Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 2
2 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR FÉLAGSMÁL Móðir yngstu stúlkunnar sem kærði Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Byrgisins, fyrir kynferðisbrot segir að yfirvöld hafi ítrekað brugðist loforðum um að koma dóttur hennar til hjálpar. „Hún komst í meðferð í gegnum klíkuskap og til þess að hún fengi sálfræðihjálp þurfti ég í raun að hegða mér eins og ruddi,“ segir Sesselja G. Garðars- dóttir, móðir stúlkunnar. Hún tekur þó fram að hún vilji síður en svo nota klíkuskap og frekju til að fá hjálp fyrir dóttur sína en annað virðist ekki vera í boði. Dóttir hennar Íris Dögg Héðinsdóttir var aðeins sextán ára þegar misnotkun Guðmundar hófst árið 2003 en þá hafði hún farið í Byrgið með leyfi barnaverndaryfirvalda. Íris er nú 21 árs. Hún hefur verið edrú í eitt ár, stundar vinnu og stefnir á að komast í nám í Borgarholtsskóla í haust. „Það lítur samt út fyrir að ég lendi á götunni 1. ágúst,“ segir Íris en hún og móðir hennar segjast orðnar mjög langeygar eftir svörum frá Jórunni Frímannsdóttur, formanni velferðarráðs Reykjavíkur, sem átti að finna húsnæði fyrir Írisi. Þau svör fengust hjá velferðarráði þegar Fréttablaðið ætlaði að inna Jórunni eftir svörum um málið að hún væri í sumarfríi og ekki væri von á henni aftur fyrr en í ágúst. Um það vissu mæðgurnar ekki. Íris segist nú dvelja í húsnæði sem hún hafi engan veginn efni á miðað við tekjur sínar. Hún hafi verið við það að lenda á götunni í síðasta mánuði og því hafi hún fengið sérstakar húsaleigubætur þá. Sú hjálp sé þó allt önnur en sú sem yfirvöld hafi lofað á sínum tíma. „Það var sagt að við ættum að njóta forgangs í húsnæðismálum og fá sálfræðiaðstoð,“ segir Íris. Hún bendir þó á að af þeim átta stúlkum sem kærðu Guðmund hafi hún ein fengið sálfræði- hjálp og ein stúlka fengið úthlutað húsnæði. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí kemur fram að Guðmundur „misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn.“ Það var því mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Hann var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða fjórum ungum konum miskabætur. karen@frettabladid.is Yngsta Byrgisstúlkan á leið á götuna aftur Yfirvöld hafa ekki staðið við loforð um að veita stúlkunum sem misnotaðar voru í Byrginu aðstoð. Sú yngsta sem kærði var aðeins sextán ára þegar brotin hófust í skjóli meðferðarúrræðisins. Hún óttast að lenda á götunni aftur. ÍRIS DÖGG HÉÐINSDÓTTIR Íris lenti á glapstigum fíkniefna þegar hún var aðeins um tólf ára gömul. Síðar glímdi hún við sprautufíkn og samþykktu yfirvöld að hún dveldi í Byrginu þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Þar varð hún fyrir misnotkun Guðmundar Jónssonar, þáverandi forstöðumanns. Hún hefur nú verið edrú í eitt ár en óttast að lenda á götunni aftur fái hún ekki aðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖNNUN Meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins. Sex af hverjum tíu segjast hlynnt því að hefja aðildarvið- ræður við ESB. Spurð um sjálfa aðildina kvaðst 51 prósent fylgjandi, 25 prósent á móti og 24 prósent hvorki hlynnt né andvíg. 58 prósent eru hlynnt upptöku evru, en 25 prósent á móti. Meirihluti stuðningsmanna allra flokka er hlynntur því að hefja aðildarviðræður við ESB. Hjá Sjálfstæðisflokki eru 45 prósent með en 34 prósent á móti. Hjá Samfylkingu eru 85 prósent með en fimm prósent á móti. - kg Könnun fyrir SI um ESB: Meirihluti hlynntur aðild FÓLK Hannes Larsson hefur að sumarstarfi að lesa veðurfréttirnar í Útvarpinu. Hannes sem ólst upp í Svíþjóð á sænskan föður og íslenska móður. „Ég hef alltaf kunnað íslensku,“ segir Hannes. „Mig langaði bara að koma hingað að vinna til þess að læra hana betur.“ Hannes er nítján ára og er frá Uppsölum. Hann er sumarstarfsmaður á Veður- stofunni. „Ég sinni meðal annars eftirliti með veðri, ég fer út og kíki á skýin og fylgist með hita og skyggni auk þess að lesa veðurfréttirnar.“ Hann segir stemninguna góða á Veðurstofunni en að það hafi ekki verið auðvelt að byrja að lesa upp veðrið í beinni útsendingu. „Það var alveg hræðilegt að byrja að tala í útvarpið,“ segir Hannes. „Ég reyni að vanda mig mjög mikið.“ Beygingar í íslensku máli eiga það til að stríða honum og aðspurður segir Hannes að það sé „erfiðast að beygja tölur“. Hannes segir að útvarpslesturinn hafi komið fljótt. „Ég er búinn að vera að lesa síðan 23. júní og núna er þetta ekkert mál.