Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 12
12 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR Hafið þið hist áður og hvað vitið þið um hvort annað? Guðríður: Nei aldrei. Óttar: Ég fer svo sjaldan upp í Kópavog. Guðríður: Og ég sjaldan til Reykja- víkur. Ég veit ekkert um þennan dreng. Nema ég þykist vita að hann stendur á réttum stað í pólitík. Óttar: Ég stend kannski ekki bein- línis þar en við skulum orða það þannig að ég hef kosið Samfylking- una. Guðríður: Var ég kannski að upp- ljóstra einhverju? Óttar: Nei, ætli það. Ef ég kýs einn ákveðinn flokk í næstu kosningum þá held ég að ég sé kominn hring- inn. Ætli ég endi ekki á Sjálfstæðis- flokknum. Er það ekki línan? Að byrja í Vinstri grænum átján ára og enda svo í Sjálfstæðisflokknum. Guðríður: Það sýnir nú ekki mikla staðfestu. En svo ég sé alveg með það á hreinu þá ertu að skrifa hérna... Ótta: Skjóttu bara. Guðríður: Nei, nefndu bara ein- hverjar bækur. Óttar: Ég er kannski þekktastur fyrir að hafa skrifað ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar. Guðríður: Nei, ég hef ekki lesið hana. Óttar: Hún barst kannski aldrei upp í Kópavog en hún var mjög vin- sæl í Reykjavík. Svo var ég með eina skáldsögu fyrir jól, Hnífur Abrahams, sem seldist ágætlega. Guðríður: Ertu kominn út í Uglu? Um leið og þú kemur út í Uglu þá fer ég að lesa þig. Óttar: Nei, en það er náttúrlega draumur hvers rithöfundar að kom- ast þangað. Guðríður: Já, þá fara svona menn- ingarvitar eins og ég að lesa þig. Óttar: Og peningarnir streyma inn. Aldrei X-D Nefnið þrjá hluti um hvort annað sem þið vitið ekki hvort eru sannir eður ei en gætuð engu að síður trúað að væru það? Guðríður: Ég held að þú eigir aldrei eftir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Óttar: Ég held það sé alveg rétt hjá þér. Guðríður: Svo held ég að þú hafir engan áhuga á fótbolta. Óttar: Ég hef mikinn áhuga á fót- bolta, æfði meira að segja í nokkur ár þegar ég var yngri. Guðríður: Nú? En hvað fleira... Hmm, stúdent af félagsfræði- braut? Óttar: Nei eðlisfræði- og náttúru- fræðibraut. Guðríður: Andskotinn! Óttar: Á ég þá að koma með eitt- hvað? Ég myndi halda, svona í ljósi kiljuklúbbsins Uglunnar, að þú sért mjög dugleg við að fara upp í sumar- bústað. Guðríður: Jaaá, hjólhýsið kannski frekar. Óttar: Svo held ég að þú sért vinnu- söm og öguð. Guðríður: Vinnusöm já, öguð nei... Óttar: Og jafnvel að þú hafir nýlega verið í útlöndum eða í sólinni. Þú ert svo brún. Guðríður: Svakalega ertu glöggur, það er bara rétt hjá þér. Ég fór til útlanda í vor en þá bar ég á mig svo mikla sólarvörn að ég tók engan lit. Svo var ég í hestaferð við Heklu- rætur og brann. Óttar: Ertu hestakona? Ég hefði nú átt að fatta það einhvernveginn. Evran og auðurinn Að málum vikunnar. Mikið hefur verið rætt um hvort Íslendingar eigi að taka upp evruna án þess að ganga í ESB, hvað finnst ykkur um það? Kæmi einhver annar gjald- miðill til greina? Guðríður: Verandi brennimerkt Samfylkingarmanneskja er alveg augljóst hver mín skoðun er. Ég vil að við göngum alla leið í sambandið og það kemur ekkert annað til greina en að taka upp evru. Punkt- ur. Ótttar: Ég er líka mikill Evrópu- sinni og hef alltaf verið. Mamma mín er tékknesk og það hefur litað mína sýn. Ég hef aldrei skilið þenn- an ótta og trúi ekki að Evrópusam- bandið sé þessi svakalega illi púki eins og margir vilja láta. Guðríður: Þetta er sama umræðan og í aðdraganda þess að við gerð- umst aðilar að EES, þá voru sömu raddir á lofti um að þetta ætti allt eftir að fara til andskotans. Ég held það sé bara bráðnauðsynlegt fyrir hinn almenna borgara að komast