Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 20. júlí 2008 16 Downham dreymdi um að verða kvikmyndastjarna þegar hún var lítil og lærði leiklist. Downham er 44 ára gömul og býr í London ásamt tveimur sonum sínum, 13 og 8 ára. Þótt Downham sé einstæð móðir ákvað hún að hætta að vinna þegar yngri sonurinn fæddist. Til að fá útrás fyrir sköpunargleðina byrjaði hún að skrifa. Mæðginin bjuggu við kröpp kjör en í dag þurfa þau ekki að hafa áhyggjur af peningum þar sem bókin hefur selst í bílförum. Sumir hafa líkt Downham við J. K. Rowling, sem einnig var auralítil ein- stæð móðir þegar hún hóf að skrifa og sló svo í gegn með sína fyrstu bók. Ef Downham ætti að búa til sinn eigin „áður en ég dey“-lista myndi hún byrja á að koma sér upp matjurtargarðinum sem hana hefur alltaf dreymt um. Síðan myndi hún láta undan suði barnanna og gefa þeim kanínu. Á listanum væru einnig atriði eins og að sigrast á flughræðslunni og geta þannig ferðast óttalaus um heiminn og síðast en ekki síst að segja fólkinu sem hún elskar allt þetta mikilvæga sem maður kemur sér aldrei til að segja. ➜ JENNY DOWNHAM Í HNOTSKURN B ókin Áður en ég dey segir sögu hinnar sex- tán ára gömlu Tessu. Hún býr með föður sínum og yngri bróður og finnst gaman að hitta bestu vin- konu sína. Hún er því að flestu leyti venjuleg unglingsstúlka, fyrir utan það að hún er dauðvona af völdum hvítblæðis. Hún útbýr lista með því sem hana langar til að upplifa áður en hún deyr og er fyrsta for- gangsatriðið það að sofa hjá strák. Áður en ég dey er fyrsta skáld- saga höfundarins Jenny Downham. Bókin kom út á síðasta ári í Bret- landi og vakti strax mikla athygli, fékk frábæra dóma og sópaði að sér verðlaunum. Rétturinn að bók- inni hefur verið seldur til ríflega tuttugu landa og því sér ekki enn fyrir sigurgöngu þessarar ljúfsáru sögu. Nýtti reynsluna úr leikhúsinu Downham starfaði sem leikari áður en hún sneri sér að skriftum. Þegar hún eignaðist annað barn sitt fór henni að finnast sem rótlaust líf leikarans hentaði sér ekki lengur og því ákvað hún að láta gamlan draum um að skrifa skáldsögu ræt- ast. Hún viðurkennir þó fúslega að aðferðir úr leiklistinni hafi nýst sér vel við skriftirnar. „Sagan breyttist talsvert á meðan á skriftarferlinu stóð. Til að mynda vissi ég ekki í fyrstu að Tessa væri dauðvona, heldur lagði ég upp með að skrifa sögu um vin- konur sem væru afskaplega ólíkar persónur. Ég tók mér góðan tíma í að skapa þessar persónur og glós- aði samviskusamlega allt sem mér datt í hug varðandi þær, til dæmis uppáhalds matinn þeirra, vonir þeirra og drauma. Þetta er svipuð tækni og ég beiti þegar ég er að fara að leika persónu á sviði og hún hjálpar mér við að kynnast persón- unni betur. Fljótlega varð mér ljóst að önnur stúlknanna, Tessa, væri veik. Ég vissi að ef ég gerði hana dauðvona myndi það umturna sög- unni gersamlega og gera mér erfitt fyrir með að viðhalda spennu þar sem að ljóst er frá upphafi að aðal- söguhetjan deyr í lokin. Ég ákvað þó að fara þessa leið og því var ein helsta áskorun mín við skriftirnar sú að gera söguna áhugaverða þrátt fyrir augljósan endinn. Með því að láta Tessu útbúa listann tókst mér að skapa spennu í kring um það hvort henni tekst að framkvæma allt á listanum eða ekki.“ Downham kveðst hafa safnað miklu efni á meðan á skriftum bók- arinnar stóð og að aðeins lítill hluti þess hafi að lokum endað í sögunni. Meðal annars hélt hún dagbók fyrir hönd Tessu og kom sér þannig til þess að sjá heiminn með augum hennar. „Tessa las blöðin og fylgd- ist með fréttum og sagði sína skoð- un á Bretlandi samtímans í dag- bókinni sinni. Lítið sem ekkert af þessum dagbókarvangaveltum hennar enduðu þó í sjálfri skáld- sögunni, en þannig vinn ég bara. Skriftarferlið sjálft var svo afskap- lega strangt; ég skrifaði og endur- skrifaði hvern kafla í bókinni oft og ritskoðaði sjálfa mig harkalega. Fyrir hver 40.000 orð sem ég skrif- aði hélt ég kannski eftir 2000 orðum. En eftir tvö og hálft ár var bókin tilbúin.