Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 20. júlí 2008 21 folk@frettabladid.is Justin Timberlake segir David Beckham eiga allan heiður af því að hafa aukið fótboltaáhuga í Bandaríkjunum. Söngvarinn var kynnir á íþróttaverðlaunahátíðinni ESPY sem fram fór í Los Angeles á miðvikudagskvöld og mun hafa bent á David og Victoriu eiginkonu hans sem sátu á fremsta bekk í Nokia-leikhúsinu, til að þakka David fyrir að hafa ákveðið að spila með Los Angeles Galaxy. David Beckham kveðst ekki sjá eftir því að hafa flutt búferlum vestur um haf. Á opinberri bloggsíðu sinni segist hann njóta þess að keppa í fótbolta í mismunandi borgum Bandaríkjanna. Einnig þakkar hann fyrir þær góðu mót- tökur sem hann og Vict- oria hafa fengið í Los Angeles og segist ekki geta ímyndað sér að búa neins staðar annars staðar í heimin- um þessa stund- ina. Justin hrósar David Beckham SEGIR DAVID EIGA HEIÐURINN Justin hrósar David fyrir að eiga allan heiðurinn af því að vekja áhuga Bandaríkjamanna á fótbolta. > FYRIRLÍTUR SLÚÐRIÐ Penelope Cruz kann ekki að meta sífelldar slúðurfréttir sem birtast í fjölmiðlum úti um allan heim. Leik- konan segist sannfærð um að slúðrið hafi slæm áhrif á samfélag okkar og það ágerist með degi hverjum. Penelope segir slúðrið einnig hafa bein áhrif á hana sjálfa og að það muni hafa verri áhrif á komandi kynslóðir en við gerum okkur grein fyrir. Í tilefni af 70 ára afmæli kvikmyndarinn- ar víðfrægu Galdrakarlinn í Oz á næsta ári munu tuttugu hönnuðir hanna rauða skó í anda þeirra sem Dóróthea skartaði. Í þeim hópi eru stórstjörnur á borð við Christian Louboutin, Manolo Blahnik og Jimmy Choo, sem venjulega takast á um viðskiptavini, Diane von Furstenberg og Betsey Johnson. Hver hönnuður mun búa til tvö pör, öll skreytt Swarovski kristölum. Skórnir verða til sýnis á tískuvikunni í New York og á Art Basel í Miami áður en þeir verða svo boðnir upp til styrktar samtökunum Elisabeth Glaser Pediatric AIDS Foundation, sem vinna fyrir alnæmissmituð börn. Þó að skórnir muni tæplega hafa þá eiginleika sem þeir upprunalegu höfðu þarf vart að draga í efa að þeir muni seljast fyrir háar fjárhæðir að ári. Skór í anda Oz SKÓR FYRIR DÓRÓTHEU? Tuttugu hönnuðir munu gera rauða skó í anda þeirra sem Dóróthea klædd- ist í myndinni góðu í tilefni afmælis hennar að ári. Svo virðist sem leikkonan Hayden Panettiere hafi hug á að leggja tónlistina fyrir sig, en hún lagði leið sína í hljóðver nýlega þar sem hún tók upp nýtt lag sem kallast Wake Up Call. Hayden segist hafa lagt mikið upp úr því að engin tvö lög hljómi eins á væntanlegri breiðskífu hennar, en ekki er vitað hvor leik- konan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem klappstýra í sjónvarpsþáttun- um Heroes, ætli að leggja sönginn alfarið fyrir sig eða halda áfram á leiklistar- brautinni. Gefur út lag Hellboy snýr aftur í nýrri kvik- mynd þar sem hann berst ásamt Abe og Liz hjá hinu opinbera gegn skrímslum, stórum sem smáum, sem herja á mannkyn. Það verður að segjast undarlegt að Spánverjinn Guillermo del Toro hafi tekið að sér að leikstýra fram- haldi Hellboy, sem hann gerði fyrir nokkrum árum, eftir að hafa leik- stýrt meistaraverkinu Pan’s Labyr- inth á síðasta ári. Stíll myndanna er jú ekki svo frábrugðinn, en innihald myndanna er eins og svart og hvítt. Pan’s... er átakanleg drama-/ævin- týramynd um saklausa stelpu sem upplifir grimman ævintýraheim, á meðan Hellboy II er hasardrifin mynd um skotglaðan son djöfulsins. Del Toro sannar að honum standa flestir vegir opnir; hvort sem það sé magnþrungin dramamynd eða ævintýra-/hasarmynd. Nálgun del Toros á viðfangsefn- inu er frábrugðin nýlegri ofurhetju- myndum. Í fyrri myndinni var mennsk persóna sem áhorfendur gátu tengt sig við en hér fylgjast áhorfendur einungis með afbrigði- legum ofurhetjum, hver skrítnari en sú næsta. Hugmyndaflug del Toros og Mike Mignola, skapara