrir þrjá mánuði í senn: • 1. janúar-31. mars • 1. apríl-30. júní • 1. júlí-30. september • 1. október-31. desember Hvernig sæki ég um endurgreiðslu? Umsókn um endurgreiðslu má skila til þjónustumiðstöðvar Tryggingastofn- unar á Laugavegi 114 eða umboða um land allt. Umsóknareyðublaðið er að finna á vefnum www.tr.is, það heitir „Umsókn um endurgreiðslu kostnaðar vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar”. Með umsókninni þurfa að fylgja kvittanir vegna útgjalda fyrir læknishjálp, lyf eða þjálfun. Kvittanir þurfa að bera með sér nafn útgefanda, tegund þjónustu, greiðsluhluta sjúklings, greiðsludag, nafn og kennitölu viðkomandi. Varðandi staðfestingu lyfja- kostnaðar þarf að láta fylgja með útskriftir úr apótekum, sem sýna lyfjakaup viðkomandi. Þinn réttur getur verið margs konar í almannatryggingakerfinu. Með mánaðarlegum dálki vill Tryggingastofnun vera þér, lesandi góður, innan handar með því að kynna fyrir þér ýmis ákvæði almannatryggingalaganna og þannig benda á mögulegan rétt til greiðslna sem er þér ef til vill ekki kunnugur. Sjá vefinn www.tr.is Hreyfing er nauðsynleg fyrir börn og unglinga sem ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyfingartím- anum má skipta upp í nokkur tímabil yfir daginn. Til dæmis 10-15 mínútur í senn. Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.