Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 50
26 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR GANGA.IS Ungmennafélag Íslands FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í 12. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld þar sem botn- liðin HK og ÍA eiga erfiða útileiki fyrir hönd- um; HK fer í Krikann og mætir FH og ÍA heim- sækir Breiðablik á Kópavogsvöll. Leikir kvöldsins hefjast báðir kl. 19.15. HK-ingar eru á botni Lands- bankadeildar og hafa ekki unnið þar leik síðan í 5. umferð þegar liðið lagði Íslandsmeist- ara Vals að velli 4-2 í Kópavogi en síðan þá hefur liðið gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum. Rúnar Páll Sig- mundsson er nýtekinn við sem þjálfari HK eftir að Gunnari Guðmunds- syni var vikið úr starfi og leikurinn gegn FH í kvöld er annar leikur hans við stjórnvölinn. Hinn gamalreyndi Sinisa Valdimar Kekic mun að öllu óbreyttu leika sinn fyrsta leik fyrir HK í kvöld en varamaðurinn Hermann Geir Þórs- son verður í leikbanni. FH-ingar eru sem stendur í öðru sæti Landsbankadeildarinnar en hafa verið að slaka örlítið á klónni undanfarið eftir gríðarlega sannfærandi spilamennsku framan af sumri og Hafnarfjarðarliðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. FH tók þátt í Evrópu- keppni félagsliða á fimmtudaginn og þá var markvörðurinn og fyrirliðinn Daði Lárusson á varamannabekknum vegna eymsla í baki og Gunnar Sigurðsson stóð í markinu, en líklegt verður að teljast að Daði snúi aftur á milli stanganna gegn HK í kvöld. ÍA voru einnig að keppa í Evrópu- keppni félagsliða á fimmtudaginn. Þá voru Jón Vilhelm Ákason, Björn Bergmann Sigurðarson og Þórður Guðjónsson allir á varamannabekknum eftir að vera nýkomnir úr meiðslum en ættu að vera klárir í slaginn gegn Breiðabliki. Stefán Þórðarson gat ekki leikið með ÍA á fimmtudag- inn vegna meiðsla í nára og hann verður ekki heldur með í kvöld. Skagamenn hafa ekki átt sjö dagana sæla í sumar og hafa ekki unnið leik í Landsbankadeild síðan í 3. umferð þegar liðið lagði Fram að velli en síðan þá hefur liðið gert þrjú jafn- tefli og tapað fimm leikjum. Breiðablik er hins vegar á ágætri siglingu í Landsbankadeildinni og hefur unnið tvo leiki í röð. Þjálfar- inn Ólafur H. Kristjánsson hefur verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu og það hefur gefið góða raun. - óþ HK hefur ekki unnið leik í deildinni í tæpan einn og hálfan mánuð og ÍA hefur ekki unnið þar í tvo mánuði: Að duga eða drepast fyrir HK og ÍA ERFITT VERKEFNI Rúnar Páll Sigmunds- son nýráðinn þjálfari HK á erfitt verkefni fyrir höndum .FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJALDAN SVARTARA Reynsluboltinn Guðjón Þórðarson hefur líklega sjaldan séð það svartara en nú. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vodafone-völlur, áhorf.: 1.353 Valur Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11-12 (6-5) Varin skot Kjartan 4 – Ómar 5 Horn 6-8 Aukaspyrnur fengnar 20-15 Rangstöður 6-1 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 8 Guðjón Á. Antoníus. 7 Kenneth Gustafsson 6 (75., Guðmund. Mete -) Hallgrímur Jónasson 7 Nicolai Jörgensen 5 Patrik Redo 5 Einar Orri Einarsson 7 *Hólmar Ö. Rúnars 8 Símun Samúelsen 6 Magnús Þorsteinsson 7 (71., Hans Yoo Mat. -) Þórarinn Kristjánsson 6 (61., Hörður Sveins. 5) *Maður leiksins VALUR 4–5–1 Kjartan Sturluson 7 Einar Marteinsson 4 (45., Baldur Ingimar 6) Atli Sveinn Þórarins. 5 Barry Smith 4 (45., Henrik Eggerts 6) Rene Carlsen 6 Rasmus Hansen 7 Sigurbjörn Hreiðars. 6 Guðmundur Ben. 5 (67., Baldur Bett 5) Pálmi Rafn Pálmas. 7 Bjarni Ó. Eiríksson 6 Helgi Sigurðsson 7 0-1 Hólmar Örn Rúnarsson (23.), 1-1 Helgi Sigurðsson (79.). Rautt spjald Baldur Ingimar Aðalsteinsson (80.). 