í Evrópusambandið. Óttar: Er kominn botn í það hvort við megum taka upp evruna án þess að ganga í ESB? Það slengir þessu einhver fram og allt í einu eru allir farnir að tala um þetta sem mögu- leika án þess að vita hvort það er hægt. Guðríður: Ég held við getum geng- ið í ESB á fáeinum mánuðum, það er tiltölulega lítið sem þarf að semja um. En við getum ekki tekið upp evruna fyrr en við erum búin að ná einhverjum stöðugleika. Óttar: Já, svo gætum við reyndar bara tekið upp pólskt zloty eða eitt- hvað. Talandi um peninga. Markaðurinn birti í vikunni lista yfir ríkustu menn landsins. Sjáið þið fram á að komast einhvern tímann á þennan lista? Hvernig vilduð þið þá hafa auðnast og hvað mynduð þið gera við alla peningana? Guðríður: Nei. Óttar: Það er náttúrlega minn stærsti draumur að komast á þenn- an lista. Guðríður: Kannski þegar þú ert kominn í Ugluna. Óttar: Já, ég byrja á því að komast í Ugluna, síðan toppa ég Arnald og... nei... ég efast um það. Guðríður: Ef ég kæmist á listann vildi ég hafa orðið rík á einhverju gáfulegu. Til dæmis að hafa fundið eitthvað upp. Eitthvað svona eins og ljósaperuna eða grammófóninn. Óttar: Geturðu ekki blandað þessu tvennu saman? Grammófónn með ljósaperu! Guðríður: Fyrir nokkrum árum síðan vorum við hjónin að keyra niðrí bæ og fengum þessa snilldar- hugmynd hvað það væri frábært að vera með bók á diskettu og svo væri maður með eins og tölvuskjá og myndi hlaða diskettunni inn á skjáinn. Þetta væri svona digital bók. Svo liðu tíu ár og núna er auð- vitað búið að finna þetta upp. Óttar: Kannast við þetta. Þegar ég var krakki langaði mig að finna upp svona lítil stykki sem væri hægt að líma á lykla og svoleiðis og láta pípa ef maður týndi því. Svo sá ég löngu seinna að þetta er til. Guðríður: Ef ég væri rík myndi ég kaupa mér rosalega flotta hesta. Óttar: Eftir að ég fór frá því að vera í mínus yfir í að vera í plús breyttist líf mitt ekkert dramat- ískt. Ég sé ekki fram á að það myndi breytast neitt frekar ef ég væri í enn meiri plús. Ein af mínum hetj- um er maðurinn sem stofnaði IKEA. Hann hefur ekki breytt neinu, ekur enn sama gamla Saab- num, býr í sama húsinu og samt er hann mjög ríkur. Það er eitthvað við það sem mér finnst áhugavert. Að flippa ekki alveg út þó maður eignist seðla. Guðríður: Já ég er eiginlega sam- mála. Nema að ég myndi nú kannski ekki alveg keyra um á gamla bílnum frá 1985. Ætli ég myndi ekki kaupa mér nýlegan jeppa. Kaleikur Krists í Kolaportinu Menn ætla í leiðangur á Kjöl í sumar til að leita að kaleik Krists sem þar á að vera falinn. Haldið þið að þeir finni góssið? Ef þið þyrftuð að fela eitthvað á borð við hinn heil- aga gral, hvaða felustað mynduð þið velja? Guðríður: Í einhverri gjótu í víð- feðmu hrauni. Nóg er af þeim, bara í Kapelluhrauni jafnvel. Óttar: Innan um öll líkin. Ég veit ekki hvar er best að fela svona gral. Ef fólk sæi hinn heilaga gral þá myndi það örugglega ekki fatta að þetta væri hann. Hann gæti þess vegna verið í Kolaportinu. Guðríður: Mér finnst alveg eins lík- legt að kaleikur Krists sé á Kili eins og hvar annars staðar í heiminum en mér finnst fróðlegt að vita hve- nær þeir hafa átt að leggja á sig ferð yfir Atlantshafið til að fela hann hér. Óttar: Í Sturlungu er minnst á þrjá- tíu Fransmenn sem koma og hitta Snorra Sturluson og enginn veit hvað þeir eru að gera. Það eru ákveðnar kenningar uppi um að þeir hafi verið að koma með gral- inn. Guðríður: Er þetta ekki eins og að leita að nál í heystakki? Annars finnst mér að það þurfi að benda Dan Brown á þetta. Þú ert kannski kominn með metsölubók bara. Gætir komist á Forbes-listann Óttar: