Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 14
14 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR S orp og úrgangur hefur fylgt manninum frá örófi alda. Fornleifa- fræðingar nútímans lesa heilu þjóðarsög- urnar úr gömlum rusla- haugum, enda er sagt að fátt segi meira um manneskju en það rusl sem hún skilur eftir sig. Óvíst er hvað fornleifafræðingar framtíðar- innar muni lesa úr ruslinu um okkur − enda er það markviss stefna að draga eins mikið úr því sem við skiljum eftir okkur og mögulegt er. Segja má að við stöndum á tíma- mótum í sorpmálum. Hlutfall endurvinnslu eykst stöðugt og umsjá sorps er ekki lengur kvöð heldur eftirsóknarverð. Einka- fyrirtæki eru farin að sjá sér hag í því að taka þátt í henni. Tímar opinna ruslahauga eru löngu liðnir. Pétur Hoffmann Sal- ómonsson, kynlegur kvistur í mannlífi Reykjavíkur á síðustu öld, leit á ruslahauginn við Ána- naust sem auðlind og nefndi hann Gullströndina. Margir þekkja það að hafa leikið sér á ruslahaugun- um og rótað eftir verðmætum sem krakki. Enn fleiri lásu um Jón Odd og Jón Bjarna sem gerðu sér ferð upp í Gufunes til að leita gersema á haugunum þar. Í dag gæti slíkt reynst erfitt; orðið ruslahaugur er meira að segja horfið. Í dag tölum við um urðunarstaði, endur- vinnslustöðvar og jarðgerðar- svæði. Ísland er bundið af tilskipun Evrópusambandsins um að minnka urðun á lífrænum úrgangi. Sorp- mál fara eftir Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Markmiðið með henni er að „draga markvisst úr myndun úrgangs, auka endur- notkun og endurnýtingu hans og minnka þannig það magn úrgangs sem fer til endanlegrar förgun- ar“. Samkvæmt landsáætluninni er gengið út frá árinu 1995 og 1. jan- úar árið 2009 má það magn lífræns úrgangs sem urðað er aðeins vera 75 prósent af því sem það var það ár (1995). Árið 2013, hinn 1. júlí, þarf heildarmagnið að vera komið niður í 50 prósent af því sem það var árið 1995 og eigi síðar en 1. júlí árið 2020 þarf það að vera komið niður í 35 prósent af magn- inu frá 1995. Til þess að þetta verði að veru- leika þurfum við nokkuð að taka okkur á. Íslendingar standa þokka- lega hvað varðar markmiðið fyrir næsta ár, en ef markmiðið fyrir 2013 á að nást þá er ljóst að átaks er þörf. Með því að draga úr úrgangi og stuðla að ábyrgri meðhöndlun hans er annars vegar dregið úr hættu á mengun umhverfisins og hins vegar dregið úr sóun á verð- mætum og landrými til urðunar. Miklar framfarir hafa átt sér stað í meðhöndlun úrgangs hér á landi. Á árunum í kringum 1970 var úrgangi oftar en ekki brennt við venjulegan eld í opinni brennslu. Förgunarstaðir voru margir og nálægt byggð svo að ekki þyrfti að flytja úrganginn langar leiðir. Á áttunda áratugnum hófst bygging brennsluþróa. Þar var um lághita- brennslu að ræða með tilheyrandi mengun. Áður fyrr heyrði til undantekn- inga að einhver kostnaður félli á þá sem losuðu sig við úrgang. Nú hefur orðið breyting á þeim þanka- gangi. Í dag ryður hugsunin um „að sá sem mengi þurfi að borga fyrir það“ sér æ meira til rúms. Því er komið skilagjald á spilliefni og komið hefur verið á fót svo- Ekki lengur rusl heldur hráefni Hvað verður um ruslið okkar, blöðin, dósirnar og flöskurnar? Við erum vön að geta hent þessu í tunnuna, skilað í endurvinnslu eða komið á grenndarstöðvar, en hvað tekur þá við? Kolbeinn Óttarsson Proppé er í rusli og kynnti sér meðferð úrgangs. VERÐMÆTI Starfsmenn Endurvinnslunnar fylgjast með dósunum á leið inn í press- una. Mikil verðmæti eru fólgin í álinu enda kostar endurvinnsla áls aðeins fimm prósent af því sem frumvinnslan kostar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Endurvinnslan var stofnuð árið 1989 til að endurvinna öl- og gos- drykkjaumbúðir. Þá voru svo til allar gosdrykkjaumbúðir úr áli og blöskraði mörgum hve dósirnar dreifðust víða. Því tóku