Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 6
6 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR Íslensk gæðaframleiðsla Viðhaldsfrítt efni Endalausir möguleikar Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Sérhönnuð fyrir íslenska veðráttu Markísur FÓLK „Þegar ég fór fyrst yfir Sprengisand fyrir tíu árum mætti maður í mesta lagi fjórum eða fimm bílum á dag. Nú í sumar mætti ég fjórum til fimm bílum á fimm mínútna fresti. Ævintýra- blærinn er nánast alveg horfinn. Ég hef ekki lengur á tilfinning- unni að ég sé einn í heiminum, eins og mér fannst þegar ég kom hing- að fyrst,“ segir Gerti Van Hal, 37 ára gamall Hollendingur sem hefur hjólað vítt og breitt um Ísland á síðustu tíu árum. Á ferð- um sínum um landið hefur hann tekið ógrynni svarthvítra ljós- mynda og haldið á þeim sýningar í Hollandi. Hann hefur einnig í smíðum bók um hjólaferðalög sín á Íslandi. Gerti segist finna fyrir miklum áhuga á Íslandi nánast alls staðar þar sem hann stígur niður fæti í heiminum. „Ísland er eftirlætis- staðurinn minn og að sjálfsögðu er ég ánægður með þennan mikla áhuga ferðamanna á landinu fyrir hönd Íslendinga, því ferða- mennska er mjög mikilvæg fyrir hagkerfið. Persónulega finnst mér þessi þróun hins vegar dá lítið dapurleg. Ég kem til Íslands til að komast í almenni lega snertingu við náttúru öflin. Ísland er ein- stakt í heimin um að þessu leyti og í fyrstu heimsókninni minni fyrir tíu árum var afar lítið um merkingar í óbyggðunum. Það jók mikið á ævintýra blæinn. Núna er allt merkt í bak og fyrir og maður rekst víða á kappfullar rútur af fólki. Þetta er orðið að ævintýramennsku fyrir óævin- týra gjarnt fólk. Það er kannski ljótt að segja það, en að mínu mati eru þeir latir sem vilja láta sjá um allt fyrir sig á ferðalögum.“ Gerti dvelur vanalega á landinu í þrjár til fimm vikur í senn. Í þetta sinn hafði hann í hyggju að vera hér í níu vikur, en eftir fjög- urra vikna barning í mótvindi og norðangarra fannst honum komið nóg og fer heim í dag. „Þegar ég var 27 ára var ég til í allt og vildi sanna mig. Núna leitar hugurinn oftar og oftar til heitari landa þegar verstu veðrin ganga yfir,“ segir Hollendingurinn hjólandi og skellir upp úr. kjartan@frettabladid.is Saknar fámennisins á hálendi landsins Hollenskur hjólreiðamaður og ljósmyndari telur ævintýrablæ landsins hafa lot- ið í lægra haldi fyrir auknum ferðamannastraumi. Merkingum sé víða ofaukið. ÍSLANDSVINUR Gerti Van Hal kann ákaflega vel við sig á Íslandi að eigin sögn. Hann segist, merkilegt nokk, taka síður eftir háu verðlagi nú en árin á undan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Miltisbrandssýkt- ar dýraleifar og jarðvegur sem fundust í nóvember og júní í Garðabæ eru enn í gámi og bíða förgunar, að sögn Gunnar Arnar Guðmundssonar héraðsdýralækn- is. Gunnar segir þó förgunar ekki lengi að bíða. „Það er loksins að komast lausn í þetta mál. Við eigum von á því að það verði jafnvel í þessum mánuði. Þetta er búið að vera í biðstöðu ævalengi,“ segir hann. Kaupa á ofn til förgunar dýraleifanna. Jarðvegurinn verður hreinsaður og urðaður. - gh Miltisbrandur frá Garðabæ: Sýkt hræ enn geymd í gámi MILTISBRANDSSÝKTUR JARÐVEGUR Miltis- brandur er skæður dýrasjúkdómur, en getur einnig lagst á menn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJARSKIPTI Opnaður hefur verið „heitur reitur“ á Austurvelli. „Heitur reitur“ er þráðlaus háhraða nettenging sem allar nýlegar fartölvur eiga að geta tengst. Því geta fartölvueigendur skoðað veraldarvefinn á meðan slappað er af í grasinu á góð- viðrisdögum. Verkefnið er sam starf Reykjavíkurborgar og Vodafone. Þjónustan verður í boði fram á haust og verður notendum að kostnaðarlausu. - hþj Borgin þjónar netþyrstum: Heitur reitur á Austurvelli VAFRAÐ UM VEFINN Ólafur F. Magn- ússon borgarstjóri vígði heitan reit á Austurvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DÓMSMÁL Hollendingur, sem smyglaði 770 grömmum af kóka- íni til landsins í maí, var á fimmtu- dag dæmdur í átján mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn kom hingað til lands með flugi frá Amsterdam þann 29. maí síðastliðinn. Í