Fréttablaðið - 17.07.2008, Side 38

Fréttablaðið - 17.07.2008, Side 38
● fréttablaðið ● austurland 17. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 Yndisfagurt umhverfi og afslappað andrúmsloft mætir börnunum sem njóta ókeypis listnámskeiða á Eiðum. Um- sjónarmaður er Sigríður Jóna Þórisdóttir sérkennari. „Krakkarnir teikna og mála, fást við leir, kvik- og teiknimyndir. Svo verða stundum til tónlistarhóp- ar. Allt er þetta meira og minna sjálfsprottið. Börnin eru svo góðir listamenn. Þau eru líka í bátasmíði og fá að veiða í vatninu.“ Þannig lýsir Sigríður Jóna Þórisdóttir viðfangsefnum barnanna á nám- skeiðunum á Eiðum sem hún held- ur utan um. Þriðja námskeiðið er í gangi þessa viku með sautján þátt- takendum en alls eru um 60 börn á aldrinum 8 til 16 ára sem komast að á hverju sumri. Sigríður er eiginkona Sigur- jóns Sighvatssonar kvikmynda- gerðarmanns. Þótt hún sé pottur- inn og pannan í sumarnámskeið- unum á Eiðum kveðst hún hafa gott fólk í vinnu með sér og nefn- ir listamennina Daníel Björnsson, Pétur Örn Friðriksson og Önnu Hallin. Þetta er fimmta sumarið sem námskeiðin eru haldin og sum börnin hafa komið öll árin að sögn Sigríðar. „Þau sýsla við margt en taka því líka rólega því hér er engin keyrsla. Það er viss lykill að því að þeim líður svo vel,“ segir hún. Börnin koma frá Borgarfirði eystra, Neskaupstað, Egilsstöðum, Reyðarfirði og víðar að, dvelja á Eiðum yfir daginn en gista ekki. „Foreldrarnir telja ekkert eftir sér að keyra þau á milli og skipt- ast bara á,“ lýsir Sigríður. Síðasta dag hvers námskeiðs koma foreldrarnir í heimsókn, horfa á vídeó af vinnunni og hlýða á tónlist ef hún hefur verið æfð. „Þetta er góð samverustund þar sem boðið er upp á hressingu. Svo hefur Kiddi á Vídeóflugunni tekið vídeómyndir og ein þeirra, „Oj á Eiðum“, hefur verið í útláni hjá honum, mörgum til ánægju. Það er gaman að vinna með Kidda, hann er svo listrænn,“ segir Sig- ríður og bætir við að námskeiðin séu framlag Eiðastóls á Austur- landi og foreldrum og börnum að kostnaðarlausu. - gun Listin blómstrar á Eiðum Sigurður og Daníel Björnsson að gera tilraun með sápukúluvél. Þátttaka í Listahátíð í Reykjavík: Vídeósýning Hrafnkels Sigurðssonar í gömlu sundlauginni og sýning Lennart Alves á ljósmyndum og landslagsverk- um úr álplötum í gamla íþróttahúsinu. Báðir dvöldu í vinnustofum á Eiðum við undirbúning. Upptaka á ísdansi: Páll Steingríms- son tók upp ísdans með Ernu Ómarsdóttur. Tvær ballettsýningar í maí: Klassíski listdansskólinn. Listabúðir í júní: 32 nemendur myndlistaskóla í Reykjavík, Kaup- mannahöfn og Helsinki. Ljósmyndir af verkunum eru sýndar á LungA. Hótel Edda: Starfar frá 15. júní til ágústloka. Skúlptúr í skóginum: Listaverkið Macys eftir Jason Rode og Poul Mc. Carthy. Árshátíðir og ráðstefnur. Skúlptúragarður í uppbyggingu. Á EIÐUM 2008 Rabarbaragengið. Pétur Örn hjálpar rabarbarahljómsveitinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.