Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 35
matur 37 Best er að taka lærið snemma úr frysti og láta það liggja í ísskáp í fimm daga í álpappír með kryddinu áður en grill- að er. Þá verður það meyrt og drekkur í sig bragðið,“ segir Magnús Magnússon, útgef- andi Vesturlandsblaðsins Skessuhorns, þegar hann lýsir aðdraganda þess að grilla lambalæri í holu. „Ferskar kryddjurtir gefa gott bragð en kjötið skiptir ekki síður máli. Tengdamóðir mín er sauðfjárbóndi og á haustin fer ég og vel lömb hjá henni og það eru allt gimbrar. Síðan eigum við alltaf nokkra góða skrokka í frysti.“ Magnús grillaði fyrst lambakjöt í holu fyrir fimmtán árum þegar hann bjó í Dan- mörku. „Það vildi þannig til að Íslendinga- félagið í Danmörku var að grilla fyrir hátíð á 17. júní og við vorum með lambakjöt frá Nýja-Sjálandi. Kjötið var hins vegar svo vont að við neyddumst til að finna upp aðferð til að gera það bragðbetra. Okkur tókst að gera kjötið þokkalegt með því að krydda vel og grilla í holu,“ segir Magnús. Holugrill gefur kjötinu sérstakt bragð sem er frábrugðið því sem fæst með því að grilla á venjulegu grilli. „Það kemur sterkt kolabragð og smá reykkeimur, en villi- jurtirnar koma líka vel í gegn,“ segir Magnús, sem tíndi jurt- irnar á lítilli jörð sem fjölskylda hans á í Reyk- holtsdal. - hs Vænt og græntNÆGTABÚR NÁTTÚRUNNAR 2 kg rúgmjöl 300 g sykur 2 msk. salt 50 g pressuger eða 5 tsk. þurrger 1 lítri og 750 ml vatn Hnoðið saman og setjið deigið í mjólkurfernur. Látið hefast í um það bil klukkustund (annars fer það eftir hita og aðstæðum hverju sinni). Setjið fernurnar í hveraholur og látið innihaldið bakast í rúman sólarhring. Gætið ykkar á hitanum og notið hanska og áhöld. HVERABRAUÐ HÚSFREYJUNNAR SEYTT RÚGBRAUÐ, BAKAÐ VIÐ HVERAGUFU Þrátt fyrir að dágóðan tíma taki að baka hverabrauð er það frekar einfalt í framkvæmd. Úrvals kjöt og Gott lambalæri að eigin vali blóðberg graslaukur birkilauf mynta smá salt Saxið kryddjurtir og kryddið lambalærið að vild. Vefjið inn í álpappír og látið standa í kæli í fimm daga svo kjötið nái að meyrna og taka í sig bragð af kryddinu. Grafið holu sem er um skófludýpt þannig að vel sé rúmt um lærið. Setjið álpappír í botninn og einn poka af kolum. Kveikið í kolunum og látið þau verða hvít. Setjið lærið í álpappírnum á kolin og setjið nokkur kol meðfram lærinu. Leggið farg ofan á lærið, til dæmis steina og torf, en gætið þess að hafa smá rifu fyrir súrefni. Látið lærið grillast í um eina og hálfa klukkustund ef þið viljið „medium rare“ en annars í um tvo tíma. Þá er kjötið vel grillað og farið að losna frá beininu. Gætið þess að kveikja ekki í moldinni ef jarðvegur er þurr. Ýmiss konar meðlæti hentar með kjötinu en sérstaklega gott er að útbúa sósu úr villisvepp- um. VILLIJURTAKRYDDAÐ LAMBALÆRI Magnús segir að best sé að krydda lærið tímanlega og láta það meyrna í kæli í að minnsta kosti fimm daga fyrir matreiðslu. MYND/SKESSUHORN MM Kryddjurtirnar tíndi Magnús á jörð sem hann og fjölskylda hans eiga í Reykholtsdal. Afraksturinn er óneitanlega girnilegur. Snemma á áttunda áratug síðustu aldar flutti Reykjavíkurmærin Ásthildur Thorsteinsson að Hurðarbaki í Reyk- holti ásamt eiginmanni sínum sem er ættað- ur þaðan. Nokkrum árum síðar fór hún að baka hverabrauð líkt og hefð var fyrir á staðnum. „Hverinn sem brauðið er bakað í er um þrjú hundruð metra frá bænum. Húsið sem byggt er yfir hverinn hefur staðið þarna lengi og er innréttað eins og lítið eldhús,“ segir Ásthildur. Uppskriftin að rúgbrauðinu er einföld en brauðið er seytt og bakað við hveragufu. „Brauðið er rúman sólarhring að bakast en í húsinu eru þrjár holur og í hverri holu er gat sem er lokað með spýtu. Þegar ég tek spýturn- ar upp myndast gufa og set ég fernurnar með deiginu ofan í og byrgi holurnar. Þá bakast brauðið,“ útskýrir Ásthildur og bendir á að mikilvægt sé að gæta sín á hitanum með því að nota hanska og spýtur. Hún segir bragðið af hverabrauði sterk- ara en af venjulegu rúgbrauði. „Það er þétt- ara í sér en venjulegt rúgbrauð og bakast öðruvísi í svona gufubakstri. Brauðið er best með smjöri og einnig gott með kæfu og osti.“ - hs Hverabrauð frá Hurðarbaki Í iðrum jarðar leynist fínasti bakaraofn sem Ásthildur Thorsteinsson, húsfreyja að Hurðarbaki í Reykholti, nýtir við rúgbrauðsbakstur. íslenskar jurtir Magnús Magnússon, útgefandi Vesturlandsblaðsins Skessuhorns, grillar sérvalið og villijurtakryddað lambalæri í holu. A M YN D /S KE SS U H O RN M M M YN D /S KE SS U H O RN M M Hverabrauðið er þéttara í sér en venjulegt rúgbrauð og bragðsterkara. MYND/SKESSUHORN MM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.