Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 10
UMRÆÐAN Kristján Möller skrif- ar um eftirlit með ökutækjum Það kom fram í vetur að 25 þúsund óskoð- uð ökutæki voru skráð hér á landi. Þetta er um 10 prósent af bíla- flota landsmanna og allt of hátt hlutfall. Ennfremur hefur komið fram að á undanförn- um árum hafa tíu óskoðuð öku- tæki tengst banaslysum. Nú stendur yfir heildarendur- skoðun umferðarlaga í samgöngu- ráðuneytinu. Þrátt fyrir það lagði ég fram breytingu á umferðar- lögum sem samþykkt var í vor þar sem gert er ráð fyrir því að eigendur bíla séu sektaðir, trassi þeir að færa bíla sína til skoðunar á réttum tíma. Þetta var gert vegna þess að það er mikilvægt öryggismál að bílarnir í umferð- inni séu í lagi. Með því að draga úr fjölda óskoðaðra ökutækja er unnt að gera eftirlit lögreglu með skoðun ökutækja skilvirkara. Ég skora því á ykkur, sem vitið uppá ykkur þennan seinagang, að fara nú með bílinn í skoðun. Fjöldi bíla stóraukist Í lagabreytingunni sem samþykkt var í vor er gert ráð fyrir að ráð- herra geti ákveðið „gjald allt að 15.000 kr. sem eigandi (umráða- maður) ökutækis skal greiða við skoðun hafi ökutæki ekki verið fært til skoðunar á réttum tíma,“ eins og sagði í frum- varpinu. Verði gjaldið greitt innan tiltekins frests getur ráðherra ákveðið að það skuli lækka um helming. Sé gjaldið hins vegar ekki greitt við skoðun, eins og krafist verður, getur það hækkað um 100%, samkvæmt ákvörðun þar um. Gjald vegna vanrækslu á skoðun bifreiðar getur því hæst orðið 30 þúsund krónur. Samhliða þessu er gert ráð fyrir að eftirlit með ökutækjum á vegum úti verði aukið með meiri samvinnu eftirlitsmanna Vega- gerðarinnar, lögreglunnar og skoðunarstöðva. Þegar er komin nokkur reynsla á slíka samvinnu í átaksverkefnum og lofar hún góðu. Ökutækjaeign landsmanna hefur aukist geysilega á undan- förnum árum. Þann 28. okt. sl. var alls skráð á landinu 290.831 öku- tæki, en árið 1997 voru alls 175.573 ökutæki á skrá hér á landi. Af þessu leiðir að það kerfi sem verið hefur við lýði varðandi eftirlit með því að einungis skoð- uð og vátryggð ökutæki séu í umferð getur ekki lengur annað þeim fjölda ökutækja sem nú eru skráð hér á landi. Þessum nýja veruleika verðum við að laga okkur að en þessi fyrsta breyting á lögunum miðar í þá átt. En fleiru þarf að huga að. Hægt að skoða sjaldnar Reglur um skoðun ökutækja eru ennfremur í athugun með tilliti til þess hversu oft skuli færa öku- tæki til skoðunar. Hér á landi er gengið lengra hvað þetta varðar en í nágrannalöndunum. Í þessu sambandi hefur verið rætt um að skoða nýleg ökutæki sjaldnar eða fyrst eftir þrjú ár en síðan á tveggja ára fresti og leggja meiri áherslu á skoðun þeirra sem eldri eru og skoðun ýmissa atvinnu- ökutækja sem eru í stöðugri og mikilli notkun. Þá er unnið að mótun reglna um lögmælta skrán- ingu eftirvagna bifreiðar, bifhjóls og dráttarvélar sem gerðir eru fyrir 750 kg heildarþyngd eða minni, um skoðun þeirra og um skoðun hjólhýsa og tjaldvagna. Í þessari vinnu verður leitast við að koma á skilvirku kerfi á skoð- un ökutækja til að tryggja að ein- ungis örugg ökutæki séu í umferð, og að eftirliti