“ Saga um venjulegt fólk Sem fyrr segir hefur bókin hlotið nær einróma lof gagnrýnenda bæði í Bretlandi og víðar, þó svo að sumir þeirra hafi reyndar orð á því að Downham leiki sér meðvitað og óvægið með tilfinningar lesenda sinna. Persónusköpun Downham þykir einstaklega vel heppnuð, ljóslifandi og raunsæ. Ljóst er að nálgun leikarans Downham við persónur bókarinnar hefur sitt að segja varðandi útkomuna, en jafn- framt segir Downham það hafa skipt sig miklu máli að hafa bókina sem raunsæjasta og gæta þess að persónurnar bregðist ávallt við sem ósköp venjulegt fólk sem lendir í óvenjulegum aðstæðum. „Ég sá Tessu alltaf fyrir mér sem dæmigerða unglingsstúlku sem gengur í skóla, á vini og óþolandi lítinn bróður. En ég vissi líka að hún byggi yfir ýmsum eiginleikum sem gerðu henni kleift að takast á við sjúkdóminn; þolinmæði, ákveðni, frekju og íhygli. Þótt ótrú- legt megi virðast fær hún ýmislegt jákvætt út úr veikindum sínum. Hún kemst nær fjölskyldu sinni og uppgötvar eigin hæfileika til þess að elska og finna til samkenndar. Veikindin neyða hana til þess að einbeita sér að því sem raunveru- lega skiptir hana máli í lífinu og má því segja að veikindi dragi að vissu leyti það besta fram í henni. Ég hafði einnig ákveðna skoðun varðandi það hvernig nánustu aðstandendur hennar ættu að bregðast við veikindunum. Ég vildi að fjölskyldan væri klofin í byrjun og að veikindin yrðu áhrifavaldur sem skapaði samstöðu á milli þeirra, þó svo að hver takist á við þetta áfall á sinn hátt. Faðir Tessu er til að mynda í afneitun þar sem hann getur ekki horfst í augu við staðreyndirnar og heldur í staðinn örvæntingartaki í vonina um lækn- ingu. Bróðir hennar er aftur á móti eins konar sannleiksvera; hann þorir að tala um hvernig lífið verð- ur eftir að Tessa fellur frá og er stundum óvæginn í skoðunum sínum, en líka hlýr og fyndinn.“ Viðhorfið til dauðans orðið firrt Downham er mjög nákvæmur höf- undur sem lætur ekki svo mikið sem minnsta smáatriði fram hjá sér fara. Það skýtur því eilítið skökku við að hún ákvað, snemma á ritferlinu, að taka ekki viðtöl við hvítblæðissjúklinga til þess að kynnast upplifun þeirra af því að lifa með banvænan sjúkdóm þar sem hún óttaðist að enda á að miðla sögum þeirra fremur en sögu Tessu. „Upplifun Tessu af sjúk- dómnum og dauðastríðinu er alger- lega sprottin úr mínum eigin hug- arheimi; ég hef persónulega enga reynslu af því að umgangast dauð- vona fólk. En ég las heilmikið af bókum sem fjalla um málefnið, bæði fræðibækur og eins skáldsög- ur og ljóð. Til að mynda veitti bók Susan Sontag „Illness as a Metaphor“ mér mikinn innblástur. Ég fékk svo leiðsögn við tæknilega hlið, ef svo mætti að orði komast, sjúkdómsins frá tveimur hjúkrunar- konum sem hafa unnið við umönn- un unglinga með hvítblæði. Mér þótti þó afar mikilvægt að vera ekki of upptekin af þessari tækni- legu, læknisfræðilegu hlið málsins þar sem sagan átti aldrei að fjalla mikið um sjúkdóminn sem slíkan, heldur fremur vakninguna sem á sér stað innra með Tessu í kjölfar hans.“ Í hugum flestra eiga æska og dauði litla sem enga samleið, en Downham teflir þessum ólíku fyrir- bærum þó saman í sögu Tessu og átti á tíðum í nokkrum erfiðleikum með að finna veg á milli þeirra. Hún telur að fólk í vestrænum samfélögum hafi fjarlægst dauð- ann og geti því ekki tekist á við hann þegar hann knýr dyra í nán- asta umhverfi þeirra. „Þegar ég starfaði sem leikari lék ég í sýn- ingu sem tókst á við dauðann og sorgina. Það var ekki hlaupið að því að finna leikhús sem kærðu sig um að setja verkið upp þar sem að flest þeirra vildu laða að áhorfend- ur með gleðileikjum. Þetta þykir mér einkennilegt viðhorf þar sem að maður getur varla notið lífsins til fulls ef maður neitar að horfast í augun við endalok þess. Vestræn samfélög eru orðin afar firrt þegar kemur að dauðanum; látnir ástvinir hverfa strax í hendurnar