Bókin í fyrra var svolítið svoleiðis. Guðríður: Nú verð ég að fara að lesa hana, jafnvel splæsi henni á mig þó að hún sé ekki komin út í Uglunni. Óttar: Ég á svo sem ekki von á að þeir finni neitt en ef þeir finna það þá þarf bara að endurskoða allt. Það þyrfti að vera kamera í Háskóla Íslands til að mynda viðbrögðin hjá sagnfræðingunum þegar þeir fá fréttirnar um að gralinn sé fund- inn. Ráðherra á vaktinni um helgar Löggæslu í miðborginni er ábóta- vant vegna manneklu. Hvernig á að ráða úr því? Hvaða þjóðþekkta Íslending vilduð þið sjá ganga til liðs við lögregluna, einhvern sem fólk verður hrætt við en tekur sig um leið vel út í löggubúningi? Guðríður: Þar hittir þú fyrir mann- eskju sem hefur mjög sterkar skoð- anir á því. Ég held það sé alveg ljóst að ríkisvaldið hefur algjörlega brugðist í fjárveitingum til lögregl- unnar og ég fagna því að nú loksins hefur lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins stigið fram og sagt að við svo komið verði ekki unað lengur. Óttar: Mér líst vel á þessa miðborgar þjóna sem ganga um bæinn. Guðríður: En já, varðandi þekkta persónu. Þarf hann endilega að taka sig vel út í búningnum? Óttar: Má ég segja, má ég segja? Björn Bjarnason! Guðríður: Ha ha ha, ég ætlaði ein- mitt að segja það. Þess vegna spurði ég hvort hann þyrfti að taka sig vel út í búningnum. Það ætti að setja hann á vaktina niðri í bæ á laugardagskvöldi. Óttar: Það væri snilld, jafnvel í her- mannabúningi. Hvað með Ólaf Ragnar og Dorrit? Í löggumyndun- um eru oft kona og karl í bílunum, þau væru flott að krúsa á löggu- bílnum. Að lokum. Ef þið mynduð skipta um hlutverk, hvert yrði þitt fyrsta verk sem bæjarfulltrúi í Kópavogi Óttar og Guðríður, hvers konar bók mynd- ir þú skrifa? Guðríður: Ég myndi skrifa ævisögu og það yrði sko ekki saga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Óttar: Það er búið að skrifa hana svo það er allt í lagi. Um hvern myndir þú þá skrifa? Guðríður: Ég myndi skrifa ævisögu einhverrar kraftmikillar konu sem hefði látið að sér kveða á Íslandi, ekkert endilega í pólitík heldur bara einhver kona sem ruddi braut- ina. Það er svo mikill lærdómur í svoleiðis bókum. Óttar: Ef ég væri kominn í bæjar- ráð Kópavogs myndi ég svara því í eitt skipti fyrir öll af hverju Smára- lind lítur út eins og hún gerir. Var þetta tilviljun eða með ráðum gert? Þið vitið hvað ég er að tala um, er það ekki? Guðríður: Jú jú. Það er gaman að skoða þetta á Google Earth. Óttar: Þetta er svo furðulegt, og flísarnar í gólfinu! Guðríður: Bæjarráð getur kallað eftir þessum upplýsingum. Óskað eftir því að arkítektinn komni og geri grein fyrir sínum málum. Óttar: Já sko! Það yrði mitt fyrsta verk – að svala eigin forvitni. Á RÖKSTÓLUM Er kaleikurinn í Kolaportinu? Guðríður Arnardóttir hefur ekki lesið neina af bókum Óttars M. Norðfjörð. Óttar viðurkennir að hafa kosið Samfylkinguna þótt hann viti varla hver Guðríður er enda gerir hann sér sjaldan ferð upp í Kópavog. Þórgunnur Oddsdóttir ræddi Evrópumálin, löggæsluna og leitina að hinum heilaga gral við rökstólapar vikunnar. RITHÖFUNDURINN OG ODDVITINN Óttar og Guðríður eru sammála um að Björn Bjarnason eigi að ganga til liðs við lögregluna og sinna eftirliti í borginni um helgar. Þau eru hins vegar ekki viss um hvort búningurinn færi honum vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ef ég væri kominn í bæjarráð Kópavogs myndi ég svara því í eitt skipti fyrir öll af hverju Smáralind lítur út eins og hún gerir. Var þetta tilviljun eða með ráðum gert? Þið vitið hvað ég er að tala um, er það ekki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.