framleiðendur höndum saman við kaupmenn og hið opin- bera og komu fyrirtækinu á fót. Það var ekki síst áhuga Jóns Sigurðssonar, þáverandi iðnaðarráðherra, að þakka að fyrirtækið varð að veruleika. Endurvinnslan er nú í eigu ÁTVR, Vífilfells, Ölgerðarinnar, Kaupmanna- samtakanna, Alcan, Bandalags íslenskra skáta, Gúmmívinnslunnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Íslenska járnblendifélagsins og ríkis- sjóðs. Fyrirtækið er ekki rekið með gróðasjónarmið í huga, en skilar engu að síður nokkurra milljóna króna hagnaði árlega. Úrvinnslusjóður sér um skilagjald á drykkjarvöruumbúðir og er það í dag 10 krónur á flösku eða dós. Endurvinnslan greiddi á síðasta ári út 930 milljónir króna, sem ætti að þýða að 93 milljónir eininga komu í hús í fyrra. Hins vegar eru einhver brögð að því að meira sé sagt en efni standa til í pokum sem skilað er inn til fyrirtækisins. Skil á drykkjarvöruumbúðum hafa hæst farið í 86 prósent hér á landi en eru í dag um 82 prósent. Stefnt er að því að vera með skilin í kringum 84-5 prósent, líkt og gerist á hinum Norðurlöndunum. Áldósirnar eru pressaðar saman hjá fyrirtækinu og komið fyrir í böggum, sem hver um sig inniheldur um 800 dósir. Böggunum er síðan komið fyrir í gámum sem siglt er með til Immingham á Englandi. Þaðan eru þeir fluttir til Warrington, rétt utan við Birmingham, þar sem lakkið er brætt af við háan hita. Álið er síðan brætt og endurunnið. Það er tuttugu sinnum hagkvæm- ara að endurvinna ál en frumvinna það, þar sem aðeins þarf um fimm prósent af þeirri orku sem þarf í frumvinnuna til þess að bræða dós- irnar. Hráefnið er mjög gott, en ál er þeim eiginleikum búið að hægt er að endurvinna það margoft. Væru skilin hjá stærstu löndunum í líkingu við það sem er á Norðurlöndunum myndi gríðarleg orka og peningar sparast. Þetta á sérstaklega við um Banda- ríkin, en þar er neytt um helmingi meira af drykkjarvörum en gert er hér á landi. Þar er lítil endurvinnsla og gríðarlegt magn dósa er grafið í jörðu. Væri endurvinnslan þar í líkingu við það sem hún er hér væri hægt að loka fjölmörgum álverum af því að þörfin fyrir frumvinnslu myndi minnka til muna. Gríðarleg verðmæti eru því grafin í jörð þar árlega. Því er mikilvægt að skila sem mestu inn til endurvinnslu, bæði út frá umhverfis- legum og hagrænum sjónarmiðum. Ekki þarf að líða langur tími þar til áldósin sem skilað er inn til endur- vinnslunnar er komin aftur í notkun. Neytandi á Íslandi getur skilað inn dós, hirt sínar tíu krónur, og verið far- inn að drekka úr nýrri dós úr sama áli eftir nokkrar vikur eða mánuði. Álið er notað á hefðbundinn hátt, í dósir og ýmsa aðra framleiðslu; til dæmis flugvélar. Endurvinnslan tekur einnig á móti plast- og glerflöskum. Glerið er mulið niður og urðað, en þar nýtist það meðal annars til að binda saman hauga sem urðaðir eru. Það dregur einnig úr rottugangi á urðunarstað, enda óhægt um vik fyrir dýrin að kom- ast í sorpið sé utan um það glersalli. Plastflöskurnar eru pressaðar saman í bagga, en hver slíkur inni- heldur um 7.200 flöskur. Þeir eru einnig fluttir út í gámum, ýmist til Evrópu eða Bandaríkjanna, þar sem plastið er brætt. Þar er það notað aftur í ýmsan varning; allt frá plast- flöskum til flíspeysa. Ál og plastflöskur eru um 82 pró- sent af því sem kemur til Endurvinnsl- unnar og skiptist nokkurn veginn til helminga. Glerflöskurnar eru um átján prósent, eða um 6.000 tonn á ári. Þar er aðallega um vínflöskur að ræða. Ísland er eina landið í heiminum sem er með skilagjald á áfengisflöskum. Íslendingar standa nokkuð framarlega í endurvinnslu á flöskum og dósum. Nú er verið að vinna að vélvæðingu hjá Endurvinnslunni þar sem verður hægt að telja hverja dós og flösku fyrir sig. Áfengis- flöskurnar gera það ferli flóknara, þar sem þær koma víða að, úr ýmsum strikamerkjakerfum, og því þarf að sérhanna vélbúnað fyrir þær. Endurvinnslan er í Knarrarvogi í Reykjavík og er með um fimmtíu umboðsmenn um land allt. GÆTUM LAGT AF FJÖLDA ÁLVERA ÁLBAGGAR Lítið fer fyrir 800 dósum þegar búið er að pressa þær saman í bagga. 