Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 4
4 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Fjörið heldur áfram! Tvær glænýjar bækur um krakkana í East High-skólanum sem tilvaldar eru fyrir sumarfríið. Skólasöngleikurinn 2 byggir á sjónvarpsmyndinni vinsælu og tómstundabókin Klappað og klárt er stútfull af fróðleik, persónuleikaprófum og þrautum tengdum East High-stjörnunum. Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 Glænýjar kiljur! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 25° 26° 24° 26° 26° 28° 28° 26° 27° 31° 31° 26° 25° 23° 28° 33° 20° 17 Á MORGUN Austlægar áttir, 3-8 m/s. LAUGARDAGUR Suðaustlægar áttir, 3-8 m/s. 14 15 15 13 13 14 10 14 14 20 18 6 16 17 3 2 2 6 2 5 10 9 8 8 15 15 19 14 17 19 14 14 14 ÁGÆTIS HLÝINDI Fram yfi r helgi má búast við ágætis hlýindum víða um landið og þá allra helst inn og upp til sveita. Búast má við að besta helgarveðr- ið verði á norðaust- anverðu landinu í þurru veðri en ann- ars staðar má búast við dálítilli vætu. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Rangt flugfélag Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að Flugfreyjufélag Íslands hefði skrifað undir nýjan samning við Icelandair. Hið rétta er að skrifað var undir samning við Flugfélag Íslands, en Icelandair hefur þegar samið við sitt starfsfólk. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 23.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 160,1212 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79,28 79,66 158,35 159,11 124,68 125,38 16,707 16,805 15,413 15,503 13,175 13,253 0,7351 0,7393 129,01 129,77 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR REYKJAVÍK Viðræðuhópur um lög- gæslu í Reykjavík, sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði árið 2003, lagði til að lög- gæsla í miðborginni yrði efld. Meðal þess sem lagt er til í skýrslu hóps- ins, sem skilað var árið 2006, er að auka sam- vinnu lögreglu og borgaryfir- valda og koma á óeinkennis- klæddu eftirliti lögreglu og borgarstarfs- manna. Í hópnum sátu meðal ann- ars þeir Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, síðar borg- arstjórar, og Stefán Eiríks- son, síðar lög- reglustjóri. Björn Bjarna- son sagði á heimasíðu sinni fyrir skemmstu að Ólafur F. Magnússon væri fyrsti borgarstjórinn sem óskaði eftir fundi með sér sem dómsmála- ráðherra vegna löggæslumála í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að hann hafi leitað til Björns um myndun annars starfshóps í júlí árið 2006. Í bréfi sem Björn sendi borgarstjóra hinn 20. júlí segir orðrétt: „Vísa til samtals okkar 20. júlí og bréfs þíns dags. 5. júlí …“ Í framhaldinu leggur Björn til að Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðis- ins, verði formaður vinnuhópsins og tilnefnir Þorstein Davíðsson, aðstoðarmann sinn, í hópinn. „Okkar bréfaskipti sýna að ég leitaði til dómsmálaráðherra um myndun vinnuhóps um löggæslu- málefni og að borgaryfirvöld voru í nánu samstarfi við dóms- málaráðuneytið á þessum tíma,“ segir Vilhjálmur. Dagur segir að hópurinn sem Björn skipaði árið 2003 hafi unnið gott starf. „Ég skil ekkert hvað honum gengur til að láta sem enginn hafi haft samband við hann um málið. Margar tillögurn- ar rötuðu inn í stefnumótun lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Hins vegar virðist pólitískur áhugi á öðrum verkum hafa tafið framgang tillagnanna,“ segir Dagur. Starfshópurinn sem Vilhjálm- ur lagði til við dómsmálaráðherra að yrði skipaður tók til starfa í júlí árið 2006. Stefán Eiríksson segir að hann hafi unnið ágætt starf. „Við kortlögðum ýmislegt er varðar löggæslumál í miðborg- inni, svo sem staðsetningu örygg- ismyndavéla,“ segir Stefán. Í tíð Vilhjálms voru teknir upp mánaðarlegir fundir borgar- stjóra og lögreglustjóra og héldu þeir áfram þrátt fyrir borgar- stjóraskipti. Stefán segir mjög náið og gott samstarf vera á milli embættis síns og