1-1 Garðar Örn Hinriks. (7) LANDSBANKADEILD KARLA: 1. Keflavík 12 8 2 2 26-16 26 2. FH 11 7 1 3 22-12 22 3. Fjölnir 11 7 0 4 19-10 21 4. Valur 12 6 2 4 19-15 20 5. KR 11 6 0 5 19-13 18 6. Breiðablik 11 5 3 3 19-16 18 7. Fram 11 5 0 6 10-11 15 8. Grindavík 11 4 2 5 15-19 14 9. Þróttur R. 11 3 4 4 15-20 13 10. Fylkir 11 4 0 7 12-19 12 ----------------------------------------------------- 11. ÍA 11 1 4 6 8-17 7 12. HK 11 1 2 8 12-28 5 STAÐAN FÓTBOLTI Hinn brasilíski Kaka hjá AC Milan virðist vera að hugsa sér til hreyfings ef marka má ummæli Diogo Kotscho, persónu- legs ráðgjafa leikmannsins, í viðtali við The Guardian í gær. „Real Madrid bauð fúlgur fjár í Kaka síðasta sumar og þá litu forráðamenn AC Milan ekki einu sinni við boðinu, en tímarnir er breyttir núna. Vegna fjárhags- stöðu AC Milan, ekki síst eftir komu Ronaldinho til félagsins, þá held ég að það gæti verið gott fyrir alla aðila ef Kaka myndi fara,“ sagði Kotscho, sem heldur því fram að Chelsea sé tilbúið að borga metfé fyrir Kaka, en hæsta verð fyrir félagaskipti til þessa er 46 milljónir punda. „Chelsea er rétta félagið til að vera hjá í dag, þar er verið að byggja lið til þess að vinna alla titla sem í boði eru. Möguleg félagaskipti myndu líka þýða það að Kaka fengi talsvert hærri laun,“ sagði Kotscho. Kaka er búinn að vera sterk- lega orðaður við Chelsea allt síðan Luiz Felipe Scolari, fyrrverandi landsliðsþjálfari Brasilíu, var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea. - óþ Kaka ráðlagt að yfirgefa AC: Kaka á leiðinni til Chelsea? TILBÚINN Persónulegur ráðgjafi brasil- íska snillingsins Kaka telur að hann ætti að fara í Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Valur og Keflavík skildu jöfn í toppbaráttuslag eins og þeir gerast bestir á Vodafone-vellinum í gærdag. Leikurinn fór fjörlega af stað í blíðskaparveðri að Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu undirtökin til að byrja með. Varnarjaxlinn Atli Sveinn Þórarinsson átti fyrsta færi leiksins þegar þrumuskot hans af stuttu færi var varið lag- lega af Ómari Jóhannssyni í marki Keflavíkur. Keflvíkingar voru annars þéttir varnarlega og svo eldfljótir að sækja upp völlinn þegar færi gafst og á 12. mínútu bar eitt slíkt upp- hlaup þó nokkurn árangur. Magn- ús Þorsteinsson fékk þá sendingu inn í vítateig Valsmanna frá Þór- arni Kristjánssyni og Barry Smith var allt of seinn til og braut klaufa- lega á framherjanum snögga og vítaspyrna réttilega dæmd. Það kom í hlut Þórarins að taka víta- spyrnuna en honum brást boga- listin hrapallega og Kjartan Sturluson varði auðveldlega frá honum. Kefvíkingar létu það þó ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að hrella varnarmenn Vals, sem voru ráðþrota gegn hröðum sóknarleik Suðurnesjamanna. Keflvíkingar tóku svo forystu í leiknum á 23. mínútu og markið var heldur betur af dýrari gerð- inni. Guðjón Árni Antoníusson skallaði boltann fyrir lappirnar á Hólmari Erni Rúnarssyni hægra megin fyrir utan vítateig Vals- manna og miðjumaðurinn skaut hnitmiðuðu utanfótarskoti upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir Kjartan í markinu. En stuttu fyrir markið hafði Ómar varið vel í tví- gang frá Valsmönnunum Sigur- birni Hreiðarssyni og Pálma Rafni Pálmasyni. Hlutirnir voru því fljótir að ger- ast og leikur- inn hraður og skemmtileg- ur þar sem sótt var á báða bóga. Keflvíkingar virkuðu hins vegar talsvert líklegri til þess að bæta við öðru marki en Vals- menn að jafna það sem eftir lifði hálfleiksins þar sem Magnús og Þórarinn voru líflegir. Vals- menn voru meira með boltann en voru allt of hægir að sækja fram völlinn, sem gerði það að verkum að Keflavíkurvörnin fékk nægan tíma til þess að stilla upp og loka á framherjann Helga Sigurðsson, sem fékk lítinn stuðn- ing og var gjörsamlega týndur í fyrri hálfleik. Staðan var 0-1 í hálf- leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleiknum þegar varnar- mennirnir Barry Smith og Einar Marteinsson fóru út af