dómnum kemur fram að fíkniefnaleitar- hundur hafi gefið til kynna að fíkniefnalykt væri af manninum. Þegar ekkert fannst við gegnum- lýsingu farangurs og líkamsleit vaknaði grunur um að hann væri með fíkniefni innvortis. Hann skilaði af sér einu hylki með kóka- íni nóttina eftir að hann kom og viðurkenndi þá að hafa gleypt fleiri hylki. Maðurinn neitaði að taka hægðalosandi lyf og tók því ellefu daga að fá efnin úr iðrum hans. Alls skilaði maðurinn niður 42 fíkniefnahylkjum með 770,33 grömmum af kókaíni. Maðurinn játaði sök í málinu og gerði ekki athugasemdir við gögn málsins. Hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum og upplýsti að hann ætti ungt barn í Hollandi. Fram kemur í dómnum að ljóst þyki að hlutur mannsins í málinu hafi aðeins snúið að því að flytja efnin til landsins. Hann var því dæmdur í átján mánaða fangelsi og til þess að dæma allan sakar- kostnað. - þeb Hollendingurinn sem var með kókaín innvortis í ellefu daga: 18 mánuðir fyrir kókaínsmygl KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Hollendingur- inn var handtekinn í Leifsstöð þann 29. maí þegar fíkniefnahundur gaf til kynna að fíkniefnalykt væri af honum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR SKEMMTUN Á Kátum dögum sem haldnir eru á Þórshöfn á Langa- nesi nú um helgina er meðal ann- ars efnt til kraftakeppni fyrir „venjulegt fólk“ úr þorpinu. „Við vildum setja upp keppni fyrir fólk sem er að koma úr vinn- unni, ekki vöðvatröll,“ segir Jóhanna Eiríksdóttir, formaður Íslenska kraftlyftingasambands- ins, sem stendur að keppninni. „Fólk vill nefnilega líka taka þátt, ekki bara að horfa á,“ segir Jóhanna. Keppt er í sex greinum og eru keppendur sextán; átta konur og átta karlar. Segir Jóhanna að færri hafi komist að en vildu. Ein keppnisgreinanna er útkast- arakeppni. „Við búum til „ein- stakling“ með því að fylla kraft- galla og náum honum upp í 40-50 kíló, svo er látið sem hann sé ölv- aður og því þurfa keppendur að kasta honum út.“ Jóhanna segir markmiðið vera að fá fleiri bæjarfélög til þess að taka þátt. „Hugmyndin er að við förum með keppnina um landið og svo geta bæirnir keppt innbyrðis.“ - hþj Langanesvíkingurinn snýr aftur á Kátum dögum á Þórshöfn: Aflraunakeppni almennings STERKAR STELPUR Átta konur og átta karlar reyna með sér í kraftakeppni „venjulega fólksins“ á Þórshöfn um helgina. VINNUMARKAÐUR „Ég held að einhver samdráttur í byggingar- iðnaði sé óhjákvæmilegur en menn verða að reyna að draga úr honum með einhverjum hætti,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann telur að ríki og sveitar- félög eigi að auka sínar fram- kvæmdir nú þegar kreppir að. „Eitt af því er viðhald á mann- virkjum og húsnæði í eigu hins opinbera. Sumarið er mikill framkvæmdatími svo ég held að við séum ekki farin að sjá atvinnuleysið að fullu komið fram ennþá.“ - ovd SI óttast aukið atvinnuleysi: Fleiri opinberar framkvæmdir HOUSTON, AP Fjórir létust og sjö særðust þegar krani steyptist yfir olíuhreinsistöðina LyondellBasell í Houston í Bandaríkjunum á föstudag. Um 4.500 manns vinna í stöðinni. Kraninn, sem var tæpir 92 metrar á hæð, féll til jarðar þegar unnið var að lagfæringum á honum. Vinnueftirlitið rannsakar slysið ásamt nokkrum öðrum svipuðum slysum sem orðið hafa í Banda- ríkjunum á undanförnum mánuð- um. Til dæmis létust níu manns í tveimur kranaslysum í New York á síðustu fjórum mánuðum. - ag Fjórir létust og sjö slösuðust: Krani féll á olíuhreinsistöð VIÐSKIPTI Óli Olsen, sem er 75 prósent öryrki, þurfti að greiða tæplega ellefu þúsund króna uppgreiðslugjald þegar hann borgaði 370 þúsund krónur til að lækka höfuðstól rúmlega átta hundruð þúsund króna láns sem hann er með hjá Sparisjóði Keflavíkur. Óli er ósáttur við gjaldtökuna. „Mér finnst þetta mjög óeðlilegt, hvernig bankarnir geta alls staðar náð sér í peninga,“ segir hann. „Þetta er stór þjófnaður hjá bönkunum.“ - gh Óli Olsen um lánagjöld: „Þjófnaður hjá bönkunum“ Er iPod-spilari upptökutæki? Já 26,3% Nei 73,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er þörf á að rannsaka Hafskips- málið betur? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.