Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 22
6 matur NÆGTABÚR NÁTTÚRUNNAR Villtar jurtir eru víða notaðar til lækn-inga og heilsubótar og gefast mjög vel við matargerð. Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir hefur lengi nýtt það sem landið gefur og stundað lífræna ræktun auk þess að vinna með blómadropa og kenna jóga. „Mamma mín og móðursystir kenndu mér að tína blóðberg þegar ég var lítil og mér fannst það rosalega spennandi. Um leið og ég fann bækur um verkan jurt- anna var ég komin í feitt og þá var ekki aftur snúið“. Kristbjörg segir það listgrein að setja saman jurtir þannig að lækna megi fólk eða í það minnsta bæta líðan þess og heilsufar. „Það ættu allir að drekka jurtate á hverjum degi af villtum íslenskum jurtum. Það myndi spara samfélaginu mikla peninga í heilbrigðismálum.“ Þegar Kristbjörg bjó í Vallarnesi stundaði hún þar lífræna rækt- un. „Afi og amma voru mikið ræktunarfólk og nýttu það sem þau gátu frá landinu svo ég ólst upp við að njóta og nýta það sem landið gefur,“ útskýrir hún. „Villijurta- salatið geri ég nú á hverjum degi en þetta er aðalmáltíðin mín yfir sumarið. Ég nota það sem vex villt á landi forfeðranna ásamt öðru góðgæti,“ segir Kristbjörg einlæg. - hs Næring fyrir BLÓÐBERGSTE Best er að tína blóðberg- ið rétt fyrir blómgun því þá býr það yfir mestri orku. Klippt er framan af vaxtarrenglunum á blóðberginu og leitast við að slíta það ekki upp með rótum eða drepa plönturnar. Þannig er hægt að koma að ári og þiggja gjafir móður jarðar enn á ný. Hellið sjóðandi vatni á 1 matskeið af fersku blóðbergi í lítinn tepott og látið trekkjast í 5 til 10 mínútur. Ekki má sjóða blóðberg nema örskamma stund svo virkni jurtarinnar haldist óskert. VILLIJURTASALAT græn ung blöð af Spánarkerfli ung blöð af fíflum lauf af túnsúru haugarfi smárablöð blómtoppar af: blóðbergi hvítmöðru gulmöðru njólafræ, þegar þau eru þroskuð nokkur salatblöð að eigin vali (Kristbjörg notar salat sem hún ræktar sjálf) baunaspírur graslaukur eða púrru- laukur grænkál rúsínur smá fetaostur eða mozzarella sólblómafræ sesamfræ SALATSÓSA Hvítt möndlusmjör hrært með ólífuolíu og blóðberg malað út í ásamt jurtasalti eftir smekk. Blágresisblóm í skreytingu en þau eru einnig æt. Blandið öllu salatinu saman. Hver og einn þarf samt að prófa sig áfram með fíflablöðin þar sem þau geta verið mjög römm og því er gott að byrja með lítið af þeim sem og smárablöðunum. Setjið graslauk og/eða púrrulauk út í eftir smekk ásamt njóla-, sólblóma- og sesamfræjum, osti og rúsínum. Hellið salatsós- unni yfir og blandið saman. Setjið blómtoppa í miðju og blágresisblóm allt í kring. Kristbjörg velur að lokum einhverja góða blóma- dropa sem hún dreypir yfir salatið til að fá orku frá þeim líka. Hún setur um sjö dropa í salatið. HEILNÆMAR NÁTTÚRUUPPSKRIFTIR Móðir Kristbjargar kenndi henni að búa til blóð- bergste þegar hún var lítil stúlka og afi hennar og amma voru mikið ræktunarfólk. Villijurtasalat Kristbjargar er bæði næringarríkt og fallegt á að líta en henni finnst best að borða salatið úr fallegri skál með prjónum. Í blóðbergi eru rokgjarnar olíur sem gefa mjög gott bragð. Blóð- bergs plantan hefur útvíkkandi áhrif sem þýðir að hún kemur hreyfingu á vökvana í líkamanum, örvar hægðir og losar um ýmiss konar stíflur. Best er að tína blóðberg rétt fyrir blómgun því þá býr það yfir mestri orku. Blóðberg er að sögn Kristbjargar blóðhreinsandi og gott fyrir lifrina, auk þess sem það ver gegn kvefi og hefur góð áhrif á meltingu. Blóðberg í formi blómdropa er gott fyrir hjartað og veitir gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN líkama og sál Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir hefur unnið með jurtir frá því hún man eftir sér og leggur mikið upp úr því að nýta gjafir jarðar. S D Vænt og grænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.