“ Í haust stefnir Hannes á háskólanám í Svíþjóð en hefur enga ákvörðun tekið um hvaða nám verður fyrir valinu. - hþj Sumarstarfsmaður Veðurstofunnar ólst upp í Svíþjóð og les veðurfréttir: Erfitt að beygja tölurnar rétt HANNES LARSSON ákvað að vinna á Íslandi í sumar til þess að fínstilla íslenskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tryggvi, missirðu spón úr Aski þínum? „Nei, ég held ekki. En ég legg hann til hliðar í sex mánuði.“ Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og forstjóri Aska Capital, hefur verið ráðinn til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum í forsætisráðuneytinu í sex mánuði. SAMGÖNGUR Lögregla og slökkvilið á Keflavíkurflugvelli voru í viðbragðsstöðu á föstudagskvöld vegna flugvélar á leið frá Græn- landi til Reykjavíkur. Flugmaður- inn hafði drepið á öðrum hreyfli vélarinnar. Búist var við að vélin lenti í Keflavík, enda styst þangað. Þegar til kom óskaði flugmaður hennar eftir að lenda í Reykjavík, en þangað var ferð hans upphaflega heitið. Ástandið var metið þannig að slíkt væri óhætt. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknanefnd flugslysa féll olíu- þrýstingur á vélinni. Flugmaðurinn hafði nýlega keypt vélina og var ekki með nægilegt eldsneyti. - kóp Ónógt eldsneyti í flugvél: Viðbúnaður vegna flugvélar ÁSTANDIÐ KANNAÐ Carlos Ferrari, eigandi og flugmaður, hugaði að véinni á Reykjavíkurflugvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VESTMANNAEYJAR „Röð tilviljana gerði það að verkum að við björguð- um karlinum,“ segir Sigurmundur Gísli Einarsson, skipstjóri á ferða- mannabátnum Víkingi frá Vest- mannaeyjum. Skipverjar Víkings björguðu kajakræðara sem lent hafði í sjónum skammt frá Faxa- sundi við Heimaey sídegis í gær. Maðurinn hafði verið í sjónum í rúmar fjörutíu mínútur og reynt árangurslaust að synda í land. Maðurinn, sem er frá Litháen en býr í Reykjavík, reri út frá Eiðinu og hugðist róa í kringum Heimaey. Kajakinn fylltist af sjó og hvolfdi skömmu eftir að maðurinn lagði af stað. Vegna tafa lagði Víkingur frá bryggju um tuttugu mínútum síðar en venjulega og sigldi því aðra leið en vanalega. Sigurmundur Gísli Einarsson, skipstjóri á bátnum, segist ekki vilja hugsa til þess sem hefði orðið, hefði Víkingur hefði ekki átt leið hjá manninum á þess- um tímapunkti. „Maður vonar auð- vitað að allt hefði verið í lagi, en allt stefndi í óefni hjá honum,“ segir Sigurmundur. Hann segir kajakræðarann hafa verið afar þakklátan fyrir björgunina. „Karl- inn var brattur og vel á sig kominn, líklega vanur svona volki.“ Fjöldi ferðamanna var um borð í Víkingi. Kláraði báturinn útsýnis- siglinguna áður en haldið var aftur til Eyja. Kajakræðarinn hafði því útsýnissiglingu upp úr krafsinu. - kg Skipverjar á ferðamannabátnum Víkingi björguðu kajakræðara í gærdag: Á réttum stað á réttum tíma TAKK Litháíski kajakræðarinn (fyrir miðju) þakkar hér Sigurmundi Gísla Ein- arssyni kærlega fyrir frækilega björgun. FÉLAGSMÁL Alþjóðlegu verkalýðs- samtökin telja leiðtoga G8 hafa fjallað of lítið um efnahags- legar þrenging- ar og hættu á atvinnuleysi á fundi G8 ríkjanna í Tókýó í síðustu viku. Samtökin telja að leið - togarnir hafi einblínt um of á stuðnings aðgerðir fyrir alþjóðlega fjárfesta, í stað þrenginga almennings. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, er sammála því. „Það er áhyggjuefni að ekki skuli hafa verið tekist á við stóru vandamál- in í veröldinni eins og hungurvof- una. Fókusinn var allt of mikið á fjármagn í stað fólksins, því miður.“ - kóp Alþjóðleg verkalýðshreyfing: Fjárfestar en ekki fólk hjá G8 GRÉTAR ÞORSTEINSSON KASMÍR Í það minnsta nítján létust og fjöldi særðist í árás hryðju- verkamanna á bílalest indverskra hermanna sem fór um borgina Srinagar í Kasmír í gær. Samtök, sem styðja pakistönsk yfirráð yfir landsvæðinu, lýstu ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. Þetta er næstmannskæðasta hryðjuverkaárás síðan pakistönsk og indversk yfirvöld hófu friðarviðræður árið 2004. Sprengingin varð tveimur dögum áður en næsta hrina friðarviðræðna hefst. Indland og Pakistan hafa háð tvö stríð um Kasmír síðan breskum yfirráðum á svæðinu lauk. - kóp Hryðjuverkaárás í Kasmír: Indverskir her- menn drepnir Enginn gisti fangageymslur lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu aðfara- nótt laugardags. Samkvæmt lögreglu er þetta saga til næsta bæjar, enda ár og dagar síðan fangageymslur voru mannlausar á laugardagsmorgni. LÖGREGLUMÁL Enginn í steininum Víðtæk leit var gerð að níu ára dreng sem varð viðskila við foreldra sína í hellaskoðunarferð við Fljótstungu um tvöleytið í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út víðs vegar að. Vegfarandi fann drenginn fjórum tímum síðar, heilan á húfi. BJÖRGUNARSVEITIR Týndist í skoðunarferð SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.