Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 18
VERSLUN SÆLKERANS BORGARBARN Í TJALDI Klara Kristín Arndal skrifar matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir og Roald Eyvindsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Auðunn Níelsson Pennar: Hrefna Sigurjónsdóttir, Klara Kristín Arndal, María Þóra Þorgeirsdóttir, Marta María Friðriksdóttir, Mikael Marino Rivera Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Stefán P. Jones spj@frettabladid.is SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: A Aðal-réttur Smá-réttir Drykkir S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! y g 2 matur Hjónin Ragnar Hafliðason og Áslaug Svein- björnsdóttir stofnuðu Mosfellsbakarí árið 1982. Í upphafi var rekin ein verslun í Mosfellsbæ en nú hefur önnur bæst við á Háaleitisbraut. Í bakaríinu má meðal annars finna brauð, kökur, sorbet, sem bakaríið framleiðir, og sælkera- deild, þar sem hægt er að kaupa handgert konfekt, eftirrétti og fleira. Algengt er að fólk á leið úr bænum komi við í bakaríinu til að hafa með sér eitthvert góðgæti í ferðalagið. „Það er bæði að kaupa í samlokur og svo brauð og meðlæti til að rigga upp borði í sumar- bústaðnum. Ég held að sérstaða Mosfellsbakar- ís sé bæði vörubreiddin og að geta sameinað það að vera með almenna vöru af góðum gæðum og líka út í fínni vöru. Við höfum alltaf lagt áherslu á að fólk geti fengið mikið af þeim vörum sem það vantar til að gera vel við sig,“ segir Hafliði Ragnarsson, framleiðslustjóri Mosfellsbakarís og sonur eigendanna. Óhætt er að segja að Mosfellsbakarí sé í raun mikið fjölskyldufyrirtæki því þar starfa nú foreldrar, sonur, dóttir og tengdadóttir og hefur sonurinn Hafliði getið sér gott orð fyrir handgert konfekt sem hann framleiðir undir eigin nafni. - mmf Mosfellsbakarí FR ÉT TA BL A Ð IÐ /P JE TU R Vandasamt getur verið að finna góðan, hollan og næringarríkan ferðamat fyrir yngstu kyn-slóðina en Valentína Björnsdóttir, fram- kvæmdastýra Móðir Náttúru, kann ráð við því. Móðir Náttúra framleiðir grænmetisrétti sem meðal annars eru seldir í verslanir og leggur Val- entína þess vegna mikið upp úr því að heilsusam- legur matur sé hafður með í ferðalagið. „Þegar farið er með börnin í útilegu vill maður gefa þeim hollan mat. Ég elda oft kjötsúpu, sem dóttir mín elskar. Í kjötsúpunni er grænmeti, kjöt og alls kyns hollusta. Svo er hún líka mjög saðsöm.“ Valentína bendir jafnframt á að þar sem oft verði kalt þegar líða tekur á kvöldin geti kjötsúpan líka haldið hita á krílunum. „Þetta er frábær lausn í alla staði.“ Hún leggur til að kjötsúpan sé elduð heima degi áður en lagt er af stað í ferðalagið og höfð með í góðu boxi. „Það getur verið gott að grípa í súpuna því það tekur stuttan tíma að hita hana upp. Krakkar eru oft óþólinmóðir og hafa ekki eirð í sér að bíða eftir mat þeirra fullorðnu og því er alveg kjötsúpa tilvalin.“ - kka Sælkeramatur Súpan er holl og saðsöm og hlýjar þeim yngstu seint á sumarkvöldum. KJÖTSÚPA 1 og 1/2 l vatn 300 g lambakjöt 1 laukur 2 gulrætur 2 kartöflur 3 msk. hýðishrísgrjón 1 msk grænmetiskraftur 2 msk. haframjöl 3 msk. súpujurtir Skerið kjöt og grænmeti í litla bita. Setjið vatn í pott og kjötið út í. Látið suðuna koma upp og lækkið hitann. Fleytið froðunni af. Bætið því sem eftir er af hráefninu út í og látið sjóða við vægan hita í eina klukkustund. Kryddið með salti og pipar. Kristín Shurui elskar kjötsúpu móður sinnar. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A U Ð U N N Hollt og gott! Valentína Björnsdóttir, framkvæmdastýra Móður Náttúru, mælir með kraft- mikilli og bragðgóðri kjötsúpu fyrir krakka í útilegur og önnur ferðalög. Ég er svo mikið borgarbarn að ég fer mjög sjaldan út fyrir þægindamörk mín, höfuð-borgina. Um síðastliðna helgi var haldið ættarmót á Hólmavík og ég ákvað að skella mér með. Alls staðar var fullt í gistingu og það eina í boði var að tjalda á tjaldstæði bæjarins. Stórborgarmærin saup hveljur við tilhugsunina en lét til leiðast þrátt fyrir að hafa ekki sofið í tjaldi í meira en áratug. Eitt var þó að sofa í tjaldi fyrir mína líka, annað var að finna út hvers konar mat er best að taka með sér í tjaldið. Ég fór í matvöruverslun til að reyna að finna eitthvað matarkyns sem gæti hentað við svona ástand. Ég var í stökustu vandræðum með að finna mat sem ekki þurfti að skera, hita eða halda köldum. Eflaust þarf ekki að taka það fram að ég á engar græjur í útileguna, hvorki tjald, svefnpoka, prímus, dýnur né almennileg hlífðarföt, hvað þá einnota grill, þannig að hugmyndaskortur hvað útilegumat varðar ætti ekki að koma á óvart. Eftir marga hringi inn í versluninni endaði ég með Kelloggs-stangir, kex, rúsínupakka, sódavatn, gulrætur, kirsuberja- tómata og drykkjarjógúrt í körfunni. Þegar í tjaldið var komið var maturinn geymdur fyrir utan tjald því svalt var í veðri og þannig tókst mér að halda matnum köldum. Fyrir svefninn var gott að fá sér kex og sódavatn og næsta morgun hittu drykkjarjógúrtin, Kellogg’s-stöngin og rúsínurnar beint í mark þótt samsetningin hafi verið eilítið skrítin. Af hverju mér datt ekki í hug að kaupa brauð og álegg veit ég ekki, en þar sem þetta var ævintýri af sæmilegri stærðargráðu fyrir stúlku eins og mig ákvað ég að gera ekki veður út af smámunum. Ég var að minnsta kosti nokkuð södd og í standi til að hanga fram að hádegi þar til alvöru málsverður byðist. Eftir hádegi var farið í langa bátsferð og fyllti ég hliðartöskuna mína með gulrótum, kexi og sóda- vatni. Eftir tveggja tíma siglinu í ausandi rigningu var fólk orðið kalt og svangt og ég ein af fáum með nesti. Í örfáar mínútur leið mér eins og ég væri kannski ekki eins útileguskert og ég hafði talið mig vera og tilfinningin var góð. Framhaldið lofaði þó ekki eins góðu. Skemmst er frá því að segja að það rigndi alla helgina og kulda- og kexþröskuldurinn var ekki hærri en svo að ég var komin í gistingu hjá prestin- um seinni nóttina þar sem heitt te, brauð með áleggi og soðin egg voru á boðstólum um morguninn, alveg eins og í borginni. FYRIR SMÁFÓLKIÐ S D Hvunndags og til hátíðabrigða Annað kjöt en fuglakjöt Grænmeti Hvunn- dags Fiskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.