teiknimyndabókarinnar, er magnað og getur maður nánast dáleiðst í frumlegum og forvitnilegum ævin- týraheimi ríkum af skrautlegum persónum og sviðsmynd. Saga myndarinnar er áhugaverð og skemmtileg en það sem dregur hana einna helst niður er smá króka- leið með ástarmál smokkfisksins Abe, þótt myndin komist fljótlega aftur á skrið. Ron Perlman fer vel með hlut- verk Hellboys og fer ekki á milli mála að hann nýtur hverrar mínútu í gervi rauða djöfulsins. Það kom nokkuð á óvart að ólíkt fyrri mynd- inni er það Jeffrey Tambor sem stelur senunni en ekki Perlman sem Hellboy. Tambor leikur sjálfhverfa fíflið Tom Manning en hann kom einnig fram í fyrri myndinni. Seth MacFarlane ljáir hinum þýska Johann Krauss, nýjasta meðlimi hópsins, rödd sína af mikilli snilld. Ofurhetjumyndir og myndir byggðar á teiknimyndasögum hafa verið að sækja í sig veðrið síðastlið- in ár og er hægt að fullyrða að árið í ár er á þeim velli það besta frá upp- hafi, með Iron Man, Hulk og nú Hellboy II. Og ein mynd er ennþá eftir; sjálfur Batman í The Dark Knight. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Rauði djöfullinn í stuði KVIKMYNDIR Hellboy II: The Golden Army Leikstjóri: Guillermo del Toro. Aðalhlutverk: Ron Perlman, Selma Blair, Seth MacFarlane, Jeffrey Tambor. ★★★★ Frumlegur og forvitnilegur ævintýra- heimur með skrautlegum persónum og sviðsmynd. Flott hasarmynd. Britney Spears og Kevin Federline hafa náð sam- komulagi í forræðisbaráttu þeirra yfir sonunum Sean Preston og Jayden James. Federline fær fullt forræði. Britney Spears og Kevin Federline hafa bundið enda á löng og ströng málaferli vegna forræðisdeilu þeirra með því að semja um for- ræði yfir sonum sínum tveimur, en þau hefðu átt að mæta fyrir rétt í næsta mánuði til að halda deilunni áfram. Lögfræðingur Federline, Mark Vincent Kaplan, var duglegur að tjá sig um lyktir málsins við fjölmiðla í gær, og greindi þá frá því að sam- kvæmt samkomulaginu myndi Federline hljóta fullt forræði yfir börnunum. „Britney mun halda umgengnisrétti sínum sem gæti aukist með tímanum,“ segir Kaplan, sem segir Federline yfir sig ánægð- an með niðurstöðuna. Heimildir slúðurvefsins TMZ.com herma að umgengnisrétturinn muni aukast töluvert strax á þessu ári, en sem stendur fær Britney að hitta syni sína þrisvar í viku, þar af einu sinni yfir nótt. Það helst ágætlega í hend- ur við þær yfirlýsingar Federlines að hann vilji ekkert frekar en að Spears verði hluti af daglegu lífi og uppeldi barna þeirra. Eins og flestir vita missti söng- konan forræðið yfir barnungum sonum sínum í október síðastliðn- um. Hún hafði þá umgengnisrétt, en hann var skertur verulega eftir að söngkonan var lögð inn á sjúkra- hús í janúar vegna geðrænna vanda- mála, eftir að hún neitaði að láta syni sína af hendi að loknum heim- sóknartíma. Samkomulag hjónanna fyrrverandi kom mörgum í opna skjöldu á föstudag, þar sem Britney hefur vegnað töluvert betur síðustu vikur en það sem af var ári og töldu margir að hún myndi aftur fá sam- eiginlegt forræði. Talið er að bæði hún og Federline hafi þó viljað forð- ast það fjölmiðlafár og tilfinninga- lega álag sem áætluð réttarhöld myndu að öllum líkindum hafa í för með sér, og því ákveðið að semja utan réttar. Hvað Britney varðar herma frétt- ir þessa dagana að hún hafi varið sumrinu við upptökur á nýrri plötu. „Hún er að vinna með teymi frá- bærra framleiðenda og lagahöf- unda, og við erum mjög spennt yfir því sem hún er búin að gera nú þegar,“ segir umboðsmaður hennar, Larry Rudolph. Federline fær forræðið AUKINN UMGENGNISRÉTTUR? Talið er að samningur Spears og Federlines feli í sér að söngkonan fái með tíð og tíma aukinn umgengnisrétt við syni sína, en hún fær nú að hitta þá þrisvar sinnum í viku. YFIR SIG ÁNÆGÐUR Lögfræðingur Kevins Federline segir kappann yfir sig ánægðan með niðurstöðuna. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.