á útfarar- stofum og því þurfum við ekki að takast á við áþreifanlega hlið dauð- ans. Það er þó ekki svo langt síðan fólk annaðist sjálft jarðneskar leif- ar ástvina og öðlaðist þannig vissa tengingu við dauðann, en við virð- umst einfaldlega ekki geta tekist á við þetta lengur. Ég var afar með- vituð um þessa firringu þegar ég byrjaði að skrifa bókina. Lífið þjappast saman og verður bragð- meira þegar einhvers konar landa- mæri umlykja það og dauðinn er náttúrulega endanlegu landa mærin í lífi okkar allra. Þegar maður getur ekki horft til framtíðar verð- ur maður að lifa í núinu og þegar maður gerir það verður hvers- dagurinn skyndilega heillandi. Ég var því að vona að með því að fjalla svo náið um dauðann myndi ég geta fjallað um lífið sjálft. Tessa er unglingur og hefur því sterk- an vilja og löngun til að lifa lífinu til fulls, enda er svo margt sem hún á enn óreynt. Lífsvilji henn- ar og óumflýjanleiki dauðans mynda þannig jafnvægi í sög- unni. Tessu tekst að lifa í núinu sem er hæfileiki sem fæstum er gefinn; flest upplifum við sára- fáar stundir í lífinu þar sem við erum algerlega upptekin af stað og stund og gleymum öllu öðru. Þetta á sér þó stað við fæðingar, dauða eða aðrar stundir þar sem við upplifum tilfinningar á borð við sorg eða ást á svo sterkan hátt að við gleymum öllu öðru og leyf- um okkur að brjóta reglurnar. Bók- inni er þó ekki ætlað að hvetja fólk til að lifa lífinu í eilífu núi, enda væri það einfaldlega ekki hægt. Aftur á móti má benda á að maður þarf ekki að vera dauðvona til þess að semja sinn eigin „áður en ég dey“-lista.“ Viðbrögðin komu á óvart Skáldsagan er fyrsta útgefna bók höfundar og hefur farið sannkall- aða sigurför um heiminn. Við- brögðin við bókinni hafa komið Downham í opna skjöldu, enda lagði hún aðeins upp með að reyna að fá bókina gefna út í litlu upplagi. Velgengnin hefur þó tryggt stöðu hennar sem rithöfundar og hún er nú þegar búin að skrifa undir samn- ing vegna útgáfu næstu skáldsögu sinnar. „Þegar ég skrifaði bókina vonaðist ég bara eftir því að ég gæti fundið mér útgefanda og að bókin kæmist í það minnsta á mark- að. En aðstaða mín í dag er sannar- lega uppfylling drauma minna og mikil forréttindi; ég er útgefinn höfundur með samning upp á aðra bók. Fyrir aðeins ári síðan var ég að leggja lokahönd á „Áður en ég dey“ og var alveg óviss um hvernig færi fyrir bókinni, en nú hefur hún verið þýdd á fleiri en tuttugu tungumál. Nýverið hóf ég svo að vinna að næstu skáldsögu minni. Ég veit staðsetningu sögunnar og er búin að hugsa upp aðalpersón- una, en ég er samt ekki alveg viss hvert þetta mun allt saman leiða mig. Mér þykir gaman að láta koma mér á óvart og vil helst ekki vita of mikið um söguna fyrirfram. Ég er heppin að því leyti að ég hef mik- inn sjálfsaga og get því setið við skrifborðið mitt heilu dagana og bara skrifað og skrifað, þó svo að megnið af því sem ég skrifa endi svo bara í ruslakörfunni. En ég held áfram að vinna og finn þannig þráðinn sem leiðir mig á endanum að fullkláraðri sögunni.“ Landamæri í kring um lífið Rithöfundurinn Jenny Downham sló í gegn í heimalandi sínu Bretlandi og víðar með fyrstu skáldsögu sinni, sem fjallar um dauðvona unglingsstúlku sem reynir að láta drauma sína rætast. Bókin, sem kom nýverið út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðar- sonar, heitir Áður en ég dey og hefur slegið rækilega í gegn hjá íslenskum lesendum. Vigdís Þormóðsdóttir spjallaði við höfundinn. JENNY DOWNHAM Fyrsta skáldsaga hennar, Áður en ég dey, hefur slegið í gegn í mörgum löndum. Hún vinnur nú að næstu bók sinni. MYND/ROLF MARRIOTT ÁÐUR EN ÉG DEY Hefur selst vel hér á landi. Bókinni er þó ekki ætlað að hvetja fólk til að lifa lífinu í eilífu núi, enda væri það ein- faldlega ekki hægt. Aftur á móti má benda á að maður þarf ekki að vera dauðvona til þess að semja sinn eigin „áður en ég dey“-lista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.