með því að ökutæki séu færð til skoðunar verði þannig háttað að enginn geti skorast undan þeirri skyldu að færa öku- tæki sitt til skoðunar á réttum tíma. Höfundur er samgönguráðherra. UMRÆÐAN Guðni Ágústsson skrifar um efnahags- mál Ríkisstjórnin hefur brugðist stjórn efnahagsmála. Hún hefur sýnt deyfð með því að nota ekki stýrið og bremsurnar í að takast á við innanlandsvandann auk heimskreppunnar. Ríkis- stjórnin er aðgerðalaus, ósam- stíga í mörgum málum, ráðherr- ar hennar skiptast á skotum í fjölmiðlum og vandræðin bitna á þjóðinni. Einmana Geir í efnahagsumræð- unni Forsætisráðherra reynir að svara fyrir efnahagsmálin í fjöl- miðlum en hann hefur frá engu að segja. Samstarfsflokkurinn Samfylkingin þegir þunnu hljóði, enda hafa almannatenglar Sam- fylkingarinnar ráðið fólki sínu frá að koma nálægt umræðunni um efnahagsmál þjóðarinnar, það er best að láta Geir taka hit- ann og þungann. En hvar eru fjármálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún, í þessari umræðu? Allir inni í skelinni og vilja hvergi óhreinka hendur sínar. Samfylk- ingin, sem hefur aldrei þurft að axla ábyrgð á stefnu sinni áður, stendur ekki undir þeirri ábyrgð nú þegar á hólminn er komið. Samfylkingin hefur reynst full- komlega óábyrg í efnahagsmál- um og hefur dregið allan mátt úr forsætisráðherra. Hagstjórnarmistök sem koma beint við almenning Mestu hagstjórnarmistökin voru að taka ekki lánið strax sem heim- ild hafði fengist fyrir í vor til að styrkja gjaldeyrisforða Seðla- bankans. Sú staðreynd að lánið hefur ekki enn verið tekið eykur vantrú á íslenskt fjármálakerfi og á ríkisstjórnina. Geir segir menn í kringum sig ráða sér frá því að taka lánið, það sé of dýrt. Geir á að vita sem hagfræðingur að sá samdráttur sem ella verður í þjóðarframleiðslu er það sem kostar þjóðfélagið margfalt á við kostnað af slíku láni. Forsætis- ráðherra segir að verið sé að vinna í málinu en getur ekkert gefið upp, en segist vera með fulla stjórn á efnahags- málunum. En það er ekki nóg að segjast fara með stjórnina, það verður þá að fram- kvæma nauðsynlegar aðgerðir til að stýra ríkinu og þjóðfélaginu í gegnum beygjurn- ar sem verða á veginum og taka ábyrgð á gjörðum sínum eða athafnaleysi. Ríkisstjórnin virð- ist hafa einhvern allt annan skiln- ing og sjónarhorn á kreppuna heldur en fyrirtækin, atvinnulífið og nánast allur almenningur sem kallar eftir styrkari hönd á stýrið. En eyru ríkisstjórnarinnar eru lokuð. Geir talar um að afstýra fjöldaatvinnuleysi, og tekur þar með undir eitt helsta baráttumál framsóknarmanna í gegnum tíð- ina. Samt sem áður talar ríkis- stjórnin um aðgerðir gegn land- búnaðinum og vinnslu afurða, vinnu þúsunda manna í landinu sem stefnt er í hættu með vitund, vilja og að undirlagi Samfylking- arinnar. Forsætisráðherra veit betur að mörg fyrirtæki standa nú á brauðfótum, og eigið fé þeirra er að brenna upp í vaxta- okri Seðlabankans. Forsætisráð- herra gerir lítið úr þeirri hættu að stórfyrirtæki geti horfið héðan á brott. Það er augljóst að hann verður að ná jarðtengingunni á ný. Upptaka evru tekur mörg ár, þurfum aðgerðir núna Evruumræðan er þörf en það er önnur umræða. Það