Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 48
24 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Þeir sem elska smurt brauð í sólskini, listasafn og „bröns“ á laugardagsmorgni, hjóla- túra, eða Tívolí ættu að fara til Kaupmannahafnar. *Flug aðra leiðina með sköttum. Verð gildir frá 15. ágúst 2008. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Farðu til Kaupmannahafnar, í helgarferð eða í sumarleyfi, taktu fjölskylduna með og dönsku málfræðina úr tíunda bekk. Værsågod! Þú átt skilið að hafa það „hyggeligt“. Drífðu bara í því að panta far! M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRIÓLYMPÍULEIKAR Undirbúningur íslensku keppendanna fyrir Ólympíuleikana í Peking er nú kominn á lokastig. Það er að mörgu að hyggja utan vallar sem innan og því er mikilvægt að allur aðbúnaður og þægindi séu eins og best verður á kosið fyrir Ólympíufarana. Búnaður íslensku Ólympíufar- anna var kynntur í Vodafone-höll- inni í fyrrakvöld, í hálfleik á vin- áttulandsleik Íslands og Spánar. Klæðnaðurinn samanstendur af inngöngufatnaði, skóbúnaði, daglegum fatnaði og keppnis- galla. Inngöngufatnaður íslenska hópsins er hannaður af Kristínu Halldórsdóttur og saumaður af fyrirtækinu HEXA, en Kristín sá einnig um hönnun á inngöngu- fatnaði íslenska hópsins fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 og Aþenu árið 2004. Skóbúnaður hópsins fyrir inn- gönguna kemur frá Skókaupum og eru þeir frá fyrirtækinu Skechers en annar skóbúnaður hópsins kemur frá Icepharma og eru það Nike-skór. Hinn daglegi fatnaður og keppnisgalli Ólympíuhópsins kemur frá Henson en þess utan hannaði fyrirtækið keppnisfatn- aðinn fyrir frjálsíþróttir og bad- minton. Íslenski hópurinn, keppendur og fylgdarlið, verður líka vel útbúinn tæknilega þar sem Tæknivörur og Vodafone hafa lagt til Samsung-farsíma og Nýherji leggur til Lenovo-far- tölvur og Canon-myndavélar. - óþ Ólympíufararnir kynntu fatnað íslenska hópsins og fengu tölvur að gjöf: Allt að verða klárt fyrir ÓL GJAFIR Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, tekur hér við tölvu úr hendi Erlings Ásgeirssonar, framkvæmdarstjóra Notendalausna Nýherja. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FRÍÐUR HÓPUR Ólympíufaranir íslensku voru með létta tískusýningu í Vodafone- höllinni í fyrrakvöld þar sem ÓL-fatnaðurinn var kynntur. Hér má sjá inngöngufatn- aðinn sem Kristín Halldórsdóttir hannaði og keppnisgalla Henson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Guðmundur Guðmundsson var sáttur eftir að hafa loksins landað sigri á Spáni í fjórðu tilraun. „Þetta var frekar skrýtinn leikur. Við vorum komnir í vandræði í fyrri hálfleik en náðum að snúa leiknum. Við gerðum ákveðnar breytingar á liðinu og það heppnaðist rosalega vel. Við snúum leiknum og komumst yfir í hálf- leik. Liðið var að spila mjög vel í síðari hálfleik. Þeir sem komu inn stóðu sig mjög vel og það er ánægjulegt að sjá það en Spánverjar voru greinilega þreyttir.“ „Það er mjög jákvætt að það eru margir leikmenn sem koma inn sem standa sig mjög vel, bæði í vörn og sókn. Við fengum góða vörn með þessum breytingum og fríska sókn. Það kom hraðara tempó í leikinn og menn börðust fyrir þessu. Við ætluðum að sigra. Við höfum leitt alla leikina gegn Spáni að hluta til og tapað naumlega. Nú var kominn tími á sigur og það var mikilvægt að ná honum.“ Guðmundur segist ekki horfa lengra fram í tímann en til næsta verkefnis sem fer fram í Strassborg í Frakklandi þar sem Ísland mætir heimamönnum, Egyptum og Spánverjum á þremur dögum. „Nú tökum við næsta mót, sem er um næstu helgi. Þá kemur í ljós hvar við stöndum. Það er erfitt að meta liðið á þessari stundu.“ Guðmundur vildi ekkert segja um hvaða leikmenn hann hygðist taka með sér til Peking. „Það er ómögulegt að segja hversu margir hafa nú þegar tryggt sér sæti í lokahópnum.“ Alexander Petterson lék mikið í hægri skyttunni í leiknum gegn Spáni og stóð sig frábærlega. „Við höfum æft að vera með Alexander í skyttunni og það hefur gengið vel. Þess vegna ákváðum við að fylgja því eftir og hann stóð sig frábærlega.