Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 28
ATVINNA 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR126 Listasafn Reykjavíkur Veitingarekstur í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi Listasafn Reykjavíkur leitar að áhugasömum starfsmanni með metnað og frumkvæði til að móta og sjá um veitingarekstur í Hafnarhúsi. Hafnarhúsið er vettvangur samtímalista og fjölbreyttra viðburða sem þúsundir gesta sækja ár hvert. Óskað er eftir starfsmanni sem hefur frumkvæði og vill taka þátt í að móta nýja og ferska veitinga- stefnu staðarins. Við leitum að framtíðarstarfsmanni í gott starfslið á skapandi og skemmtilegum vinnustað. Starfi ð felst í afgreiðslu, framleiðslu, innkaupum, starfsmannahaldi og almennri umsjón rekstursins. Starfshlutfall er 100% virka daga frá kl. 9-17. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeig- andi stéttarfélags. Umsækjandi þarf að geta hafi ð störf 1. september 2008. Skrifl egar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Önnu Friðbertsdóttur, deildarstjóra rekstrardeildar sem jafnframt gefur upplýsingar í síma, s. 590-1200, Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Jafnframt er tekið á móti umsóknum á netfangið anna.fridbertsdottir@reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til 3. ágúst 2008 Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik. is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 411 1111 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Veitingarekstur   Hjúkrunarfræðingar Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt? Við á hjúkrunarheimilinu Sólvangi viljum bjóða þér starf við öldrunarhjúkrun, starf sem er fjölbreytilegt, krefjandi, gefandi og þroskandi. Sólvangur er í fallegu umhverfi rétt við lækinn í Hafnarfi rði. Þrjár deildir eru þar starfandi með 17-19 heimilismenn á deild. Við leggjum áherslu á umhyggju fyrir starfsfólki, jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi , að sérhver starfsmaður fái að njóta sín og sé ánægður í starfi . Okkur vantar til starfa: · Deildarstjóra á deild 3. · Aðstoðardeildarstjóra á deild 2. · Hjúkrunarfræðing á fastar næturvaktir (50% starf). · Hjúkrunarfræðinga á allar deildir. Nánari upplýsingar gefa Erla M. Helgadóttir hjúkrunarstjóri Sólvangi, erla@solvangur.is, í síma 5906500,netfang erla@solvangur.is og Birna G. Flygenring, framkvæmdastjóri hjúkrunar við STJS í síma 520100/5906500, netfang: bgf@stjo.is Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast fyrir 10. ágúst nk. til Birnu G. Flygenring fram- kvæmdastjóra hjúkrunar, Suðurgötu 41, 220 Hafnarfi rði. Laun ofangreindra starfa er samkvæmt gildandi samningi viðko- mandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu stofnunarinnar stjs.is, í upplýsingum STJS Suðurgötu 41 og á skrifstofu Sólvangsvegi 2, Hafnarfi rði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Leitum að ungum leikurum í sjónvarps- kvikmynd sem tekin verður upp í ágúst. Nr 1. Áræðin, ákveðin og hress 8 ára stelpa. Nr 2. Duglegur 12 ára strákur. Umsókn skal innihalda: fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, áhugamál og ljósmynd/ljósmyndir. Umsóknir sendist á taka@taka.is eða í pósti til Töku Kvikmyndagerðar, Skúlaskeiði 28, 220 Hfj. Hefur þú áhuga á hönnun og húsbúnaði? Í húsgagnadeild og smávörudeild starfa sölufulltrúar við ráðgjöf og sölu til viðskiptavina. Við leitum að einstaklingum til starfa í báðar deildir. Hæfniskröfur: • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Samviskusemi • Góð og rík þjónustulund • Áhugi á hönnun og húsbúnaði • Almenn tölvuþekking • Þekking á Navision kostur en ekki skilyrði Um fullt starf og hlutastarf er að ræða. Ráðið verður í stöðurnar sem fyrst. Umsóknum má skila á þjónustuborð IKEA eða fylla út umsóknarform á www.IKEA.is. Nánari upplýsingar veita Fjóla Kristín Helgadóttir (fjola@ikea.is) og Auður Gunnarsdóttir (audur@ikea.is) í síma 520-2500. Hjá IKEA starfa rúmlega 300 manns. Starfsmenn eru á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn og af ýmsum þjóðernum. Við fögnum slíkri breidd og viljum meina að það sé skemmtilegt að vinna hjá IKEA, þar sem allir standa saman í því að starfrækja eina vinsælustu verslun landsins. Starfsfólki gefst tækifæri til að vaxa í star, axla ábyrgð og vera mikilvægur hlekkur í kraftmiklu og ört vaxandi fyrirtæki. Vegna góðrar verkefnastöðu óskum við eftir að ráða laghenta menn í parketslípun, einnig smiði í parketlagnir sem sjálfstæða verktaka. Íslenskukunnátta nauðsynleg. Sími 892-8861, 5675412 eða fridrik@pm.is Staða skólastjóra við Grunnskóla Húnaþings vestra er laus til umsóknar Starfssvið: Skólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu í samstarfi við fræðsluráð og sveitarstjórn. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði. • Þekking og reynsla á sviði stjórnunar og rekstrar er æskileg. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg. • Einlægur áhugi á metnaðarfullu skólastarfi . • Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Grunnskóli Húnaþings vestra er einsetinn og stunda um 160 nemendur nám við skólann í 1. - 10. bekk. Kennslustaðir skólans eru tveir, nemendur 1. - 4. bekkjar stunda nám sitt á Hvammstanga og nemendur 5. - 10. bekkjar á Laugarbakka. Vel er búið að skólanum og starfi ð er metnaðarfullt, við stuðlum að fjölbreyttri og skemmtilegri skólagöngu nemenda t.d. með áherslu á list- og verkgreinar. Skólinn er vel búinn tækjum og við hann er rekið gott mötuneyti. Allir fastráðnir kennarar skólans hafa lokið grunnskólakennaraprófi . Gott samstarf er milli grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Ýmsar nánari upplýsingar um starfsemi skólans má nálgast á heimasíðu hans http://www.hunathing.is/skoli Laun skólastjóra eru í samræmi við kjarasamning Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasam- bands Íslands. Aðstoð verður veitt við útvegun húsnæðis ef með þarf. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk. Umsóknir, sem skulu vera skrifl egar, berist til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi. Í umsókn skal greina frá men- ntun, fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta. Æskilegt er að umsækjandi geti hafi ð störf sem fyrst en í síðasta lagi 1. janúar nk. Upplýsingar um starfi ð veitir Ágúst Jakobsson skólastjóri, sími 455-2911 / 847-8812, netfang agustj@ismennt.is Hvammstangi í Húnaþingi vestra er í alfaraleið, aðeins 6 km. frá þjóðvegi 1 og í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík og Akureyri. Íbúar í Húnaþingi vestra eru tæplega 1.200 og í sveitarfélaginu er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra Vélstjóri óskast Skipið er Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. Lágmarksréttindi: VS1 Upplýsingar í síma: 852-3727 eða 892-2502 Kartöfl uverksmiðjan Þykkvabæ hf. ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI Í VERKSMIÐJU OKKAR Í ÞYKKVABÆ. Upplýsingar gefur Auðun í síma 487-5600 audun@karto.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.