25 tonn fara í hvern gám sem fluttur er út. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sorpa er byggðasamlag um sorphirðu sem starfrækt er á höfuðborgar svæðinu. Hver íbúi á svæðinu skilur að meðaltali eftir sig um 223 kíló af sorpi á ári. Mesta magnið berst í desember, rétt rúm- lega fjögur tonn, en annars eru það um 3,1 til 3,7 tonn á mánuði. Sorpa starfar eftir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, sem aftur tekur tillit til landsáætlunar. Svæðið allt frá Markarfljóti og norður fyrir Blönduós hefur gert sér sameiginlega áætlun. Markmið landsáætlunarinnar um minnkandi urðun á lífrænum úrgangi, setur sitt helsa mark á starfsemi Sorpu. Þar eykst hlutfall endurvinnslunnar með hverju árinu. Nú er litið á sorpið sem verðmæti fremur en úrgang. Þó er alltaf eitthvað sem þarf að urða og er þá rætt um óvirkan úrgang. Sorpa hefur gert samning um leigu á landi á Álfsnesi, en hann gildir til ársins 2014. Hvað þá verður er óljóst nú. Ragna I. Halldórsdóttir, deildarstjóri markaðs- og fræðslusviðs Sorpu, segir að verið sé að móta stefnuna fyrir framtíðina. Meðal þess sem í athugun er er að koma upp háhitabrennslustöð. „Þá yrði sorpinu brennt við mjög háan hita þannig að engin mengun hlýst af. Við brunann verður til orka sem hægt er að nýta. Þetta er mjög dýr lausn, en er engu að síður í skoðun. Raunar hafa forsvarsmenn Sements- verksmiðjunnar á Akranesi lagt til að hægt væri að brenna sorpi í þeirra kerfi,“ segir Ragna. Lífrænn úrgangur er ekki lengur urðaður heldur nýttur til jarðgerð- ar. Við þá vinnslu verður einnig til metan, sem er nýtt á vélar bifreiða. Það má því sjá fyrir sér að innan ekki of langs tíma verði sorpmálum þannig fyrir komið að meirihlutinn af úrganginum verði að afurðum, annars vegar metani og jarðgerðar- efni og hins vegar orku í háhita- brennslu. Mun minna landrými mun þá þurfa fyrir urðun, þar sem hún verði einungis lítill hluti úrgangsins. VERÐMÆTI LIGGJA Í SORPINU BLAÐABAGGAR Blöð og sléttur pappír eru pressuð saman í bagga og flutt til endurvinnslu í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SORPMAGN Í SORPU 2006 39.113.135 tonn 2007 41.610.848 tonn FARVEGUR Í urðun 33,06% Endurnýtt 47,00% Jarðvegur 18,34% Sent til forvinnslu 0,52% Spilliefni 1,08% kölluðu úrvinnslugjaldi. Það er sett á til að stuðla að úrvinnslu úrgangs og á að standa undir kostnaði við meðhöndlun, endur- nýtingu og förgun eftir því sem við á. 40 PAPPÍRSGÁMAR Á VIKU TIL SVÍÞJÓÐAR Sorpa er stærsti íslenski útflytj- andinn til Svíþjóðar. Á hverri viku fara fjörutíu gámar fullir af pappír til endurvinnslu frá Sundahöfn til Gautaborgar. Það eru 880 tonn. Pappírinn berst til fyrirtækisins IL Recycling sem endurvinnur hann og nýtir í nýjar afurðir. Stærsti hluti þess pappírs sem er endurnýttur er dagblöð- og tímarit, en um fjörutíu prósent þeirra berast til endurvinnslu. Nýverið hóf Sorpa hins vegar að taka við sléttum umbúðum og nú má því skila pökkum undan morgunkorni og pakkapitsum í endurvinnslu- gámana, svo dæmi sé tekið, að ógleymdum mjólkurfernunum. Grenndargámar eru tæmdir vikulega og farið með þá upp í Sorpu. Þar er innihaldið pressað saman í bagga, komið fyrir í gámum og flutt til Svíþjóðar. Frá því að þú, lesandi góður, hefur lokið lestri Fréttablaðsins og komið því fyrir í Blaðberanum – töskunni sem Fréttablaðið býður upp á til að safna saman lesnum blöðum – þarf ekki að líða mjög langur tími þar til þú heldur á blaðinu á ný í formi nýrra afurða. Í sumum tilvikum aðeins vikur eða mánuðir. RAGNA I. HALLDÓRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.