“ „Flestir leikmenn eru í góðu formi og ég er bjartsýnn eins og alltaf en við verðum að sjá til. Fyrsta markmið er að komast upp úr riðlinum, vera meðal fjögurra efstu í riðlinum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um markmið liðsins á Ólympíuleik- unum í Peking. - gmi LANDSLIÐSÞJÁLFARINN GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: ER EKKERT AÐ TAPA SÉR ÞRÁTT FYRIR GÓÐAN LEIK ÍSLANDS Kemur í ljós um næstu helgi hvar liðið stendur > TaKesha Watson ekki með Keflavík Hin bandaríska TaKesha Watson mun ekki leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express- deildinni næsta haust en þetta staðfesti Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, í viðtali við heimasíðuna Karfan.is í gær. Leikstjórnand- inn snjalli hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár en hún var með 27,3 stig að meðal- tali í leik í deildarkeppninni á síðasta tímabili og 26,8 stig að meðaltali í úrslita- keppninni og ljóst er að það er gríðarleg blóðtaka fyrir Keflavíkurliðið að missa hana. En Keflvíkingar ætla ekki að deyja ráðalausir og eru sagðir nálægt því að krækja í nýjan bandarískan leikmann í hennar stað. Vináttulandsleikur í handb. Ísland-Spánn 35-27 (16-15) Mörk Íslands (skot): Alexander Petterson 8 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 6/3 (9/3), Logi Geirsson 5 (7), Ólafur Stefánsson 4 (7/1), Bjarni Fritzson 3 (4), Arnór Atlason 2 (3), Sturla Ásgeirs- son 2 (3), Róbert Gunnarsson 2 (4), Sigfús Sigurðsson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (2), Rúnar Kárason 1 (3), Guðjón Valur Sigurðsson (2) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson13 /1 (33/4 39,4%), Björgvin Páll Gústavsson 11/1 (18/2 61,1%) Hraðaupphlaup: 10 (Alexander 3, Bjarni 2, Sturla, Ólafur, Sigfús, Róbert, Ásgeir) Fiskuð víti: 4 (Snorri 3, Arnór) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Spánar: Cristian Malmagro 5/4 (12/5), Ruben Garabaua 4 (5), Juan Garcia 4 (5/1), Car- los Ruesga 3 (4), Albert Entrerrios 3 (5), David Davis 2 (2), Victor Tomas 2 (4), Ion Belaustegui 1 (3), Raul Entrerrios 1 (4), Albert Rocas 1 (4), Iker Romero 1 (4) Varin skot: Jose Hombrados 13 (48/3 27,1%) Hraðaupphlaup: 3 (Garcia 2, Tomas) Fiskuð víti: 6 (Tomas 3, Garabaua 2, Prieto) Utan vallar: 4 mínútur Æfingaleikir í fótbolta Wisla-Liverpool 1-1 0-1 Andriy Voronin (6.), 1-1 Tomas Jirsak (12.). Kaizer Chiefs-Man. Utd 1-1 1-0 Jonatan Quartey (38.), 1-1 Chris Eagles (59). Barnet-Arsenal 1-2 1-0 Kenny Gillet (16.), 1-1 Jay Simpson (63.), 1-2 Nacer Barazite (73.). ÚRSLIT HANDBOLTI Ísland rúllaði yfir Spán, 35-27, í síðasta æfingaleik sínum á Íslandi fyrir Ólympíuleikana. Ísland lék frábærlega síðustu 40 mínútur leiksins og vann fyllilega verðskuldaðan sigur á óvenju þunglamalegu spænsku liði. Spánverjar hófu leikinn af mikl- um krafti og þegar rétt rúmar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik höfðu Spánverjar náð sjö marka forystu, 7-14. Þá hófst frá- bær leikkafli hjá íslenska liðinu sem skoraði átta mörk í röð og komst yfir, 15-14. Ísland var einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleik eða allt þar til staðan var 20-20. Þá kom Björg- vin Gústavsson í markið og hélt hreinu í sjö mínútur og Ísland komst sjö mörkum yfir, 27-20. Ísland hélt forystunni allt til leiks- loka og vann að lokum sannfær- andi sigur á þungum Spánverjum. Alexander Petterson fór á kost- um í skyttustöðunni í sóknarleikn- um og skoraði fimm mörk í síðari hálfleik. Alexander reiknar með að þurfa að leysa Ólaf af hólmi í skyttustöðunni á Ólympíuleikn- um. „Við höfum æft þetta þar sem Einar Hólmgeirsson verður ekki með á Ólympíuleikunum. Ég mun líka spila þessa stöðu hjá mínu félagi á næsta tímabili úti í Þýska- landi þannig að það er gott fyrir mig að æfa í þessari stöðu. Ég tel mig geta staðið mig vel í skytt- unni.“ „Það er mjög gott tilfinning að sigra þetta lið. Þeir eru eitt af fimm bestu liðum heims. Það er mjög gott að sigra þetta lið.“ Hlutirnir fóru ekki að ganga hjá Íslandi fyrr en Guðmundur hóf að skipta varamönnunum inn á. „Þjálfarinn tók gömlu mennina útaf,“ sagði Alexander í léttum dúr um ástæðu hins mikla við- snúnings sem varð í stöðunni 7- 14. „Við erum með góða leikmenn á bekknum og allir geta staðið sig vel,“ sagði Alexander í leikslok. - gmi Kvöddu landann með góðum sigri Síðasti æfingaleikur strákanna okkar á Íslandi fyrir Ólympíuleikana endaði með stórsigri á einu besta landsliði heims. Lokatölur urðu 35-27 en íslenska liðið fór á kostum í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R FYRIRLIÐINN Ólafur Stefánsson reynir hér að brjóta sér leið í gegnum spænsku vörnina af miklu harðfylgi. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.