veit Björn Bjarnason vel, sem nú reynir að spila með almenning, að drepa umræðu um efnahagsvandann á dreif, enda gagnrýnin sár fyrir ríkisstjórnina og réttmæt. Það verður að taka á efnahagsvand- anum sem við okkur blasir núna. Evruupptaka tekur mörg ár. Við þurfum að uppfylla ákveðin skil- yrði svo að við getum mögulega tekið upp evruna. Þau skilyrði eru langt frá því að vera uppfyllt í dag, fyrir utan sterka stöðu ríkis sjóðs sem fyrri ríkisstjórn skildi eftir sig skuldlausan. Framsóknarflokkurinn hefur bent á skynsamar lausnir, að taka erlenda lánið til að styrkja gjald- eyrisforðann, lækka stýrivexti fyrir fyrirtækin og einstakling- ana, styrkja íbúðalánakerfið sem eru hagsmunir allrar þjóðarinn- ar, og undirbúa arðbærar opin- berar framkvæmdir fyrir atvinnu stig og þjóðarfram- leiðslu. Þessar aðgerðir eru nauð- synlegar hvort sem við stefnum að áframhaldandi krónu eða upp- töku evru. Þarna birtist sláandi aðgerðaleysið, umræðupólitík Samfylkingar reyndist kjafta- pólitík án aðgerða. Með hulda hönd á stýri Aðeins fjórðungur þjóðarinnar treystir Geir H. Haarde til þess að leiða Ísland út úr kreppunni sbr. könnun Capacent Gallup. Niðurstöðurnar koma mér ekki á óvart. Það er í samræmi við umræðu sem ég finn á götunni, að ríkisstjórnin sé á fallandi fæti. Geir er að líða fyrir forystuleysi ríkisstjórnarinnar og dugleysi og ábyrgðarleysi Samfylkingar sem dregur úr honum allan kjark. Þau Ingibjörg Sólrún hafa ekki staðið sig sem skyldi. Þau hafa tapað heilu ári úr, af því að þau unnu ekki þau verk sem ríkis- stjórn ber að gera og aðrar ríkis- stjórnir eru að gera annars stað- ar á Vesturlöndum við þessar aðstæður. En það eru ekki bara Geir og Ingibjörg sem hafa tapað, því þjóðin tapar á hverj- um degi með þessa duglausu stjórn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. 10 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR KRISTJÁN MÖLLER Dýrt að gleyma bílaskoðun GUÐNI ÁGÚSTSSSON Ríkisstjórnin á fallandi fæti Framsóknarflokkurinn hefur bent á skynsamar lausnir, að taka erlenda lánið til að styrkja gjaldeyrisforðann, lækka stýrivexti fyrir fyrir tækin og einstaklingana, styrkja íbúða- lánakerfið sem eru hagsmunir allrar þjóðarinnar, og undirbúa arðbærar opinberar fram- kvæmdir fyrir atvinnustig og þjóðarframleiðslu. Reglur um skoðun ökutækja eru ennfremur í athugun með tilliti til þess hversu oft skuli færa ökutæki til skoðunar. Hér á landi er gengið lengra hvað þetta varðar en í nágranna- löndunum. Farðu inn á saveandsave.is eða talaðu við ráðgjafa Glitnis og kynntu þér hvernig þú getur notið hárrar ávöxtunar um leið og þú leggur náttúrunni lið. TVÆR LEIÐIR TIL AÐ NJÓTA HÁRRA VAXTA • Óbundinn innlánsreikningur • Hægt að leggja inn og taka út hvenær sem er. breytilegir vextir EÐA • Bundinn í 12 mánuði • Vextir greiddir út mánaðarlega og eru ávallt lausir fastir vextir í heilt ár *skv. vaxtatöflu Glitnis 01.07.2008 15 %* 14,5 %* Save&Save opinn Save&Save bundinn Glitnir leggur 0,1% mótframlag í Glitnir Globe, sjóð sem styrkir sjálfbæra þróun H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 1 9 4 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.