Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 20
HRÁEFNIÐ: Hvönn Nefnd eftir erkiengli 1. Hvönn hefur verið notuð í ýmsum til- gangi síðan á 10. öld og er enn mikið notuð bæði í lyf og krydd. 2. Hún á meðal annars að styrkja ónæmiskerfi og vinna gegn sveppa- og vírussýkingum. 3. Hvönn vex á norðlægum slóðum, sér- staklega á Norðurlöndunum en er einnig ræktuð í Frakklandi. 1 3 2 Hvönn Hermann Fannar Gíslason, starfs- maður hjá Vélaborg, hefur ferðast töluvert innanlands og finnst mik- ilvægt að hafa meðferðis góð geymsluílát undir matvæli. „Þessi kæli- og geymslubox eru algjör nauðsyn í ferðalög, en ég keypti þau í Húsasmiðjunni. Það er alveg út úr kortinu að þurfa að geyma mat og drykk í inn- kaupapokum eða stórum íþrótta- töskum. Svona box eru málið því maturinn helst ferskur og drykk- irnir kaldir,“ segir Hermann. Hann fjárfesti nýlega í boxun- um eftir að hafa brennt sig veru- lega á því að nota íþróttatöskur undir allt sitt á ferðalögum sínum. „Maturinn bragðaðist verr ef eitt- hvað er. En lífið varð allt annað og betra með tilkomu þessara boxa. Meira að segja hundurinn var ánægður með tilkomu þeirra,“ segir hann brosandi. Hermann ætlar með haustinu að leggja af stað í mánaðarlangt ferða- lag til Evrópu og ætlar að sjálf- sögðu að hafa boxin góðu með sér. „Þau eiga svo sannarlega eftir að standa fyrir sínu. Þetta er löng leið og hitinn getur orðið mikill. Því er nauðsynlegt að vera með gott kæli- box á meðan á ferðinni stendur.“ Hann segist varla geta hugsað sér að fara af stað í slíkt ferðalag án boxanna og hvetur alla, sem eru mikið á ferðinni, til þess að fjárfesta í geymslu- og kælibox- um. - mmr Hundurinn meira að segja sáttur Ferðagarpurinn Hermann Fannar og hundurinn Krummi eru ávallt tilbúnir í lang- ferðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Hvönn vex á norðlægum slóðum, einkum á Norð-urlöndunum en hún er einnig ræktuð í Frakklandi. Hún getur náð allt að tveggja metra hæð og í júlí koma gul- og grænleit blóm á hana. Jurtin vex helst í rakri jörðu nálægt ám og vötnum en einnig finnst hún í borg- um, til dæmis Reykjavík. Hvönn hefur verið ræktuð og notuð í ýmsum tilgangi frá því á tíundu öld. Hún varð mjög vinsæl í Skandinavíu á tólftu öld og er enn í dag mikið notuð í lyf og sem krydd. Einnig hefur holur stöngullinn verið notaður sem leikfangaflauta. Frakkar nota hvönn í eggjakökur, sultur og silungsrétti og einnig til að bragðbæta líkjöra og áka- víti. Í persneskri matargerð og þar sem áhrifa hennar gætir er hvönnin notuð til að krydda hrísgrjóna-, kjúklinga- og baunarétti og fræ og rót hvannarinnar hafa verið notuð til að búa til absintu. Hvönn inniheldur ýmis efni sem talin eru hafa lækningamátt. Hún á meðal annars að styrkja ónæmiskerfið og vinna gegn bakteríu-, sveppa- og vírus- sýkingum. Hvönn heitir „angelica“ á ensku sem kemur frá gríska orðinu „arkhangelos“ og þýðir erkiengill. Heitið er dregið af þeirri sögu að engillinn Gabríel hafi sagt mannfólk- inu frá lækningamætti hennar. - mþþ FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G U N N O RD IC PH O TO S/ G ET TY N O RD IC PH O TO S/ G ET TY LEYNIVOPNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.