Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 54
30 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR AIR, eða Amateur Icelandic Rocketry, er áhugafélag um eldflaugar á Íslandi. Magnús Már Guðnason, nemi í efnaverkfræði í DTU í Danmörku, og Smári Freyr Smárason pípari standa að verkefninu. AIR sendi upp fyrstu eldflaug sína 18. nóvember 2006 og aðstoðaði nemendur í HR við eldflaugaskot fyrr á árinu. Nú stefna þeir á að senda aðra flaug, 3,5-4 metra háa, upp í lok ágúst. „Við stofnuðum þetta áhugamannafélag 2006. Markmiðið frá upphafi var að smíða eldflaug sem myndi brjóta hljóðmúrinn og notast við blöndu af sykri og saltpétri. Svo vildum við bara smíða eldflaugar og almennt gera eitthvað skemmtilegt annað en að hanga í skólanum,“ segir Magnús. Verkefnið er talsvert stærra en þá. „Það var bara tilraunaflaug. Hún átti aldrei að fara yfir hljóð- hraða. Hún fór upp á 590 km/klst hraða og upp í 1,1 km hæð. Það var bara fyrsta skrefið í áttinni að þessari flaug sem við erum að gera núna.“ En hvað gera AIR þegar þeir hafa náð markmiði sínu? „Það er góð spurning. Það er alltaf hægt að gera eitthvað meira. Við stefnum á að koma þessari flaug sem við erum að smíða núna upp í um það bil 1.500 km/klst. Hljóðhraðinn er 1.220 km/klst. Hún mundi fara upp í um 5 km hæð. Næst yrði þá bara að fara yfir 10 kílómetrana.“ Eldflaugasmíði er dýrt áhugamál. „Allur efnis- kostnaður er styrktur af fyrirtækjum. Við erum alltaf að leita að styrkjum. Hingað til hafa um 15 fyrirtæki styrkt verkefnið og þetta hefur kostað um tvær milljónir í efniskostnað. Ef einhver hefur áhuga þá má hann hafa samband.“ Flaugin fer upp í lok ágúst, gangi allt að óskum. „Það fer eftir því hvort allt klárast í tíma.“ Hægt er að fylgjast með ferlinu á eldflaug.com. - kbs HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Í augnabliki vinn ég í gjörningalist með Stígis og leikstýri svo hinum frábæra leikhópi Sýni á kvöldin. Augnlitur: Gráblár. Fæðingardagur: 30. nóvember 1984. Starf: Ég er leiklistarmaður. Fjölskylduhagir: Ég á tvær systur, plús foreldra, en því miður ekkert gæludýr. Hvaðan ertu? Ég hef nánast alla ævi búið í Hafnarfirði og lít á mig sem Hafnfirðing. Á ættir að rekja annars út um allt. Ertu hjátrúarfullur? Nei, en ég trúi á hið góða í manninum. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: The IT Crowd eða The Mighty Boosh. Uppáhaldsmatur: Kebab er uppáhalds- skyndibitinn minn. Við þurfum að hvetja fleiri Tyrki til að setjast hér að. Fallegasti staðurinn: Hellisgerði í Hafnar- firði. Ég held að það væri frábær staður til þess að setja upp leiksýningu. Hafið því augun opin fimmtudaginn 8. ágúst. Svo er Þórsmörk líka ágæt. iPod eða geislaspilari? Grammófónn, það er svona ekta. Hvað er skemmtilegast? Að fá sér bjór með vinum sínum. Hvað er leiðinlegast? Röfl um krónuna. Tökum bara upp evruna og hættum að væla. Helsti veikleiki: Ég fer aldrei að sofa nógu snemma og verð sökum þess oft úrillur. Helsti kostur: Eftir annan kaffisopa dagsins klukkan 10.30 er ég mjög viðkunnanlegur. Helsta afrek: Útskriftarverkefnið mitt. Ég hef ekki verið jafn stoltur af neinu listaverki eftir mig. Mestu vonbrigðin: Fagra Ísland. Það er jafnvel enn ömurlegra en árangur okkar í Eurovision. Hver er draumurinn? Að læra níu tungumál áður en ég dey. Hver er fyndnust/-astur? Þar sem George Carlin er dauður þá annað hvort Kjartan eða Arnór vinir mínir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Fólk sem er ókurteist að ástæðulausu. Hvað er mikilvægast? Að geta látið gott af sér leiða. HIN HLIÐIN SNÆBJÖRN BRYNJARSSON LEIKLISTARMAÐUR Viðkunnanlegur eftir annan kaffisopann „Mér finnst yndislegt að hún stóð með því að gera það sem hana langaði til. Það vissu allir í kring- um hana að skrifin væru það sem hún vildi fást við og eru hennar ástríða. Ég er náttúrlega rosalega stolt af henni og það er gaman að sjá hana vaxa í þessu.“ Mínerva Haraldsdóttir um dóttur sína Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfund. Kvikmyndafélagið Pegasus keypti nýverið kvikmyndarétt á skáldsögu hennar Yosoy. 30.11. 