fyrir miðju- mennina Baldur Ingimar Aðal- steinsson og Henrik Egg- erts. Þetta var breyting til hins betra fyrir Vals- menn og allt annað var að sjá til liðsins, sem færði sig framar á völlinn og pressaði nokkuð stíft að marki Keflvíkinga. Pálmi Rafn fékk fínt færi til þess að jafna leikinn fyrir Valsmenn á 67. mínútu en skot hans úr ágætri stöðu á markteign- um fór framhjá markinu. Valsmenn voru sem fyrr meira með boltann en náðu lengstum ekki að skapa sér nógu afgerandi marktækifæri. Jöfnunarmarkið kom hins vegar loksins á 79. mínútu þegar Rasmus Hansen átti sendingu fyrir markið frá hægri kantinum og Helgi Sigurðsson var réttur maður á réttum stað og afgreiddi bolt- ann í netið af stuttu færi. Skömmu síðar fékk Baldur Ingimar að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu á Hans Yoo Mathiesen og Valsmenn því einum færri á lokakaflan- um. Keflvíkingar voru í tvígang nálægt því að nýta sér liðsmuninn í blálokin. Fyrst átti Hans Yoo skot sem Kjartan náði að blaka í slá og svo átti Einar Orri Einarsson þrumuskot í upp- bótartíma sem fór í innanverða stöngina, en allt kom fyrir ekki og lokatölur urðu 1-1. Willum Þór var ánægður með sitt lið í leikslok. „Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða og ég var mjög ánægð- ur með mitt lið í dag. Við vorum kannski meira með boltann heilt yfir en áttum samt í talsverðum erfiðleikum með hraða sóknar- menn Keflavíkur. Það lagaðist þó talsvert í seinni hálfleik og mér fannst við vera öruggari á boltan- um. Ég var náttúrlega mjög svekktur með að missa svo mann út af, þar sem mér fannst við vera á góðri siglingu og ég var að horfa fram á það við myndum auka sóknar þungann enn meira í lokin,“ sagði Willum Þór. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir með kollega sínum um skemmtanagildi leiks- ins en sá þó eitt og annað að leik sinna manna. „Þetta var góður leikur þar sem bæði liðin þorðu að sækja og voru að skapa sér færi. Mér fannst við reyndar falla of mikið til baka í upphafi síðari hálfleiks og það er ekki okkar leikur. Okkur hefði kannski tekist að sigla þessu heim með þannig spilamennsku ef við hefðum verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, en með aðeins eins marks forystu er það allt of hættu- legt eins og raun bar vitni um,“ sagði Kristján og Hólmar Örn tók undir það. „Ég er svekktur með hvernig við misstum þetta niður í jafntefli. Við áttum náttúrlega að bæta við fleiri mörkum í fyrri hálfleik og féllum of mikið til baka í seinni hálfleik og okkur gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Ann- ars var þetta opið og hefði getað endað hvernig sem er,“ sagði Hólmar. Toppbaráttan opin upp á gátt Markaskorarinn Helgi Sigurðs- son var ánægður með hvernig Valsmenn unnu sig inn í leikinn og kvað Íslandsmeistarana ekki hafa sagt sitt síðasta í titilbarátt- unni. „Við vissum að með tapi í þessum leik myndum við missa af Keflvíkingunum þannig að jafntefli er ekkert alslæmt þrátt fyrir að maður vilji allt- af vinna. Toppbaráttan er opin upp á gátt og við vitum alveg hvar við viljum vera í haust,“ sagði Helgi að lokum. omar@frettabladid.is Toppbaráttan opin upp á gátt Valur og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í bráðskemmtilegum leik í Landsbankadeild karla á Vodafone-vellinum í gærdag. Keflvíkingar eru sem fyrr í toppsætinu en FH og Fjölnir eru ekki langt undan og eiga möguleika á að brúa bilið, þar sem þau eiga leik til góða. Valsmenn hafa heldur ekki sagt sitt síðasta í toppbaráttunni. HÖRÐ BARÁTTA Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson og Valsarinn Pálmi Rafn Pálmason háðu harða baráttu í jafnteflis- leiknum í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÖFLUGUR Ómar Jóhannsson átti góðan leik fyrir Keflavík í gær og greip nokkrum sinnum vel inn í á ögurstundu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.