Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 17.07.2008, Qupperneq 36
● fréttablaðið ● austurland 17. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 Alls kyns áhugaverðar sýning- ar standa yfir á Hornafirði, sem er þekktur fyrir fjölbreytt söfn og menningarlíf. Íslenskt landslag og fjölskrúðugt fuglalíf eru þemað á ljósmynda- sýningu Róslín Ölmu Valdemars- dóttur, 14 ára, sem stendur nú yfir í Byggðasafninu í Gömlubúð. Nátt- úrugripasafn er á efri hæð hússins sem vert er að skoða, en þar eru fuglar, skordýr, sjávardýr, spen- dýr, skeljar og steinar á meðal þess sem er til sýnis. Tvær sýningar eru á Þórbergs- setri. Annars vegar ljósmynda- sýning úr Suðursveit, sem sam- anstendur af gömlum ljósmyndum frá árunum 1930 til 1960 sem varpa ljósi á atvinnuhætti og mannlíf í Suðursveit. Hins vegar fjölbreytt sýning sem tengist ævi og verk- um Þórbergs Þórðarsonar, en einn- ig sögu þjóðarinnar á hinum ýmsu æviskeiðum skáldsins. Margir gætu haft gaman af að kíkja á Sjóminjasafnið sem opnað var á neðri hæð Pakkhússins sum- arið 1997. Þar er meðal annars að finna gamla báta og veiðarfæri svo fátt eitt sé nefnt. Þess má geta að Pakkhúsið var byggt úr viði ým- issa eldri húsa um 1930 og var þá aðallega notað sem geymslu- og vöruhús. Margt áhugavert ber fyrir augu á Jöklasýningunni við Hafnarbraut 30. Meðal annars er hægt að sjá og snerta ís úr Jök- uls árlóni og ganga inn í eftirlík- ingu af jökulsprungu. Nánari upplýsingar um söfnin er að finna á www.hornafjordur.is. - stp Fjölskrúðugt safnalíf Hér sjást hressir krakkar á lúruveiðum. MYND/ÚR SAFNI MENNINGARMIÐSTÖÐVAR Byggða- og náttúrugripasafnið er í Gömlubúð. Í Byggðasafninu stendur nú yfir ljósmyndasýning með myndum eftir ungan og upprennandi ljósmyndara. MYND/BJÖRN GÍSLI ARNARSON Uppi í fjallshlíð fyrir ofan Seyðisfjörð stendur lítið sumarhús í miðjum húsagarði. Það hýsir Gallerí Vig- dísar þar sem listmunir Vigdísar Helgu Jónsdóttur eru til sýnis og sölu. „Það var þannig að ég vann í frystihúsinu á Seyð- isfirði en því var lokað árið 2002. Það var ekki mikið um að vera í atvinnulífinu hér og erfitt að fá aðra vinnu svo ég ákvað að kaupa mér leirbrennsluofn,“ segir Vigdís. „En um leið og ofninn var kominn var frystihúsið opnað aftur,“ bætir hún hlæjandi við. Vigdís lét það ekki aftra sér og samfara vinnunni í frystihúsinu lærði hún að búa til listmuni úr leir og gleri. „Mér þótti þetta einfaldlega svo gaman að ég varð að gera þetta. Ætli ég hafi ekki alltaf haft þetta í mér. Þegar ég bjó í Hafnarfirði sem krakki var ég alltaf að þvælast ein í Myndlista- og handíðaskólann.“ Á meðan galleríið sleit barnsskón- um fór listsköpunin fram í kjallara vinkonu Vigdísar. „Ég fékk að hafa ofninn í eldhúsinu hjá henni en svo seldi hún íbúðina. Þá keypti ég sumarhúsið þar sem galleríið er nú.“ Vigdís segir að alls kyns fólk komi upp í fjall til hennar. „Fólk frá Alcoa hefur verið rosalega duglegt að koma og sömuleiðis fólk af fjörðunum öllum og ég er mjög ánægð með það. Svo fréttir fólk af þessu frá öðrum og kemur. Ég var líka á sýningunni Austurland 2004 og þykir gaman þegar fólk kemur hingað vegna þess að það man eftir mér þaðan.“ Gallerí Vigdísar er opið frá 16 til 18 virka daga og 14 til 18 á laugardögum. Nánari upplýsingar má fá á www.gallerivigdisar.com og heimasíðu Vigdísar á barnaland.is - tg Framleiðir list í fjallshlíðinni Vigdís vinnur mest með gler og leir en hún hefur einnig verið að prófa fyrir sér í málaralistinni. MYND/ÚR EINKASAFNI VIGDÍSAR HELGU JÓNSDÓTTUR Vopnafjarðardagar verða haldn- ir hátíðlegir dagana 21. til 27. júlí. Áhersla er lögð á að gestir taki þátt í þeim enda um fjölskylduhá- tíð að ræða. „Við viljum virkja hinn almenna gest til að taka þátt í starfinu í stað þess að setjast bara niður og horfa á aðra,“ segir Magnús Már Þor- valdsson, ferða- og menningar- málafulltrúi Vopnafjarðarhrepps. Dagskrá hátíðarinnar sýnir að mörkin milli áhorfenda og þeirra sem fram koma eru allt annað en skýr. Leik-, söng- og danssmiðjur fara strax af stað á fyrsta degi há- tíðarinnar, 21. júlí, en þeim lýkur með sýningum. Þá er keppt í golfi, dorgveiði, fjórhjólreiðum og strandbolta svo fátt eitt sé nefnt. Hægt verður að fylgjast með hag- yrðingum kveðast á á fimmtu- dagskvöldinu og verður dansleik- urinn á sínum stað á laugardags- kvöldinu. „Við leggjum áherslu á að þetta sé fjölskylduskemmtun með stóru F-i,“ segir Magnús hlæjandi og ít- rekar að allir séu velkomnir. „Þó svo að flestir gestanna séu ná- grannar okkar fáum við stór- an hóp af brottfluttum Vopnfirð- ingum heim og þeim fylgja vinir og ættingjar, sem margir hverjir hafa fallið fyrir bænum og hátíð- inni.“ - tg Vilja að allir taki þátt í hátíðarhöldunum Hart en drengilega er barist í strandbolta á Vopnafjarðardögum. MYND/BJARKI BJÖRGÓLFSSON Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum notaJahti Jakt fatnað með góðum árangri. Icefi n Noatuni 17 S. 5343177 Skoðið úrvalið á www.icefi n.is Innifalið; Vatnsheldur Jakki og buxur með AIR-TEX öndun, ullarpeysa, fl ónelskyrta, Micro fl ís nærföt, fl ísmillilag, húfa, axlabönd, öryggisvesti, vatnshelt sætisáæði á bílstjórasætið. Allur Premium pakkinn kr 39.500,- flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.