borgaryfir- valda. - kóp Löggæslutillögur ekki nýttar Starfshópur sem Björn Bjarnason skipaði lagði árið 2006 til að miðbæjargæsla yrði efld. Fjöldi starfshópa hefur fjallað um málið. Fyrrum borgarstjórar undrast orð Björns um að Ólafur F. sé fyrstur á hans fund. DAGUR B. EGGERTSSON BJÖRN BJARNASON VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Starfshópur sem Björn Bjarnason skipaði lagði til að miðbæjargæsla lögreglu yrði efld árið 2006. Fjöldi starfshópa hefur verið skipaður um málið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ég skil ekkert hvað hon- um gengur til að láta sem enginn hafi haft samband við hann um málið. DAGUR B. EGGERTSSON ODDVITI SAMFYLKINGAR DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir Þorsteini Kragh var í gær framlengt um þrjár vikur. Þorsteinn hefur verið í gæslu- varðhaldi síðustu þrjár vikur vegna gruns um aðild að smygli á 190 kílóum af hassi, sem fundust í húsbíl Hollendings um borð í Norrænu. Téður Hollendingur var einnig dæmdur í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald í gær. Um er að ræða eitt mesta magn sem fundist hefur í einu hér á landi. Samkvæmt Helga Jóhann- essyni, lögmanni Þorsteins, verður gæsluvarðhaldsúrskurð- urinn kærður til Hæstaréttar. - kg Grunaðir hasssmyglarar: Gæsluvarðhald framlengt HEILBRIGÐISMÁL Ætilegur hluti fisks sem veiddur er á Íslandsmið- um inniheldur mjög lítið magn af lífrænum mengunarefnum og varnarefnum á borð við skordýra- eitur miðað við evrópsk viðmið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matís ohf. sem sýnir niðurstöður mælinga frá árinu 2006. Mælingarnar voru hluti af vöktunarverkefni sem sjávarút- vegsráðuneytið styrkir og hófst árið 2003. Magn lífrænna aðskotaefna í fiskimjöli og lýsi til fóðurgerðar, sem unnið var úr kolmunna veiddum á hrygningartíma, mældist þó yfir viðmiðunarmörk- um Evrópusambandsins. - gh Skýrsla Matís um aukaefni: Íslenskur fiskur lítið mengaður ÞORSKUR Íslenskur fiskur er lítið meng- aður, samkvæmt skýrslu Matís. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Drengir grunaðir um morð Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið tvo unga menn sem grunaðir eru um að hafa barið heimilislausan mann til dauða. Mennirnir hafa tekið þátt í starfi hægri öfgafylkinga í Austur- Þýskalandi. ÞÝSKALAND BJÖRGUN Þýskur ferðamaður bjarg- aði tveimur samlöndum sínum frá drukknun í fjörunni við Dyrhólaey á þriðjudag. Fólkið, hjón á sjötugs- aldri, var í fjörunni þegar alda skall á þeim og þremur öðrum ferðamönnum. „Þessi þýsku hjón misstu strax máttinn, lágu bara hjálparvana og rúlluðu þarna í blöndu af sandi og sjó,“ segir Ari Arnórsson leiðsögu- maður, sem var staddur í fjörunni. Hann segir að Lothar Beckers, maðurinn sem bjargaði hjónunum hafi drýgt mikla hetjudáð. „Hann brást, eftir á að hyggja, 100 pró- sent rétt við. Hann sá til þess að allir færu úr fjörunni og mat síðan möguleikann á því að ná hjónun- um.“ Beckers valdi litla öldu til þess að stökkva eftir og náði fyrst konunni og svo manninum. Hann fékk síðan hjálp annarra við björg- unina. „Hjónin voru bæði með meðvitund og virtust ekki hafa gleypt sjó. Hefði þessi maður ekki gert þetta hefði fréttin fjallað um að tveir þýskir ferðamenn hefðu látist.“ Ari segir ólíðandi að ekki sé sett upp skilti til þess að vara ferða- menn við ölduganginum. Leiðsögu- menn messi yfir sínum ferðahóp- um, en margir ferðist um landið á eigin vegum. Þá segir Ari að atvik- ið á þriðjudag sé langt í frá eins- dæmi. Þvert á móti hafi allir leið- sögumenn sem hafi einhverja reynslu lent í því að draga fólk upp úr sjónum á þessum stað. - þeb Þýskur ferðamaður brást rétt við þegar landar hans lentu í öldu við Dyrhólaey: Bjargaði hjónum úr sjónum Á SLYSSTAÐ Á myndinni sjást þýsku hjónin í fjörunni við Dyrhólaey eftir að þau höfðu verið dregin á land. MYND/BARBARA LINGENER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.