Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 2
2 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) LÖGREGLUMÁL Allir seðlar og öll mynt sem Kristinn Gestur Finn- bogason, 91 árs fyrrverandi lög- regluþjónn, hefur sankað að sér í áratugi hurfu nýlega. Hann segir safninu hafa verið stolið og hann hefur sínar grunsemdir um hver gerði það. „Í kassanum eru flestir seðlar sem prentaðir hafa verið á Íslandi,“ segir Kristinn sem þótti mjög vænt um safnið sitt. Ránið átti sér stað um hábjartan dag. Þegar það uppgötvaðist til- kynnti Kristinn það til lögreglu, enda var hann sjálfur lögreglu- maður í Reykjavík í fjörutíu ár. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn en er í biðstöðu vegna þess að rannsóknarlögreglumaðurinn sem á að rannsaka málið er í sumar- leyfi sem stendur. Hlutir sem voru í kassanum að sögn Kristins, auk flestra seðla sem prentaðir hafa verið á Íslandi frá upphafi, voru nokkrar rúss- neskar rúblur sem notaðar voru í tíð Rússakeisara fyrir árið 1917, auk silfurskjaldar af sjálfum John F. Kennedy, sem Kristinn hélt mikið upp á. Nokkrir silfurpening- ar sem gefnir voru út í tilefni af kristnitökuafmæli og silfurpen- ingur í minningu Sigvalda Kalda- lóns tónskálds voru einnig í kass- anum. Að myntum og seðlum frátöldum var boðskort til Bandaríkjanna sem Kristinn fékk sent frá Lyndon B. Johnson, sem þá var varaforseti Bandaríkjanna og seinna forseti. „Þegar hann kom til Íslands [sem hershöfðingi] voru nokkrir lög- reglumenn fengnir til að vera eins konar lífverðir hans, þar á meðal ég. Nokkrum árum síðar sendi hann okkur síðan boðskort til Bandaríkj- anna. Enginn af okkur þáði það því þetta var auðvitað bara sýndar- mennska hjá honum,“ segir Krist- inn. Þau hjónin, Kristinn og Hallfríður Ásmundsdóttir, segjast vona að safnið komist til skila, en hafa litla trú á því. Anton Holt, formaður Mynt- safnarafélags Íslands, segir að mikil verðmæti geti verið í peningaseðl- um sem prentaðir voru fyrir seinni heimsstyrjöld. „Þeir peningar geta verið mikils virði en það fer algjör- lega eftir ásigkomulagi seðilsins,“ segir Anton. vidirp@frettabladid.is Verðmætu seðla- og myntsafni stolið Verðmætu seðlasafni var stolið af 91 árs gömlum manni. Hann hefur sínar grunsemdir um hver hafi verið að verki. Í safninu voru meðal annars rúblur frá því á tíma keisaradæmis Rússlands og boðskort frá Lyndon B. Johnson. Sigurður, er þetta risavaxið vandamál? „Ekki myndi ég nú segja það. Að minnsta kosti ekki hjá öllum.“ Maður hefur boltað gúmmítyppi á húdd Toyota 4runner bifreiðar sinnar. Sigurður Helgason hjá Útvarpi umferðarráðs, einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðar- málum, segir þetta forkastanlegan fíflaskap. Flestir seðlar sem prentaðir hafa verið á Íslandi Sex 5000 króna seðlar Rúblur frá því á tíma Rússakeisara Mikið af 50 króna mynt Silfurskjöldur með mynd af John F. Kennedy Boðskort til Bandaríkjanna frá Lyndon B. Johnson Silfurpeningur til minningar um kristnitökuna Silfurpeningur til minningar um Sigvalda Kaldalóns NOKKRIR HLUTIR SEM VORU Í KASSANUM KRISTINN OG HALLFRÍÐUR Þau hjónin vona að safnið komist til skila en eru ekki vongóð. Kristinn hafði sankað að sér seðlum í áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrí- tugsaldri sem búsettur er á sam- býli á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR), stakk forstöðumann heimil- isins þrisvar með hnífi á miðviku- dag í síðustu viku. Hróðný Garðarsdóttir, sviðs- stjóri fullorðinssviðs SSR, segir málið mjög alvarlegt og viðkvæmt gagnvart öllum þeim sem það varðar. Starfsmaðurinn fékk hnífstungurnar í handlegg og bak. Hróðný segir starfsmanninn sem betur fer ekki hafa hlotið alvarleg meiðsl og jafnvel sé von á honum í vinnu næsta mánudag. Hann hafi sjálfur náð að yfirbuga árásar- manninn áður en lögregla kom á vettvang. Árásarmanninn segir hún hafa verið álitinn krefjandi heimilis- mann á sambýlinu en hann hafi ekki verið talinn hættulegur. Starfsfólk hafi talið sig ráða vel við aðstæður. Hróðný segir atburð sem þenn- an ekki hafa áður komið upp á sambýli svo hún viti til. Farið verði yfir starfsreglur og þær mögulega teknar til endurskoðun- ar. Árásarmaðurinn er þroskahaml- aður en hann er nú vistaður á geð- deild Landspítalans. „Þar verður hann þar til sameiginleg ákvörðun þeirra sem málið snertir fæst um viðeigandi úrlausn,“ segir hún. Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um málið og kom þar fram að mað- urinn hefur verið kærður fyrir til- raun til manndráps. - kdk Þroskahamlaður maður á þrítugsaldri kærður fyrir tilraun til manndráps: Stakk starfsmann sambýlis þrisvar Á GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Árásar- maðurinn er nú vistaður á geðdeildinni. SJÁVARÚTVEGUR Vinnslustöðin hóf nýlega að veiða humar í gildrur en síðan er hann fluttur út lifandi. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er gert með þessum hætti hér á landi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar. Settar hafa verið út 200 gildrur en um næstu helgi verður 500 til viðbótar slakað út. „Við höfum ákveðið að byrja bara smátt enda er best að gera lítil mistök frekar en stór og það er viðbúið að við gerum einhverjar skyssur til að byrja með. Heather Philips, sem er doktorsnemi í fiskifræðum, er að vinna að þessu með okkur en hún er að vinna doktorsverkefni í tengslum við þetta. Hún kemur frá Skotlandi þar sem mikil hefð er fyrir svona veiðum og hún er fyrsti doktorsneminn sem við höfum í vinnu,“ segir hann kank- vís. Hann segir að fyrsti farmur fari vonandi til Spánar í þessari viku. „Þetta er dýr vara og það er mikill markaður fyrir þetta, en þó er best að fara hægt í sakirnar svona til að byrja með.“ - jse Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum vinnur að þróunarverkefni: Flytja lifandi humar til Spánar SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON Hefðbundinni humarvertíð er nú að ljúka en þá hugar Vinnslustöðin að nýstárlegri humarveiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HAMFARIR „Ég fann fyrir ágætum kipp um hádegisbilið,“ segir Vilborg Sigurðardóttir, íbúi í Grímsey. „Annar kom á eftir og honum fylgdi dálítill hristingur.“ Nokkuð öflug jarðskjálftahrina hófst skammt austan við Grímsey um hádegisbil í gær. Stærsti skjálftinn varð laust eftir klukkan eitt og mældist 4,3 á Richter. Skjálftavirkni varð áfram vart fram eftir degi. Vilborg lá fyrir þegar skjálft- arnir urðu og kveðst greinilega hafa fundið fyrir þeim. „Ég var að lesa með allt hljótt í kringum mig,“ segir Vilborg og bætir við að langt sé síðan hún varð síðast jarðskjálfta vör. - ht Jarðskjálftahrina í Grímsey: Fann tvo kippi ásamt hristingi BRETLAND, AP John Darwin, 57 ára Englendingur sem hvarf fyrir sex árum, var í gær dæmdur í sex ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að þykjast dauður til að svíkja út tryggingafé. Eiginkona hans, Anne Darwin, hlaut sex og hálfs árs fangelsi fyrir svik og peningaþvætti. Hún fékk greidd 250 þúsund pund frá tryggingafélagi vegna láts eiginmannsins. Talið var að hann hefði drukknað árið 2002, en í desember síðastliðnum gekk hann inn á lögreglustöð í London og þóttist vera minnislaus. - gb Týndi Englendingurinn: Svikahjónin fá sex ára fangelsi JOHN OG ANNE DARWIN Settu á svið lát eiginmannsins. NORDICPHOTOS/AFP ÍSRAEL, AP Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrata- flokksins, heimsótti í gær Ísrael og Palestínu. Hét hann stuðningi sínum við öryggi Ísraels og stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Hann tók undir ótta ráðamanna í Ísrael við kjarnorkuáætlun Írana. „Íran með kjarnorku væri alvarleg ógn og heimurinn verður að koma í veg fyrir að Íranar afli sér kjarnorkuvopna,“ sagði hann. Íranar segja kjarnorkuáætlun sína friðsamlega. Obama heldur í dag til Berlínar í ferð sinni um Mið-Austurlönd og Evrópu. - gh Barack Obama: Íranar fái ekki kjarnorkuvopn BARACK OBAMA Heimsótti ísraelsku borgina Sederot sem oft hefur orðið fyrir eldflaugum palestínskra vígamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐARMÁL Rúmlega þrjátíu prósent ökumanna óku of hratt um svæði sem lögregla hraða- mældi frá því í mars og fram í júlí. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lagði áherslu á að hraðamæla götur í íbúðahverfum þar sem hraðakstur hefur verið mikill eða slys algeng. Alls voru 74 vegarkaflar vaktaðir í átakinu, og um þá keyrðu 8.205 ökutæki. 2.513 ökumenn keyrðu of hratt og voru kærðir, eða 31 prósent. Flestir keyrðu of hratt í Laugardal og Háaleiti, eða 42 prósent. Fæstir keyrðu hins vegar of hratt í Mosfellsbæ, eða 9 prósent. - þeb Hraðamælingar lögreglu: Þriðjungur keyrði of hratt BÚLGARÍA, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) tilkynnti í gær að rúmlega sextíu milljarða króna þróunaraðstoð til Búlgaríu yrði fryst sökum spillingar. Búlgaría gekk í ESB á síðasta ári. Styrkirnir eru ætlaðir til uppbyggingar á innviðum fátæka Austur-Evrópuríkisins. Fram- kvæmdastjórnin segir að Búlgaría hafi ekki staðið nægilega við loforð um að ráðast gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi og að bæta fjármálastjórnun. Styrkirnir verða frystir þar til bætt verður úr málunum. - gh ESB frystir Búlgaríuaðstoð: Aðstoð fryst vegna spillingar SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.