1984 Hið ómálaða mál- verk Hallgríms Helgasonar, sem seldist fyrir rúmar 20 milljónir á fjár- öflunarkvöldi UNICEF, fyrir tveimur árum mun komið málað á vegg kaup- andans. Fréttablaðið heyrir að veggurinn sá sé undir þaki Þorsteins M. Jóns- sonar sem betur er þekktur sem Steini í Kók. Myndefnið mun vera sjálfur Jesús Kristur á gangi eftir Skúlagötu. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hef alltaf verið áhugamaður um te og teblöndur og leikið mér að því að búa til teseið til margra ára,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Guðjónsson sem selur teblöndurnar Hvíta galdur, Svarta galdur og Nornaseið, en teblöndur hans hafa teygt anga sína út fyrir landssteinana þar sem þær eru notaðar í matargerð á Noma, einu flottasta veitingahúsi heims. „Það var fyrir algjöra tilviljun sem ég kynntist eigandanum, René Redzepi, fyrir nokkrum árum. Þá var hann að leita af hug- myndum fyrir veitingastaðinn og sækjast eftir afurðum af norræn- um slóðum. Þegar ég bauð honum svo upp á tebolla var hann strax ákveðinn í að nota teið í matar- gerðina,“ útskýrir Sverrir, en Noma sem er staðsettur í Kaup- mannahöfn hefur hlotið tvær Michelin-stjörnur og er í tíunda sæti yfir bestu veitingastaði heims 2008. René vann fyrstu Food and fun keppnina sem haldin var fyrir fjórum árum, þar sem hann notaði Nornaseið í frauð sem var hluti af eftirrétti, en Gunnar Karl Gísla- son yfirmaður veitingastaðarins Vox notar Nornaseiðinn nú til að grafa steinbít og lax. „Ég vildi ekki gefa upp blönd- una svo ég útbjó sjálfur tegund- irnar þrjár og fékk aðstoð við að útfæra miða utan á pakkningarn- ar,“ segir Sverrir sem framleiðir allt teið sjálfur. „Ég geri svolítið magn þegar ég kemst í testuð, en ég ákvað að hafa þetta bara hand- gert og vil frekar að fólk þurfi að hafa aðeins fyrir því að leita tein uppi,“ segir Sverri og hlær, en tein eru aðeins fáanleg í Kaffifélaginu á Skólavörðustíg. „Hugmyndin af teinu er víðtæk og er byggð á sögu víkinga, en sem tónlistarmanni finnst mér teblönd- urnar í raun vera tónlist í tebolla. Nú ætla ég aðeins að fara að pressa á sjálfan mig og koma þessu til Akureyrar og Egilsstaða og svo hefur Te og Kaffi sýnt blöndunum mikinn áhuga. Ég er einnig búinn að hanna eina nýja tegund í viðbót sem er barnate, einungis gert úr fræjum, en fræin eiga eftir að vaxa líkt og börnin, sem er umhugsunarvert í spegli samtím- ans,“ segir Sverrir að lokum. alma@frettabladid.is SVERRIR GUÐJÓNSSON: AUKABÚGREIN VINDUR UPP Á SIG Tónlistarmaður selur te á Michelin-veitingastað GERIR TEBLÖNDUR FYRIR HEIMSFRÆGAN VEITINGASTAÐ Teblöndur Sverris Guð- jónssonar hafa meðal annars verið notaðar í eftirrétti og til að grafa fisk, en hann framleiðir allt teið sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FYRSTA TILRAUN Fréttablaðið fylgdist með frumraun AIR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skjóta upp eldflaug í ágúst 50 HJÓL TIL SÝNIS Heiðar Jóhannsson hafði safnað 22 mótorhjólum þegar hann lést í mótorhjólaslysi í júlí 2006, en safnið á Akureyri verður reist í minn- ingu hans. „Föðurbróðir minn lést í mótor- hjólaslysi fyrir tveimur árum síðan, en þá hafði hann ætlað sér að opna mótorhjólasafn og var komin með 22 hjól. Við ákváðum því að taka við kyndlinum og opna safn í minningu hans,“ segir Jóhann Freyr Jónsson, safnstjóri á mótorhjólasafni sem reist verður til minningar um Akureyr- inginn Heiðar Jóhannsson. Safnið verður á safnasvæðinu sunnan við Iðnaðarsafnið á Krókeyri og verður alls um 800 fermetrar að stærð. „Fjölskylda og vinir Heiðars hafa stofnað sjálfseignarstofunun um bygginguna og reksturinn, en stefnt er að því að framkvæmd- um við fyrsta áfanga verði lokið næsta sumar. Auk þeirra hjóla sem Heiðar átti hefur safnið fengið mörg að gjöf og á nú orðið um 50 mótorhjól sem munu vera til sýnis,“ útskýrir Jóhann Freyr. „Safnið verður án efa skemmti- leg viðbót við safnaflóruna í Eyjafirði, en ekki síður heimilda- geymsla um sögu mótorhjóla sem er stór hluti samgöngusögu Íslands,“ segir Jóhann. - ag Opna mótor- hjólasafn á Akureyri „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.